Morgunblaðið - 11.07.1987, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.07.1987, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 1987 19 Roger Woodward Úr tónlistarlífinu Sigrún Davíðsdóttir Dúr og moll Frank Shipway áberandi, en auk þess ensk tónlist eftir velþekkt tónskáld, en sem íiafa sjaldan heyrst hér. Þar má nefna Vaughan-Williams, Walton, Delius og Elgar. Og svo er ekki sízt for- vitnilegt að eiga eftir að heyra klassíska tónlist frá þessari öld eft- ir menn eins og Sjostakovitsj, Prokoffieff og síðast en ekki sízt Lutoslavsky hinn pólska. Einhvem veginn verður tónleikaskráin alltaf meira spennandi þegar í henni sjást einhveijar línur, ekki bara tilvilj- anakennt samsafn af þekktri tón- list... þó góð sé .. . ÞESSAR vikurnar standa yfir í Skálholti árlegir sumartón- leikar. Núna um helgina verða flutt kórverk eftir Hjálmar H. Ragnarsson og meðal annars eitt frumflutt. Það er söng- hópurin Hljómeyki sem syngur. Þessir tónleikar verða kl. 17, en á fyrri tónleikunum kl. 15 flytur hópurinn kór- og orgel- verk eftir Bach, ásamt Birni Steinari Sólbergssyni. Seinni tónleikarnir eru endurteknir á morgun kl. 15 að hætti sumar- tónleikanna. Það er alltaf sérlega tilhlökk- unavert þegar Manuela Wiesler blæs í flautuna sína hér og það gerir hún um næstu helgi í Skál- holti. Einar G. Sveinbjömsson fiðluleikari spilar með henni. Á fyrri tónleikum laugardagsins 18. júlí spila þau verk eftir Telemann, en á þeim síðari barokk- og nútímaverk og þeir tónleikar eru endurteknir daginn eftir. Um verzlunarmannahelgina leikur barokksveit sumartónleik- anna Bach-kantötur og þau Margrét Bóasdóttir og Michael Clarke syngja, en á öðrum tónleik- um verða flutt verk eftir Hándel. Konsertmeistari sveitarinnar er sænskur fiðluleikari, Ann Walls- tröm. Hún er rúmlega tvítug en er þegar orðin kunn heima fyrir. 1985 komu tónlistarmenn frá öll- um Norðurlöndunum fram á sumartónleikunum í Skálholti og hún var þá ein þriggja landa sinna, sem vom valdir til þátttöku. I fyrra hélt hún fiðlu- og sembaln- ámskeið ásamt Helgu Ingólfs- dóttur og í ár verður hún með fíðlunámskeið í Skálholti 20.—25. júlí. Wallstöm leikur jöfnum hönd- um á barokk- og nútímafiðlu, en að þessu sinni mundar hún þá gömlu. Vægast sagt áhugavert tækifæri fyrir íslenzka fiðlu- og víóluleikara til að sökkva sér ofan í barokktónlist... og ekki að efa að tónleikagestir eiga eftir að njóta afrakstursins lengi og vel... Roy Samuelsen er sjálfur ötull við íþróttaiðkanir, hvað með þetta viðkvæma hljóðfræði röddina ... þolir hún slíkt? RS: „Já, það er ekki aðeins að það geti komið sér vel að skírskota til íþróttaiðkana, þegar söngtæknin er útlistuð. Líkamlegt atgervi er söngvara nauðsynlegt. Áður var gjama sagt, að söngvarar þyrftu að vera þungir, þyrftu að hafa myndarlegan hljómbotn. En þetta er mesta firra og aðeins slæm af- sökun fyrir aðhaldsleysi í matar- málum. Ef söngvari þyngist er það bara af taugaveiklun, sem stafar af pressu við að standa sig eða af óreglulegum matmálstímum, eins og oft vill verða hjá leikurum líka. Flestir góðir söngvarar, til dæm- is Nicolai Gedda og James King, fylgja strangri líkamsæfingafor- skrift. Sjálfur skokka ég og lyfti lóðum þrisvar í viku, vakna þá klukkan 5.30 og hina tvo virku dagana leik ég „bracketball“.