Morgunblaðið - 17.01.1987, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 17.01.1987, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1987 *B Fylgiskjal I Minnispunktar um eftirlit með rekstri Hafskip Minnispunktar um eftirlit Út- vegsbankans með rekstri og efnahag Hafskips hf. frá miðju ári 1984 til hausts 1985. Þegar mat er lagt á eftirlit og athuganir Útvegsbanka íslands á gögnum um rekstur og efnahag Hafskips hf. á fyrrgreindu tímabili, er mikilvægt að hafa ríkt í huga, að gjaldþrot fyrirtækisins — og þar með tap bankans vegna þess — staf- aði fyrst og fremst af þrennu: 1. Tapi á hreinum tekjum vegna samdráttar flutninga fyrir varn- arliðið. Þetta tap var talið nema 85 m.kr. á árinu 1984 að mati forráðamanna Hafskips (banda- ríska skipafélagið hóf siglingar 1983) og auk þess álíka upphæð árið 1985. 2. Stórfelldum taprekstri á árinu 1985 vegna svonefndra Atlants- hafssiglinga þvert ofan í áætlanir um verulegan hagn- að. Ákveðið var að hefja þessar siglingar m.a. vegna þess að vamarliðsflutningarnir brugð- ust. Þetta tap nam 79,6 m.kr. fyrstu átta mánuði ársins 1985, skv. milliuppgjöri endurskoð- anda. 3. Mjög slæmri eiginfjárstöðu fyr- irtækisins frá fyrri tíð í hlutfalli við (erlendar) skuldir. Raun- veruleg eiginfjárstaða fyrirtæk- isins versnaði auk heldur vegna verðlækkunar tiltölulega gam- alla skipa félagsins á heims- markaði, einkum síðari ár. Útvegsbankinn hefur undanfarin ár fengið íjögurra mánaða milliupp- gjör fyrir Hafskip hf. frá endur- skoðanda fyrirtækisins, Helga Magnússyni, löggiltum endurskoð- anda auk venjulegra ársreikninga. Uppgjör fyrir fjóra fyrstu mánuði ársins 1985 barst bankastjórninni í júlí í fyrra og fyrir fyrstu átta mánuðina um miðjan nóvember. Þetta gerðist á mjög hliðstæðum tíma og milliuppgjör bárust fyrir árið 1984. Ársreikningur fyrir 1984 barst í maí 1985. í honum er sem fyrr sérstaklega getið um mark- aðsverð skipanna í áritun endurskoðandans. Bankastjórnin hefur sjálf athug- að framangreind uppgjör með aðstoð hagdeildar og endurskoð- anda bankans, eftir því sem þörf var talin á þar sem reikningar voru gerðir upp af löggiltum endurskoð- anda félagsins. Við gerð ársreiknings bankans fyrir 1984 í janúar og febrúar 1985 ræddu þeir Olafur Helgason og Ingi R. Jóhannsson um stöðu Hafskips hf. gagnvart bankanum á grund- velli ársreiknings félagsins fyrir árið 1983. Það var álit þeirra að þrátt fyrir veika eiginfjárstöðu Hafskips hf. væri ekki ástæða til sérstakra af- skrifta hjá bankanum vegna útlána til félagsins. í þessu sambandi var horft til góðrar framlegðar hjá fé- laginu 1983 og þess að bankinn hugðist óska eftir að hluthafar greiddu inn aukið hlutafé. Haustið 1985 athugaði Ingi R. Jóhannsson einnig reikninga Haf- skips hf. fyrir árið 1983 og 1984. Áxel Kristjánsson, aðstoðar- bankastjóri, hefur haft milligöngu um upplýsingaöflun og fundi bankastjómarinnar með forráða- mönnum Hafskips. Honum var ekki falið að kanna tölulega rekstur fyr- irtækisins en hann hefur Qallað um tryggingar bankans vegna þess. Mikilvægustu greiðslu og rekstr- aráætlanir, sem bankastjórnin fjallaði um frá miðju ári 1984, voru annars vegar áætlun um rekstraraf- komu fyrirtækisins út það ár og hins vegar greiðslu og rekstraráætl- un um Atlantshafssiglingarnar árið 1985. Bankastjórnin og hagdeildin könnuðu framangreind gögn og áætlanir. Bankastjórnin gerði stjómendum Hafskips grein fyrir afstöðu sinni á grundvelli þeirra athugana, m.a. á sl. vetri þegar synjað var um mikla fyrirgreiðslu- beiðni án aukins eiginfjárframlags. Til glöggvunar verður hér fjallað sérstaklega um athuganir á áætlun- um