Morgunblaðið - 17.01.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.01.1987, Blaðsíða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1987 Villandi upplýsingar um þróun viðskipta Hafskips og Útvegsbankans 000 Athugasemdir um skýrslu nefndar vegna viðskipta Útvegsbankans og Hafskips 1. Atlantshafssiglingamar höfðu verið undirbúnar í tvö ár, eins og réttilega er getið í skýrslunni. Þetta var m.a. gert með stofnun dótturfé- laga víða erlendis. Veruleg fjárfest- ing lá í þessum undirbúningi í aðstöðu og þekkingu, sem leitast var við að afla. 2. Áformað var að fara varlega af stað. Nota átti tvö leiguskip, sem unnt var að hætta að leigja með stuttum fyrirvara. Sama máli gegndi um gáma. Allt kapp var lagt á, að sögn forráðamanna fé- lagsins, að unnt yrði að snúa við í tæka tíð með lágmarks fómar- kostnaði, ef illa tækist til. Sáralítil fjárfesting kæmi til vegna þessa og lítil þörf rekstrarfjármagns. 3. Bent var á að félög með litla flutningsgetu en vel skipulagða starfsemi gætu staðið sig vel og hagnast í samkeppni við stærri fé- lög á þessari flutningaleið. 4. Þessar siglingar myndu falla vel að flutningum fyrir vamarliðið, þegar kæmi að því að þau mál yrðu leyst. Þá kæmu þeir flutningar til góða sem nánast hrein viðbót. 5. Um það leyti sem ákvarðanir voru teknar lá fyrir að reksturinn yrði þungur á árinu 1984 en ekkert lá fyrir hjá bankanum um að tapið yrði jafn mikið og raun bar vitni. Að öllu þessu athuguðu taldi bankastjómin sig ekki geta lagst gegn þessum áformum félagsins á haustmánuðum 1984. Frá því að þessar siglingar hóf- ust og allt fram í júlí 1985, komu fram upplýsingar frá félaginu um að hagnaður væri á þessum rekstri árið 1984. í fylgiskjali með árs- reikningi 1984, sem barst í maí 1985 var þetta staðfest. Þessi stað- reynd ásamt því að Atlantshafssigl- ingamar værú mikilvægust réttlæting forráðamanna félagsins fyrir hlutaú'áraukningunni, gerðu áætlanir um hagnað af þessu „helj- arstökki", sem svo var nefnt síðar, trúverðugri en ella. Með þessar áætlanir að leiðarljósi tóku hlutha- far og sérstaklega stjómarmenn félagsins á sig persónulega 77 millj- óna króna fjárskuldbindingar frá því í febrúar á árinu 1985 og fram í júní/júlí á því ári. Þess er hvergi getið í málsbótum fyrir bankastjórana að þessi eigin áhætta, sem hluthafar og sérstak- lega stjómarmenn, sem áttu að vita best um horfur í rekstri félagsins, tóku á sig á þessu tímabili, hafi átt að auka trúverðugleika áætlana þeirra. A hinn bóginn er banka- stjóminni sagt til málsbóta að þeir hafí treyst í einu og öllu á forráða- menn Hafskips. Þessar aðstæður, sem hér hafa verið gerðar að um- talsefni, virðast ekki hafa náð athygli nefndarmanna enda sem fyrr gott að vera vitur eftirá. Þeir afgreiða þennan þátt Hafskipsmáls- ins þannig á bls. 76 í skýrslunni: „Atlantshafssiglingamar voru meginviðfangsefni Hafskips síðasta árið, sem félagið starfaði, en þeim lyktaði með geigvænlegu tapi. Bankastjórar Útvegsbankans vör- uðu sig ekki á þeirri stórfelldu áhættu, sem Hafskip tók með þess- um siglingum, og héldu áfram fyrirgreiðslu til félagsins. Þetta var enn varhugaverðara fyrir þá sök að hér var um að tefla atvinnustarf- semi, er að mestu fór fram utan íslenskrar lögsögu. Áhættan var svo enn meiri, þar sem félagið átti ekk- ert eigið fé til að treysta á, ef illa færi. Bankinn lét ekki fara fram neina viðhlítandi könnun á fjár- magnsþörf, arðsemi og áhættuþátt- um þessara flutninga áður en til þeirra var stofnað." Þessi síðasta setning virðist ein helsta forsenda áfellisdóms á núverandi banka- stjóm í hugum nefndarmanna. Rétt er að spyija. Hvernig átti Útvegsbankinn að standa að raun- hæfri könnun á fjármagnsþörf, arðsemi og áhættuþáttum þessara