Morgunblaðið - 12.06.1987, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 12.06.1987, Qupperneq 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1987 Fyrir löngu byrjaði borgin okkar að verða svo stór og fín að ekki þótti framar við hæfi að gefa húsum nöfn á sama veg og í sveitinni. Dugði þá ekki lengur að skrifa Birni í einhverju Brekkukoti, eða bara honum Jóni á Litlafelli, ef maður ætlaði sér að koma bréfkorni a leiðarenda, heldur þurfti að vita bæði húsnúmer og götu og síðar póstnúmer viðkomandi hverfis. Við Bauganes númer 33 stendur fallegt hvítt og blátt hús sem ber heitið Vogur. Anton Guðmundsson sem keypti húsið fyrir 8 árum sagði nafniö hafa fylgt húsinu og hann héldi í gamla hefð. „Nafnið er skemmtilegt og fylgir húsinu. Það er ekki amalegt að geta státað af því að vera Anton á Vogi.“ Þorsteinn Stefánsson og Kristín Jónsdóttir fyrir framan hús sitt STÓP-I-ÁS við Nesveg „Það eru orðin meira en tuttugu ár síðan við keypt- um húsið og þá var nafnið á því. Hvaðan það er komið vitum við ekki", sagði Þorsteinn en bætti við að þau kynnu annars mjög vel við nafnið og fyrir því væri reynd- arvissástæða. „Við bjuggumm áður við Reyðarfjörð og könnumst við stað í Vattanesi sem heitir Stóriás. Þar stendur vitinn núna. Okkur þykir því vænt um nafnið og hvarfl- ar ekki að okkur annað en halda því, enda hafa flest húsin við Nesveg, sem eru fyrir utan Vegamót, sitt sórstaka nafn.“ Jóhanna H. Oliversdóttir, Sævar Jónsson og Dagný Ásta Magnúsdóttirfyrir framan Birtingarholt. „Ég veit ekki hvaðan nafnið Birtingarholt er komið", sagði Jóhanna H. Oliversdóttir sem býr á Framnesvegi 59, öðru nafni Birtingarholti. „Húsið var byggt í kringum árið 1904 og líklega hefur því verið gefið nafn á sama tíma. Amma og afi og síöar foreldrar mannsins míns Magnúsar Steingrímssonar áttu húsið á undan okkur. Barnabarn tengdamóður minnar gaf henni skiltið sem er núna á húsinu og eftir að húsið hafði verið málað í fyrra settum við skiltið upp aftur. Skipholt stendur við Grandaveginn. Það eru þau Kjartan Ragnarsson og Guðrún Ásmundsdóttir sem eiga húsið. Þegar við bönkuðum uppá og spurðumst fyrir um nafn- ið sagði Kjartan að húsið hefði verið byggt árið 1906 og menn hefðu róið til fiskjar úr Eiðsvör eða Selsvör og oft á tíðum búið í þessum byggðakjarna á Bráðræð- isholtinu sem þá hefði talist fyrir utan bæinn. Líklega hefði eigandinn verið einn þeirra sem hefði róið til fiskj- ar þaðan og gefið húsinu nafið Skipholt. „Við viljum fyrir alla muni halda nafninu, það fylgir húsinu og er hluti af sögu þess.“ Við Urðarstíg 12 stendur húsið Sólheiði sem að öllum líkindum var byggt um 1920. Nafnið virðist hafa fylgt húsinu frá byrjun því eigend- urnir Margrót Kjartansdóttir og Egill Bergmann sem keyptu húsið í vor sögðu að skiltið hefði þá verið á húsinu. Þau kváðust vera að reyna að afla sér upplýs- inga um uppruna nafnsins en ekki orðið ágengt ennþá.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.