Morgunblaðið - 12.06.1987, Blaðsíða 2
2 B
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1987
Hjálpum bömum ao
takast á viö óttann
Allir þekkja hrœðslu af eigin raun. Og börn komast ekki hjá því að kynnast þessari tiifinningu. En hvernig bregðast foreldrar við
þegar börnin þeirra eru hrædd við myrkrið, viija ekki sofa ein, fá martröð, þora ekki í skólann eða óttast að styrjöld skelli á? Á að
segja börnunum að það sé engin ástæða að óttast og reyna þannig að losa þau við þessa tilfinningu? Eða á að taka hræðslu barna
alvarlega? Líka er ástæða til að spyrja hvort nokkur von sé til þess að unnt sé að koma í veg fyrir að börn þjáist stundum af hræðslu.
Magnús var fimm ára þegar
hann byrjaði að fá martraðir.
Hann grét í svefni, honum óx
máttur svo með ólíkindum var
og þannig mölvaði hann það
sem var í kringum hann. Foreldr-
unum tókst ekki að sefa hann.
Þegar Magnús var orðinn 11
ára hafði hann enn ekki sofið
vært heila nótt í einu. Þá dó
amma hans. Magnús fór í jarð-
arförina. Foreldrar hans telja að
þá hafi hann orðið fyrir áfalli.
Atferli hans tók að breytast.
— í byrjun veittum við því
ekki sérstaka athygli, segir móð-
irin. Honum var oft illt í höfðinu
þegar hann kom heim úr skólan-
um og kennarinn sagði að hann
væri orðinn svo fálátur. Einn
daginn var ég að fylgja honum
í skólann og þá varð mér Ijóst
að eitthvað alvarlegt var að hon-
um. Hann neitaði að fara inn í
skólann. Hann grét og lamdi frá
sér.
Upp frá þessum degi urðu
foreldrarnir að fylgja drengnum
í skólann dag hvern og sitja við
hlið hans í kennslustundum. Það
gekk auðvitað ekki til lengdar
því að þau urðu að stunda sína
vinnu og niðurstaðan varð sú
að Magnús hætti í skólanum.
Athyglisvert er að krakkarnir
í skólanum hafa aldrei gert að-
súg að þessum dreng. Hann
hefur notið vinsælda meðal fé-
laga sinna og honum var t.d.
ekki strítt þegar foreldrar hans
skiptust á um að vera hjá honum
í skólanum.
— Skólasálfræðingurinn,
kennarinn og sálfræðingur á
sjúkrahúsi gerðu allt sem þeir
gátu til að hjálpa okkur, segir
móðir Magnúsar. Við fórum í
einu og öllu að ráðum þeirra.
Kennarinn kom daglega til að
sækja hann. Við bárum hann út
í bílinn en hann sýndi mótþróa
og veinaði stanzlaust. Þá var
okkur ráðlagt að setja hann út
fyrir dyrnar á hverjum morgni
til að sjá hvort hann færi þá ekki
í skólann af sjálfsdáðum. Það
var ömurlegt að horfa upp á
hann standa á stéttinni tímun-
um saman. Síðar var okkur sagt
að við skyldum láta hann vera
heima og banna honum að fara
í skólann. Hann mátti hins vegar
fara út í fótbolta. Tilgangurinn
var sá að þreyta hann þannig
að hann yrði feginn tð komast
í skólann. Hann lét aldrei bilbug
á sér finna þótt hann yrði að
dúsa inni í herberginu sínu allan
daginn.
— Svo kom sumarleyfið og
þegar það var á enda var allt
breytt. Nú vildi Magnús fara í
skólann en hann var orðinn að
ólátabelg sem kennararnir réðu
ekkert við. Að nokkrum tíma
liðnum óskaöi hann sjálfur eftir
því að fá að skipta um skóla.
Ekki leið þó á löngu áður en allt
var komið í vitleysu í nýja skólan-
um og brátt neitaöi hann að fara
þangað þannig að hann var
heima um skeið.
Einn daginn tók hann fram
hjólið sitt og fór í skólann. Það
gerði hann síðan í heila viku.
Þá var því lokið. Sálfræðingarnir
tjáðu foreldrunum að þeir gætu
ekki tjónkað við drenginn. Lo-
kaúrræðið væri innlögn á
geðdeild.
