Morgunblaðið - 23.06.1987, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 23.06.1987, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1987 7 MEÐAL EFNIS í KVÖLD ■ ■iiiiiMieiiii LAUSUR VIÐJUM ' (Letting Go). Myndin fjallarum ástvinamissi, skilnað og sárs- auka þann og erfiðleika sem fylgja i kjölfarið. Með aðalhlut- verk fara: Sharon Gless, John Ritter og Max Gail. Á NÆSTUNNI 21:35 Mlðvlkudagur MINNINQAR- DAQURINN (Memorial Day). Mike Walkerer lögfræðingur sem lifir rólegu og borgaralegu lífi. Lífhans tekur miklum breytingum þegarhann hittirfyrrum fólga sina frá timum j Vietnamstriðsins. nm 21:20 Flmmtudagur DAQBÓK LYTTONS (Lyttons Diary). Breskur saka- málaþáttur. Grimuklædd kona dansar nektardans í karlasam- kvæmum yfirstéttarinnar. Hver erhún? Slúðurdólkahöfundurinn Lytton kemst á snoðir um það en málið er viðkvæmt. L Ársfundur Alþjóða hvalveiðiráðsins í Bournemouth Mikil tortryggni ríkir í garð vísindahvalveiða Boumemouth frá Guðmundi S. Hermannssyni blaðamanni Morgimbladsins. HVALVEIÐAR i vísindaskyni var aðalefni fyrsta dags ársfundar Alþjóða hvalveiðiráðsins í Bournemouth í gær. Mikil tortryggni ríkir í garð slikra veiða og i opnunarræðu fundarins sagði John Gum- mer, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Breta, að það væri harmleikur ef hvalveiðar hefðust almennt á ný dulbúnar sem vísinda- veiðar og heimurinn myndi aldrei fyrirgefa það að gengið yrði á loforð um verndun hvalastofnanna á þann hátt. fjjb* Auglýsingasími Stöðvar 2 er 67 30 30 Lykilinn faorö þúhjá Heimilistaokjum <ö> Heimilistæki hf | S:62 12 15 MFundurinn er haldinn á hóteli í Boumemouth og lýsir fundarstað- urinn vel þeirri stöðu sem Alþjóða hvalveiðiráðið er í vegna þess að það hefur enga sjóði og mjög tak- markaða möguleika til íjármögnun- ar. Fyrir utan hótelið höfðu náttúruvemdarsamtök á borð við Greenpeace og Sea Shepherd komið sér fyrir strax um morguninn með mótmælaspjöld og útblásinn hval, og léku síðan af segulbandi hljóð hinna ýmsu hvalategunda. Seinna um morguninn bættust fulltrúar Hvalavinafélagsins á íslandi í hóp mótmælenda og settu upp borða sem á stóð: Burt með vísindaveið- amar. Fulltrúi Bandaríkjanna á árs- fundinum gerði sitt til þess þegar hann mælti fyrir tillögu, studdri af Svíum, Finnum, Áströlum, Nýsjá- lendingum og Hollendingum, sem gerir ráð fyrir að vísindanefnd hval- veiðiráðsins leggi mat á áætlanir þjóða um hvalarannsóknir og veiðar vegna þeirra og ráðið sjálft ákveði síðan hvort viðkomandi áætlanir séu innan marka friðunarmarkmiða ráðsins. í aðfaraorðum að tillögunni sagði bandaríski fulltrúinn að Bandaríkin hefðu ekki áhuga á að hleypa ráð- inu upp í deilur sem ógnuðu tilveru þess en vildu koma umræðunni um sérstök leyfi til vísindaveiða á réttan stað. Tillögunni væri ekki ætlað að þvinga ráðið til að lýsa því yfir að vísindaveiðar væm bannaðar heldur væri verið að leita stuðnings við að ráðið lýsi yfír hver sé lágmarks- fjöldi dýra sem veiða þarf í vísinda- skyni. Ekki væri heldur verið að ganga gegn sjálfsákvörðunarrétti aðilarríkjanna sem tryggður er í lögum samtakanna því lokaákvörð- unin um leyfisveitingar til vísinda- veiða væri ríkjanna sjálfra. Fulltrúar Svíþjóðar, Sviss, Ástr- alíu, Hollands, Bretlands og Danmerkur studdu allir tillöguna áður en röðin kom að Halldóri Ás- grímssyni sjávarútvegsráðherra. Hann sagði að það væri óheppilegt og ylli miklum vonbrigðum að verið væri að