Morgunblaðið - 28.02.1987, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 28.02.1987, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, LA.UGARDAGUR 28. FEBRÚAR 1987 5 Ljósfari RE 102 er nú í eigu Húsvíkinga og heitir Galti ÞH 320. Stöð 2 um land allt ætti á vordögum. Áformað er að gera Galta út mestan hluta ársins á rækjuveiðar, en að hluta til loðnu- veiða. Hann mun fara til rækjuveiða nú um helgina, en tilfinnanlegur skortur hefur verið á rækju til vinnslu hjá Fiskiðjusamlaginu. Skipstjóri á Galta verður Aðalgeir Bjamason, sem áður var skipstjóri á Björgu Ljósfarí kominn til Húsavíkur Heitir nú Galti ÞH 320 í eigu Brík hf Húsavík. NÝTT fiskiskip, Galti ÞH 320, bættist í flota Húsvíkinga í gær, en skipið hét áður Ljósfari RE 102 og var í eigu Júlíusar Stefánsson- ar, sem rekur Útgerðarfélagið Barðann. Eigandi skipsins er ný- stofnað hlutafélag, Brik hf., og eru aðalhluthafar þess Fiskiðju- samlag Húsavíkur og Langanes hf. Framkvæmdastjóri hins nýja fé- lags verður Bjami Aðalgeirsson bæjarstjóri, sem lætur af því emb- Jónsdóttur. Nafngiftir skips og fé- lags em vel þekkt ömefni í Kinnar- fjöllum og nöfn á þekktum fiskimið- um á Skjálfanda. Fréttaritari „ÞAÐ má búast við því að Stöð 2 verði komin í beina sendingu um land allt eftir níu mánuði,“ sagði Jón Óttar Ragnarsson, sjónvarpsstjóri, í samtali við Morgunblaðið. Jón Óttar sagði að um væri að ræða litlar svæða-sjónvarpsstöðvar í helstu bæjum og kauptúnum landsins, sem sjálfstæðir aðilar stæðu að. Hinsvegar fengju þessar svæðastöðvar efni Stöðvar 2 og jafnframt gætu þær verið með eig- ið efni, til dæmis staðbundnar fréttir og aðra dagskrárliði. Stefnt er að því að koma upp stöðvum á Selfossi, Hvolsvelli og Vestmannaeyjum fyrir kosningar og yrði sjónvarpsefni Stöðvar 2 sent í gegnum ljósleiðara þangað sem Póstur og sími hefur nýverið komið upp. Til hinna staðanna verður not- ast við svpkallaða örbylgjuhlekki, sem Jón Óttar sagði að væm til staðar, en starfsmenn Pósts og síma þyrftu að vinna að breytingum vegna sjónvarpssendinganna. Jón Óttar sagði að 11.500 áskrif- endur væru nú á höfuðborgarsvæð- inu sem þýddi að tæplega 20% sjónvarpsmarkaðarins þar væri með afruglara eða fimmta hvert heimili. Fíkniefni fundust við húsleit FÍKNIEFNI fundust við leit í húsum i Reykjavík á fimmtu- dagskvöld og í gærdag. Fimm voru handteknir vegna málsins. Lögreglan leitaði á þremur stöð- um í borginni. Við leitina fannst kókaín, í litlu magni þó, 10-12 grömm af amfetamíni og lítilræði af hassolíu og hassi. Fimm manns voru handteknir vegna málsins, en þeir hafa allir verið látnir lausir. Glataður var geymd- ur eyrir! Hlíðarholti. ÞAÐ bar til tíðinda nú fyrir nokkrum dögum að bóndi nokkur átti erindi í banka- stofnun. Rifjaðist þá upp fyrir honum að hann átti þar inni- stæðu i gamalli sparisjóðsbók. Tilurð þeirrar innistæðu voru þau að vorið 1942 vann hann að jarðbótastörfum í hálfan mánuð í forföllum bróður síns. Hlaut hann að launum fyrir þá vinnu 25 kr. á dag eða alls 300 kr. Þessa upphæð lagði hann nú inn í téða lánastofnun til ávöxtunar. Aldrei hafa verið lagðir aðrir peningar inn á þenn- an reikning utan það að vextir hafa bæst við höfuðstól en eng- in úttekt farið fram í allan þennan tíma. Þar sem allmörg ár voru nú liðin frá því að sparisjóðsbókinni var síðast framvísað til inn- færslu vaxta var nú tækifærið gripið til þess að vita nú hve digran sjóð bóndinn ætti þama inni. Fulltrúi lánastofnunarinnar tók við bókinni og hófst nú handa um að framkalla svör úr tölvu stofnunarinnar þar um. Og viti menn. Ekki stóð á svari. Með fagurlituðum tölu- stöfum upplýstist að innistæða bóndans væri nú eftir 45 ára ávöxtun í bankanum hvorki meira né minna en 181 króna og 33 aurar. Það brá fyrir undrunarsvip á andliti innistæðueigandans og það hvarflaði að honum að nokk- ur vafi gæti leikið á sannleiks- gildi gamals máltækis að „græddur væri geymdur eyrir". Þ.B. •* I DUUS HUSI Pizza alla daga. Heilar eða í sneiðum, í hádeginu og á kvöldin, til að taka með heim eða snæða á staðnum. Italski pizzameistarinn Ándrea Zizzari matreiðir í viðarkynntum ofni af mikilli snilld. 20% kynningarafsláttur eftir níu mánuði
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.