Morgunblaðið - 17.01.1987, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.01.1987, Blaðsíða 6
6 % MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1987 Hvergi er minnst á ábyrgð löggilts endur- skoðanda Hafskips 0 0 # Athugasemdir um skýrslu nefndar vegna viðskipta Útvegsbankans og Hafskips fískveiðasjóði að beitt sé ströngum reglum um mat á veðum. Samt hefur uppboðsverð skipanna ekki nægt fýrir veðskuldum og lána- stofnanir orðið fyrir stórtjóni. í því sambandi hefur ekki orðið vart við opinberar ásakanir um að illa hafi tekist til með tryggingar og því síður kröfur um, að stjómendur við- komandi stofnana væru látnir sæta starfsábyrgð með brottvísun um stundarsakir. (Sjá hjálagt bréf fisk- veiðasjóðs til sjávarútvegsráðuneyt- isins.) Þá er alkunna að söluverð- mæti íbúðarhúsnæðis hefur ekki hækkað á þessu tímabili í sama mæli og höfuðstóll verðtryggðra lána. í skýrslu sinni gerir nefndin að umtalsefni ágalla tryggingaryfirlits frá ýmsum tímum, svo sem um mat Rangár og hvort réttara hafi verið að miða mat veða við 70% eða 85% af áætluðu söluverði skipanna. Meginatriðið er, að vandséð er hvemig unnt var að bregðast öðru- vísi við en gert var að því er varðar tryggingar, þegar tekin voru veð í öllum veðhæfum eignum Hafskips um áramótin 1984/1985. Að þessu er vikið í skýrslunni á bls. 34: „Um eða eftir áramótin 1984/1985, þeg- ar erfiðleikar félagsins jukust enn, þá var að því unnið af hálfu bank- ans og félagsins að útbúa veð fyrir öllu því, sem ekki var áður veðsett bankanum. í því sambandi útbjó félagið eignaskrá ásamt verðmati yfir þá lausafjármuni félagsins, (bifreiðir, lyftara og önnur farar- tæki, tölvubúnað og meinta gámaeign) sem unnt var talið að veðsetja bankanum. Samkvæmt þessri eignaskrá og verðmati fé- lagsins, þá voru veðsettir lausafjár- munir taldir vera að verðgildi um kr. 96 milljónir. Eftirlitsmaður bankans lét hins vegar útbúa trygg- ingabréf fyrir USD 3,0 millj. eða kr. 124,5 milljónir til öryggis, ef eignimar hefðu verið vanmetnar." Þetta var gert í tengslum við ákvarðanir um hlutafjáraukningu, sem fylgdi í kjölfar synjunar bank- ans um veralega fyrirgreiðslu haustið 1984 og slit á samningavið- ræðum við Eimskip. Bankastjómin ákvað þá að fela forstöðumanni lög- fræðideildar að taka veð í öllu, sem hægt væri að taka veð í, þannig að bankinn væri með þær trygging- ar í eignum Hafskips, sem framast væri unnt að fá. Því miður reynd- ust sum þessara veða ekki halda, þegar til átti að taka, svo sem veð í leigugámum, sem þó vora bók- færðir sem eign hjá fyrirtækinu. Að því er varðar hugsanlegt veð í leigusamningi Hafskips við hafn- arsjóð, er um það lögfræðilegur ágreiningur hvort óframseljanlegir leigusamningar séu veðhæfir. Það var skoðun forstöðumanns lög- fræðideildar, að samningur þessi væri ekki veðtækur og því var það ekki gert. Skal þá vikið að mati á verð- mæti skipa. í ársreikningum Hafskips 1984, er eftirfarandi máls- grein í áritum löggilts endurskoð- anda félagsins: „Bent er á skýringu nr. 11 en þar kemur fram að áætl- að markaðsverð á skipum félagsins er 37,5 millj. kr. hærra en bókfært verð þeirra í árslok 1984. Skipin era bókfærð á 244,6 millj. kr. þá um áramótin, eða nálega 7 millj. dollara." í samræmi viö þetta og þá venju að markaðsverð skipanna var jafnan tilgreint í áritun endur- skoðandans, segir á bls. 38 í skýrslunni: „í ársreikningum fé- lagsins kom fram bókfært verð skipanna, en auk þess var í skýring- um getið um markaðsverð þeirra, sem var byggt á mati sem fengið var frá útlöndum. Við rannsókn gjaldþrotamáls félagsins hefur komið fram, að allt verðmat skipa frá 1978 og fram á mitt ár 1985 var fengið frá erlendum skipamiðl- uram fyrir milligöngu félagsins og að hvorki endurskoandi