— Við fengum tilvísun og
hann átti að fara á Ríkissjúkra-
húsið í Kaupmannahöfn. Hann
hlakkaði til. Hann langaði sann-
ariega tii að láta sér batna. En
um leið og hann kom auga á
hjúkrunarkonuna með glamr-
andi lyklakippu í hendinni tryllt-
ist hann. Hann veinaði, grót og
lamdi frá sér og það var engin
leið að eiga við hann, segir
móðir hans. Þess vegna fórum
við heim með hann aftur.
Enn var komið vor og Magnús
hélt áfram að reyna að vinna
bug á hræðslunni svo hann
gæti farið í skólann.
— Hann gerði það af því að
hann óttaðist að verða að fara
aftur í sjúkrahúsið, segja foreldr-
arnir. En hvað framtíöin ber í
skauti sér vitum við ekki því að
við höfum enn ekki komizt að
því hvað er að drengnum. Oft
spyrjum við okkur sjálf hvaða
mistök við höfum gert í uppeld-
inu. Það er sama hvað við
brjótum heilann um það, við
komumst ekki að neinni niður-
stöðu. Við höfum gífurlegar
áhyggjur af framtíð hans. Við
erum að því komin að geast
upp. Tvö undanfarin ár hafa far-
ið mjög ilia með okkur öll, og
þetta bitnar ekki sízt á bræðrum
Magnúsar en þeir eru tveir.
Öll börn verða hrædd
Allir kannast við hræðslu,
enda þótt fæstir vilji viðurkenna
að þetta sé eins skelfileg tilfinn-
ing og sú hræðsla sem Magnús
á við aö stríða. Allir foreldrar
verða einhvern tíma fyrir því að
börnin þeirra verða óttaslegin,
fá martröð eða neita að fara í
skólann í stað þess að koma til
móts við kröfur kennara og fó-
laga.
Hvernig bregðast foreldrar
við? Er hægt að koma í veg fyr-
ir að sérstakir atburðir og
reynsla búi um sig í huga barn-
anna og verði að varanlegum
ótta? Hvernig á að hjálpa börn-
um þegar þau láta í Ijós
hræðslu?
Hræðslu á ekki að bæla eða
þagga niður með því að hugga
barnið. Þetta segja fjölskyldu-
ráðgjafarnir Susanne Mellerup
og Dorte Eberth í Árósum, en
þær hafa sérhæft sig í hræðslu
barna og veita ráðgjöf um hana
í skólum og dagvistum. Einnig
veita þær ráðgjöf fjölskyldum
sem hafa þörf fyrir stuðning.
Susanne Mellerup er sálfræð-
ingur en Dorte Eberth er félags-
ráðgjafi.
— Því miður er reynslan sú
að foreldrar gera sér yfirleitt
ekki grein fyrir því að alvara sé
á ferðum fyrr en orðsending
berst frá skólanum, segja þær.
Foreldrar eru iðulega tortryggnir
í garð sálfræðinga og ráðgjafa
á vegum skólans, enda halda
þeir iðulega formlegan fund
ásamt foreldrunum í stað þess
að ræða við þá í ró og næði.
Af þessum orsökum reynist oft
erfitt að hjálpa börnum sem
þjást af ofsahræðslu. Til þess
að það megi takast er nauðsyn-
legt að nálgast fjölskylduna á
jafnréttisgrundvelli og kynnast
henni sem heild inni á heimilinu.
Sá sem tekur að sér þetta hlut-
verk verður að umgangast fólkið
á eðlilegan hátt, tala höstuglega
til eins, blíðlega til annars og
skynsamlega við þann þriðja.
Annars er ómögulegt að rjúfa
vítahring sektarkenndarinnar
sem barnið og foreldrarnir eru
komin í.
Þær halda áfram: Sem for-
eldri ætti maður ávallt að taka
hræðslu barns sem vísbendingu
um að eitthvað sé að í fjölskyld-
unni sem heild. Til þess að verða
fær um að hjálpa barni sem er
í hræðslukasti þarf maður að
byrja á því að hugsa um sína
eigin hræðslu og reyna að vinna
bug á henni. Þá fyrst má reyna
að rjúfa þaö kerfi skelfingar sem
ríkjandi er í fjölskyldunni. Ótti
er ekki fyrirbæri sem hægt er
að ræða við barnið á hlutlausan
hátt. Barnið lærir aðeins að
umgangast óttann ef foreldrarn-
ir eru færir um að gera það. Ef
óttinn er eitthvað sem ekki má
minnast á eða takast á við er
ekki hægt að læra að spjara sig
í lífinu. Allir verða óttaslegnir.