taka aftur upp mál sem hefði verið rætt ýtarlega og tekin um ákvörðun á síðasta fundi ráðs- ins. Það væri þó alvarlegra að enn á ný lægi fyrir ráðinu tillaga sem bryti greinilega í bága við lög ráðs- ins. Með tillögunni væri gengið á rétt aðildarríkja til sjálfstæðra ákvarðana og því væri verið að eyðileggja það mikla starf sem unn- ið hefði verið á síðasta fundi við að forma tillögu um vísindaveiðar sem væri í samræmi við lög ráðsins. Halldór sagði ljóst að tillagan yrði til þess að vekja miklar deilur meðal aðildarríkja ráðsins og ítrek- aðar tilraunir íslensku ríkisstjómar- innar til að semja um aðra tillögu sem væri í samræmi við reglugerð- ir hefðu verið árangurslausar. Halldór sagði að sendinefnd íslands gæti lagt fram ýtarleg lagaleg rök gegn þessari tillögu Bandaríkja- manna. Halldór sagði að ríkisstjóm ís- lands myndi ekki telja sig bundna af tillögu Bandaríkjanna, yrði hún samþykkt, eða neinum tilmælum ráðsins byggðum á henni. 0g ís- lendingar myndu taka til íhugunar að grípa til aðgerða innan marka alþjóðalaga og hugsanlega skjóta málinu til Alþjóðadómstólsins og ef niðurstaða hans yrði íslendingum í hag, eins og ríkisstjómin væri sann- færð um, myndi það hafa ófyrirséð áhrif á orðstír og virðingu ráðsins. Ef tillaga Bandaríkjanna yrði samþykkt sagði Halldór að íslenska ríkisstjómin myndi örugglega taka til endurskoðunar hvort Island ætti að vera áfram meðlimur í Alþjóða hvalveiðiráðinu. Og hótanir um við- skiptaþvinganir myndu ekki þýða neitt því Islendingar hefðu aldrei látið undan slíkum hótunum. Færi ísland úr ráðinu myndu ís- lendingar halda áfram rannsóknum og stjómun á hvalveiðum innan efnahagslögsögu sinnar og síðan kanna hvort hægt væri að byggja upp ný og betri alþjóðasamtök sem sameinuðu ríki, sem hefðu sömu markmið og hagsmuni, á þann hátt sem Alþjóða hvalveiðiráðinu var ætlað upprunalega. Halldór bað síðan aðildarríkin að skoða tillögu Bandaríkjamanna bet- ur því þær ríkisstjómir sem styddu tillöguna hefðu ef til vill ekki verið sér meðvitaðar um þær afleiðingar sem þessi tillaga gæti haft. Hann sagðist vona að Islandi yrði gert kleift að starfa áfram í ráðinu og hvatti því ríkin til að ráðgast um leiðir til að geta tekið nýja og varan- lega ákvörðun varðandi hvalveiðar f vísindaskyni. Fulltrúar Japans, Rússlands, Kóreu, Noregs og Kína tóku allir undir orð Halldórs og sögðust ekki geta stutt tillögu Bandaríkjamanna. Að því loknu var umræðu um þessa tillögu frestað til miðvikudags. Loopholes in the whaling rules Froin Sir Pelcr Scolt Sir. Next week the Intcrnational Whaling Commission (IWC) will hold its annual meeting. which this year takes place in Bourne- mouth. in- duiHuiiKau oncemed tercsts behind the whaling dustry are very powerful. The lcelandic whalers have just scl out for a further season of so- called “scientific whaling". They plan to kill I20 fin and sei whalcs ÆdMn 49mmUmm Lesendabréfið í The Times. The Times: Fálkaorðunm skilað með lesendabréfi - Ókomin til Islands f LUNDÚN ABL AÐINU The Times birtist á laugardag les- endabréf frá Sir Peter Scott, sem árið 1971 fékk fálkaorðuna úr hendi Kristjáns Eldjárns, forseta íslands. Hana fékk hann fyrir störf að náttúruvernd. Eins og lesa má í bréfinu hyggst hann skila orðunni vegna „svívirði- legrar misnotkunar íslands á reglugerðum Alþjóða hvalveiðir- áðsins.