“ I sumum listgreinum þykir kost- ur að fara milli kennara, koma sem víðast við. Hvað með söngnám, er gott að vera hjá sem flestum kenn- urum? RS: „Öldungis ekki. Það er til aldargömul saga af söngspíru, sem kom til Lambertis, sem var þekktur ítalskur tenór á sínum tíma. Sá ungi sagði hreykinn við Lamberti að hann hefði sko verið hjá 10 kenn- urum. Lamperti svaraði að bragði, að það væri of mikið. Það er bezt að hafa einn góðan kennara og helzt ekki skipta, því það fer of mikill tími í kynnin. Þeg- ar kennarinn er búinn að kenna eftir beztu getu á nemandinn að vera tilbúinn til að fara að vinna sjálfur. En söngnámið er ekki búið í eitt skipti fyrir öll. Það er hollt og þroskandi að syngja fyrir góða menn og fá skynsamlegar ábend- ingar. En til að vel takist í upphafi þarf að vanda valið og það er erf- itt. Ég vel nemendur eftir áheym, ef ég heyri eitthvað áhugavert í röddinni og sýnist að mér muní lynda við nemandann. Mér hefur tekist ágætlega með tenóra, þó ég sé sjálfur bassbarítón, ég veit ekki af hverju. En ég er líka með stúlk- ur. Það segir sig sjálft þegar 75% nemenda em stúlkur og meira en 50% kennara karlkyns. Núna er ég með 10 nöfn á lista fyrir haustið. Það losna líklega 2—3 pláss í haust og ég er eiginlega þegar búinn að ráðstafa tveimur, svo ég veit ekki hversu mikið ég get saxað á list- ann.“ Roy Samuelsen hefur tekið nokkra söngvara, sem em með skemmdar raddir, raddgalla og hjálpað þeim til að ná tökum á rödd- inni. Hvað hefur þá gerst og hvað er til ráða? RS: „Það er gömul saga og ný, að kennarar geta auðveldlega skemmt raddir nemenda sinna. Þetta gerist þegar nemendur em látnir syngja ranga tónlist, tónlist, sem hæfír ekki rödd þeirra eða getu, röddin til dæmis pínd meira en góðu hófi gegnir. Hér er meðal- vegurinn vandrataður, því nemandi vex ekki nema hann fái smám sam- an þyngri og þyngri viðfangsefni, en það má aldrei ofgera eða pína, svo hann hrökkvi undan og stytti sér leið með rangri raddbeitingu. Ég hef tekið fólk með skemmda rödd. Þá á ég við að langvarandi röng raddbeiting leiði til þess, að vöðvarnir í hálsinum verði stífir, sem aftur verður til þess að söngv- ari hefur lítið úthald í söngnum, verður fljótt sár og aumur í hálsi eða fær önnur líkamleg óþægindi í hálsinn. Ég reyni þá að útskýra eftir beztu getu, hvað sé að og spyr hvort þeir séu tilbúnir til að fylgja mér eftir í einu og öllu. Öðm vísi gangi það ekki. Það dugir ekki annað en að segja þeim sem greini- legast frá, af fullkomnum heiðar- leika.“ En er þá hægt að kenna öllum að syngja og getur söngkennsla gagnast fleimm en söngvumm? RS: „í raun er hægt að kenna öllum, sem hafa einhveija lág- marksgreind og vilja til námsins. Það kom einu sinni til mín starfs- bróðir minn. Sá fékkst meðal annars við að fara í stórfyrirtæki og halda fyrirlestra um gildi þess að ganga til verks með jákvæðum huga. Hann var eftirsóttur og hélt ijöldann allan af fyrirlestmm, en það háði honum hvað hann þreytt- ist fljótt að tala. Og svo var hann vita laglaus, en langaði til að geta fylgt lagi í nokkmm sálmum, þegar hann færi til kirkju. Röddin í honum var hás og klemmd og mjög ósöng- leg. Hann kom til mín vikulega í einn og hálfan vetur og fannst sér létt- ast mjög um tal og nokkmm sálmum náði hann, þó ég heyrði nú kannski ekki stórlegan mun. Eftir þessa kennslu held ég já, að líklega sé hægt að kenna næstum hveijum sem er að syngja. En góður söngvari þarf að geta meira en bara sungið. Hann þarf að túlka og miðla og til þess þarf hann að hafa eitthvað í sér. Éitt- hvað, sem verður ekki kennt eða lært.“ Tetradrakma, slegin af Demeritusi (205-185 f.Kr.) Á framhlið er mynd konungs með filshúð á höfði. Bakhliðin sýnir Herakles krýna sjálfan sig með laufkransi. Hann heldur á kylfu og ljónshúð. BAKTRIA hinfoma __________Mynt_____________ Ragnar Borg Ég sagði frá því fyrir nokkmm ámm í einum myntþátta minna, er ég fregnaði af Sasamska heims- veldinu, sem stóð frá því árið 242 e.Kr. til um 650, er islam trúar- hreyfingin hmndi því. Nýlega hefi ég svo heyrt af ríkinu Baktria, sem var til frá 330 f.Kr. og næstu 200 árin þar á eftir. Það er sammerkt með þessum ríkjum, að þeirra var ógetið í sögubókum, er ég lærði í skóla, og svo hitt að saga þeirra konunga, sem stýrðu þeim, hefir að mestu leyti verið