Morgunblaðið - 21.06.1987, Page 26

Morgunblaðið - 21.06.1987, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 1987 Enn eru notuð blástursrör og Curare til veiða Níína drekka indíanarnir kók Kofarnir eru á staurum til að verjast ágangi slangna og annarra dýra Það er heitur febrúardagur í frumskóginum í Equador, sólin skín næsta lóðrétt nið- ur á trjátoppana, loftið er rakt og hreyfingarlaust, ég sit með nokkrum indíánum í skóganjóðri og borða ávexti sem þeir tíndu í morg- un. Nokkrir strákar ganga framhjá, veifa okkur og kalla til mín: „Sæll hvítingi!" AJlir hlæja nema ég, ég bara brosi. Þennan brandara er ég búinn að heyra mörgum sinnum á dag, í þessa íjóra daga sem ég hef verið hér. Það virðist enginn endir vera á því hvað þetta er fyndið. Strák- amir hverfa inn í runnana hinum megin 'rjóðrinu og skógamiðurinn tekur við hlátri þeirra. Það er und- arlegur friður og ró sem ríkir hér í skóginum. Hér sitjum við, fimm vinnufærir menn, flórir innfæddir og íslendingur, og borðum ávexti okkur til gamans frekar en til saðn- ingar og horfum út í loftið. Annað slagið segir einhver eitthvað, hinir brosa eða kinka kolli eftir því sem við á, svo er aftur þögn. Það er nægur matur til, meira að segja kjöt frá því seinast var farið á veið- ar. Kaffiplöntumar þurfa enga umhirðu þessa vikuna og konumar sjá um matseldina, þvotta og annað daglegt amstur. Það eina sem við karlmennimir eigum ógert í dag er að njóta lífsins í rólegheitum. Hér eykur það ekki lífsgæðin að eiga tvo eintrjáninga frekar en einn eða búa í stærra húsi en nágranninn, hér eru það lífsgæði að vera saddur og eiga rólega stund. Vandamál morgundagsins verða ekki leyst í dag heldur á morgun. Húsin í frumskóginum eru byggð á stólpum til að vama slöngum og öðrum dýrum inngöngu, gólfín og veggir, þar sem þeir eru, eru úr bambus og þökin yfírleitt úr pálma- greinum. Einstaka ríkur maður á þak úr bárujámi. Svona hús hefðu þótt lélegur dúfnakofí í dalnum þar sem ég ólst upp, en í hitanum hér em þetta þægilegustu vistarverur. Helmingur af húsinu, þar sem ég dvelst, er eldhús, þar brennur opinn eldur allan daginn og reykur- inn litar loftið svart. Pottamir hanga í keðjum yfír eldinum, eins og í torfbæjunum í gamla daga, sleifar, hnífar, ausur og önnur áhöld em furðanlega áþekk því sem langömmur okkar notuðu. Eitt vantar þó, sem var í hveiju hús- haldi heima, keröld til að geyma mat í fyrir veturinn. Hér er aldrei vetur, það er uppskemtíð allt árið, bananar em tíndir fyrir tvo, þijá daga í einu, síðan er náð í nýja. Kjötið er borðað strax eftir veiði- ferðina, það sem ekki klárast er úldið eftir nokkra daga. Eins er það með annan mat, engu er safnað, ekkert geymt til erfíðari tíma, hungur þekkist ekki hér. Hinn helmingur hússins er svefn- herbergi og verönd. Fjölskyldan sefur í hengirúmum, tveir eða þrír í hveiju. A miðju gólfínu standa tvær mublur. Ónnur er brúnleit kommóða, keypt af kristniboða fyr- ir mörgum ámm. Það veit enginn hvað er í henni, enda hefur aldrei verið hægt að opna hana vegna þess hvað viðurinn er bólginn. Hin mublan er stór og gisin kista með lyðguðum lömum og lás. Hún geymir vopn heimilisins og önnur verðmæti. Þrír stólar standa á ver- öndinni. Fleiri innanstokksmunir em_ ekki í húsinu. Áin er bæði hjarta og æðar frum- skógarins. Eftir henni er allur vamingur fluttur, hún er iðulega fljótfamari samgönguleið en að fara styttri leið í gegnum skóginn. í ánni læra bömin að synda og þar baða þau sig og hundana sína. All- ur þvottur er þveginn í ánni, svo og hnífapör og diskar, og hún sér öllum fyrir drykkjarvatni. Þegar vel er að gætt sér maður að skólpið lendir á endanum líka í ánni. Okkur íslendingum þætti það ekki kunna góðri lukku að stýra að setja skólp- ið saman við drykkjarvatnið og þvo hundinn og diskana upp úr sama vatninu. Hér hef ég aldrei minhst á þessa skoðun mína, það hefði aðeins orðið til þess að gera mig enn hlægilegri í augum þessa fólks en orðið var. Áin í skóginum er nefnilega eins og gamall vinur, sem hefur reynst vel frá ómunatíð. Heyri maður eitthvað misjafnt um ána trúir hann því ekki. Peningar em lítið notaðir í fmm- skóginum. Menn kaupa hænur með banönum, skipta á pálmakjömum og papaiaávöxtum og hafa fram til þessa sótt fátt út úr frumskóginum. Þetta breytist hægt og rólega eftir því sem „vestræn menningaráhrif" teygja sig lengra og lengra inn í skóginn. Á síðustu fímm ámm hef- ur fólkið við ána fundið fyrir peningaskorti í fyrsta sinn. Margir hafa lagt á sig aukaerfíði til að eign- ast seðla, sumir rækta og þurrka kaffi, aðrir veiða friðaðar kattateg- undir og selja af þeim pelsinn, jafnvel ferðamannaþjónustan er farin að ryðja sér til rúms hér. í næsta þorpi, þar sem hægt er að selja ávexti fyrir peninga, er sölu- veiðið lægra en kostnaðurinn við flutningana þangað og verslun því lítið stunduð. Ætla mætti að aukið fjármagn á svona stað væri lyftistöng fyrir plássið, með því væri t.d. hægt að kaupa betri áhöld sem auðvelduðu verkin og veiðamar, sem skapaði svo meira fjármagn sem aftur afl- aði enn betri tækja o.s.frv. Svona hugsar aftur á móti enginn hér, það að kaupa eitthvað af utanaðkom- andi hefur verið framandi og óþekkt hugsun fram á seinustu ár. Hvað þá sú hugsun að kaupa eitthvað sem seinna gæti auðveldað það að kaupa enn meira. En tímamir breytast og inn í fmmskóginum þar sem menn lifa enn frumstæðu lífí, nota blást- ursrör og bugt til að veiða dýr, þekkja ekki rafmagn né í nokkm okkar vestrænu tækni, fann ég tvo fremstu útverði „vestrænnar menn- ingar". Annar var kók frá Norður- Ameríku og hinn skyndikaffí úr glerkrús frá Sviss. Enginn vissi nákvæmlega hver hafði sagt þeim, eða hvers vegna, að það væri fínna að nota þessar vömr en þeirra eig- in. Allir vom samt sammála um það, að sá sem drykki korklaust kaffí úr útlenskri glerkrús, væri meiri maður en sá, sem hellti upp á kaffibaunimar, sem þomuðu í sólinni í skóginum þeirra. Erlendur sölumaður, sem ég hitti í Quito stuttu eftir dvöl mína í frum- skóginum, kallaði það „að vinna nýja markaði" að selja þessar vömr í fyrsta sinni á þessum nýja stað. Hann bætti við: „Það er mögulegt vegna þess að við beitum nýrri auglýsingatækni, sem nær til þessa fmmstæða fólks." í lok fímmtándu aldar unnu Spánveijar lönd og gull indíánanna með sverði. Nú vinnum við á þeim með nýrri auglýsingatækni. Höfundur er dýralæknir TEXTI OG MYNDIR: HRÓBJARTUR DARRI KARLSSON Brúaður lækur í frumskóginum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.