flutninga? Engar raunhæfar upp- lýsingar um slíkan atvinnurekstur voru til í landinu. Eimskipafélag íslands, sem býr yfir mikilli þekk- ingu og reynslu í flutningum, treysti sér ekki til slíks verks og fékk út- lenda sérfræðinga til þess að gera athugun fyrir sig á arðsemi Atlants- hafssiglinga. Ætlun bankastjórnar Útvegsbankans var að meta þennan þátt og aðra starfsemi Hafskips í tengslum við það, þegar fyrir lægju reynslutölur um þennan rekstur. Slíkar upplýsingar voru í raun ekki til staðar fyrr en fyrsta milliuppgjör á árinu 1985 Iá fyrir í júlí. Þá var strax tekin ákvörðun um að hætta rekstrinum og selja fyrirtækið, þrátt fyrir áætlanir um mikinn hagnað af þessum siglingum síðari hluta ársins. Á sama tíma var hag- deildinni falið að meta áætlanimar á grundvelli þessara fyrstu mark- tæku rauntalna, eins og alltaf var ætlunin að gert yrði. Þær athugan- ir staðfestu, að áætlanirnar stóðust ekki og ákvörðunin um að hætta rekstrinum sem fyrst var rétt. Að sjálfsögðu kostaði það gífur- lega fjármuni að þessar siglingar stöðvuðust í svo mikilli skyndingu sem raun varð á. Sölutilraunir voru hafnar á viðskiptasamböndum og aðstöðu félagsins í Atlantshafssigl- ingunum. Um sama leyti hófust æsifréttaskrif og opinber umræða um slæma stöðu félagsins og átti þetta dijúgan þátt í að ekki tókst að seija Atlantshafssiglingamar í rekstri fremur en aðra starfsemi Hafskips'. Þetta varð til þess að tjón bankans og annarra, vegna gjald- þrots félagsins, varð mun meira en ella. Tölulegar upplýsingar í skýrsl- unni um viðskipti Útvegsbankans og Hafskips eru yflrleitt umreiknað- ar til verðlags í október 1986, en eins og kunnugt er, varð félagið gjaldþrota í desember 1985. Þetta út af fyrir sig gefur ýkta mynd af umfangi þessara viðskipta. Réttra svara er ekki leitað til þess að skýra hvemig aukning á sér stað frá ein- um tíma til annars í ísl. krónum, t.d. vegna gengisbreytinga. Þessi framsetning er því villandi á marg- an hátt. Á það skal lögð áhersla að í meginatriðum má rekja orsakir krónutöluhækkunar skulda Haf- skips við bankann, á tímabilinu frá árinu 1984 fram til gjaldþrots, til fjögurra meginþátta: Gengisbreyt- ingar höfðu auðvitað í för með sér mikla krónutöluhækkun skulda einkum í ágúst og nóvember 1984. Mikið var um skuldbreytingar van- skila á þessum tíma. Vextir greidd- ust ekki en lögðust við höfuðstólinn. Bankinn þurfti að leysa til sín ábyrgðir, sem hann var í, einkum hjá Den Norske Creditbank, vegna kaupa á skipum félagsins. Þá var ■jm félaginu veitt lán með veði í skulda- bréfum vegna hlutafjáraukningar. Hugmyndin var að greiða með þess- ari fyrirgreiðslu lausaskuldir við aðra sem var gert. Með hluta- fláraukningunni átti eigið fé fyrir- tækisins að verða jákvætt miðað við þær upplýsingar, sem lágu fyr- ir, þegar ákvarðanir í þeim efnum voru teknar. Þá er rétt að leggja áherslu á að viðleitni bankans til að koma í veg fyrir skyndistöðvun fyrirtækisins sumarið 1985, svo unnt væri að selja það í rekstri, hafði í för með sér nokkra útlána- auknir.gu, einkum í formi við- skiptavíxla, sem samþykktir voru af öðrum aðilum, en keyptir af Hafskip. 4. Áfellisdómar um bankastjórn Nefndin fellir þunga áfellisdóma um bankastjóm Utvegsbankans vegna viðskiptanna við Hafskip á „rannsóknartímabilinu", sem af óskýrðum ástæðum var valið frá árinu 1974. Þó lá fyrir í greinar- gerð frá bankanum til nefndarinnar að fyrirtækið var í reynd gjaldþrota 1973. í skýrslunni er enginn grein- armunur gerður á ábyrgð eða starfstíma bankastjóma. Á hinn bóginn segir svo þegar fjallað er um ábyrgð bankaráðsmanna (bls. 69): „Tvennt verður að taka fram þegar hlutur bankaráðsmanna er veginn og metinn. í fyrsta lagi að það sátu ekki alltaf sömu menn í bankaráðinu