Morgunblaðið - 21.06.1987, Page 63

Morgunblaðið - 21.06.1987, Page 63
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 1987 63 í eigu bandaríska auðkýfingsins Comeliusar Vanderbilt. Walker komst yfír skipin með aðstoð tveggja starfsmanna félagsins, sem ætluðu að nota hann fyrir verkfæri til að ná völdunum í því, og bakaði sér ævarandi óvild Vanderbilts, sem var skeinuhættur andstæðingur. Með skipum Vanderbilts tókst Walker að gera óvænta árás á borg- ina Granada, aðalvígi íhaldsmanna, og ná henni á sitt vald í október. Þar með lauk styijöld íhaldsmanna og fíjálslyndra, sem höfðu bækistöð í León. Patricio Rivas, sem hafði gætt hlutleysis í borgarastríðinu, var skipaður forseti til bráðabirgða, en Walker varð yfírmaður hersins, eins og honum hafði verið lofað, oghermálaráðherra. í raun varð Walker einræðisherra og hann sýndi óvenjumikla fæmi í að færa sér í nyt deilur stríðandi afla. Hann fékk fjárhagsstuðning frá stuðningsmönnum sínum í skipafélagi Vanderbilts og þeir fluttu fyrir hann nýliða, sem hann réð í sína þjónustu í Bandaríkjunum til að stækka her sinn. Walker stefndi miklum hagsmun- um Vanderbilts í Mið-Ameríku í hættu með því að afhenda andstæð- ingum hans yfírráðin yfír skipafé- laginu í Nicaragua. Vanderbilt hafði anmanna, tæki þátt í samsæri um að breiða út þrælahald og léti sig dreyma um að sameina Mið- Ameríku Suðurríkjunum. Walker olli einnig erfíðleikum í sambúð Bandaríkjamanna og Breta sem hann lenti í útistöðum við þeg- ar hann tók bæinn Greytown á Mosquito-strönd Karíbahafs með hjálp bandarískra sjóræningja. Þar með batt hann endi á tveggja aida ítök Breta í konungsríki Mosquito- á bæinn fyrr en að loknum viðræð- um við Bandaríkjamenn. Banda- ríkjastjóm var sent harðort skeyti, hún ákvað að styðja ekki Walker og Nicaraguamenn hörfuðu frá Greytown. A meðan létu erindrekar Vander- bilts ekki deigan síga. Styijöld brauzt út að nýju og Walker stóð einn gegn heijum Costa Rica, Honduras, Guatemala og E1 Salvad- or. Eftir nokkrar örvæntingarfullar Ed Harris i hlutverki William Walkers: á lækkuðu kaupi í pólitískri kvikmynd. . . ;.rm Orrusta í Nicaragua (úr kvikmyndinni): einn gegn öllum. Pierce forseti: viðurkenndi Wal- ker. Nicaraguamenn ákváðu að taka hann fastan. en til þess að komast hjá handtöku leitaði hann hælis í bandarísku herskipi og gafst upp fyrir Charles Henry Davis sjóliðs- foringja l.maí 1857. Davis sigldi með hann til San Francisco. Arásaferðir Walker var ekki af baki dottinn og kom á fót nýjum árásarflokki. Sex mánuðum síðar, 25.nóvember 1857, sigldu hann og stuðnings- menn hans frá Mobile og gengu á land í Punta Arenas. Skömmu eftir landgönguna stöðvaði kommódör Hiram Paulding úr bandaríska sjó- hemum för hans og tók hann höndum. Walker var aftur fluttur nauðugur með bandarísku herskipi til Bandarílq'anna. Þegar heim kom var Walker í raun og veru fangi, en Þrátt fyrir allt sem á undan var gengið tókst honum að vinna sér hylli á ný og hljóta náð fyrir augum áhrifa- manna. James Buchanan forseti taldi handtöku hans ólöglega og lét sleppa honum. Walker varð að gefa drengskaparloforð um að reyna ekki að stijúka, en hann flýtti sér að skipuleggja nýjan árásarleiðang- ur. Áður en hann fór gaf hann út bók um ævintýri sín. Eftir nokkrar misheppnaðar til- raunir til að komast aftur til Mið-Ameríku lagði Walker upp í síðustu árásarferðina frá Mobile í ágúst 1860 ásamt 100 ævintýra- ■ Buchanan forseti: Sleppti Wal- ker. Atriði úr kvikmyndinni um Walker: málaliðar hans i skotbardaga í Granada, sem stendur í ljósum logum. tryggt sér einokun á flutningum fólks með skipum frá austurhlutum Bandaríkjanna um Mið-Ameríku til Kalifomíu, þar sem fundizt hafði gull. Panamaskurður hafði ekki verið grafínn og skurður um Nic- aragua þótti ekki sfður koma til greina. Walker lét sig dreyma um að gera þann draum að veruleika. Vanderbilt gerði allt sem í hans valdi stóð til að bola Walker frá völdum, æsti til mótstöðu gegn honum og sendi erindreka til grannríkjanna til að grafa undan honum, m.a. með fjárframlögum. Mið-Ameríkuríki sameinuðust í bandalag gegn Walker undir for- ystu Costa Rica og stríð brauzt út. I apríl 1856 sigraði hann her Costa Rica í, en þetta var aðeins byijunin. Stjóm Franklin Pierce Banda- ríkjaforseta viðurkenndi Walker formlega 20.maí 1856 eftir nokkurt hik, sem stafaði einkum af ugg um neikvæða afstöðu Breta, og ákvað að veita honum fullan stuðning. í júlí var hann formlega settur inn í embætti forseta Nicaragua og lýsti því yfír að frelsi og lýðræði