Morgunblaðið - 23.06.1987, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1987
13
RUGLAÐA LÖG-
MÁLIÐ EÐA LÖG-
MÁL RUGLSINS
eftir Vilhjálm
Egilsson
Kvennalistinn reynir nú að af-
saka það fyrir þjóðinni að hafa
fært framsókn völdin. Þær leitast
við að sannfæra sjálfar sig og aðra
um að þær séu sigurvegarar stjóm-
armyndunarviðræðnanna, þótt þær
hafí glutrað niður tækifærinu til
þess að komast í ríkisstjóm. Þessir
tilburðir em af svipuðum toga og
yfirlýsingamar um að Neil Kinnock
hafí verið sigurvegari kosningabar-
áttunnar í Bretlandi, þótt Margrét
Thatcher hafí unnið kosningamar.
Skilningsleysi á viðhorfum vinn-
andi fólks varð Kvennalistanum að
fótakefli í stjómarmyndunarvið-
ræðunum. Kvennalistinn vildi
lögbinda lágmarkslaun án þess að
skeyta nokkm um afleiðingar
slíkrar aðgerðar á vinnustöðunum,
þar sem fólkið hefur komið sér sam-
an um launahlutföli.
Ruglaða lögrnálið
Fulltrúar Kvennalistans kvarta
mjög undan því að allt frá þeim
tíma sem menn hófu að ráða hver
annan í vinnu skuli launahlutföll
ekki hafa verið í takt við það sem
æskilegast þykir i hægindastólum
á Seltjamamesinu. Víst er að
Kvennalistinn er ekki einn á báti
um að þykja lögmál vinnumarkað-
arins mglað og að litlu hafandi.
Þannig taldi Hammúrabí sig þurfa
að skipa fyrir um daglaun verka-
manna og iðnaðarmanna. Þegar
forfeðmm okkar gekk illa að ráða
fólk í vinnu fyrir það kaup sem
þeir vildu borga héldu þeir til ír-
lands og tóku sér þræla. Þau Peron
og Evita létu sig ekki muna um það
að hækka lágmarkslaun eftir því
hvemig lá á þeim þann og þann
daginn.
Hvemig sem á því stendur þá
hefur fólkið sem hefur ráðið sig í
vinnu í gegnum tiðina ekki viljað
sætta sig við að hugsjónir fólksins
í hægindastólunum réðu launum og
launahlutföllum. Gildir þar einu
hvort hægindastólamir vom í höll-
um Hammúrabís, við langeld í skála
á þjóðveldisöld, í svefnherbergi í
Buenos Aires eða bara í stofu á
Seltjamamesinu. Fólkið á vinnu-
markaðnum hefur öld fram af öld
viljað fá sanngjama umbun fyrir
verk sín.
Laun og launahlutföll hafa mót-
ast samkvæmt þeirri meginreglu
að endurspegla verðmætasköpun í
hvetju starfí og ásóknina í að vinna
það. Iðulega hafa verið gerðar til-
raunir til þess að afsanna lögmálið.
Má nefna lögleiðingu þrælahalds,
bann við launahækkunum, lögbind-
ingu lágmarkslauna og hvað sem
nöfnum tjáir að nefna. Löng tíma-
bil hafa komið þar sem lögmálið
hefur ekki fengið að hafa sinn gang.
En einhvem veginn hefur hæginda-
stólaliðið, allt frá Hammúrabí til
Kvennalistans, þurft að horfast í
augu við það fym eða síðar, að vilji
fólksins hefur fengið að ráða. Þetta
mglaða lögmál vinnumarkaðarins
hefur reynst ótrúlega lífseigt.
Lögmál ruglsins
Kvennalistinn lagði til að lög-
binda lágmarkslaun og þær
upphæðir sem heyrðust nefndar í
því sambandi vom frá 35.000 til
40.000 krónur á mánuði. Enginn
er ofsæll af því að þurfa að lifa af
slíkum launum og samt væri þjóðin
sannarlega lánsöm ef hægt væri
að hækka lágmarkslaunin uppí þó
ekki væri nema 35.000 krónur á
mánuði. En með því að hækka laun-
in t.d. í 35.000 krónur á mánuði
væri verið að eyðileggja starfsald-
urskerfin á þessum hluta launastig-
ans. Mörg störf í fyrirtækjum sem
hafa verið misjafnlega launuð ára-
tugum saman væm allt í einu orðin
jaftit launuð. í sumum tilfellum
væri allt í einu ekkert greitt fyrir
aukna ábyrgð eða aukið álag. Sumt
faglært fólk væri allt í einu komið
á svipað kaup og ófaglært. Þannig
má lengi halda áfram.
