Morgunblaðið - 12.06.1987, Page 12

Morgunblaðið - 12.06.1987, Page 12
o ►- I f 12 B MORGUNBLAÐH), FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1987 L I U Rætt við íslensk hjón sem nýlega opnuðu ferðaskrifstofu í París Frá Torfa H. Tulinius, París Comptoir d’lslande heitir ferðaskrifstofa sem var opnuð fyrir nokkru í París. Á bakvið standa fjórir einstaklingar, tveirfransmenn og hjónin Sigríður Arnarsdóttir og Filippus Pétursson, en hann þekkja flestir undir nafninu Philippe Patay, nafnið sem hann bar áður en hann fékk íslensk- an ríkisborgararétt fyrir nokkrum árum. Philippe er af frönskum uppruna og tók m.a. þátt í því að stofna veitingahúsið Þrír Frakkar á Baldurs- götu fyrir nokkru en nú hefur hann selt sinn hlut í því til að snúa sér af fullum krafti að ferðamál- unum. „Það á ekki við mig að reka veitingahús," sagði Philippe þegarfréttaritari Morgunblaðsins hitti hann í París á dögunum. Hins vegar er hann síður en svo ókunnugurferðamálunum, því heima á íslandi á hann ferðaskrifstofuna ís- lenskar fjallaferðir, sem hann hefur rekið nú um nokkurra ára skeið. Philippe, Sigrtður og Marc Maillet fyrir utan ferðaskrifstofuna. MYNDBÖND Sæbjörn Valdimarsson Stutt þáttaröð Að matreiða svo milljónum likar. I’ll Take Manhattan ☆ ☆ 'h Leikstjórn og tónlist: Lee Holdridge. Kvikmyndataka: Steven Porter. Aðalleikendur: Valórie Bertinelli, Jack Scalia, Perry King, Barry Bostwick, Jane Kaczmarek, Dennis Weav- er. Bandarísk, Pandora 1987. 4 spólur. um aðilar sem svo sannarlega kunna að malla oní hungraðar milljónir sjónvarpsglápara um allan heim. Þessi innantóma sápuópera með öllum sínum plastikverum er gott dæmi um vellukkaðan skemmtiiðnað. Þetta er hér allt saman til stað- ar, sín ögnin af hverju; ást, spenna, afbiýði, hatur, raunir, svo allir fá örugglega eitthvað fyrir sig. Drama Heilabú á hrakhólum. Who is Julía? ☆ Va Leikstjóri: Walter Grauman. Framleiðendur: Phillip Barry, Andrew J. Fenady, Grauman. Handrit: James S. Sadwith. Aðalhlutverk: Mare Winning- ham, Jameson Parker, Jeffrey DeMunn, Mason Adams. Bandarísk sjónvarpsmynd. CBS/FOX 1987. Hi-Fi. 92 mfn. Við lifum á tímum síaukinna líffæraflutninga og sjálfsagt er þess ekki langt að bíða að efni þessarar sjónvarpsmyndar hætti að vera sígilt vísindaskáld- söguefni og verði að veruleika. En vissulega virðist manni Judith Krantz hefur skipað sór í fremstu röð nútíma afþreying- arrithöfunda með ritverkum á borð við Scruples, Mistral's Daughter og Princess Daisy. Hefur blekið tæpast verið þorn- að í penna frúarinnar þegar reyfararnir hafa verið komnir í vinnslu sem sjónvarspefni. I’ll Take Manhattan er þar engin undantekning. Að þessu sinni er sögusviðið fjölmiðlaheimurinn. Blaðakóng- urinn Zachary Amberville fellur skyndilega frá þegar einkadóttir hans (Valérie Bertinelli) er stödd í Frakklandi. Hún færtilkynningu frá föðurbróður sínum (Perry King) þar að lútandi að hann sé tekinn við veldinu og ætli að reka það eftir sínu höfði í framtí- ðinni. Bertinelli fær með naum- indum haldið því blaði sem hún ritstýrði og gerir