Morgunblaðið - 11.07.1987, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 11.07.1987, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 1987 í ÞINGHLÉI STEFÁN FRIÐBJARNARSON Stjórnarskipti: Það er morgun- dagurinn sem skiptir máli Allra hagur að sameiginleg vanda- mál og verkefni verði vel leyst Ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar er sezt að völdum, rúmlega 70 dögum eftir kosningar. Stjómar- mjmdun hefur ekki tekið lengri tíma frá 1971 talið. Þó er mjótt á munum. Þrisvar á þessum tíma tók stjómarmyndun langleiðina í samatíma: 1974,1978 og 1979. Stjómarmyndunin var erfiðari en jafnan áður. Engir tveir flokk- ar höfðu þingmeirihluta saman eftir að talið hafi verið upp úr kjörkössunum. Raunar engir þrír heldur nema að Sjálfstæðisflokk- urinn væri með í myndinni. Fjölgun og smækkun þingflokka gerði stjómarmyndun flóknari, erfiðari og tímafrekari. Það var ekki breyting til hins betra. Þetta er fjórtánda ríkisstjóm lýðveldisins. Þorsteinn Pálsson er yngsti forsætisráðherra þess, tæplega fertugur. Ásgeir Ásgeirs- son (forsætisráðherra 1932) og Hermann Jónasson (1934) vóm árinu yngri þegar þeir settust á þennan valdastól. Meðalaldur ráð- herra í þessari ríkissjóm er og lægri en verið hefur. II Á lýðveldistímanum hafa setið fímm tveggja flokka stjómir. Þær hafa yfirhöfuð setið út heilt kjörtímabil. Sem fyrr segir höfðu engir tveir flokkar þingstyrk til stjómarmyndunar nú. Sú stjóm, sem nýmynduð er, er sjöunda fjölflokkastjóm lýð- veldisins, þ.e. stjóm sem þrír flokkar eða fleiri standa að. Eng- in slík stjóm hefur lifað heilt kjörtímabil á fyrrgreindu tímabili (en einu sinni verður allt fyrst). Meðalaldur fjölflokkastjórna hér á landi er um það bil hálft kjörtímabil. Tvær minnihluta- stjómir hafa og setið í skamman tíma. Sú ríkisstjóm sem lengst hefur setið og bezt hefur vegnað er við- reisnarstjómin, samstjóm Sjálf- stæðisflokks og Alþýðuflokks, sem var við völd í 11 ár (1959-1971) undir forsæti Ólafs Thors, Bjama Benediktssonar (lengst af) og Jóhanns Hafstein. Sömu flokkar standa að núver- andi ríkisstjóm, að Framsóknar- flokknum viðbættum. Þessir þrír flokkar stóðu saman að ríkisstjóm 1947-49 undir forsæti þáverandi formanns Alþýðuflokksins, Stef- áns Jóhanns Stefánssonar. III Það gekk ekki þrautalaust að koma þessari ríkisstjóm saman. Þannig liggur mikil vinna - brú- arsmíð á milli sjónarmiða - að baki stjómarsáttmálanum. Og val ráðherra var og þingflokkum eins konar þrautaganga um Þrengsla- skarð, enda framboð ráðherraefna meira en eftirspumin. En svo hef- ur fyrr við borið án meiriháttar jarðhræringa. Svartsýnir segja að átök um stefnu og ráðherra, sem að baki eru (vonandi), bendi ekki til þess að stjómarskútan fái óskabyr á þeirri siglingu, sem framundan er. Það sé heldur ekki góðs viti að þeir, sem leysa eigi úr vanda- málum margs konar, sem að þjóðinni steðja, mæti þreyttir á vaktina. Líklegra er þó að það vinnulag stjómarflokkanna að leysa ágreiningsmálin fyrirfram greiði götu stjómarinnar. Og vegames- tið, vönduð og vel unnin stefnu- mörkun, lofar góðu. Ekki þarf ríkisstjómin að óttast stjómarandstöðuna, svo veik- burða og sundurþykk sem hún er. Samanburður stjómar og stjóm- arandstöðu er ríkisstjóminni mjög í vil. Uggurinn í bijósti stjómar- sinna, ef einhver er, snýr ekki að stjómarandstöðunni, síður en svo, heldur stjómarflokkunum sjálf- um, hvort nægilega vel takist til um heimilishætti og fjölskyldus- ambúð í stjómarráðinu - og þingflokkum stjómarinnar. En við megum heldur ekki gleyma því að það hefur aldrei verið mynduð fjölflokkastjórn hér á landi án slíks uggs. IV Pjölflokkastjómir byggja á málamiðlun þar sem allir, sem að stjóminni standa, hafa gefíð nokkuð eftir. Og reynslan ein getur lagt réttlátt mat á ríkis- stjóm. Þar af leiðir að allar ríkisstjórnir eiga rétt á