um Atlantshafssiglingar annars vegar og almennan rekstur og efna- hag Hafskips hins vegar. I. Athuganir upplýs- inga um Atlantshafs- siglingar: Reglulegar siglingar Hafskips hf. til og frá Evrópu og Bandaríkjunum hófust í október 1984. Undirbúning þessarar starfsemi má rekja til stofnsetningar dótturfélaga fyrir- tækisins erlendis árið 1982 og síðar. Ákvörðun um þessar áætlunar- siglingar var ekki síst tekin vegna samdráttar vamarliðsflutninganna árið 1984 ogjafnframt stóðu vonir til að þessir flutningar hæfust að nýju árið 1985 og yrðu viss kjöl- festa Atlantshafssiglinganna. Allar upplýsingar um Atlants- hafssiglingarnar sem banka- stjórninni voru látnar í té fyrir miðjan júlí 1985 sýndu hagnað á þessari starfsemi árið 1984 og að hagnaður yrði áfram, á árinu 1985. Sú niðurstaða er byggð á eftir- farandi gögnum og upplýsingum: 1. Upphaflega var áætlað að þessir flutningar skiluðu 25 m.kr. hagnaði til áramóta 84/85. 2. Staðfest var að hagnaðurinn væri í raun 25,5 m.kr. í fylgi- skjali með ársreikningi félagsins sem lagður var fram í maí 1985. 3. Með áðurnefndum ársreikningi, sem birtist í maí 1985, fylgdi einnig áætlun um afkomu vegna Atlantshafssiglinga fyrstu 4 mánuði ársins 1985. Niðurstað- an var sú, að hagnaðurinn yrði 35 m.kr. á þessu tímabili eða lítið eitt minni en fyrri áætlun gerði ráð fyrir. 4. Á aðalfundi í byijun júni vom þessar upplýsingar og áætlanir til staðar og almennt staðfestar. 5. Um áætlanir vegna Atlants- hafssiglinga sem byggt var á fyrri hluta ársins 1985 er einnig rétt að benda á eftirfarandi: í bréfi Hafskips til bankastjórnar Útvegsbanka íslands dags. 3. okt- óber 1984 segir svo orðrétt. „Áætlanir sýna að hreinn hagnaður ætti að nema USD 1—3 millj. á ári eftir nýtingu skipa og samsetningu fraktarinnar". Samkvæmt skýrslu frá stjórn Hafskips sem bankastjórninni barst í janúarlok (29. janúar 1985) var gert ráð fyrir 146 m.kr. hagnaði á Atlantshafssiglingum 1985. Á hlut- hafafundi litlu síðar (9. febrúar 1985), þegar ákvörðun var tekin um allt að 80 m.kr. hlutafjáraukn- ingu (úr 15 m.kr. í allt að 95 m.kr.) lögðu sijórnendur félagsins sér- staka áherslu á hagnaðarvon og aukningu umsvifa félagsins, sem hlytist af Atlantshafssiglingun- um. Stjómarmenn og hluthafar juku eigið áhættufé í fyrirtækinu um 75—80 m.kr. í framhaldi af þessum fundi og lögðu þessa fjármuni inn í bankann í formi sjálfskuldar- ábyrgðarbréfa í mars, apríl og mai á sl. ári. Engin ástæða sýnist því til að draga í efa að traust eigenda og stjórnenda fyrirtækisins byggð- ist á haldgóðum upplýsingum sérstaklega um þennan þátt rekstrarins. Hafa verður í huga vegna Atl- antshafssiglinganna að dregið var úr tapáhættu vegna þeirra með því að nota skip, gáma o.fl., sem leigt var til skamms tíma. Rétt er að undirstrika að reynslutölur voru fyrstu mánuði ársins 1985 ekki fyr ir hendi nema fyrir 2‘/a mánuði frá fyrra ári um þennan rekstur, sem var þann tíma í mótun. Aðstaða til úttektar af hálfu bankastjórnar og hagdeildar Út- vegsbanka íslands á áætlunum um þennan þátt rekstrarins á grund- velli raunupplýsinga var því ekki til staðar fyrr en milliuppgjör fyrir 4 mánuði ársins lá fyrir í júlí. Þegar þetta uppgjör kom fram 17. júlí og verulegt tap (28,5 m.kr.) fyrstu 4 mánuðina á þessum rekstri var orðin staðreynd var samtímis lögð fyrir bankastjórnina áætlun, sem sýndi mikinn hagnað síðari hluta ársins og 100 m.kr. rekstrar- afgang á öllu árinu. (sjá fskj.) Bankastjómin ákvað þá að hag- deildin gerði úttekt á áætlunum og reikningum félagsins, sérstaklega m.v. rauntölur vegna Atlantshafs- siglingajanúar—apríl 1985. Skýrsla um þá