Morgunblaðið - 17.01.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.01.1987, Blaðsíða 2
2 "B MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1987 Enginn nefndarmanna hafði reynslu eða sérþekkingu á bankamálum # # # Athugasemdir um skýrslu nefndar vegna viðskipta Útvegsbankans og Hafskips 2. Meginniðurstöður athugasemda bankastjórnar Utvegsbankans Athugasemdir bankastjómarinn- ar em margvíslegar og varða fjölmarga þætti skýrslunnar. Valinn er sá kostur að setja hér fram í stuttu máli nokkur meginatriði gagnrýni bankastjómarinnar um skýrsluna. Nánar er fjallað um ein- staka þætti málsins síðar í þessum athugasemdum, svo sem fram kem- ur í efnisyfirliti. Þessi tilhögun á framsetningu veldur óhjákvæmi- lega nokkmm endurtekningum en á móti vegur að auðveldara er að kynna sér þau aðalatriði, sem bankastjómin vill taka fram í tiiefni af þessari skýrslu. 1.0. Almennar ábendingar nefndarinnar til raunverulegra málsbóta fyrir bankastjóra Út- vegsbankans. 2.0. Fram kemur í skýrslunni „að allt frá stofnun Hafskips hafi Utvegsbankinn verið aðalviðskipta- banki þess, svo sem eðlilegt má telja, þar sem bankinn hafi gjald- eyrisréttindi, en aðalkeppinautur félagsins H.F. Eimskipafélags ís- lands, skipti við Landsbankann, en aðeins þessir tveir bankar höfðu lagaheimild til að versla með gjald- eyri“. (Bls 5.) Hér er komið að kjama málsins. Bankakerfið hefur lengst af verið þannig upp byggt að Hafskip gat hvergi haft banka- viðskipti nema í Útvegsbankanum. Þannig hefur það og verið með fleiri stór fyrirtæki, sem í raun hafa verið bankanum ofviða vegna stærðar. Eftir að aðrir bankar fengu lagaheimild til að versla með gjald- eyri, hefur tregðulögmál valdið því að lítil breyting hefur orðið þar á. Langstærstu og fj'árfrekustu við- skiptamenn, sem þurft hafa á vemlegum gjaldeyrisviðskiptum að halda, skipta enn við Landsbankann og Útvegsbankann. Aðvitað gátu stjómir bankanna sem slíkar ekki við þetta ráðið. Hér er réttilega verið að gagnrýna það bankakerfi sem verið hefur við lýði og sáralítið breyst að þessu leyti, þótt allir bankamir hafi nú heimild til gjald- eyrisviðskipta. 1.2. í öðmm almennum umsögn- um leggur nefndin áherslu á það, hversu erfitt var á öllu „rannsókn- artímabilinu" að meta út frá hagsmunum bankans, hvort betra hefði verið að knýja Hafskip til gjaldþrots eða leita annarra leiða. I þessu sambandi má nefna eftirfar- andi tilvitnanir sem dæmi: „Banka- stjóramir stóðu löngum frammi fyrir þeim vanda í viðskiptunum við Hafskip að velja milli þess að hætta lánveitingum til félagsins og stöðva rekstur þess eða gera það gjald- þrota og eiga því víst nokkurt tap fyrir bankann, ellegar að halda áfram áhættusömum lánveitingum í von um batnandi hag félagsins." (Bls. 77.) Og einnig: „Utvegsbank- inn gerði sér alltaf grein fyrir því að eignir Hafskips færu á lágu verði, ef félagið yrði gert gjald- þrota. Því væri skynsamlegast, ef hætta þyrfti rekstrinum, að selja meðan starfsemin væri í fullum gangi". (Bls. 106.) Vandséð er, að réttar ályktanir hafí verið dregnar af þessum staðreyndum, sem nefnd- in bendir á, þegar dómar em felldir í skýrslunni né heldur, að banka- stjóminni hafi verið færðar slíkar aðstæður til málsbóta, vegna ákvarðana í viðskiptum við Hafskip á erfiðleikatímum. 