Morgunblaðið - 21.06.1987, Side 38

Morgunblaðið - 21.06.1987, Side 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 1987 SPÁMAÐURINN MUHAME ARABIA OG UPPRUNI MUHAMEÐS Við lok sjöttu aldar var Arabía land skurðgoðadýrkunar, hjátrúar og fáfræði. Landinu var skipt milli ættflokka og kynkvísla, sem áttu í stöðugum erjum og herjaði hver á annan. Því verður það að teljast ganga kraftaverki næst að einn maður skyldi gjörbreyta lífi araba á mjög skömmum tíma. Hann hét Múhameð. Hann sameinaði landa sína um ein varanleg trúarbrögð og lagði grundvöllinn að voldugu, langlífu stórveldi. úhameð var fæddur í Mekka um 570 e.Kr. Hann var kominn af merkum ætt- flokki, Ko- reish að nafni. Flestir merkustu menn Mekkaborgar áttu rætur að rekja til þessa ættflokks. Koreishí- tar voru verðir Kaba, en innan veggja Kaba voru um hálft fjórða hundrað grófar og ófágaðar guða- myndir úr steini. Til Arabíu, úr öllum áttum, kom látlaus straumur pílagríma til Mekka að dýrka guði sína á helgum stað. Múhameð, sem misst hafði báða foreldra sína (faðir hans dó áður en drengurinn fæddist, móðir hans þegar hann var sex ára) var alinn upp af föðurbróður sínum, Abu Taleb. Abu Taleb var kaupmaður og þegar Múhameð hafði aldur til varð hann úlfaldalestarstjóri hjá frænda sínum. Það var á löngum ferðum yfir eyðimörkina sem hon- um gafst gott tóm til þess að sökkva sér niður í hugsanir um eitt og annað. Múhameð var vel metinn í Mekka. Hann var heiðarlegur, tryggur og áreiðanlegur. Hann var ekki sérlega vel máli farinn, en var kurteis í framkomu, átti blítt bros og var hláturmildur. Samt sem áður fannst mörgum hann kynlegur kvistur sakir þess að hann var mik- ill dýravinur og eins fyrir hitt, að hann lagði ekki hug á konu. I þjónustu ekkjunnar Tuttugu og þriggja ára gamall gekk Múhameð í þjónustu auðugrar ekkju, sem hét Khatija. Þá var hún komin fast að fertugu, en hélt vel fegurð sinni. Hún varð mjög ást- fangin af hinum laglega lestar- stjóra, og að nokkrum tíma liðnum biðlaði hún til hans. Þó að furðu sætti, er miðað er við aldur henn- ar, ól hún manni sínum sex böm. Af þeim voru fjórar telpur og tveir piltar. Piltbömin dóu í frum- bemsku. Hjónabandið var einkar hamingjusamt. Það náði yfír röska tvo áratugi og aldrei lagði Múham- eð hug á aðra konu í öll þessi ár. Múhameð gerði ekki miíclar kröf- ur til lífsins og auðhyggja lá honum fjarri, en tóm til andlegra íhugana mat hann mikils. Frændi Khatiju, gamall maður, sem hét Waraka, hafði oft verið í ferðum með Mú- hameð er hann stjómaði úlfaldalest- unum. Waraka var trúskiptingur. Hafði verið kristinn, síðan gyðing- trúaður. Hann hafði frætt Múham- eð um margt í trúarbrögðum kristinna manna og gyðinga. Mú- hameð hafði nú nægan tíma til að hugleiða það sem hann hafði lært, og við síaukna hugleiðslu varð hann vantrúaðri á helgisiðina í Kaba. Að Kaba í Mekka, mesti helgistaður múhameðstrúarmanna. lokum hafnaði hann þeim með öllu, sannfærður um að til væri aðeins einn Guð. í rauninni er ekkert skrýtið við það, að hann samræmdi þessa æðstu veru, Allah, herra Kaba, því að Allah er stytting á orðinu al-ilah, sem þýðir guðinn. Spámaður hlaut að boða mönnum að Allah einn væri uppspretta alls í þessu lífi og hinu komanda, hann