Morgunblaðið - 11.07.1987, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 11.07.1987, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 1987 43 3. GREIN alþjóðlega keppni um skipulag borgar þeirrar sem verða skyldi höfuðborg Astralíu. Canberra varð ekki höfuðborg hennar fyrr en árið 1927, þangað til hafði það verið Melbourne. Borgin einkennist mikið af hring- laga formum. Milli þessara ávölu hæða er sjálft skipulag hennar í hringjum. Miðhringurinn er mið- bærinn en síðan koma aðrir hringir, úthverfin þar fyrir utan. Allt er þetta kerfi síðan tengt saman með vegakerfi sem vandi getur verið að rata í. A.m.k. er auðvelt að lenda í að aka hring eftir hring vegna þess að maður hefur tapað af réttri beygju út úr einhverjum hringnum. Eitt kvöldið eyddum við heilli klukkustund í að fínna leið úr einum af þessum hringjum. I Canberra er mjög fallegt þing- hús en verið að byggja annað mjög sérkennilegt sem er að miklu leyti byggt inn í hól og á að valda sem minnstri umhverfisröskun. Það er gert til að nálgast hin upprunalegu náttúruverndarsjónarmið frum- byggjanna. Þau sjónarmið voru þó af ólíkum toga þeim sem nútíma- maðurinn er að reyna að tileinka sér. Frumbyggjarnir báru skilyrðis- lausa virðingu fyrir móður náttúru og áttu engra hagsmuna að gæta með að raska henni. En nútímamað- urinn er að reyna að grípa í skottið á sjálfum sér eftir alla eyðilegging- una. Þar er einnig mikil bygging sem er minnisvarði til heiðurs og minn- ingar um Astrala sem fórust í heimsstyrjöldunum fyrri og síðari. Það er áhrifamikið og dapurlegt að skoða svörtu spjöldin með nöfnum þessara manna. Hugsa um allt það líf sem þeir áttu að njóta, börnin sem þeir áttu að eignast og gagnið sem þeir hefðu gert þessari ungu þjóð. Stór hluti þessara manna væri líklega enn á lífi ef þessir stríðsglöðu menn hefðu ekki att þjóðum sínum út í slíka vitfirringu sem stríð er. Sérstakt einkenni á þessari fal- legu borg er hve nýjar allar bygg- ingarnar eru. Engin bygging borgarinnar er frá síðustu öld. Stöðuvatnið í borginni, sem gert er af mannahöndum og ber nafn hönnuðarins Burley Griffin, setur mjög mjúkan og fallegan svip á umhverfið. Lág fjöll, mikill gróður og stílhreinar byggingar eru það sem gleður augað er siglt er á vatn- inu og nærliggjandi ám. í friðsælum runni í hálftíma siglingu frá mið- bænum rís hvít og falleg bygging upp úr gróðurríku umhverfinu. Þar býr breska konungsíjölskyldan er hún heimsækir Canberra. Er við höfðum siglt á ánni geng- um við í hinum fallega garði sem liggur að vatninu. Milli blómstrandi japanskra kirsubeijatrjáa blasti við minnis- varði um Captain Cook. Líkan af hnettinum þar sem leið hans var merkt inn á. Úti í vatninu er gos- brunnur, einnig til minningar um landkönnuðinn. Bunan slær mildri umgjörð um húsin sem standa öðr- um megin bakkans og trén sem slúta víðs vegar niður að vatninu undirstrika friðsemd þessa um- hverfis. Frá vatninu sjást helstu byggingar borgarinnar, allar nýjar og stílhreinar. Dómshúsið, lista- safnið og þinghúsið eru þar á meðal. Stofnanir sem þjóna eiga allri þjóðinni. Tveir menn sitja með veiðistöng, böm leika sér á seglbrettum á vatn- inu, en samt er eins og tíminn standi í stað. Allt er svo hljótt, það er eins og enginn vilji trufla óendan- lega friðsæld augnabliksins. Víða í borginni gefur að líta fal- lega gosbrunna. Það er eins og mýkt vatnsbununnar dragi úr þeim neikvæðu áhrifum sem há hús vilja hafa á mannfólkið. Á aðalgöngu- götunni er hringekja sem hefúr ofan af fyrir yngstu kynslóðinni. Blómagarðurinn í Canberra hef- ur að geyma alla flóru Ástralíu. Þar er auðvelt að gleyma sér og Minnisvarði um Cook kaftein. verða að blómálfi. Einn dagur dug- ar engan veginn til að hoppa á milli allra þessara undursamlegu tijáa og blóma sem þar er að fínna og eiga það sameiginlegt að vaxa villtar einhvers staðar í þessu víðáttumikla landi. Hrifnæmur blómálfur dáleiðist auðveldlega milli þessara litríku blómstrandi tijáa og blóma, þar sem sérkennilegir fuglar hafa fundið sér samastað og kallast á í felum milli skjólsælla greina. I listasafninu kennir ýmissa grasa. List frá mörgum löndum. Mest hreif hún mig þó list frum- byggjanna, svo upprunaleg og náttúrleg, í beinum tengslum við líf þeirra í landinu. Frá turninum og útvarpsmastr- inu á Svarta fjalli sést yfir alla Sjá næstu síðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.