allt rannsóknartíma- bilið heldur urðu þar nokkrar mannabreytingar, og í öðm lagi að aldrei verður vart ágreinings milli bankaráðsmanna um afstöðu til við- skiptanna við Hafskip". Þessu er ekki til að dreifa í skýrslunni þegar fjallað er um ábyrgð bankastjórna. Núverandi bankastjórar em sakfelldir vegna starfsábyrgðar á tapi bankans vegna gjaldþrotsins og talið að rétt hefði verið að víkja þeim úr starfi a.m.k. um stundarsakir þar til þátt- ur þeirra í „bankaslysinu" væri fullkannaður og dæmt í því máli. Þar virðist ekki skipta neinu að ekki vom alltaf sömu menn í banka- stjóm á „rannsóknartímabilinu" né hversu langan tíma slík dómsmeð- ferð tekur. Auðvitað hefði verið eðlilegra að svipaður fyrirvari hefði verið tilgreindur um að ekki séu alltaf sömu menn í bankastjóminni á „rannsóknartímabilinu“ eins og gerður var að því er varðar banka- ráðsmennina. Nefndin virðist skipta „rannsókn- artímabilinu" eða sumpart öllu rekstrarskeiði Hafskips, sem var 27 ár, í þrennt. í fyrsta lagi er oft íjallað almennum orðum um við- skipti bankans frá fyrstu tíð, eða á „rannsóknartímabilinu". í öðru lagi er sérstaklega vikið alloft og með mjög ákveðnum athugasemdum að tímabilinu frá 1981—1983 og í þriðja lagi er fjallað um tímabilið frá 1984 til gjaldþrots. Afar örðugt er að greina raunverulega hvaða „sök“ nefndin fellir á einstaka bankastjóra, ef eftirgreindar tilvitn- anir í skýrsluna em skoðaðar þar sem vikið er að þessum tímabilum. Á bls. 11 er komist þannig að orði: „Hafskip var alla tíð févana fyrirtæki, sem þurfti mikið fé til rekstrar og fjárfestinga, en leysti þann vanda með mikilli og áhættu- samri fyrirgreiðslu af hálfu Útvegs- bankans." Þá segir orðrétt á bls. 5: „Allt frá stofnun félagsins var Útvegsbankinn aðalviðskiptabanki þess, svo sem eðlilegt má telja, þar sem bankinn hafði gjaldeyrisrétt- indi, en aðal keppinautur félagsins, H.F. Eimskipafélag íslands, skipti við Landsbankann, en aðeins þessir tveir bankar höfðu lagaheimild til að versla með gjaldeyri. Hafskip átti löngum við erfíðan fjárhag að etja og var bankinn af þeim sökum oft hætt kominn í þessum viðskipt- um.“ Á bls. 3 segir: „Þegar í upphafí rannsóknarinnar varð nefndinni ljóst að skoða þyrfti málið í sögu- legu samhengi og að gjaldþrot Hafskips átti sér langan aðdrag- anda.“ Ennfremur segir á bls. 11 í skýrslunni orðrétt: „Árin sem halla- rekstur varð á félaginu, voru miklu fleiri en hin, sem sýndu hagnað. Þetta er augljóst þegar ársreikning- ar Hafskips eru brotnir til mergjar. Enginn vafi er á því, að þessi lang- varandi hallarekstur átti mikinn þátt í því að félagið varð að lyktum gjaldþrota.“ Þessi ummæli stangast á við áfellisdóma um núverandi banka- stjóm, sem virðist talin bera starfs- ábyrgð á öllu málinu. Nærtæk skýring á þessu mati nefndarinnar virðist þó vera sú, að einhver þurfi að bera ábyrgð a því að ríkisbanki geti tapað nær öllu eiginfé sínu því viðurkennt er í skýrslunni, að jafn- vel ríkisbanki geti tapað talsverðu fé, án þess að aðfinnsluvert sé. Þess vegna vekur þessi spuming nefndarinnar athygli: „Þar sem stjómendur bankans sitja áfram þrátt fyrir áfall bank- ans, þá er eðlilegt að spurt sé, hvort ríkisbankakerfíð sé þannig upp byggt, að enginn beri ábyrgð á því sem gerst hefur?" Sannleikurinn er sá, að í þessari spurningu virðist felast sú nauðsyn — hvemig sem á stendur um starfs- tíma eða málsbætur stjómenda viðkomandi opinberrar stofnunar — að einhver verði gerður ábyrgur, almenningur eða íjölmiðlar, fyrir fólksins hönd, krefjist þess að ein- hveijum verði refsað, eða fórnað vegna afleiðinga gjaldþrots fyrir- tækisins. Þá skal vikið að tímabilinu 1981—1983. Á bls. 32 er rætt um tryggingar bankans og komist að þeirri niðurstöðu að fyrir löngu (árið 1981) hefði mátt sjá „að bankinn þyrfti verulega auknar tryggingar til að áhætta bankans væri hófleg". Á bls. 75 segir: „Með þannig fjár- hagsstöðu í árslok 1983, sem öllum virtist ókunn þá, en fól í raun í sér gjaldþrot, hófst starfsárið 1984.