Morgunblaðið - 17.01.1987, Blaðsíða 3
% c3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1987
bankastjórnarinnar á þessum tíma.
Einmitt á þessum tímamótum voru
mikilvægar ákvarðanir teknar í við-
skiptum bankans og Hafskips.
Bankastjómin hafði þá fyrir nokkru
synjað félaginu um mikla fyrir-
greiðslu. Eftir misheppnaðar til-
raunir til sölu fyrirtækisins í rekstri,
var fallist á að veita því fyrir-
greiðslu gegn 80 milljón króna
hlutaíjáraukningu. Sú ákvörðun
hefði að sjálfsögðu ekki verið tekin,
ef upplýsingar hefðu legið fyrir um
þann mikla hallarekstur fyrirtækis-
ins, sem þegar var orðinn á þeim
tíma. Rétt vitneskja um afkomu
Atlantshafssiglinganna þá, hefði
einnig haft grundvallarþýðingu.
Framangreind fullyrðing nefndar-
innar um áhrif vísvitandi blekkinga
á gerðir bankastjómarinnar, ef
sannar reynast, fær ekki staðist.
10.0 Eftirlit með rekstri og
efnahag Hafskips.
Bankastjómin tók saman sér-
staka greinargerð um eftirlit með
rekstri og efnahag Hafskips á árun-
um 1984—1985. Greinargerð þessi,
frá 31. janúar 1986, sem fylgir
þessum athugasemdum í heild, var
send skiptaráðendum. Rannsóknar-
lögregla ríkisins mun hafa fengið
greinargerðina þaðan og einnig
nefndin.
f greinargerðinni segir: „Útvegs-
bankinn hefur undanfarin ár fengið
fjögurra mánaða milliuppgjör frá
endurskoðanda fyrirtækisins, Helga
Magnússyni, löggiltum endurskoð-
anda, auk venjulegra ársreikninga."
Lögð er áhersla á það í greinargerð-
inni, að bankastjórnin sjálf hafi
athugað framangreind uppgjör
„með aðstoð hagdeildar og endur-
skoðanda bankans, eftir því sem
þörf var talin á, þar sem reikning-
amir vom gerðir upp af löggiltum
endurskoðanda félagsins“. Þessi til-
högun eftirlits bankans og forsend-
ur hennar eru ekki ræddar í
skýrslunni. A hinn bóginn er full-
yrt, að bankinn hafi ekki eftir 1981
nýtt sér „sérfræðilega þekkingu
innan hagdeildar bankans til úr-
vinnslu á gögnum Hafskips en það
hefði hugsaniega getað orðið til að
tryggja hagsmuni bankans betur
en raunin varð“. Þó segir á öðrum
stað: „Nú er það ekkert lögmál að
athugun hagdeildar á tölulegum
upplýsingum sé einhlít sem mat á
lánshæfni eða tryggi ömgga endur-
greiðslu á allri fyrirgreiðslu." Þrátt
fyrir þessar mótsagnir og vitneskju
um fyrrgreinda vinnutilhögun
bankastjórnar, hagdeildar og end-
urskoðanda bankans, kemst nefnd-
in að þeirri niðurstöðu að „bankinn
hafi ekki fylgst- með fjárhag Haf-
skips á þann hátt að unnt hafi verið
að gera ráðstafanir í tæka tíð til
að tryggja hagsmuni bankans".
Röksemdin virðist sú fyrir þess-
ari fullyrðingu að hagdeildin hafi
ekki gert tölulegar úrvinnslur og
athuganir á ársreikningum eða
áætlunum Hafskips á ámnum
1981—1984. Þá segir í fyrrnefndri
greinargerð bankastjórnarinnar um
eftirlitshlutverk forstöðumanns lög-
fræðideildar að því er varðar
Hafskip: „Axel Kristjánsson, að-
stoðarbankastjóri, hefur haft milli-
göngu um upplýsingaöflun og fundi
bankastjómarinnar með forráða-
mönnum Hafskips. Honum var ekki
falið að kanna tölulega rekstur fyr-
irtækisins, en hann hefur fjallað um
tryggingar bankans vegna þessa.“
Þrátt fyrir þessa skilgreiningu
bankastjórnarinnar er Axel nefndur
„eftirlitsmaður" bankans í skýrsl-
unni, sem margoft hefur verið tekið
fram að hann var ekki og að slík
nafngift gefur víllandi mynd af
framangreindu hlutverki.
11.0 Aukin fyrirgreiðsla til
Hafskips? Villandi upplýsingar.
í skýrslunni koma fram villandi
upplýsingar um þróun viðskipta
Hafskips við Útvegsbankann, sér-
staklega á tímabilinu 1984 fram til
gjaldþrots. Engin tilraun er gerð til
að kryfja upphæðir til mergjar.