skyldi vera tilbeðinn. Múhameð var fullviss um, að spámaður hans mundi koma fram fyrr eða seinna. Múhameð hafði mikla þörf fyrir einveru. Skammt frá Mekka var tumasmiður, Mount Hira að nafni, og í litla, dimma hellinum hans í íjallshlíðinni eyddi Múhameð mörg- um stundum við hugleiðslu. Arið 610 kom kallið. Kallið kom Dag nokkum, þegar Múhameð var heima hjá sér, greip hann ofsa- legur skjálfti, hann löðursvitnaði og missti meðvitund. Er hann hafði náð sér eftir þetta leyndardómsfulla veikindakast hélt hann að vanda til hellisins og við næturkomu hallaði hann sér út af á steingólfið, hjúpað- ur skikkju sinni. Hann hafði naumast lokað augunum þegar hann heyrði rödd kalla: „Múham- eð.“ Til að byija með þorði hann ekki að opna augum, en röddin endurtók nafn hans hvað eftir ann- að. Hann opnaði loks augun. Fyrir framan hann stóö skínandi björt vera. „Endurtak!" bauð hún honum. „Endurtak í nafni drottins, sem skóp alla hluti, sem myndaði mann- inn úr jarðarleir. Endurtak í nafni hins hæsta, sem kenndi mönnunum að nota penna, kenndi þeim það, sem þeir kunnu ekki.“ Múhameð hlýddi, fullur lotning- ar, og þegar honum varð orða vant, sagði veran: „O, Múhameð, vissu- lega ertu sendiboði Allah, og ég er Gabríel engill." Að svo mæltu hvarf engillinn. Frá sér numinn af þessum mikla boðskap staulaðist Múhameð út úr hellinum, flýtti sér heim, eins og hann var þó utan við sig, vakti Khatiju og stamaði út úr sér því sem hann hafði séð og heyrt. Á augabragði og af fögnuði tók hún á móti honum sem útvöldum spá- manni Allah. Múhameð bjóst við annarri opin- berun bráðlega, en þegar svo fór ekki ásótti hann efi og ótti. Sú saga gengur, að í örvæntingu sinni hafi hann verið kominn að því að fleygja sér niður af Hirafjalli, er Gabríel birtist aftur og endurtók: „Vissu- lega ertu Múhameð, sendiboði Guðs.“ Það var fyrir föstu og bæna- hald að Múhameð sannfærðist um að köllunin hafði ekki verið draum- ur einn. Helztu mennirnir í fámennum trúskiptingaflokki Múhameðs voru Abu Bekr, góðvinur hans, ríkur kaupmaður (Abu Bekr átti eftir að verða fyrsti kalífinn) og Ali, ungur sonur Ábu Tabeks, sem Múhameð hafði tekið í fóstur. Fundir fyrstu trúskiptingana voru haldnir í fullri leynd, því að Múhameð var ofurljóst að Koreis- hítar mundu snúast gegn sér af mestu hörku. „Endurtak," sagði hann við áheyrendur sína og þá minntust þeir orða Allah, töluð af munni hans sjálfs. Þessi orð voru seinna skrifuð á pálmaviðarblöð, og eftir dauða Múhameðs var þeim skeytt við eitt handrit af Kóranin- um. Önnur opinberun sem Múhameð reyndi var þýðingarmikil. Á fjórum árum hafði hann' aðeins áunnið fjörutíu fylgjendur. Nú var sagt við hann: „Rís upp og aðvara.“ Múhameð hikaði ekki. Hann stefndi Kóreishítum til fjallsins Hira, og þar sem hann stóð á kletti fyrir ofan þá, svipmikill maður í skikkju sinni, með brennandi dökk augu og mikið skegg, sagði hann hátíðlega: „Mér hefur verið boðið að vara ykkur við, þið öðlist enga gæfu nú eða síðar, ef þið játið ekki Einn og Aðeins Guð.“ Koreishítar reiddust og vildu ekki heyra meira. Upp frá þessu boðaði Múhameð opinberlega fyrirmæli Allah, sem höfðu að geyma í raun og veru lang-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.