“ Einnig segir: „Þegar litið er til baka má ætla að hefði bankinn fylgst rækilega með öllum þáttum við- skiptanna, hefðu viðskipti bankans við félagið verið tekin til gagngerr- ar endurskoðunar ekki síðar en á ámnum 1982—1983“ (bls. 74). Kjaminn í þessum umsögnum virðist sá, að á þessu tímabili hafi Hafskip að mati nefndarinnar verið komið að fótum fram gagnstætt því sem reikningar félagsins sýndu á þessum ámm. Staðreyndin er sú að fyrirtækið var ávallt veikt. Hefði bankastjómin séð fyrir þau áföll sem urðu á árinu 1984, er fullvíst að hún hefði tekið fyrr í taumana. Þessi upprifjun kom því ekki að gagni síðari hluta árs 1984, þegar flóðbylgja mikils taps, sem enginn í bankanum vissi eða gat vitað hversu stór var, reið yfir félagið. Núverandi bankastjórn þurfti að taka ákvörðun um fyrirgreiðslu tii félagsins og krefjast aukins eigin fjár án upplýsinga um stærð flóð- bylgjunnar og án þess að geta skýlt sér á bak við að taka hefði átt við- skipti bankans við félagið til gagngerrar endurskoðunar fyrr. I urnfjöllun sinni um þriðja tíma- bílið, sem nefndin ræðir víða í skýrslunni, þ.e.a.s. 1984—1985, leggur nefndin áherslu á eftirtalin aðalatriði: 1. Misráðið hafi verið af banka- stjórninni „að þvinga“ ekki fram alvömsamninga í viðræðum um sölu á hlutabréfum Hafsips til Eim- skips í desember 1984. 2. Bankinn hafi ekki látið kanna fyrirfram íjármagnsþörf, arðsemi og áhættuþætti Atlantshafssigling- anna. 3. Hlutafjáraukning hafí komið of seint og ekki verið nægjanleg. Áður (í kaflanum um viðskipti bankans og Hafskips) er ítarlega rökstutt við hvaða aðstæður og af hvaða ástæðum ákvarðanir vom teknar. Sá rökstuðningur verður ekki endurtekinn en ábyrgð banka- stjómarinnar á þeim tíma hlýtur að metast með hliðsjón af honum. Eins og hér hefur verið bent á flallar nefndin oft almennt um þann vanda sem bankastjómir Útvegs- bankans hafa nánast frá öndverðu staðið frammi fyrir í viðskiptum bankans við Hafskip. Gott dæmi um þetta em ummæli nefndarinnar á bls. 77. „Bankastjórarnir stóðu löngum frammi fyrir þeim vanda í viðskiptunum við Hafskip að velja á milli þess að hætta lánveitingum til félagsins og stöðva rekstur þess eða gera það gjaldþrota, og eiga þá víst nokkurt tap fyrir bankann, ellegar að halda áfram áhættusöm- um lánveitingum í von um batnandi hag félagsins." Þrátt fyrir þessar raunvemlegu málsbætur banka- stjómar Útvegsbankans um langa tíð, er áfellisdómur nefndarinnar skýr og ákveðinn. Orðrétt segir á bls. 72: „Bankastjórar Útvegs- bankans tóku sameiginlega ákvarð- anir um lánveitingar, ábyrgðir og tryggingar í viðskiptum við Haf- skip. Samkvæmt upplýsingum frá þeim hafði enginn þeirra öðmm fremur forræði í málefnum Haf- skips. Þeir vom yfirleitt sammála um ákvarðanir og aldrei verður þess vart, að mismunandi stjóm- málaskoðanir bankastjóranna hafi raskað samstöðu þeirra. Að dómi nefndarinnar er það engum vafa undirorpið, að bankastjórar Útvegs- bankans bera meginábyrgð á þeim áföllum, sem bankinn varð fyrir við gjaldþrot Hafskips enda þótt bankastjórarnir eigi sér líka nokkr- ar málsbætur." Hér er ekki verið að gera neinn fyrirvara um að ekki séu alltaf sömu menn í bankastjóm- inni og þess lítt gætt sem sagt er um sögu og framvindu viðskipta Hafskips frá fyrstu tíð við bankann og tíundað er í skýrslunni annars staðar. Niðurstaða nefndarinnar um mistök bankastjóra í Hafskipsmálinu er sem hér segir (bls. 73): „Helstu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.