Morgunblaðið - 17.01.1987, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 17.01.1987, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1987 B 5 mistök bankastjóranna í viðskiptum við félagið eru fólgin í eftirfarandi: 1. Að gæta þess að ekki að hafa nægar tryggingar fyrir skuldbind- ingum Hafskips. 2. Að fylgjast ekki nægjanlega vel með rekstri og fjárhag Hafskips einkum eftir 1981. 3. Að gera ekki ráðstafanir til að knýja fram gjaldþrot eða sölu á eignum fyrirtækisins löngu fyrr en raun varð á. 4. Að gjalda ekki varhug við Atlantshafssiglingunum, sem hóf- ust haustið 1984. Þessi mistök, sem hér eru upp talin, ásamt alvarlegum mistökum og óhöppum í rekstri Hafskips, runnu saman í einn óheillafarveg." Um hvem og einn þessara liða er fjallað í þessum athugasemdum. Um fyrsta liðinn er rætt í kaflanum um veð og verðmat skipa, lið tvö í kaflanum um viðskipti Útvegs- bankans og Hafskips og þar ásamt í kaflanum um eftirlit er fjallað um fjórða liðinn. Að lokum skal farið nokkrum orðum um tilvitnun nefndarinnar í „hliðstætt mál“ í Alþýðubankanum á árinu 1975 og að þetta mál hefðu bankaráðsmenn í Útvegsbankanum getað haft að leiðarljósi. Um þetta segir nefndin (bls. 71): „Á árinu 1975 kom upp nokkuð hliðstætt mál í Alþýðubankanum. Þar var um að tefla miklu minni fjármuni en í Hafskipsmálinu og líka minni banka. Málið var ekki talið svo alvarlegt að þörf væri á skipan sérstakrar rannsóknar- nefndar. Því lyktaði fyrir sakadómi. Þegar málið kom upp tóku banka- ráðsmenn Alþýðubankans ákvörðun um að víkja báðum bankastjórunum frá um stundarsakir meðan rann- sókn stæði yfir. Áttu þeir ekki afturkvæmt að bankanum. Nokkr- um mánuðum eftir að frávikningin átti sér stað var haldinn aðalfundur bankans þar sem kjósa átti nýtt bankaráð. Enginn bankaráðsmaður gaf kost á sér til endurkjörs. Þetta fordæmi gátu bankaráðsmenn í Útvegsbankanum haft að leiðar- ljósi.“ Hér er ólíkum málum saman að jafna. í Alþýðubankanumn tóku þáverandi bankastjórar ákvörðun um þau viðskipti sem aðfinnsluverð voru talin. í Hafskipsmálinu er um fyrirtæki að ræða sem verið hafði í viðskiptum við bankann í 27 ár þegar það varð gjaldþrota. Þetta gjaldþrot átti sér langan aðdrag- anda og er víða í skýrslunni sýnt fram á að þar hafi margar banka- stjórnir um vélað. Þessi mál eru því ósambærileg. 5. Ársreikningar Haf- skips og ábyrgð löggilts endurskoð- anda félagsins Þess er réttilega getið í skýrsl- unni að kröfur um framsetningu reikningsskila hafí aukist og breyst í kjölfar nýrra laga um hlutafélög og laga um tekju- og eignaskatt. I skýrslunni segir orðrétt um þetta: „Bæði þessi lög fólu í sér grundvall- arbreytingar á kröfum um fram- setningu reikningsskila í þá átt, að reikningsskilin gæfu ítarlegri og vandaðri upplýsingar um afkomu og stöðu fyrirtækja." Ekkert er minnst á að með fyrr- nefndum lögum um hlutafélög eru í 82. gr. sett ný ákvæði um að lög- giltur endurskoðandi skuli kosinn í hlutafélögum sem eru yfir tiltekinni stærð. Einnig eru í þeim lögum ýtarleg ákvæði um gerð ársreikn- inga, þar á meðal mat á fastafjár- munum sem augljóslega eru sett til að girða fyrir að slíkar eignir séu ofmetnar í reikningum viðkomandi félags. Tilgangur löggjafans er augljós. Notendur ársreikninga, hluthafar sem og aðrir, eiga að geta treyst ársreikningum sem löggiltur endurskoðandi áritar, enda er staðreyndin sú að bankar nota slíka reikninga við mat á láns- hæfni viðskiptamanna sinna. í samræmi við þessi ákvæði hlutafé- lagalaganna var kjörinn löggiltur endurskoðandi fyrir Hafskip. Um áritun hans og endurskoðun sejgir svo í skýrslunni (bls. 50): „Arsreikningar félagsins árin 1979—1983 voru allir áritaðir af löggiltum endurskoðanda kjörnum af aðalfundi félagsins. Áritunin er eins öll árin og efnislega þannig: Ársreikning fyrir Hafskip hefí ég endurskoðað. Ársreikningurinn gef- ur glögga mynd af rekstri félagsins á árinu, efnahag þess í árslok og breytingum á hreinu veltufé." Þessi afdráttarlausa áritun er einfaldlega