Óttinn er hreyfiafl lífsins.
Hvítvoðungur finnur til hræðslu,
t.d. þegar hann heyrir óvænt
hljóð eða þegar honum er illt í
maganum. Hvítvoðungurinn tjáir
hræðslu sína með því að koma
henni á framfæri við foreldrana
og barnið er algerlega háð því
hvernig foreldrarnir bregðast við
þessum skilaboðum.
Talið um óttann
Magakrampi skaðar ekki ung-
barn sem fær þennan kvilla.
Hins vegar skaðar það barnið
ef foreldrarnir þola ekki grát
barnsins heldur bregðast við
honum með ótta, reiði eða
taugaspennu. Þá tekur barnið
sjálfkrafa við öryggisleysi og
hræðslu foreldranna.
Þegar lítið barn segir:
„mamma, ég er hrædd," er það
eðlileg og heilbrigð tjáning og
því er mikilvægt að móðirin
hlusti á það sem barnið er að
segja en segi ekki bara: „Þetta
er ekkert til að óttast." Svarið
ætti fremur að vera á þessa leið:
„Komdu og seztu hjá mér, óg
sé hvað þú ert hrædd." Barninu
þarf að vera Ijóst að það er í
lagi að finna til hræðslu og að
það geti hæglega afborið
hræðsluna.
Það er erfiður tími í lífi barns
þegar það verður að læra að
móðirin verður stundum að fara
frá því. Sú reynsla kallar oft á
hræðslu. Margir foreldrar hafa
þá sögu að segja aö frá þriggja-
fjögurra ára aldri geri börn sér
skelfilegar hugmyndir og fái
martraðir. Þá halda foreldrar oft
að nú sé eitthvað að fara úr-
skeiðis. Svo er ekki. Martraðir
hjáipa börnum til að komast yfir
erfiða reynslu sem fullorðnir eru
færir um að ræða um. Á þessum
aldri þurfa börn að læra að þau
reiðast foreldrum sínum og
verða afbrýðisöm í garð yngra
systkinis, og óskar þess jafnvel
að það deyi. Ef börn læra ekki
snemma að umgangast tilfinn-
ingar sínar á þessu stigi er við
því að búast að þau fái mjög
heiftarlegar martraðir. Vilji mað-
ur hjálpa barni sem er með
martröð er ágætt að halda í
höndina á því þartil það róast.
Mörgum foreldrum stendur
líka stuggur af árásarhneigð og
ofsa sem fram kemur í leik
barna. Þegar leikurinn er í því
fólginn að börn þykjast vera að
hálshöggva félaga sína fyllast
foreldrar óhug og segja sem
svo: Það er eitthvað alvariegt
að þessu barni. Vert er að hafa
það í huga að þetta er ósköp
eðiilegur liður í þroska ungra
barna.
Mörg börn óttast myrkrið.
Þau hafa það á tilfinningunni að
þau geti ekki fundið móður sína
þegar þau vakna og þegar þann-
ig stendur á skiptir miklu að
sinna barninu og vita hvað það
er sem barnið er hrætt við. Eng-
inn annar en barnið sjálft er
nefnilega færari um að finna
bestu lausnina til að vinna bug
á hræðslunni. Kannski nægir því
að fá bangsann sinn, að fá eitt-
hvað aö borða eða að hafa hjá
sér dauft Ijós. Það er sama í
hverju lausnin er fólgin, hún er
því algjörlega óviðkomandi „að
láta undan krakkanum". Hvort
börn eiga að sofa í sama rúmi
og foreldrarnir fer alveg eftir því
hvort foreldrarnir fella sig við
það. Ef þeir kæra sig ekki um
það verða börnin samstundis
vör við þá andstöðu og hún
getur haft í för með sór öryggis-
leysi og hræðslu.