2.0. Veð bankans og verðmæti skipa. I skýrslunni er bent á þá stað- reynd að á árunum 1981-1985 varð verðhran á kaupskipum milli 60-80% (bls. 13). Þegar ijallað er um tryggingar bankans fyrir útlán- um virðist þessi óviðráðanlega staðreynd ekki færð stjómendum bankans til málsbóta. Hvað myndi gerast, að því er varðar tryggingar peningastofnana, ef húsnæði lækk- aði að raunvirði um 60-80% á fimm áram, jafnvel þótt veð væra tekin fyrir þann tíma skv. settum reglum? Alkunna er, að við sölu tiltölulega nýrra fískiskipa, hafa tryggingar ekki reynst nægar fyrir stofnlánum, sem veð vora tekin fyrir skv. settum reglum nokkram árum fyrr. 3.0. Hliðstæð áföll erlendra banka. Undanfarin ár hafa erlendir bankar tapað tugum milljarða króna vegna gjaldþrota skipafé- laga. Þar má til nefna banka eins og City Bank, Man Trast og Bank of America. Svipaða sögu er að segja um norska banka og Hambros Bank í London, sem er íslendingum kunnur vegna margvíslegra við- skipta. Það hlýtur að vekja athygli að nefnd, sem sett er á laggir til þess að kanna hvort um óeðlilega viðskiptahætti hafi verið að ræða milli Útvegsbankans og Hafskips, minnist ekki á þessi áföll banka í nágrannalöndunum, sem eru af hliðstæðum toga og áfall Útvegs- bankans, þ.e.a.s. taprekstri skipafé- laga og verðfalli skipa. Ef nefndin hefði kynnt sér viðskipti erlendra banka við þessi gjaldþrota skipafé- lög, hefði væntanlega komið í ljós, að þar var ekki ríkisbankakerfi um að kenna né óbankalegum sjónar- miðum. Sennilegt er, að athugun nefndarinnar á slíkum viðskiptum hefði getað varpað öðra ljósi á við- skipti Útvegsbankans og Hafskips, en fram kemur í skýrslunni. 4.0. Mótsagnir. Skýrslan er afar mótsagnakennd og því vandtúlkuð af notendum, enda hafa þess sést glögg dæmi í íjölmiðlum undanfarið. Svo vitnað sé í skýrsluna sjálfa þessu til stað- festingar, er talið að eina höfuðor- sök gjaldþrots Hafskips megi rekja til Atlantshafssiglinganna, sem hóf- ust haustið 1984. Á bls. 13 segir á hinn bóginn: „Hafskip hefði vænt- anlega orðið gjaldþrota þótt Atl- antshafssiglingarnar hefðu ekki komið til... “ Hvernig má það vera að ein höfuðorsök slíks gjaldþrots sé talin siglingar, sem einu gilti hvort hafnar vora eða ekki? Annað dæmi um mótsagnir í skýrslunni kemur fram í því að bankaeftirlitið er gagmýnt fyrir að hætta afskipt- um af Hafskip og Útvegsbankanum í kjölfar alvarlegra athugasemda á árinu 1979, en það gerði ekki út- tekt hjá bankanum á tímabilinu 1980-1985, einmitt á þeim tíma sem skýrsluhöfundar virðast telja aðfinnsluverðastan í viðskiptum bankans og félagsins. Þrátt fyrir þetta telur nefndin bankaeftirlitið hafa, þegar á heildina er litið, sýnt bæði skarpskyggni og vandvirkni í þeim athugunum, sem það hefur gert (bls,83).. . 5.0. Misjöfn umfjöllun. Nefndin lætur þess getið að ekki sátu alltaf sömu menn í bankaráði Útvegsbankans á þeim tíma sem athugun hennar tekur til. Hún get- ur ekki hins sama þegar hún fjallar um bankastjórana og „sök þeirra á örlagaríkum mistökum" (bls. 69 og 78). 6.0. Sérstök gagnrýni beinist að tímabilunum 1981-1983 og 1984-1985. Athyglisvert er, að ummæli nefndarinnar um óeðlileg viðskipti Hafskips og Útvegsbankans má í stóram dráttum flokka í þrennt eft- ir þeim tímabilum sem fjallað er um hverju sinni. Oft er rætt um allt „rannsóknartímabilið", en nefndin valdi það sjálf frá 1974-1985. Sérstök gagnrýni bein- ist þó að tímabilunum 1981-1983 og 1984-1985. Hér skulu rakin nokkur dæmi og tilvitnanir þessu til stuðning. 6.1. Ummæli um allt „rannsókn- artímabilið" eða jafnvel allt rekstr- artímabil Hafskips, sem náði yfir 27 ár (bls. 11): „Hafskip var alla tíð févana fyrirtæki sem þurfti mik- ið fé til rekstrar og fjárfestinga, en leysti þann vanda með mikilli og áhættusamri fyrirgreiðslu af hálfu Útvegsbankans." Bls. 5: „Hafskip átti Iöngum við erfiðan fjárhag að etja og var bankinn af þeim sökum oft hætt kominn í þess- um viðskiptum." Ennfremur segir á bls. 11: „Enginn vafí er á að þessi langvarandi hallarekstur átti mik- inn þátt í því að félagið varð að lyktum gjaldþrota." Á þessum forsendum fellir nefnd- in dóm um fyrirgreiðslu bankans til Hafskips á „rannsóknartímabil- inu“ og segir: „Samt er ljóst, að fýrirgreiðsla við Hafskip er allan tímann hættulega mikil og er þá sama hvor viðmiðunin er höfð í huga“ (þ.e. hvort sem eigið fé bank- ans er leiðrétt skv. hugleiðingum nefndarinnar eða ekki). Vandséð er hvemig starfsábyrgð núverandi bankastjórnar nær til alls þessa. 