rakin af mynt, sem fundist hefir á undanfömum ámm. Mun hér rakin saga Baktriu: Elstu heimildir um Baktriu em frá Akkmenum en þetta var þá hérað í ríki þeirra. Alexander mikli sigraði Darius þriðja konung Akk- mena árið 330 og héraðið var innlimað í makedóníska heimsveld- ið. Ekki leið þó á löngu þar til Bessus landstjóri gjörði uppreisn, sem varð til þess að Alexander mikii hélt með her sinn inn í Baktr- iu. Lét hann víggirða borgir og byggði nýjar svo sem Alexandria Bactra og Alexandria Oxus. Er landið var orðið friðað hófst bygg- ing grískra borga og nýlendna í Baktriu og meðal þeirra var höfuð- borgin Baktra. Ríkið var undir stjóm Alexanders mikla þar til hann leið, árið 323 f.Kr., en kom þá und- ir stjóm tveggja sona hans, Alex- anders fjórða og Filippusar þriðja. Þeir voru þó báðir fljótlega myrtir og skiptist ríkið þá milli nokkurra herforingja Alexanders. Fomsagan geymir litlar upplýsingar um fram- vindu mála eftir þetta, en bæði grískir og rómverskir sagnaritarar rituðu um þennan eða hinn konung- inn, þótt ekki væri hægt að fella söguna alveg saman. Það er vegna þess að þúsundir mynta hafa fundist í Afghanistan, Pakistan og á Indlandi, að hægt er nokkurn veginn að rekja sögu Baktriu, en þarna hafa orðið miklar sviptingar. Fyrstu stjómendur ríkis- ins notuðu myntkerfi það, sem þróast hafði á Attíkuskaga á Sýnishorn af niynt Baktriu frá síðara tímabilinu er indversk áhrif segja til sín. Myndin er af 20 rati peningi sem sleginn var á dögpim Apollodotusar (115—95 f.Kr.). Standandi fíll er á framhlið en hnúfuxi er á bakhliðinni. Grikklandi eða Aþenu. Myntin hét drakma, 4,2 grömm, silfurpeningur um 20,3 mm að þvermáli. Aðrar mynteiningar voru tetradrakma, obol og stater. Tetradrakman jafn- gilti fjórum drökmum, 33 mm silfurmynt er vó 16,9 grömm. Obol var líka silfurmynt og jafngilti ein- um sjötta úr drökma, 10,2 mm í þvermál en aðeins 0,7 grömm. Stat- er var gullmynt, 8,3 grömm gulls og jafngilti 20 drökmum. Á síðara skeiði ríkisins breytti mjög. Voru þá indversk áhrif sterkari í mynt- kerfinu. Var þá farið að miða myntina við þyngt á rati, sem er fijókorn úr ganja-beijum og vegur 0,1 gramm. Myntin var nú slegin úr silfri, kopar, nikkel og billon, en billon heitir það þegar silfri og óæðri málmi er blandað saman, svo sem kopar. Mynteiningamar nefnd- ust nú 20 rati (2,3 grömm), 80 rati (9,2 g), 100 rati (11,3 g) og 140 rati (16 g). Peningar slegnir að hætti Aþen- inga báru grískan stíl. Á framhlið var mynd konungs með spöng, hjálm eða fílaskinn sem höfuð- skraut. Algengast var að bakhliðin sýndi gríska guði eða hetjur, svo sem Zenus, Herakles, Poseidon, Aþenu eða Nike, til að nefna nokkra. Á bakhliðina var ritað á grísku BASILEOS, sem þýðir kon- ungur, ásamt skýringu á hvaða konungur hefði látið slá myntina. Konungar á seinni stjórnarárum Baktriu notuðu indverskan staðal, en í stað grískra mynda voru nú indverskar. Fíll, úlfaldi, tígrisdýr, maður á hesti. Textinn á framhlið gat verið á grísku, en bakhliðin á Pakrit máli og rituð með Kharthosi letri. Eitt er víst: Án rannsókna á mynt frá Baktriu hefði ekki verið hægt að skrá, og það í réttri tíma- röð, nema 10% af kóngaröð ríkisins. Síðasti konungur ríkisins var Hermaeus. Ríkið leið endanlega undir lok um 75 ámm fyrir Krist, en menn af Saka þjóðflokknum komu í tveim bylgjum, sigmðu kon- ungsherinr. og lögðu landið undir sig. Myntsaga Baktriu er afar áhuga- verð því hún sýnir hvernig myntin breyttist er utanaðkomandi áhrif byltu fyrri venjum. I myntsafni Seðlabankans og Þjóðminjasafnsins er merkt safn fomaldarmynta. Hver peningur þar geymir sína sögu og hana oft býsna merka. Skreppið upp í Einholt 4 og skoðið þetta fallega safn, sem er opið á sunnudögum milli klukkan 2 og 4.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.