sett fram en ekki að öðru leyti gerði að umtalsefni í skýrslnni. Hins vegar gerir nefndin athuga- semdir við framsetningu ársreikn- inga félagsins á þessu tímabili. Þar segir m.a. (bls. 48): „Framlagðir ársreikningar Hafskips fyrir árin 1979—1981 voru gerðir með skattalagaaðferðinni, en fráviksað- ferð, með mismunandi áherslum á byggingavísitölu og gengisskrán- ingu, var beitt við ársreikninga fyrir árin 1982—1984. Þar sem útreikn- ingsgrundvelli var breytt í fram- lögðum ársreikningi Hafskips frá 1982 og þar sem ýmsar ástæður gáfu til þess tilefni, þá hafa árs- reikningar félagsins fyrir árin 1982—1984 verið skoðaðir bæði út frá skattalaga- og fráviksaðferð. í þeirri endurvinnslu voru eftirfar- andi atriði athuguð: Reiknaðar tekjur vegna verðlagsbreytinga, endurmat varanlegra rekstrarfjár- muna og afskriftir þeirra." Rekstrarafkoma áranna 1982—1984 eftir fyrrgreindum að- ferðum og samkvæmt framlögðum ársreikningum Hafskips, eru sýnd- ar í töflu. Ársreikningar sýndu hagnað árin 1982 og 1983 en tap 1984. Eftir báðum fyrrgreindum aðferðum var tap öll þessi ár. Þess má geta að lögð var mikil áhersla á góða afkomu félagsins á árinu 1983 í fjölmiðlum af hálfu stjóm- enda þess. Áfram segir um framsetningu ársreikninga félagsins á bls. 50: „Ef notuð hefði verið skattalagaaðferð- in við ársreikningagerð 1982—1984, þá hefði eigið fé fé- lagsins verið sem hér greinir: Eígið fé skv. árs- Leiðr. eigið fé Árslokreikn. Hafskips: skv. skattalagaaðf. 1981 + 13,1 m.kr. + 13,1 m.kr. 1982 + 13,5 m.kr. + 8,4 m.kr. 1983 + 13,4 m.kr. + 50,3 m.kr. 1984 + 104,9 m.kr. + 182,7 m.kr. Skattalagaaðferðin sýnir að fé- lagið var með eignarhalla í árslok 1982 en hins vegar gat matsverð varanlegra fastafjármuna umfram bókfært verð komið félaginu í já- kvæða eiginfjárstöðu. Hins vegar gefa endurgerðir ársreikningar Hafskips til kynna, að félagið hafí í raun verið með eignarhalla í árs- lok 1983, en hækkun varanlegra rekstrarfjármuna með endurmati umfram raunverðmæti þeirra og röng verðbreytingafærsla dylji þessa staðreynd. Notendur reikn- ingsskilanna hafa því á þeim árum ekki fengið rétta mynd af rekstri og stöðu félagsins með niðurstöðu- tölum ársreikninganna.“ Þrátt fyrir þessar alvarlegu að- finnslur um villandi reikningsskil Hafskips þar sem m.a. er talað um að röng verðbreytingafærsla og hækkun varanlegra rekstrarfjár- muna umfram raunvirði dylji alvarlega staðreynd, er hvergi vikið að ábyrgð löggilts endurskoðanda félagsins í þessu efni. Niðurstaða skýrsluhöfunda af átta síðna harðri gagnrýni á reikningsskil Hafskips á þessum árum, er þannig orðrétt (bls. 54): „Jafnvel þótt tekjufærsla vegna verðlagsbreytinga hafí verið misreiknuð og rekstrarreikningar áranna 1982 og 1983 þannig sýnt þóknanlegri niðurstöðu, þá átti sú niðurstaða ekki að afvegaleiða not- anda þegar öll atriði eru tekin inn í myndina, hvort sem þau voru sér- staklega skýrð í ársreikningunum eða ekki.“ Þessi niðurstaða er óneitanlega jafn illskiljanleg og margt annað í skýrslunni. Sú spurning hlýtur að vakna hvers vegna ábyrgð endur- skoðandans í þessu efni er aldrei rædd í skýrslunni? Er áritun lög- gilts endurskoðanda markleysa? Þurfa hluthafar og aðrir notendur ársreikninga stærstu hlutafélaga í landinu að ráða sér endurskoðendur til að endurskoða verk löggiltra endurskoðenda félaganna? Þögn nefndarinnar um þetta at- riði er því háværari sem hún virðist ekki skirrast við að ræða um ábyrgð annarra á þessu gjaldþrotamáli. 6. Þáttur bankaeftirlits Umfjöllunin um þátt og afskipti — eða afskiptaleysi bankaeftirlits- ins í skýrslu nefndarinnar er ljós vottur fíirðulegustu mótsagna og lítt skiljanlegs samhengis í áfellis- dómum. Gefið er í skyn, að bankaeftirlitið hafí flotið sofandi að feigðarósi á árinu 1984 og fram á mitt ár 1985, að því er Utvegs-_ bankann og Hafskip varðar. í skýrslunni er rakið að bankaeftirlit- ið hafí ítrekað gert athugasemdir um viðskipti Utvegsbankans og Hafskips á árum áður og gert sér fulla grein fyrir áhættu þeirra við- skipta. í skýrslunni segir (bls. 83): „Sérstaklega má benda á, að haust- ið 1984 fékk Seðlabankinn vitn- eskju um mikla greiðsluerfiðleika Hafskips vegna áhrifa þeirra á stöðu Útvegsbankans. Þessi vitn- eskja átti að gefa Seðlabankanum tilefni til að láta bankaeftirlitið kanna stöðu Útvegsbankans og Hafskips. Ef bankaeftirlitið hefði þá látið til skarar skríða hefði að öllum líkindum mátt draga úr þeim áföllum, er síðar komu fram.