Tölum er þannig stillt upp, að les-
andi skýrslunnar fær þann skilning
að bankastjómin hafi ausið fé í
fyrirtækið sfðustu árin. í meginat-
riðum skýrist hækkun skuldbind-
inga félagsins við bankann frá
miðju ári 1984 á eftirfarandi hátt:
1. Gengisbreytingar höfðu í för
með sér miklar hækkanir útlána í
krónutölu.
2. Vextir af lánum vom ekki
greiddir og bættust við höfuðstólinn
með skuldbreytingarlánum.
3. Leggja þurfti út fé vegna
greiðslu á ábyrgðum sem bankinn
var í.
4. Veitt var fyrirgreiðsla vegna
hlutaQáraukningar, sem tryggð var
með skuldabréfum vegna hennar.
Til frekari skýringa skulu til-
greindar eftirfarandi tölur:
3. Viðskipti Útvegs-
banka íslands og
Hafskips frá árinu 1984
Samkvæmt áætlunum, sem lagð-
ar vom fram snemma árs 1984, var
gert ráð fyrir hagnaði á rekstri
Hafskips. Vegna ýmissa ófyrirsjá-
anlegra ytri aðstæðna varð mikil
breyting þar á. T.d. breyttist gengi
ísl. krónunnar meira en gert hafði
verið ráð fyrir, erlent skipafélag
fékk einokun á siglingum fyrir
varnarliðið en af því leiddi 10—11
milljón dollara tekjutap á ári fyrir
íslensku skipafélögin. Þetta orsak-
aði harðnandi samkeppni og
farmgjaldalækkanir. Fleiri atriði
komu til, eins og margoft hefur
komið fram. Af þessu hlaust gífur-
legur rekstrarhalli. Tölulegar
upplýsingar um þennan stórfellda
halla bámst seint til bankastjómar-
innar, t.a.m. var óvemlegt tap 5,8
milljónir skv. uppgjöri löggilts end-
urskoðanda félagsins fyrir fyrstu 8
mánuði þess árs.
Haustið 1984 óskuðu forráða-
menn Hafskips ítrekað munnlega
eftir mikilli fyrirgreiðslu bankans
vegna greiðsluerfíðleika. Banka-
stjómin synjaði jafnan þessari
málaleitan og varð það m.a. til þess
að forráðamenn Hafskips ræddu við
stjórnendur Eimskipafélags íslands
um sölu á öllum hlutabréfum félags-
ins. í desembermánuði fékk
bankastjórnin í hendur, frá félag-
inu, áætlun um að tap á árinu
myndi nema um það bil 55 milljón-
um króna. Um líkt leyti fóm stjóm-
endur Hafskips þess formlega á
leit að bankinn veitti fyrirtækinu
tveggja milljón dollara lán til þess
að greiða lausaskuldir. Þessari
beiðni var algjörlega hafnað af
bankastjóminni. í kjölfar þessarar
synjunar ræddu Hafskipsmenn enn
við forráðamenn Eimskipafélags
íslands um sölu á hlutabréfum
Hafskips. Sú samningalota stóð
skamma hríð „vegna slæmrar
vígstöðu" eins og einn stjórnandi
Hafskips komst að orði. Á hinn
bóginn var ákveðið að stefna að
80 milljón króna hlutafjáraukning^u,
úr 16 millj. upp í 96 milljónir króna.
Þetta gekk síðan eftir og nýir hlut-
hafar greiddu inn til félagsins, í
kjölfar hlutahafafundar, sem hald-
inn var í febrúar 1985, 77 milljónir
króna með skuldabréfum á næstu
mánuðum. Þessi skuldabréf vom
handveðsett bankanum vegna fyrir-
greiðslu sem veitt var vegna
hlutafjáraukningarinnar.
Um þetta fmmkvæði banka-
stjórnarinnar og synjun um fyrir-
greiðslu strax á hausti 1984 er
fjallað á yfirborðslegan og villandi
hátt í skýrslunni. Hvergi er minnst
á að bankastjórnin hafi algjörlega
synjað um fyrrgreinda lánafyrir-
greiðslu og fullyrt að Hafskipsmenn
hafi á eindæmi og án allra afskipta
bankans staðið að viðræðunum við
Eimskip. Þá er hvergi bent á að
bankastjómin hafi ekki haft upplýs-
ingar um annað en að tap félagsins
yrði 55 milljónir króna, þegar
ákvörðun var tekin um að fallast á
80 milljón króna hlutafjáraukningu.
í stað þess að geta þessara aug-
ljósu staðreynda setur nefndin fram
eftirgreindar staðhæfingar (bls.
75): „Hlutafjáraukningin í ársbyij-
un 1985 kom hins vegar of seint.
Hún dugði hvorki til að mæta áföll-
um ársins 1984 (sem vitneskja
fékkst ekki um hversu mikil vom
fyrr en eftir ákvörðun um þá aukn-
ingu!) né hinu stórfellda tapi á
Atlantshafssiglingunum 1985.“
Þegar þessi margrædda ákvörðun
um hlutafjáraukninguna var tekin,
Iá fyrir það eitt um raunvemlega
afkomu á Atlantshafssiglingum,
ítrekað og staðfest í fylgiskjölum
með ársreikningi síðar (í maí 1985)
að 25 m.kr. hagnaður hefði orðið á
þessum siglingum á árinu 1984.