það að auki að einu vinsælasta tímariti heims. Bertinelli verður það Ijóst að eitthvað dularfullt er að gerast í fyrirtækinu og jafnframt er ekki allt á hreinu með sviplegt fráfall föðurins. Hún fer að rannsaka málið á eigin spýtur. Hér hafa tekið saman hönd- Undir rykinu Allt í grænum sjó. Flash of Green ☆ ☆ V* Leikstjóri: Victor Nunez. Handrit: Nunez, byggt á met- sölubók eftir John D. MacDonald. Kvik- myndataka Gus Walter. Tónlist: Char- les Engstrom. Aðal- leikendur: Ed Harris, Blair Brown, Richard Jordan, George Coe. Bandarísk. American Palyhous/Spectrafilm 1985. Ca. 120 mín. Framvegis er ætlun- in að taka fyrir viku- lega, undir þessum haus, eldri mynd sem af einhverjum ástæð- um hefur ekki náð til fjöldans. En er að dómi undirritaðs athyglis- verð. Það eru ótrúlega mörg eintök sem aldrei ná sér á flug á mynd- bandaleigunum, þrátt fyrir að ástæðan sé ekki að um affeitt efni sé að ræða. Sú er nátt- úrlega algengasta skýringin, en margt annað kemur til. Sú næstalgengasta er einfaldlega óaðlaðandi kápa, illa út lítandi söluvara. En útlitið ræður vali viðskipta- vinarins í lygilega mörgum tilfellum, enda hefur hann oft ekki við annað að miða. Að sjálfsögðu er að finna undantekningará báða bóga. Ein þeirra mynda sem fór framhjá mér og mörgum öðrum í vetur er nettur þriller, A Flash of Green. Hann lægi sjálfsagt enn ósnertur undir ryk- ingu af minni hálfu ef ég hefði ekki allt í einu kveikt á að þarna var myndgerð ágæts saka- málareyfara eftir sjálf- an John D. MacDonald og ég hafði einhvern tímann lesið mér til ánægju. Sögusviðið er Flórída, sem í fleiri verkum höfundar. íbú- ar í Palm City komast að því að það á að fara að byggja við hinn fagra flóa þeirra, sem þeir hafa barist við að vernda. Friðunarmenn, með óbifanlegan blaðamann í broddi fylkingar spyrna á móti. . . Nunes hefur tekist allbærilega að filma spillt andrúmsloftið í þriller MacDonalds og nýtur aðstoðar úrvals- leikaranna Ed Harris og Richards Jordan. Fínlega ofin skemmti- mynd sem líður fyrst og fremst fyrir Ijóta kápu. heilaígræðsla víðs fjarri raun- veruleikanum í dag. Eftir slæmt umferðarslys verður fyrirsætan Mare Winn- ingham að ganga undir fyrstu heilaígræðslu sögunnar. Að- gerðin lofar góðu fyrst í stað en fljótlega koma stórfelld vanda- mál í Ijós. Winningham er orðinn tveir persónuleikar; líkaminn er hennar en sálin heilagefand- ans . .. Efnið er ekki tekið af þeirri fagmennsku að það geti á nokk- urn hátt talist athyglisvert heldur bræddur úr því svona sómasamlegur læknareyfari. Enda vanur maður við stjórn þar sem er hinn langreyndi sjón- varpsmyndasmiður, Walter Grauman. Eftir hann liggur urm- ull hinna margvíslegustu mynda sem eiga því miður það sameig- inlegt að standa yfirleitt ekki uppúr meðalmennskunni. Sem fyrr segir, ekki ólaglega gerð né leikin mynd, sem þrátt fyrir barnaskap og einfaldleika kann að ná einhverjum vinsæld- um. Einkum meðal þeirra sem álíta Áastir læknisins e. Slaugh- ter eina af perlum heimsbók- menntanna ...

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.