reikninga félagsins né eftirlitsmaður bankans sáu nokkra sinni ástæðu til að afla sér sjálfstæðra upplýsinga um matsverð þessara skipa. Þessi vinn- utilhögun ein sér leiðir ekki til að mat þurfi að vera tortryggilegt. Engu að síður era viss atriði sem geta bent til þess, að markaðsverð einstakra skipa hafi verið lægra en tilgreint var í upplýsingum til fé- lagsins". Þá segir að vegna mikilla hags- muna, sem bankinn hafði í viðskipt- um sínum við félagið, „verði með engu móti séð hvers vegna bankinn aflaði sér ekki hlutlausra upplýs- inga hjá öðram en þeim sem gáfu Hafskipi upplýsingar". Síðan segir orðrétt og er þá tekið vægar á hlut- unum (bls. 39): „Á sama hátt má ætla að endurskoðandi reikninga félagsins hefði átt að afla sér sjálf- stæðra upplýsinga, ekki síst með tilliti til þess hversu mikilvægar slíkar upplýsingar í ársreikningi eru, bæði fyrir lánveitendur og aðra notendur." Hér er sem fyrr varast að minnast á og þaðan af síður dæma um ábyrgð löggilts endur- skoðanda á þeim upplýsingum, sem hann staðfestir með áritun sinni í reikningum bæði gagnvart bankan- um og öðram notendum reikning- anna. í skýrslunni segir svo á bls. 13: „Á áranum 1981—1985 varð verðhran á kaupskipum, einkum eldri skipum, og fór Hafskip ekki varhluta af því. Talið er að verð- lækkunin á þessu tímabili hafi numið 60—80%. Torvelt er að meta hvaða ár verðlækkunin varð mest, en sennilega var það árið 1985.“ Athyglisvet er, að nefndin treyst- ir sér ekki til þess eftir á að meta hver verðlækkunin varð í raun, enda talað um að ekki sé hægt að ætlast til að bankinn sæi fyrir slíkt verð- fall og viðurkennt, að engir hefðu búist við svo miklu verðfalli á kaup- skipum eins og raun varð á. Rétt er að minna á, að alþjóðleg- ir stórbankar töpuðu gífurlegum fjárhæðum vegna verðfalls á kaup- skipum. Hér skulu aðeins nokkrir þessara banka nefndir: City Bank, Man Trust og Bank of America, en sá banki tapaði nýverið 40 milljörð- um isl. króna á skipafélögum. Þá tapaði Hambros Bank miklu fé á skipafélögum einmitt vegna þess að tryggingar bankans dugðu ekki þegar til átti að taka vegna sölu- kreppu og verðfalls á kaupskipum. Norskir bankar hafa ekki heldur farið varhluta af verðfalli skipa. Má þar meðal annars nefna Andrea- sens Bank. Spyrja má hvaða ríkis- bankakerfí eða óbankalegum sjónarmiðum er hægt að kenna um stórfelld útlánatöp þessara banka? Athygli vekur að nefndin minnist ekki á þessi „bankaslys“ í ná- grannalöndunum, sem era af sama toga og áfall Ú:vegsbankans vegna Hafskips. Um veðtökur bankans og mat á veðum á hveijum tíma er rétt að benda á, að almenn venja í sjóða- og bankakerfinu er, að þegar lán era veitt era veð til dæmis ekki metin gild nema þau séu innan ákveðins hundraðshluta af brana- bótamati fasteigna eða húftrygg- ingaverði fiskiskipa. Auðvitað getur bragðið til beggja vona um það, hversu góð slík veð reynast þegar fram í sækir. Kaupskip lækkuðu mikið í verði, svo sem nefndin bend- ir réttilega á, og skuldir hækkuðu í íslenskum krónum vegna gengis- breytinga. Svipuð verðhækkun varð á erlendum lánum, sem hvfla á fiski- skipum. Markaður þeirra er þó allt annar vegna kvótakerfis og tak- markana á kaupum fískiskipa til iandsins. Söluverð þessara skipa er því óeðlilega hátt. Samt sem áður hafa sjóðir orðið fyrir veralegu tapi vegna þess að tryggingar nægðu ekki fyrir hækkuðum lánum í krón- um, þegar fiskiskip hafa verið seld á nauðungarappboði. Þrátt fyrir allt þetta, kemst nefndin að eftirgreindri almennri niðurstöðu um mat bankans á tryggingum (bls. 36): „Mat bankans á tryggingum var með þeim hætti, að sú spuming hlýtur að vakna, hvort meira var hugsað um að rétt- læta lánveitingar til Hafskips en gæta hagsmuna bankans." Þessi aðdróttun verður ekki skýrð öðra- vísi en þannig að nefndin hafí hvorki kynnt sér þróun mála erlend- is né gert sér grein fyrir áhrifum gengisbreytinga og vanskila á skuldastöðu félagsins við bankann. 