6.2. Tímabilið frá 1981-1983. Víða er vikið að því mjög ákveð- ið að nauðsynlegt hefði verið að taka í taumana um fýrirgreiðslu bankans við Hafskip og gera ráð- stafanir m.a. til eiginfjáraukningar á tímabilinu 1981-1983. Á bls. 32 er rætt um tryggingar bankans og komist að þeirri niðurstöðu að fyrir löngu (árið 1981) hefði mátt sjá, „að bankinn þyrfti veralega auknar tryggingar til að áhætta bankans væri hófleg“. Á bls. 75 er þessi umsögn: „Með þannig íjárhags- stöðu í árslok 1983, sem öllum virtist ókunn þá, en fól í raun í sé_r gjaldþrot, hófst starfsárið 1984.“ Á bls. 74 segir: „Þegar litið er til baka má ætla, að hefði bankinn fýlgst rækilega með öllum þáttum viðskiptanna, hefðu viðskipti bank- ans við félagið verið tekin til gagngerrar endurskoðunar ekki síðar en á árunum 1982-1983." Kjaminn í þessum umsögnum virðist sá, að á þessu tímabili hafí Hafskip, að mati nefndarinnar, ver- ið komið að fótum fram gagnstætt því sem reikningar félagsins sýndu á þessum árum. Staðreyndin er sú að fyrirtækið var ávallt veikt. Hefði bankastjómin séð fýrir þau áföll sem urðu á árinu 1984, er fullvíst að hún hefði tekið fyrr í taumana. Þessi upprifjun korp því ekki að gagni síðari hluta árs 1984, þegar flóðbylgja mikils taps, sem enginn í bankanum vissi eða gat vitað hversu stór var, reið yfír félagið. Núverandi bankastjóm þurfti að taka ákvörðun um fyrirgreiðslu til félagsins og krefjast aukins eigin Qár án upplýsinga um stærð flóð- bylgjunnar og án þess að geta skýlt sér á bak við að taka hefði átt við- skipti bankans við félagið til gagngerrar endurskoðunar fyrr. 7.0. Atburðir, gagnrýni og aðgerðirá tímabilinu 1984-1985. Vegna fyrrnefndrar synjunar bankans um fyrirgreiðslu, vegna sívaxandi greiðsluerfíðleika Haf- skips, hófu stjórnendur félagsins viðræður við Eimskip fyrir áramótin 1984-1985 um sölu á félagjnu. Þessum viðræðum var hætt rétt fyrir áramótin, enda þá samtímis ákveðið að bæta eiginfjárstöðu fé- lagsins með auknu hlutafé. Þessi misheppnaða tilraun til sölu á Haf- skip og viðræðuslit við Eimskip er eitt af aðalgagnrýnisefnum nefnd- arinnar á stjórnendur bankans á þessu tímabili. í skýrslunni segir á bls. 75: „Það var mjög misráðið af bankastjórum Útvegsbankans að nota ekki þetta tækifæri til þess að þvinga Hafskip til að semja í alvöra." Þegar meta á réttmæti og sann- gimi þessarar gagnrýni, er rétt að hafa í huga þær aðstæður sem þá vora fyrir hendi og vitneskju sem þá lá fyrir um hag félagsins. Þessi atriði má nefna: 1. Ekkert lá fyrir um að Eim- skip vildi þá semja „í alvöra“ um kaup á Hafskip. 2. Sú „alvara" var á hinn bóginn ljós að stjórnendur félagsins vildu auka eigin áhættu hluthafa um 80 milljónir króna, enda slíkt skilyrði fyrirgreiðslu af hálfu bankans. 3. Tap á rekstrinum á árinu 1984 var þá áætlað 55 milljónir króna og átti eigið fé að verða jákvætt að hlutafjáraukningu lokinni. Á þessum forsendum og við þess- ar aðstæður taldi bankastjórnin ekki stætt á að þvinga fram sölu svo viðamjkils fyrirtækis sem Haf- skip var. Ákveðið var annars vegar að greiða fyrir félaginu og taka handveð í skuldabréfum vegna hlutafjáraukningarinnar til trygg- ingar þeirri fyrirgreiðslu og taka jafnframt öll þau veð, sem hægt væri að taka hjá fyrirtækinu. Annað megingagnrýnisefni nefndarinnar varðandi stjórn bank- ans á tímabilinu 