“ Að sögn sendiráðs íslands í Lundúnum hefur það ekkert heyrt frá Sir Peter, en fregnaði hins vegar að hann hefði sent orðuna í pósti. Kornelíus Sig- mundsson, forsetaritari, sagði sömuleiðis að á forsetaskrifstofu hefði ekkert heyrst frá Sir Peter. Bréf Sir Peter Scott fer hér á eftir, en það birtist undir fyrir- sögninni „Smugur í hvalveiði- reglum“: „í næstu viku mun Alþjóða hval- veiðiráðið halda hinn árlega fund sinn, a þessu sinni í Boumemouth. Að nafninu til er hlutverk ráðins „að setja reglur um nýtingu hval- stofna,“ en af flestum meðlimum ráðsins hefur það verið túlkað á þann veg að vernda beri hvala- stofna. Þessi áhugi á vernd hvala leiddi í fyrra til banns við hvalveið- um í óákveðinn tíma. Þrátt fyrir þettahafa nokkur ríki (Noregur, Japan, ísland og Suður- Kórea) haldið áfram að drepa mörg hundruð hvali ár hvert með því að notfæra sér smugu í sáttmálanum, sem leyfir einstökum ríkjum hvala- dráp „í vísindaskyni.“ Meðlimir Alþjóða hvalveiðiráðs- ins, að Bandaríkjunum og Bretlandi meðtöldum, munu í næstu viku reyna sitt ýtrasta til þess að loka þessari smugu, en pólltískir og fjár- hagslegir hagsmunir að baki hvalveiðiiðnaðinum vega mjög þungt. Islensku hvalfangaramir hafa Sir Peter Scott hefur tekið öflug- an þátt i ýmsum náttúruverndar- samtökum, meðal annars Greenpeace. rétt í þessu hafið aðra vertíð svo- kallaðra „vísindaveiða“. Þeir hyggjast drepa 120 langreyðar og sandreyðar og selja 49% hvalkjöts- ins til Japans, sem er afskræming á hugsuninni sem liggur að baki „veiðum í vísindaskyni." Fyrir 16 árum heiðraði ríkisstjóm íslands mig með Fálkorðunni fyrir störf í þágu náttúruvemdar, en þá hafði ég stundað rannsóknir á heiðagæsinni í tvö ár. Þetta var mér mikill heiður, enda nokkuð sem útlendingar eru sjaldan aðnjótandi. Það er því með hryggð í huga sem ég sé mig tilneyddan til þess að skila orðunni, sem ég var eitt sinn svo hreykinn af, til þess að sýna fyrirlitningu mín á svívirði- legri misnotkun íslands á reglu- gerðum Alþjóða hvalveiðráðsins. Yðar einlægur, Peter Scott.“ Ársfundur Hvalveiðiráðsins: Sea Shepherd samtök- unum neitað um aðgang Bournemouth frá Guðmundi Hermannssyni, blaðamanni Morgunblaðsins. SEA Shepherd samtökin fengu ekki að hafa áheyrnarfulltrúa á árs- fundi Alþjóða hvalveiðiráðsins sem hófst í Bournemout í Englandi í gær. Ástæðan er meðal annars aðgerðir samtakanna á íslandi þeg- ar tveimur hvalbátum var sökkt og hvalstöðin í Hvalfirði skemmd. BAR-DANS-ORIENTAL MATUR. S10312. Laugav.116. OPIÐ ALLA DAGA- OLL KVOLD. OPNUM Á MORGUN Sjó nánar f Morgunblaðinu á morgun Dr. Ray Gambell, ritari Alþjóða hvalveiðiráðsins, sagði við Morgun- blaðið að ráðið leyfði alþjóðlegum samtökum sem hefðu áhuga á starf- semi ráðsins að senda fulltrúa sína á ársfundina. Það væri síðan í hönd- um ráðsins að velja áheymarfulltrú- ana og á lokuðum fundi á sunnudaginn hefði verið ákveðið að bjóða Sea Shepherd ekki að senda fulltrúa. Spurður um ástæður þessa sagði Gambell að gera mætti ráð fyrir að skemmdarverkin á hvalstöðinni á íslandi og að tveimur hvalbátum hefði verið sökkt þar ættu stóran þátt í þessari ákvörðun. í samtali við Morgunblaðið sagði Barbara Coakir, meðlimur í sam- tökunum, að þetta hefði ekki komið á óvart og raunar hefðu sum lönd reynt árum saman að koma í veg fyrir að fulltrúar samtakanna sætu ftmdi hvalveiðiráðsins. Þetta kæmi síðan ekki að sök þar sem fundinn -sæti fólk sem gæfí Sea Shepherd samtökunum skýrslur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.