hefði verið komið á. Þrælahald Walker stóð á hátindi frægðar sinnar. Hann kallaði Nicaragua nýlendu sfna og lét sig dreyma um að sameina litlu lýðveldin í Mið- Ameríku í eitt stórt og öflugt efnahags- og hemaðarbandalag undir sinni stjóm. Um leið ákvað hann að koma á þrælahaldi, örfáum ámm fyrir þrælastríðið. Ekkert sem Walker gerði vakti eins mikla athygli og olli eins mikl- um deilum. Um fátt var meira rætt í Bandaríkjunum. Hann hlaut ein- dreginn stuðning sunnanmanna, sem töldu hann hetju, og áhrifamik- illa fulltrúa þrælaeigenda í Was- hington. Norðanmenn óttuðust hins vegar að hann væri útsendari sunn- Indíána, sem þeir höfðu haldið vemdarhendi yfír. Forsætisráðherra Breta, Pal- merston lávarður, vildi senda flota- deild á vettvang og setja hafnbann á í Greytown, en samráðherrar hans lögðust gegn því af ótta við árekstra við Bandaríkjamenn og jafnvel styijöld. Að lokum ákvað brezka stjómin að senda herskip til Greytown, en setja ekki hafnbann orrustur varð hann að viðurkenna ósigur fyrir Mið-Ameríkulýðveldun- um og skipafélagi Vanderbilts. Áður en hann gafst upp skipaði hann mönnum sinum að kveikja í Granada og fyrir það er hann einna frægastur í Nicaragua. Bandaríkjastjóm varð við beiðni Vanderbilts um að senda flotadeild, reka Walker frá Nicaragua og koma í veg fyrir frekari blóðsúthellingar. mönnum. Tilgangur hans var að gera lokatilraun til að leggja undir sig Mið-Ameríku. Að þessu sinni var förinni ekki heitið til Nic- aragua, heldur til grannríkisins Honduras, þar sem uppreisn hafði verið gerð. Hann ætlaði að hjálpa uppreisnarmönnum, ná völdum, sækja til Nicaragua og hrifsa völd- in þar líka. Walker og mönnum hans tókst að ijúfa hafnbann bandarískra og brezkra herskipa og hertaka Greytown. Brátt komu brezk her- skip á vettvang og um svipað leyti bar að herlið frá Honduras og Costa Rica. Walker flýði inn í frumskóg- inn. Tólf dögum síðar var hann orðinn dauðþreyttur á flóttanum og gafst upp fyrir yfírmanni brezka , herskipsins, Salmon skipherra, sem framseldi hann jrfirvöldum í Hond- uras. Walker var leiddur fyrir herrátt og fundinn sekur, dreginn fyrir af- tökusveit og skotinn til bana. Sömu örlög mun Walker hafa búið sumum mönnum sínum, stundum fyrir það eitt að bölva og ragna eða drekka. Rétt áður en aftökusveitinni var skipað að skjóta sagði hann: “Stríð mitt gegn ykkur var óréttlátt og ég vona að þið fyrirgefíð mér. Þá - get ég dáið rólegur." Tímaskekkjur Saga Walkers er efni í góða kvik- mynd, en annað virðist vaka fyrir Alex Cox en að segja hana. Hann lætur koma fyrir nokkrar „tákn- rænar“ og kjánalegar tímaskekkjur til að minna á Contra-stríðið og leggja dirfskuverk Walkers og stefnu nv. Bandaríkjastjómar að jöfnu. Knatttijám, sem em notuð i homabolta, sést bregða fyrir, svo og forsíðu vikuritsins „Time“. I einu atriði rekast Walker og málaliðar hans á flak þyrlu, sem minnir á þyrlu Eugene Hasenfusar, Banda- Palmerston: sendi herskip. ríkjamannsins sem var tekinn til fanga þegar hann flutti vistir til Contra-skæmliða í fyrra. Banda- rískir landgönguliðar flytja Walker og menn hans burt í þyrlunni, eins og minna eigi á undanhaldið frá Saigon þeir sem vinna við kvikmyndina telja stefnu Bandaríkjanna „sið- lausa“ og margir leikaranna samþykktu „lág“ laun vegna fylgis við Cox og boðskap hans. Kostnað- urinn mátti ekki fara fram úr fímm milljónum Bandaríkjadala. Stjóm sandinista sá fyrir ódýru vinnuafli, lokaði aðaltorginu í Granada vegna töku á einu atriði og útvegaði þyrl- una, sem kemur við sögu, sprengi- efni og timbur. Flytja varð inn nagla, málningu o.fl. sem hörgull er á. Myndin var gerð í samráði við kvikmyndastofnun Nicaragua og sandinistar hafa ekki áður veitt einkaaðilum eins víðtækan stuðn- ing. Framleiðandi kvikmyndarinna£_^ sagði: „Þeir skildu strax að myndin hefði mikinn boðskap að færa.“ Hann hefur notið aðstoðar sandin- istans Carlos Savarez, sem fór yfír handritið ásamt Sergio Ramirez varaforseta. Savarez segir: „Áður en við ák- váðum að vinna að gerð þessarar kvikmyndar mátum við handritið út frá pólitískum og siðfræðilegum sjónarmiðum og við teljum verkið jákvætt. Walker er mjög umdeildur maður og mikilvægt var að saga hans yrði sögð á réttan hátt ...Ef við gerum eins góða mynd og®f „Platoon" (sem fjallar um Víet- namstríðið) getum við frætt bandarísku þjóðina." Kvikmyndin er fyrst og fremst áróður gegn Reagan forseta og stjórn hans. samlíkingar Cox eru vafasamar, en saga Walkers er athyglisverð. 'GH

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.