Besta ráö sem hægt er að
gefa foreldrum er í því fólgið að
þeir þurfa að sannfæra börnin
um að hægt sé að vera ósam-
mála og rífast jafnvel hressilega
þannig að allir sem hlut eiga að
máli verða leiðir, en að síðan
sé hægt að mætast á miðri leið
og sættast. Börnin verða tilfinn-
ingalega bækluð ef foreldrunum
verður aldrei sundurorða eða
ef þau verða aldrei vitni að rifr-
ildi, þar sem foreldrarnir missa
stjórn á skapi sínu.
Þegar foreldrarnir verða
hræddir án þess að verða færir
um að tala um það finna börnin
til sektarkenndar. Síðan hætta
þau sjálf að minnast á þá
hræðslu sem þau finna fyrir,
vegna þess að þau eru reiðubú-
in að leggja á sig hvað sem er
til að glata ekki ást foreldranna.
Þetta þýðir að sjálfsögðu ekki
að foreldrar eigi að sitja og
standa að vilja barnanna allan
sólarhringinn. Börn hafa ekkert
illt af því að verða fyrir vonbrigð-
um, en þau verða að vita að
hverju þau ganga.
Skýr skilaboð
Þegar barn verður leitt eða
reitt á hvorki að hugga það né
skamma. Ef barnið orgar af reiði
eða frekju af því að maður vill
ekki leika við þau er ástæða til
að láta það fá skýr skilaboð: „Ég
vil heldur lesa. Eg sé ósköp vel
að þau ert reið, en við því er
ekkert að gera."
Oft lamast foreldrar þegar
barn fer að gráta og reyna að
þagga niðri í þeim sem allra
fyrst, e.t.v. af því að þeir eru
sjálfir gagnteknir af ótta og eru
hræddir um að barnið verði jafn
einmana og yfirgefið.
Það á ekki að rökræða við
börn sem eru í reiðikasti. Það
sem börnin þurfa á að halda
undir slíkum kringumstæðum
eru skýr skilaboð. Það er slæmt
ef börnin finna að þau megna
ekki að koma foreldrunum úr
jafnvægi. Um leið og foreldrarn-
ir verða ráðvilltir og láta í Ijós
öryggisleysi þess vegna er allt
komið í óefni.
Börn gera sér oft upp veik-
indi. Þau segjast vera með verk
í höfði eða maga, en það sem
raunverulega er að er það að
þau ringlast í erli og annríki dag-
legs lífs. Vísbendingar af þessu
tagi má oft skilja sem svo að
börnin hafi þörf fyrir að vera
meira samvistum við foreldrana
í ró og næði. Hversu annríkt sem
foreldrar eiga þarf alltaf að gæta
þess að tími sé til þess að taka
sér hlé frá störfum og öðru
umstangi reglulega.
Þegar foreldrar ákveða að
skilja er mikilvægt að þeir taki
á sig sökina. Við slíkar aöstæður
eiga börnin rétt á því að úthúða
foreldrum sínum og segja til
dæmis: „Þú ert helvítis asni.“
Þá er ekki um annað að ræða
en viðurkenna vesöld sína og
taka undir: „Já, ég er helvítis
asni.“
Þegar nýr maki kemur í fjöl-
skylduna vita börn yfirleitt ekki
sitt rjúkandi ráð heldur bregðast
við með offorsi. Þá skiptir miklu
máli að foreldri skorist ekki und-
an ábyrgð heldur segi eitthvað
á þessa leið: „Þetta er einstakl-
ingur sem ég ætla mér að búa
við hvort sem þér líkar það eða
ekki.“
Mikilvægt er að foreldrar
barna á kynþroskaaldri láti
áhyggjur sínar af velferð barns-
ins ekki bitna á því þannig að
þessum áhyggjum sé beinlínis
varpað yfir á unglinginn. Reynd-
ar eru það foreldrarnir sem hafa
mesta þörf fyrir hreinskilnisleg-
ar umræður við slíkar aðstæður.
Og í hvert skipti sem stelpan fer
bara að hlæja þegar foreldrarnir
ætla að láta hana hafa aura fyr-
ir leigubíl þegar hún býst við að
koma seint heim ættu foreldr-
arnir að gleðjast yfir því að hún
telur sig færa um að bjarga sér
hjálparlaust.
Viðurkennið eigin ótta
Til er ótti sem ekki á upphaf
sitt innan fjölskyldunnar heldur
steðjar aö. Sem dæmi um
• ^þetta má nefna sprengjur,
styrjaldir, dauðann og geisla-
virkni. Rannsóknir gefa til