úttekt liggur fyrir dags. 27. ágúst 1985. Þar kemur m.a. fram að hlutfallsleg skipting kostnaðar er allt önnur í áætluninni fyrir síðari hluta ársins en reynslutölur gáfu til kynna. i samræmi við þetta reyndist verulegt tap á Atlantshafssigling- unum skv. milliuppgjöri 31. ágúst. II. Athuganir á al- mennum rekstrará- ætlunum og eiginfjárstöðu Haf- skips hf. í ársreikningum félagsins fyrir árið 1983 kom fram að eiginfjár- staða var mjög tæp sem fyrr en þó jákvæð um 62,8 m.kr. eða 10,3% af eignum miðað við það markaðs- verð sem endurskoðandi taldi á skipum þess. Upphafleg áætlun fyrir árið 1984 gerði ráð fyrir 20—30 m.kr. hagn- aði af rekstrinum. Mikil röskun varð á öllum ytri aðstæðum í rekstri fyrirtækisins á árinu. Afleiðingarnar komu að nokkru ljós síðari hluta ársins 1984 en þó ekki endanlega fyrr en í endur- skoðuðu uppgjöri fyrir árið, sem barst seint í maí 1985. Samkvæmt fskj. með reikningum er skýring þessarar röskunar talin felast í 1) samdrætti flutninga vegna varnarliðsins, 2) lækkun flutningstaxta, 3) verkfalli BSRB og 4) gengisbreytingum umfram stefnumörk stjórnvalda. Milliuppgjör fyrir 4 fyrstu mán- uði ársins 1984 lá fyrir í júlí. Hagnaður varð 6,5 m.kr. (Reiknað- ar tekjur v/verðbreytinga námu 7,4 m.kr. og gengistap 10,8 m.kr.). í lok október barst milliuppgjör frá endurskoðanda fyrir janúar— ágúst. í því kom fram 5,8 m.kr. tap (Tekjur v/verðbreytinga 20,2 m.kr. og gengistap 32,9 m.kr.). Rúmum mánuði síðar þ.e.a.s. 12. desember fékk bankastjórnin í hendur áætlun um afkomu ársins. Þá var tapið áætlað 55,2 m.kr. (Verðbreytingatekjur 80 m.kr. og gengistap 102 m.kr.). Með bréfi dags. 11. desember 1984 óskuðu forráðamenn Hafskips eftir láni að upphæð USD 2 millj. til greiðslu lausaskulda og til skuld- breytinga á erlendum lánum sem skyldu vera afborgunarlaus í 2—3 ár. Með bréfinu fylgdi greinargerð um „rekstrarvanda Hafskips, or- sakir og leiðir til úrlausnar.“ Bankastjórnin taldi slíka fyrir- greiðslu fráleita nema að breytt- um forsendum m.a. aukningar eiginfjár. Á fundi með bankastjóm 17. desember ræddu forráðamenn fé- lagsins um að ekki væri réttlætan- legt að halda rekstrinum áfram að óbreyttu. Þá var ákveðið að þeir myndu heQa viðræður við Eimskip um samstarf eða kaup á fyrirtæk- inu. Laust eftir áramót var banka- stjórninni skýrt frá því að framan- greindum viðræðum væri slitið að sinni. Nú væri stefnt af hálfu stjórn- enda félagsins að verulegri aukn- ingu hlutafjár, hagræðingu í rekstri og eflingu Atlantshafssiglinganna. í lok janúar var lögð fyrir banka- stjórnina rekstrar- og greiðsluáætl- un fyrir árið 1985 (bréf dags. 29. janúar). Þar var gert ráð fyrir 136 m.kr. hagnaði á fyrirtækinu (Atl- antshafssiglingar með 146 m.kr. hagnaði en íslandssiglingamar með 11 m.kr. tapi). Fram kom á fundi með banka- stjóminni frá hálfu Hafskipsmanna að „Rainbow“-málið svonefnda myndi leysast í mars. Það var talið bæta afkomuna enn um 100 m.kr., ef varnarliðsflutningar kæmust í fyrra horf. Bankastjórnin athugaði gögn um rekstur og eiginfjárstöðu Hafskips hf. um þetta leyti. Rætt var m.a. við endurskoðanda bankans um eig- infjárstöðu félagsins. Tap ársins 1984 var áætlað (skv. bréfi 29. janúar) 50—60 m.kr. Mið- að við markaðsverð skipa skv. reikningum virtist eigið fé því orðið neikvætt um 40—50 m.kr. Eftir hlutafjáraukningu, sem stefnt var, að þ.e.a.s. 80 m.kr. yrði eiginfjárstaða jákvæð um 30—40 m.kr., enda lán sem rætt var um að félagið fengi með tryggingu í skuldabréfum hluthafa ætlað til greiðslu á skammtímaskuldum. Miðað við þá óvissu ytri aðstæðna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.