Ákvörðunin um hlutafjáraukning-
una var auðvitað tekin miklu fyrr
en svo, að tap á árinu 1985 hafi
verið séð fyrir. Hvemig var þá
hægt að ætlast til þess að hún hafi
dugað til að mæta hinu stórfellda
tapi á Atlantshafssiglingunum
1985? Hér ber allt að sama bmnni.
Nefndin virðist ekki gera sér grein
fyrir því hvaða upplýsingar banka-
stjómin hafi — eða gat haft — um
afkomu Hafskips um áramótin
1984-1985, þegar ákvörðunin um
hlutafjáraukninguna var tekin.
Sömu röksemdir og hér hafa ver-
ið raktar, gilda um þá fullyrðingu
nefndarinnar að „það hafí verið
mjög misráðið af bankastjómm
Útvegsbankans að nota ekki tæki-
færið ... að þvinga Hafskip til að
semja í alvöru" við Eimskip um
sölu á félaginu um áramótin
1984—1985. Þegar ákvörðunin um
hlutafjáraukninguna var tekin, var
ekki vitað að tap félagsins yrði
meira en 55 milljónir króna á árinu
1984. Þetta var ekki hægt að sann-
reyna með neinni rannsókn hag-
deildar eða annarra fyrr en
reikningar ársins lágu fyrir, en það
var síðustu daga maímánaðar 1985.
Á það skal einnig bent að ekkert
liggur fyrir, svo vitað sé, um að
unnt hafí verið að „þvinga Hafskip
til að semja í alvöru" við Eimskip
á þessum tíma. Vilji forráðamanna
Eimskips til „að semja í alvöru"
hefði þurft að koma til. Hver vill
fullyrða að svo hafí verið?
Þá skal vikið að Atlantshafssigl-
ingum Hafskips.
I skýrslunni gætir mótsagna þeg-
ar fjallað er um Atlantshafssigling-
ar Hafskips, sem hófust haustið
1984.
í kaflanum um orsakir gjaldþrots
félagsins segir á bls. 11: „Helstu
orsakir gjaldþrotsins má rekja til
eftirfarandi staðreynda:
1. Langvarandi tapreksturs fé-
lagsins.
2. Missis vamarliðsflutninganna
vorið 1984.
3. Atlantshafssiglinganna, sem
hófust haustið 1984.“
Síðar segir orðrétt á bls. 13:
„Hafskip hefði væntanlega orðið
gjaldþrota þótt Atlantshafssigling-
amar hefðu ekki komið til, en þær
flýttu fyrir gjaldþroti félagsins og
gerðu það stærra en ella.“ Þá segir
í skýrslu nefndarinnar á bls. 12:
„Ráðamenn félagsins höfðu undir-
búið Atlantshafssiglingarnar um
tveggja ára skeið...“
Á næstu blaðsíðu segir: „Með
Atlantshafssiglingunum tók félagið
heljarstökk út í óvissuna.“ Vandséð
er hvernig þessar umsagnir eru
samrýmanlegar rökréttri hugsun.
Er það ekki fullmikill og tímafrekur
undirbúningur að vera tvö ár að
taka heljarstökk út í óvissuna?!
Þegar metnar em aðstæður
haustið 1984, á þeim tíma sem
þessi nýi þáttur í rekstri félagsins
hófst, er rétt að hafa eftirfarandi í
huga:
Staða erlendra endurlána 31/12 1983
ágengiþess dags Staða innlendra lána 31/12 1983 kr. kr. 250.759 þús. 19.128 þús.
Staða lána 31/12 1983 samt. kr. 269.887 þús.
Hækkun í kr. til 6/12 1985 skýrist þannig:
Hækkun vegna gengisbr. kr. 186.411 þús.
Vextir og kostn. (skuldbr.) kr. 47.465 þús.
Gjaldfallnar ábyrgðir: a) sem stofnað var til fyrir 31/12 1983 kr. 43.148 þús.
b) sem stofnað var til eftir 31/121983 kr. 9.109 þús.
Skuldbr. á innlendu láni kr. 16.000 þús.
Lán veitt v/hlutafj.aukn. kr. 78.887 þús.
Önnur hækkun beinna lána kr. 650.907 þús.
kr. 2.353 þús.
Samtals kr. 653.260 þús.
Staðaerlendralána6/12 1985
ágengi þess dags kr. 643.625 þús.
Staða innlendra lána 6/12 1985 kr. 9.635 þús.
Staða lána 6/12 1985 samt. kr. 653.260 þús.
Ath.: Keyptir víxlar samþykktir af öðmm hækkuðu um kr.
46 milljónir á þessu tímabili.