Morgunblaðið - 21.06.1987, Side 31

Morgunblaðið - 21.06.1987, Side 31
/>€» MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 1987 Andrés og kona hans Elísabet Kristinsdóttir. Andrés segir þjónustu við fatlaða hafa batnað mikið undanfarin ár og nefnir þar sérstaklega þjónustu- bílana og Blindrabókasafnið. „Bókasafnið gerir blindu og sjón- skertu fólki kleift að stunda nám að einhveiju marki. Þjónusta safns- ins er góð en þar er bæði hægt að fá bækur á snældum og á blindra- letri. Þetta hefur m.a. veitt mér tækifæri til að auka við þekkingu mína á nuddi." Fyrsta sumarfríið ífyrra Það kemur ef til vill einhveijum á óvart að Andrés og Élísabet ferð- ast mikið innanlands. „í fyrra tók ég sex vikna sumarfrí í fyrsta skipti á ævinni," segir Andrés. „Við fórum til Vestmannaeyja og í Munaðames og vorum viku á hvorum stað, svo fórum við að Vestmannsvatni í Aðaldal en þangað höfum við farið siðastliðin 11 sumur. Við gengum meira að segja á Svínafellsjökul í fyrrasumar," segir Andrés og hlær en gefur ekki upp hversu langt upp hlíðina var gengið. Það vekur athygli að á heimili Andrésar og Elísabetar eru myndir á veggjum og ljósmyndir af skyld- mennum hafðar uppi við. „Sumum fínnst þetta skrítið og mörgu blindu fólki þykir það ekki þjóna neinum tilgangi að skreyta umhverfí sitt, en við erum ekki á sama máli,“ segir Elísabet um leið og hún sýnir myndir, en Andrés bendir mér á blómamynd sem Elísabet hefur hannað af miklu listfengi. Hafa nóg fyrir stafni Talið berst aftur að slysinu sem olli blindu Andrésar. „Á þessum tíma var áfengi skammtað og skips- höfnin sem fann tunnuna gaf vinum og kunningjum með sér. Það hefur líklega bjargað flestum að þeir drukku annað áfengi með tréspíran- um. Seinna kom í ljós að við eitrun sem þessari reynist best að gefa fólki etanól. Bróðir minn var einn þeirra sem lést af eitruninni og þótt þetta hafi verið gífurlegt áfall fyrir mig og ijölskyldu mína þá vorkenni ég mest þeim manni sem gaf fólki tréspírann." „Það er hægt að fá svo margt út úr lífínu," heldur Andrés áfram. „Þótt mér finnist það hálfgert svindl að hafa búið með konu í 27 ár og aldrei séð hana þá er lítið við því að gera. Enda þykir okkur það fólk fallegt sem hefur þýðan málróm. Við tökum stundum nokkur spor á dansskemmtunum og látum okkur hafa það þótt við rekumst á aðra.“ Aðspurður segist Andrés viss um að hann hefði haldið áfram á sjón- um hefði hann ekki misst sjónina. „Það skiptir mestu að hafa nóg fyrir stafni," segir Andrés, sem hefur svo sannarlega ekki setið aðgerðarlaus á viðburðaríkri ævi. 31 Tímarit Jane’s: Eignast Iranir kjarn- orkuvopn? Lundúnum, Islamabad, Reuter. TÍMARITIÐ Jane’s Defence Weekly, sem gefið er út í Lund- únuni, sagði frá því á miðvikudag að íranir gætu verið að smíða kjarnorkuvopn með aðstoð Arg- entínumanna. Að sögn tímaritsins hafa fréttir af samningi Irans og Argentínu um kaup írana á kjamorkutækniþekk- ingu og kjamaeldsneyti vakið með' mönnum ugg. Tímaritið gaf ekki upp nöfn heimildarmanna sinna og skýrði ekki frá frekari smáatriðum málsins. Jane’s sagði að vopnasölubann Vesturlanda og nauðsyn spamaðar hefðu hvatt Irani til að heíja eigin vopnasmíðar og þeir framleiddu nú ýmsar tegundir vopna, allt frá riffl- um til eldflauga. Talsmaður íranska þingsins sagði í samtali við tíma- ritið að íranir væru fullfærir um að smíða lítt flókin vópn. HOLLAND AUSTUR- ÞÝSKALAND BELGÍV AUSTURRIKI FLUG & BILL Dæmi um tvær skemmtilegar leiðir um Evrópu. Þú færð nákvæmari leiðarlýsingu hjá okkur. Innifalið í verði er flug (KEF-LUX-KEF) og bíll með ótakmörkuðum akstri, kaskótryggingu og söluskatti. Dæmi um Tcrruverð á flugi og bíl fyrir 4 í tvær vikur: Fíat Panda: kr. 10.904 pr. mann. Ford Fiesta: kr. 11.326 pr. mann. Ford Escort: kr. 11.860 pr. mann. Ford Sierra: kr. 13.182 pr. mann. Ford Scorpio: kr. 16.203 pr. mann. Ferðaskrifstofa Snorrabraut 29 Sími 26100 Öli verðin miðast við 2 fullorðna og tvö börn á aldrinum 2-12 ára. BRETLAND PÓLLAND VESTUR i ÞÝSKALA iD 10: 11: TÉKKÓSLOVAKÍA 12: 13: 13: FRAKKLAND 15: 16: 17: 18: 19 20: 21: 22: SVISS 23: UNGVERJA- V LAND 24: 25: 26: [K) JÚGÓSI 27 200 KM 28: AVIA 29: 100 KM 30: 31: ITALÍA Vesturleiðin l Austurleiðin Bflaleigur: Amsterdam, Hamborg, Luxemborg,Salzburg. Það er hægt að skila af sér bílum á öllum þessum stöðum. Sumarhús: Weissenháuser Strand, Biersdorf, Walchsee, Nissa, Pietra. Luxemburg T rier/Biersdorf/Móseldalur Rudesheim/Rínardalur Heidelberg Freiburg í Svartaskógi Basel/Sviss Bern Luzern Luganó Mílanó Pietra/ítalska rívieran Nissa/Franska rívieran París Hamborg/Weissenháuser Strand Munchen Salzburg/Walchsee Innsbrúck/Tí rólaralpar Vínarborg Budapest (Ungverjalandi) Portoroze/Adríaströndin Feneyjar Brússel (Belgíu) Amsterdam Genf (Sviss) Berlín Zagreb (Júgóslavía) Rómantíski vegurinn ítölsku Alparnir Koblenz Wúrzburg Augsburg islendinqamiðstöðvar* með íslenskum fulltrúa Terru: 2, 14, 16, 11, 12. Dagskort frá þessum stöðum fást hjá Terru auk leiðarkorta á milli staða Minnst vikudvöl.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.