Morgunblaðið - 21.06.1987, Síða 45

Morgunblaðið - 21.06.1987, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 1987 45 Grænland: Sektaðir fyrir að kasta rækju Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. GRÆNLENSKA fiskveiðieftirlit- ið hefur fært tvo grænlenska togara til hafnar og sektað þá um 20.000 danskar krónur hvorn fyrir að brjóta reglur um úr- kastsrækju og leiðarbókar- færslu. Stór hluti af afla skipanna var ekki færður í leiðarbók, auk þess sem áhöfnin hafði kastað fyrir borð rækju, sem henni fannst of smá til vinnslu, en var þó yfír tveggja gramma markinu. Rækju, sem er yfir tvö grömm að þyngd, ber að hirða og reikna með í aflakvóta viðkomandi skips. Líbýa og Alsír íhuga sam- einingn Algeirsborg, Reuter. LÍBÝA og Alsir tilkynntu á mið- vikudagskvöld að stjórnir ríkjanna íhuguðu sameiningu þeirra. Tilkynningin var gefin út að loknum þriggja daga við- ræðum háttsettra embættis- manna frá báðum ríkjum. Embættismennimir sögðu að við- ræðumar hefðu leitt í ljós að „skilyrði væru góð til að ná því markmiði að verða við vilja þjóð- anna á þessu svæði og sameina lönd þeirra, og þetta væri nauðsyn- legt skref í átt til einingar allra arabaríkja". Hin opinbera fréttastofa Alsír, APS, birti tilkynninguna í lok heim- sóknar líbýskrar sendinefndar undir forsæti Abdessalems Jalloud maj- órs, sem er hægri hönd Gaddafís Líbýuleiðtoga. Fréttastofan sagði að viðræðumar væm framhald fundar Gaddafís og forseta Alsír, Chadli Benjedid, fyrir hálfu öðru ári. Þetta er þriðja tilraun Líbýu til sameiningar við nágrannariki að undangengnum árangurslausum biðilsferðum á hendur Túnis og Marokkó. Úrval í fararbroddi. Allt frá því að íslending- ar fóru fyrst í sólarferðir til Mallorca hefur Úrval verið í fararbroddi íslenskra ferðaskrif- stofa á þessari vinsælu eyju og ávallt fundið bestu staðina á hverjum tíma. Fyrst var það Magaluf-ströndin, síðan Alcudiaflóinn og nú það allra nýjasta og besta: SA COMA STRÖNDIN. Þar dvöldu nokkur hundruð íslendinga á síðastliðnu sumri við frábærar aðstæður. Brottför/Heimkoma: Dagar: 29. júní—13. júlí 14 örfá sæti laus 13. júlí—3. ágúst 20 örfá sæti laus 3. ágúst—24. ágúst 21 uppselt, biðlisti 24. ágúst—8. sept. 15 uppselt, biðlisti 8. sept.—3. okt. 25 laus sæti 3. okt,—31. okt. 28 laussæti Hinn landskunni og eldfjörugi Kristinn R. Ólafsson í Madrid verður fararstjóri í Sa Coma. Hann tekur á móti farþegum við komuna, skipuleggur skoðunarferðir til markverðustu staða eyjarinnar og heldur uppi lífi og fjöri meðan á dvölinni stendur. KOMDU MEÐ TIL MALLORCA FERÐASKRIFSTOFAN URVAL V'AUSTURVÖLL, PÓSTHUSSTRÆTI 13 101 REYKJAVlK Umboðsmenn Úrvals um land allt: Ný þýsk gæðafilma frá Agfa MeÓ plúsa 3 myndir frítt Sveigjanleiki í lýsingu 12 og 24ra mynda litfilmurnar frá HHH Nýja Agfa litfilman hefur mikið svig- Agfa eru í raun 15 og 27 mynda. Þú færð því alltaf 3 í kaupbæti. rúm frá réttri ljósnæmisstillingu. Mikilvæg mynd verður því ekki ónýt. Náttúrulegir litir Nýja Agfa litfilman skilar þér myndum í sömu litum og mannsaugað nemur þá. Samanburður er sannfærandi. AGFA+3 Alltaf Gæðamyndir sÉSaaKi ■ Stefan Thorarensen Sfðumúli 32, 108 Reykjavík - Simi 91- 686044

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.