8. Eftirlit með rekstri og efnahag Hafskips Nefndin fjallar um hagsmuna- gæslu og eftirlit bankans með rekstri og efnahag Hafskips. Þar er tíundað upplýsingastreymi bank- ans, og rætt um þrjá aðila, sem þessi eftirlitsstörf vinna i bankan- um, bankastjóm, hagdeild og forstöðumann lögfræðideildar. Um þátt bankastjómarinnar og hag- deildar er komist svo að orði á bls. 22: „Athugun á rekstri og fjárhag lánþega er í höndum hagdeildar bankans, að svo miklu leyti sem bankastjómin sjálf sér ekki um slík mál. Sú almenna regla gilti um þessa starfsemi hagdeildar, að ein- ungis vora gerðar úttektir og athuganir á þeim fyrirtækjum, sem bankastjórnin óskaði eftir." í meðfylgjandi greinargerð bankastjómarinnar dags. 31. jan- úar 1986, um eftirlit með rekstri og efnahag Hafskips 1984—1985, sem gerð var fyrir skiptaráðendur en síðar barst nefndinni í hendur, segir svo: „Útvegsbankinn hefur undanfarin ár fengið fjögurra mán- aða milliuppgjör fyrir Hafskip hf. frá endurskoðanda fyrirtækisins, Helga Magnússyni, löggiltum end- urskoðanda, auk venjulegra árs- reikninga." Þá segir einnig í áðumefndri greinargerð: „Banka- stjómin hefur sjálf athugað framan- greind uppgjör með aðstoð hagdeildar og endurskoðanda bank- ans, eftir því sem þörf var talin á, þar sem reikningamir vora gerðir upp af löggiltum endurskoðanda félagsins." Að þessari athugasemd bankastjómarinnar er hvergi vikið í skýrslu nefndarinnar og forðast að ræða hvaða merkingu áritun löggilts endurskoðanda hafí fyrir notendur ársreikninga hlutafélaga, eins og áður hefur verið vikið að. Ennfremur segir svo í fyrr- nefndri greinargerð bankastjórnar- innar: „Við gerð ársreiknings bankans fyrir 1984, í janúar og febrúar 1985, ræddu þeir Ólafur Helgason og Ingi R. Jóhannsson um stöðu Hafskips hf. gagnvart bankanum á grandvelli ársreiknings félagsins fyrir árið 1983. Það var álit þeirra, að þrátt fyrir veika eiginfjárstöðu Hafskips hf. væri ekki ástæða til sérstakra afskrifta hjá bankanum vegna útlána til félagsins. í þessu sambandi var horft til góðrar fram- legðar hjá félaginu 1983 og að bankinn hugðist óska eftir, að hlut- hafar greiddu inn aukið hlutafé.“ I skýrslu nefndarinnar er hvergi að þessu vikið né athugunum bankastjómarinnar á áætlunum, sem bárast bankanum á þessum tíma. í því efni vísast til greinar- gerðarinnar. Á hinn bóginn er áhersla lögð á, að hagdeildin hafí gert athugun á ársreikningum og áætlunum Hafskips hf. 1980—1981. Því næst segir á bls. 25: „Nú er það ekkert lögmál, að athugun hagdeildar á tölulegum upplýsingum sé einhlít sem mat á lánshæfni eða tryggi öragga endur- greiðslu á allri fyrirgreiðslu." Samt sem áður er eftirfarandi slegið föstu í skýrslunni: „Ljóst er að eftir 1981 nýtti bankastjómin sér ekki sérfræðilega þekkingu inn- an hagdeildar bankans til úrvinnslu á gögnum Hafskips, en það hefði hugsanlega getað orðið til að fryggja hagsmuni bankans betur en raunin varð. Reyndar hafði þurft ákveðnar reglur um útlánastefnu til að fylgja eftir niðurstöðum, sem úttekt á gögnum frá Hafskipi hefði gefíð. Þau gogn sem bárast frá félaginu, ársreikningar, milliupp- gjör, rekstrar- og greiðsluáætlanir, virðast hafa fengið þá einu með- höndlun í bankanum, á áranum 1981 til 1985, að vera yfirfarin eða yfírlesin á fundum bankastjómar og að mestu treyst á upplýsinga- streymið frá félaginu. Útilokað má telja, að slík yfírferð gefí nægjan- lega og nauðsynlega innsýn í raunveralega stöðu svo stórs við- skiptaaðila." Hér er ekki orði vikið að fyrr- nefndum athugasemdum banka- stjómarinnar, m.a. um að hún