“ Nefndin lætur þess ógetið, að það hafi verið bankastjóm sem gerði Selðabankanum grein fyrir greiðsluerfíðleikum Hafskips. Um fyrri afskipti bankaeftirlits- ins af Útvegsbankanum og Hafskip er fyallað í skýrslunni og niðurstað- an er þessi: „í ljósi þess má segja að eftirtekt veki, að engin afskipti skuli höfð af viðskiptum bankans og félagsins á tímabilinu frá mars 1980 til júlí 1985, einkum og sér í lagi þar sem bankaeftirlitinu var kunnugt um þá áhættu sem bank- inn tók í þessum viðskiptum." Samt sem áður fær bankaeftirlitið og Seðlabankinn þessa einkunn hjá nefndinni: „Þegar á heildina er litið hefur bankaeftirlitið sýnt bæði skarpskyggni og vandvirkni í þeim athugunum, sem það hefur gert, og hvað eftir annað varað sterklega við þróun mála í samskiptum Haf- skips og Útvegsbankans.“ 7. Veð bankans og verðmæti skipa Nefndin segir réttilega í skýrslu sinni: „Útvegsbankinn gerði sér alttáf grein fyrir því að eignir Haf- skips fæm á lágu verði, ef félagið yrði gert gjaldþrota“ (bls. 106). Þetta liggur í hlutarins eðli að því er varðar þjónustufyrirtæki eins og Hafskip, auk þess að skip félagsins voru orðin gömul. Viðskiptasam- bönd geta verið mikils virði, á meðan fyrirtæki er í rekstri og get- ur rækt slík sambönd. Þetta kom m.a. greinilega í ljós i viðræðum bankans við Eimskip, en bankinn gerði svo sem kunnugt er ítarlegar tilraunir til að selja fyrirtækið í rekstri frá miðju sumri 1985 þar til yfir lauk í því skyni að fá þann- ig sanngjarnt verð fyrir eignir þess. Reyndar var það Útvegsbankinn sem að lokum hafði frumkvæðið að sölu eigna Hafskips. Um þetta segir á hinn bóginn í skýrslunni: „Málinu lyktaði svo þannig að eftir gjaldþrot keypti Eimskipafélag ís- lands eignimar af þrotabúinu.“ Ef fyrirtæki er knúið til skyndi- legrar rekstrarstöðvunar, verða málin miklu erfíðari og flóknari. Þá fara ekki einungis verðmæti við- skiptasambanda forgörðum, heldur hlaðast upp skaðabótakröfur vegna vanefnda á margvíslegum við- skiptasamningum og á uppboði seljast eignir oftast á broti af því verði, sem gildir á frjálsum mark- aði. Það er því örugglega síst ofmælt í skýrslu nefndarinnar, að banka- stjómir Útvegsbankans hafí um áraraðir gert sér grein fyrir því að eignir Hafskips fæm á lágu verði, ef félagið yrði gert gjaldþrota. Vafalítið er þessi grundvallarstað- reynd meginskýringin á björguna- raðgerðum bankans 1973 og 1978. þessi sannfæring réð einnig miklu um afstöðu bankastjórnarinnar um áramótin 1984/1985, þegar samn- ingaumleitanir við Eimskip um kaup á hlutabréfunum fóm út um þúfur og hlutafjárútboð var ákveð- ið. Því miður skall á þvílíkur fjöl- miðla- og umræðustormur sumarið 1985, að Hafskip var knúið til skyndilegrar rekstrarstöðvunar með þeim afleiðingum að verðmæti viðskiptavildar fór forgörðum, eign- ir seldust á lágu verði og kröfíigleði í búið var með ólíkindum, sem al- kunna er. Þegar haft er í huga hversu gífurlegt eigna- og fjár- hagstjón getur orðið við skyndi- stöðvun og gjaldþrot, sýnast eftirfarandi ummæli um tap bank- ans og tryggingar heldur langsótt: „Útvegsbankinn, sem ætlaði sér að hafa nægar tryggingar fyrir öllum skuldbindingum Hafskips, hefír þegar í ársreikningi sínum fyrir árið 1985 afskrifað 422 milljónir króna, sem tap á þessum viðskipt- um og enn em ekki öll kurl komin til grafar." Undanfarið hafa mörg fyrirtæki orðið gjaldþrota hér á landi og vald- ið fjárfestingasjóðum og bönkum hundmð milljóna króna tapi. Ekk- ert skortir þó á, eins og t.d. hjá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.