Hugmyndir Kvennalistans um
lögbindingu lágmarkslauna em mgl
og lögmál raglsins er miskunnar-
laust og klikkar aldrei. í kjölfar
Vilhjálmur Egilsson
„Löng tímabil hafa
komið þar sem lögmálið
hefur ekki fengið að
hafa sinn gang. En ein-
hvern veginn hefur
hægindastólaiiðið, allt
frá Hammúrabí til
Kvennalistans, þurft að
horfast í augu við það
fyrr eða síðar, að vilji
fólksins hefur fengið
að ráða.“
lögbindingarinnar hefðu fyrst þeir
sem em næst lágmarkinu hækkað
í launum og síðan koll af kolli upp
allan launastigann. Jafnvel hæg-
indastólaliðið í Kvennalistanum
myndi spyija af hverju það ætti
ekki rétt á sömu launahækkun og
aðrir. Og hækkun launa yfír línuna
um tugi prósenta leiðir til hækkun-
ar verðlags um tugi prósenta. Það
lögmál var t.d. staðfest á ámnum
1970 til 1983 þegar kauptaxtar
hækkuðu um 7.000% en verðlagið
öllu meira, þannig að kaupmáttur
taxtanna lækkaði um 10%.
Lögmál framfaranna
Það er margt óleyst verkefnið í
þjóðfélaginu. Kjörin þurfa að batna
ekki síst hjá þeim sem minnst hafa.
En til þess að geta bætt lq'örin
þurfum við framfarir. Og lögmál
framfaranna er að þær verða aðeins
samfara aukinni verðmætasköpun
í atvinnulífinu. Aðeins öflugt at-
vinnulíf getur staðið undir góðum
launum og þeirri velferð sem við
sækjumst öll eftir.
Við þurfum líka að gera þjóð-
félagið betra. Kvennalistinn hefur
á undanfömum ámm beitt sér fyrir
bættum hag kvenna. Á því hefur
verið mikil þörf því á mörgum svið- '
um hafa konur mátt þola ótrúlega
fordóma. En hins vegar er hæpið
að uppræta fordóma gagnvart kon-
um með því að innleiða nýja eins
og stundum hefur bmnnið við í
málflutningi Kvennalistans. Skiln-
ingsleysi Kvennalistans á viðhorf-
um fólksins á vinnumarkaðnum ber
t.d. vott um fordóma.
Almennt viðhorf gagnvart kon-
um er sem betur fer að breytast
og fordómamir em á undanhaldi.
Feður nútímans (nema e.t.v. hörð-
ustu framsóknarmenn) ala dætur
sínar upp í því að þær eigi ekki að
hafa lægri laun en synir vina þeirra.
Feður nútímans vilja sjá dætur sínar
eiga sömu möguleika til þess að
komast áfram og sjmimir.
Skilningsleysi Kvennalistans á
lögmáli vinnumarkaðarins er því
bagalegt. Ef tillaga þeirra hefði náð
fram að ganga hefði það hamlað
gegn framfömm og bættum hag
kvenna ekki síst. Framsókn hamlar
líka gegn framfömm þegar hún er
við völd. Þó er nú meiri von til
árangurs með Framsókn en með
því að ofurselja þjóðina lögmáli
mglsins.
Höfundur er formaður Sambands
ungra sjálfstædismanna.
VELTIR
BÝÐUR SÆNSKU KONUNGSHJÓNIN
VELKOMIN TIL ÍSIANDS
Volvoumboöiö á íslandi
óskar konungshjónunum ánægjulegrar dvalar meðan á heimsókn þeirra stendur.
Sænsk sýning I tilefni konungskomunnar opnar í dag sýning á sænskum framleiðsluvörum aö Skógarhlíö 10
(Landleiðir- Scania umboðiö). Þar sýnir Veltir Volvobíla, fólks- og vörubifreiöar ásamt Hiab krönum fyrir fiskiskip. Veriö velkomin.
Suðurlandsbraut 16-sími 691600