nokkmm reynslutíma áður en almenningur kveður upp endanlega dóma. Ríkisstjóm Þorsteins Pálsson- ar, sem nú hefur verið mynduð, er tvímælalaust skársta niður- staðan í þeirri stöðu, sem talin var upp úr kjörkössunum í endað- an aprílmánuð síðastliðinn. Allir aðrir kostir, sem staðan bauð upp á, vóm verri kostir. Mergurinn málsins á líðandi stund er ekki sá að horfa alfarið um öxl, eyða tíma og orku í karp um atburði, sem em að baki, held- ur horfa fram á við , til þeirra verkefna sem takast þarf á við. Það er morgundagurinn sem máli skiptir. Við hönnum sjálf sem einstakl- ingar og heild okkar morgundag. Og við skulum horfa bjartsýn til þess morgundags, sem er í mót- un. Ef einhver hallæriskór kýs að kyija sinn svartagallssöng þá hafi hann rétt til þess. En meirihlutinn ræður ferð. Það er aðall lýðræðis- ins. Hvort sem við emm sátt eður ei við aðdragandann að nýrri ríkis- stjóm fara hagsmunir þjóðarinnar og hennar saman. Það er okkur í hag að henni takist ætlunarverk sitt: * að ná verðbólgu niður á svip- að stig og í helztu viðskipta- og samkeppnislöndum okkar * að ná jafnvægi í viðskiptum við útlönd * að minnka erlendar skuldir sem hlutfall af þjóðartekjum * að eyða ríkissjóðshalla á þremur ámm * nýsköpun atvinnulífsins og bætt almenn lífskjör. * varðstaða um stjómarfars- legt, efnahagslegt og menningar- legt fullveldi þjóðarinnar. Við hljótum að óska ríkisstjórn- inni farsældar. Störf hennar em unnin í okkar þágu. Það em fyrst og síðast okkar hagsmunir að vandamál og verkefni samfélags- ins verði farsællega leyst. Selfoss: Byggðasafn Arnes- sýslu opnað eftir endurskipulagningu Selfossi. BYGGÐASAFN Árnessýslu var nýlega opnað eftir gagngera endurskipulagningu og er nú opið á hverjum degi klukkan 14 til 17 og einni klukkustund betur um helgar. Þegar safnið var opnað aftur eftir að hafa verið lokað í þijú ár gaf sýslunefnd Ámessýslu safninu nýja tölvu til skráningar á munum. Hildur Hákonardóttir er safnvörður og sagðijt hún eiga þá ósk að Sel- fyssingar og aðrir endumýjuðu kynni sín af safninu. Hún sagði marga koma þangað með upplýs- ingar um gamla muni, sem hún sagði mjög kærkomið. Að undanfomu hefur verið unnið að því á vegum safnsins að setja upp víðs vegar á Selfossi steinstytt- ur sem Ragnar Bjamason frá Öndverðamesi gaf Selfosskaupstað. Styttur þessar em af fólki úr at- vinnulífi fyrri tíma. Stytturnar hafa , undanfarin ár verið í geymslu en verða nú settar upp á ýmsum stöð- um. Við fjölbrautaskólann hefur verið komið fyrir trésmið með ham- ar og fyrirhugað er að á móti honum við gangstíginn standi prestur og eiga þeir að tákna það að í skólan- um sé um að velja verklegar brautir og bóknámsbrautir. Hildur Hákon- ardóttir sagði umgengni í grennd við styttumar mjög góða og auðséð að fólk tæki þeim vel. Af munum á byggðasafninu má nefna píanóið úr Húsinu á Eyrar- bakka, en sagt er að hljómlistin hafl borist um Suðu.i land frá þessu píanói, og Bakkatunnumar sem geymdu hið fræga Bakkabrennivín. Gullsmíðaverkstæði Odds Oddsson- ar í Regin á Eyrarbakka er á Strákamir kunnu vel að meta styttuna af reið- . ... Mor?unb|a,M/SiKurður Jónsson manninum, en hún stendur við byggðasafnið. Hildur Hákonardóttir við steinstyttu af fólki að binda heybagga. safninu og bókbandsáhöld Ingi- mundar Guðmundssonar, bónda í Efri-Gróf og á Eyrarbakka. Auk þess má nefna Kolviðarhólskas- sann, þar em munir sem Skúli Helgason gróf upp á Kolviðarhóli þegar torfgólf gamla sæluhússins þar var hreinsað. Þá em á safninu ýmsir munir úr atvinnusögu sýsl- unnar með ágætum skýringartext- um. I húsnæði byggðasafnsins em einnig íslenska dýrasafnið, lista- verkasafn, meðal annars með myndum eftir Ásgrím Jónsson, út- skurðarsafn og sýningarsalur, allt opið hveijum sem vill. — Sig. Jóns. u “ u ^
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.