1984—1985 er um undirbúning Atlantshafssigling- anna. Á bls. 76 segir svo: „Bankinn lét ekki fara fram neina viðhlítandi könnun á fjármagnsþörf, arðsemi og áhættuþáttum þessara flutninga áður en til þeirra var stofnað." Við mat á þessari gagnrýni verður sem fyrr að hafa í huga aðstæður og upplýsingar, sem voru til staðar þegar ákvarðanir í þessum efnum vora teknar. I því sambandi má nefna eftirfarandi: 1. Atlantshafssiglingamar, sem hófust haustið 1984, höfðu verið í undirbúningi í tvö ár. 2. Ætlunin var að hefja þær í smáum stíl með leiguskipum og leigugámum. 3. Engin sérþekking var til í landinu, sem nýta mátti til mats á áhættuþáttum, fjármagnsþörf eða arðsemi þessara flutninga. 4. Tækifæri myndi gefast til að yfírfara áætlanir í þessum efnum innan 6—8 mánaða í ljósi rauntalna úr rekstrinum. 5. Búist var við að flutningar fyrir varnarliðið hæfust fljótlega að nýju og féllu þeir þá vel inn í Atl- antshafssiglingarnar. Bankastjórnin ákvað því að leggjast ekki gegn þessum áform- um haustið 1984. Um áramótin 1984—1985 var staðhæft og skjal- fest, að 25 m.kr. hagnaður hefði orðið á þessum þætti í rekstri fé- lagsins. Þetta varð m.a. til þess að styrkja trú á að áætlanir um hagn- að af Atlantshafssiglingunum væra á rökum reistar. Leggja verður sérstaka áherslu á að hlutafjáraukningin, sem stjóm- armenn sjálfir stóðu að með veru- legum eigin fjárskuldbindingum, var fyrst og fremst byggð á hagnað- arvon félagsins í Átlantshafssigl- ingunum. Stóraukin eigin áhætta, sem hluthafar tóku á sig fyrri hluta árs 1985, gerði áætlanirnar um Atlantshafssiglingarnar að sjálf- sögðu trúverðugri en ella fyrir bankann. 8.0 Ábyrgð löggilts endur- skoðanda Hafskips. í skýrslunni er hvergi minnst á ábyrgð löggilts endurskoðanda, sem áritar ársreikninga Hafskips á mjög afdráttarlausan hátt. Sam- kvæmt lögum eru löggiltir endur- skoðendur opinberir sýslumenn og bera ábyrgð sem slíkir. Árið 1980 gengu í gildi ný hlutafélagalög sem kváðu á um þá skyldu að kjósa lögg- ilta endurskoðendur sem endur- skoðendur hlutafélaga, sem fara yfír tiltekna stærð. Löggjafinn hef- ur augljóslega ætlast til að reikn- ingar slíkra félaga yrðu áreiðanlegri fyrir notendur þeirra með slíkri skipan. Bankastjómin hlaut að taka mark á áritun löggilts endurskoð- anda á reikninga félagsins. Nefndin virðist líta fram hjá þessu. Hún kemst að þeirri niðurstöðu að reikn- ingsskilum sé mjög áfátt. Engu að síður hefði bankinn átt að geta af- hjúpað villandi reikningsskil að mati nefndarinnar. Þessi niður- staða, ef rétt getur talist, hlýtur að valda endurmati allra notenda ársreikninga félaga á ábyrgð lög- giltra endurskoðenda og getur haft víðtæk áhrif í viðskiptalífinu. 9.0 Vísvitandi blekkingar. Litlar málsbætur. Nefndin metur ekki einvörðungu lítils, til málsbóta fyrir bankastjóm- ina, að reikningar Hafskips voru áritaðir afdráttarlaust af löggiltum endurskoðanda. Hún fjallar um gransemdir Ríkissaksóknara um að Hafskipsmenn hafi blekkt bankann með vísvitandi röngum upplýsing- um 1984—1985. Samt kemst hún að þeirri niðurstöðu að slíkar blekk- ingar hafí „aðeins að hluta til getað valdið mistökum bankastjóranna". Nú beindist rannsókn að því, hvort stjómendur Hafskips og end- urskoðandi hafi vitað um áramótin 1984—1985 að raunverulegt tap félagsins næmi e.t.v. 100—150 milljónum króna í stað áætlana um 55 milljón króna halla á árinu 1984, og einnig að því, hvort í raun hafí verið tap á Atlantshafssiglingunum á árinu 1984 í stað 25 milljón króna hagnaðar, sem Hafskipsmenn lögðu fram gögn um. Það liggur í augum uppi að þvílíkar upplýsingar hefðu alger- lega skipt sköpum um ákvarðanir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.