sjálf hafí á áranum 1984—1985 athugað reikninga og gögn með aðstoð hag- deildar og endurskoðanda bankans, eftir því sem þörf var talin á, þar sem reikningarnir vora gerðir upp og áritaðir af löggiltum endurskoð- anda. Það vekur athygli í þessu sam- bandi, að nefndin minnist ekki á hvemig venja er að kryfja ársreikn- inga fyrirtækja í hagdeildum bankanna. Fullyrða má, að engin viðlíka úttekt sé gerð á slíkum gögnum þar og gerð er í skýrslunni á ársreikningum Hafskips. Yfirleitt er þar ekki farið ofan í saumana á verðbreytingarfærslum, eins og gert er í skýrslunni. Þegar af þess- ari ástæðu er alls ekki sjálfgefið, að hagdeild bankans hefði fundið með athugunum allar þær niður- stöður, sem nefndin dregur fram í dagsljósið úr reikningsskilum end- urskoðanda Hafskips. Á bls. 26 er ályktað: „Að öllu athuguðu telur rannsóknarnefndin, að bankinn hafí ekki fylgst með fjárhag Hafskips á þann hátt, að unnt hefði verið að gera ráðstafan- ir í tæka tíð til að tryggja hagsmuni bankans." Nefndin er svo gallhörð á þessari „sök“, að hún telur að granur um að Hafskipsmenn hafi blekkt bankann með vísvitandi röngum upplýsingum, á árunum 1984 og 1985, skipti í raun ekki höfuðmáli. Hún segir því á bls. 79: „Nefndin leggur engan dóm á fyrr- greindar gransemdir ríkissaksókn- ara. Þar verður sannleikurinn að koma síðar í ljós, þegar rannsókn Hafskipsmálsins utan valdsviðs nefndarinnar er lokið. En hér er á tvennt að líta. Að öðra leytinu, ef bankinn hefði fylgst gaumgæfilega með málum Hafskips og aflað sér sjálfstæðra upplýsinga varð blekk- ingum naumast við komið. Að hinu leytinu hafa vísvitandi blekkingar aðeins að hluta til getað valdið mistökum bankastjóranna." Að því er virðist, mun hafa verið rannsakað hvort stjómendur Haf- skips hafí um áramótin 1984—1985 vitað að rekstrartap félagsins næmi jafnvel tvöfaldri eða þrefaldri þeirri upphæð, sem þeir upplýstu banka- stjómina um, þ.e.a.s. ef til vill 100 til 150 millj. króna í stað skjal- festra áætlana um „aðeins" 55 millj. króna tap. Þá mun einnig hafa verið rannsakað hvort tap hafí verið í reynd á Atlantshafssigl- ingunum árið 1984, en ekki 25 millj. kr. hagnaður eins og Haf- skipsmenn lögðu fram gögn um. Hafí rannsókn leitt í ljós, eitthvað í þá átt, hvemig er þá hægt með rökum að fullyrða að slíkar „vísvit- andi blekkingar hafí aðeins að hluta til getað valdið mistökum banka- stjómarinnar"? Einmitt á þessum tímamótum vora mikilvægar ákvarðanir teknar í viðskiptum bankans og Hafskips. Bankastjóm- in hafði þá fyrir nokkra synjað félaginu um mikla fyrirgreiðslu. Hætt var við samninga um sölu á fyrirtækinu, en fallist á hluta- fjáraukningu, sem nam 80 millj. kr. Auðvitað hefði sú ákvörðun ekki verið tekin, ef upplýsingar hefðu legið fyrir um þann stórfellda rekstrarhalla, sem varð í raun á árinu 1984. Hvað sem öðra líður, þá var þetta tap stökkbreyting til hins verra í rekstri fyrirtækisins miðað við fyrri ár og var með engu móti hægt að sannreyna af hálfu bankans, hvort „vísvitandi blekk- ingum" hafí í raun verið beitt og þessum upplýsingum leynt á þess- um tíma mikilvægra ákvarðana í viðskiptum bankans og Hafskips, þ.e.a.s. um áramótin 1984—1985. Engum blöðum er um það að fletta, að nákvæmari upplýsingar af hálfu stjórnenda og endurskoð- anda Hafskips, um ástand og horfur á tímum algjörra umskipta í rekstri félagsins, hefðu skipt sköpum um ákvarðanir bankastjórnarinnar um fyrrgreind áramót. I raun gátu eng- ar aðgerðir hagdeildar eða annarra starfsmanna bankans afhjúpað þessi umskipti, ef vísvitandi blekk- ingum var í raun beitt af hálfu Hafskipsmanna. Framangreind fullyrðing fær því ekki staðist. Lárus Jónsson, Ólafur Helgason, Halldór Guðbjarnason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.