Morgunblaðið - 23.06.1987, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.06.1987, Blaðsíða 1
88 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 138. tbl. 75. árg.___________________________________ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1987_______________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Yilja ræða hefð- bundinn heraf la Vín, Genf, Reuter. SOVÍÉTMENN lögðu í gær fram uppkast að tillögu um nýjar við- ræður um að skera niður hefð- bundinn herafla i Evrópu, sem haldnar skuli innan marka Við- ræðna um öryggi og samvinnu í Evrópu (CSCE), að því er haft var eftir sovéskum heimildar- mönnum í Vín. Max Kampelman, helsti samingamaður Banda- ríkjamanna í afvopnunarviðræð- um risaveldanna í Genf, sagði í gær að deila um 72 vestur-þýskar flaugar af gerðinni Pershing 1A gætu tafið fyrir samkomulagi um meðaldrægar og skammdrægar flaugar. Kampelman sagði að stutt væri síðan Sovétmenn hefðu fyrst vakið máls á 1A flaugunum. Vestur- Þjóðveijar hafa kveðið skýrt á um það að ekki verði samið um þessar flaugar í viðræðum risaveldanna. Hann kvað Bandaríkjamenn enn bíða eftir svari Sovétmanna við samningsdrögum um langdrægar flaugar, sem lögð voru fram í byrj- un maí. „Þeir hafa nú haft sex vikna umþóttunartíma. Við viljum byija að fækka langdrægum flaugum um helming," sagði Kampelman. Tillagan, sem Sovétmenn lögðu fram í Vín, tekur einnig til kjam- orkuvopna á vígvöllum, sem draga allt að 500 km. Aðildarríki Atlants- hafsbandalagsins eru andvíg því og vilja að þessar viðræður verði ein- skorðaðar við hefðbundinn herafla. Uppkastið var lagt fram á fundi 23 aðildarríkja NATO og Varsjár- bandalagsins, sem hafa hist óformlega í Vín síðan í febrúar. Sovéskur stjórnarerindreki sagði að í uppkastinu væri lagt til að komið yrði á jafnvægi á sviði hefð- bundins herafla. í Reykjavíkuryfir- lýsingu utanríkisráðherra NATO segir að draga þurfi úr yfirburðum Varsjárbandalagsríkja í hefðbundn- um herafla og sagði erindrekinn að Sovétmenn hefðu viljað taka tillit til þessa sjónarmiðs. Innan Atlantshafsbandalagsins hefur verið deilt um það á hvaða vettvangi eigi að ræða hefðbundinn herafla. Frakkar vildu halda slíkar viðræður innan marka CSCE, en því voru Bandaríkjamenn andvígir. Á ráðherrafundinum í Reykjavík 11. og 12. júní var fallist á viðun- andi lausn. Hefðbundinn herafla mætti ræða á ráðstefnu 35 ríkja í Vín, en þær yrðu algerlega sjálf- stæðar. Ýmis óháð smáríki, sem taka þátt í CSCE, gætu ályktað um viðræður um hefðbundin vopn, en ekki haft áhrif á gang þeirra. Suður-Kórea: Stúdentar varpa bensínsprengjum að óeirðalögreglu við hliðið að Yonsei-háskóla í Seoul í Suður-Kóreu. í bakgrunni sést hvar fólk hleypur á brott er táragashylki springur. Á innfelldu myndinni reyna börn á gangi í höfuðborg landsins að veijast táragasi með því að halda vasaklútum fyrir vitum sér. Chun forseti vill leita málamiðlana Seoul, Washington, Vestur-Berlín, Reuter. LEIÐTOGAR Suður-Kóreu féll- ust í gær á að ræða við stjórnar- andstöðuna, en ekki hefur verið sagt hvenær það verði. Náms- menn í landinu virtust ekki binda miklar vonir við slíkar viðræður og héldu óeirðir áfram við há- skóla. Chun Doo Hwan forseti hefur lengi vel neitað að koma að máli Fred Astaire allur Los Angeles, Reuter. FRED Astaire, dansarinn og leikarinn góðkunni, lést í gær, 88 ára að aldri. Dánarmeinið var lungnabólga, en að sögn vina kom fráfall hans á óvart því að Astaire þótti mjög vel á sig kominn. Þegar Astaire reyndi fyrst fyrir sér í kvikmyndaveri var þetta umsögnin sem hann fékk: „Getur ekki leikið. Getur ekki sungið. Hár farið að þynnast. Getur dansað lítið eitt." Astaire lét slíkt ekki á sig fá og sló brátt í gegn með dansi sínum. Frægasti dansfélagi Astaire var eflaust Ginger Rogers, en einnig dansaði hann við Cyd Charisse, Eleanor Powell, Ritu Hayworth og Ann Miller. Meðal helstu mynda hans má nefna „Easter Parade,“ „The Band Wagon," „Daddy Long Legs“ og „Funny Faces." Reuter við Kim Young-sam, helsta leiðtoga stjómarandstöðunnar. Talsmaður flokks Chuns, Lýðræðislega rétt- lætisflokksins, sagði að Chun hefði samþykkt að uppfylla þau skilyrði, sem Kim hefur sett fyrir fundi. Þau em að mótmælendum, sem hand- teknir hafa verið síðan róstumar hófust 10. júní, verði sleppt og stjómarandstæðingurinn Kim Da- e-jung verði látinn laus úr stofu- fangelsi. Kim Dae-jung hafði ekki verið látinn laus í gær, en hann fékk að ræða við háttsettan embættismann úr bandaríska sendiráðinu í S-Kóreu. Bandaríska sjónvarps- stöðin NBC ræddi við Kim í stofu- fangelsinu skömmu eftir að Chun sagðist reiðubúinn til viðræðna við stjómarandstöðuna. Sagði Kim, sem verið hefur í stofufangelsi síðan um miðjan apríl, að hann fylgdist af áhuga með framvindu mála: „Verði ég látinn laus mun ég gera mitt besta til að hreyfing okkar verði hófsöm og ekki komi til of- beldis.“ Kim Young-sam ákvað að fresta mótmælum, sem halda átti á föstu- dag, vegna fyrirhugaðra viðræðna við Chun, en námsmenn í Suður- Kóreu sýndu ekki sömu sáttfysi. Að sögn lögreglu kom til átaka við tuttugu þúsund námsmenn á 58 stúdentagörðum. Þar af hefðu tíu þúsund námsmenn tekið þátt í óeirðum í Seoul. Meðan á óeirðunum stóð undir- bjuggu stjómmálaforingjar lands- ins sig undir viðræður. Talið er að Chun hafí farið að ráðum Rohs Tae-woo, leiðtoga Lýðræðislega réttlætisflokksins, er hann ákvað að ræða við andstæðinga sína. Chun vill að Roh verði eftirmaður sinn þegar hann fer frá í lok sjö ára kjörtímabils síns í febrúar. Efasemdir hafa sprottið upp um að unnt verði að halda Ólympíuleik- ana í Seoul á næsta ári. Þegar hefur komið fram að yfírvöld í Los Angel- es í Bandaríkjunum séu reiðubúin til að halda leikana. Eberhard Diep- gen, borgarstjóri Vestur-Berlínar, Reuter sagði í viðtali við dagblaðið Bild á sunnudag að halda mætti Ólympíi leikana þar. „Ég er þess enn full- viss að leikamir verði haldnir : Seoul, en þurfí að halda þá annars staðar er Berlínarbúum ekkert ac vanbúnaði," sagði borgarstjórinn. Sjá vettvang á miðopnu. Endurskoða Tyrkir aðild sína að NATO? Istanbul. Reuter. TYRKIR hótuðu í gær að endur- skoða aðild sína að Atlantshafs- bandalaginu i kjölfar samþykkt- ar þings Evrópubandalagsins þess efnis að nauðsynlegt væri að tyrknesk stjórnvöld viður- kenndu að þjóðarmorð hefði verið framið á Armenum árið 1915. Kenan Evren, forseti Tyrklands, sagði í ræðu er hann hélt í gær í borginni Sivas, í miðhluta Tyrk- lands, að endurskoða bæri aðildina að NATO. Hann sagði að nokkrar NATO-þjóðir, sem hann nafn- greindi ekki, styddu kúrdíska skæruliða. Tyrkneskir stjómmála- menn halda því fram að samþykkt Evrópuþingsins hafí orðið til þess að Kúrdar réðust á laugardag á þorp í suð-austurhluta Tyrklands og myrtu 30 manns, þar af 16 börn. Stjómmálaskýrendur segja að forsetinn sé þeirrar skoðunar að þingmenn á Evrópuþinginu, sem komi frá aðildarríkjum NATÓ, geri sér ekki grein fyrir hemaðarlegu mikilvægi Tyrklands. Her Tyrkja er sá næstfjölmennasti af heijum Atlantshafsbandalagsríkjanna og þeir eiga landamæri að Sovétríkjun- um, Búlgaríu, íran, írak, Sýrlandi og Grikklandi. Sjá fréttir á síðu 26. Áreiðanlegt alnæmispróf? Stokkhólmi, Reuter. SÆNSKIR vísindamenn kveðast hafa fundið aðferð til að prófa alnæmi og segja að hún veiti fullvissu fyrir því hvort hlutað- eigandi sé haldinn sjúkdómnum. „Alnæmisprófíð verður tilbúið til almennrar notkunar eftir um níu mánuði,“ sagði Anders Vahlne, einn vísindamannanna, við Reuters- fréttastofuna í gær. Vahlne sagði að sér og félögum sínum hefði tek- ist að þróa efni, sem reyndar er þegar notað í öllum alnæmisprófun- um, til að greina HlV-veiruna, sem fínna má í öllum alnæmissjúkling- um. Þetta efni hefði hingað til verið búið til með líffræðilegum aðferð- um, en sænsku vísindamennimir hefðu framleitt efnið með rannsókn- arstofuaðferðum. Tillaga Sovétmanna í Vín:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.