Morgunblaðið - 11.07.1987, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 11.07.1987, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 1987 5 íslensku keppendurnir á Ólympíumótinu í rússnesku fyrir framan hótelið í Moskvu þar sem allir keppendurnir bjuggu. * Olympíumótið í rússnesku: Silfur til íslands ÍSLENSK ungmenni unnu til silf- urverðlauna á Ólympíumótinu í rússnesku sem haldið var í Moskvu dagana 20.- 30. júní. Ólympiulið íslands skipuðu Gunnar Hansson og Ásdís Þór- hallsdóttir sem bæði eru nemend- ur í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Til mótsins í Moskvu voru mætt til leiks lið frá 70 þjóðum. Keppnin fór þannig fram að liðin tóku þijú munnleg próf og eitt skriflegt og var keppt í mismunandi flokkum. Keppendur voru alls 500 með mis- langt nám í rússnesku að baki. Þau Gunnar og Ásdís hafa lært rúss- nesku við MH í tvö og hálft ár hjá Ingibjörgu Hafstað. Þau unnu silf- urverðlaun í sínum flokki og rit- gerðir þeirra voru lesnar upp á lokaathöfn leikanna. Þetta er í fyrsta skipti sem ísland tekur þátt í Ólympíumótinu í rússn- esku en það hefur verið haldið í Moskvu þriðja hvert ár síðan 1974. Nýjar plöntu- og dýra- tegundir í Surtsey Nýjar plöntu- og dýrategundir hafa fundist í sjónum í kringum Surtsey. Atta liffræðingar fóru í leiðangur þangað fyrir stuttu til þess að kanna dýra- og þör- ungalif í sjónum i kringum eyna. Aðalsteinn Sigurðsson fiskifræð- ingur hjá Hafrannsóknarstofnun var einn af leiðangursmönnum. Hann sagði í samtali við Morgun- blaðið að slíkir leiðangrar hefðu verið famir út í Surtsey frá því árið 1967. Upphaflega var farið árlega vegna þess hversu þróunin var ör til að byija með. Síðan hefur þróunin verið hægari og frá því árið 1971 hefur leiðangurinn verið farinn þriðja hvert ár. Aðalsteinn sagði að sex af þess- um átta líffræðingum hefðu kafað til þess að safna sýnum en mikið hvassviðri hefði valdið því að aðeins var unnið í þijá daga. Mörg plöntu- og dýrasýni voru tekin og bíða nú greiningar. Aðalsteinn kvaðst þess fullviss að margar nýjar tegundir myndu greinast í smásjám og nú þegar hefðu nokkrar nýjar dýrategundir greinst. Þar á meðal væri sæbjúga og jafnfætla. Tvær nýjar plöntutegund- ir í Surtsey ÞRÍR líffræðingar, dr. Sturla Friðriksson, dr. Borgþór Magn- ússon og Jón Guðmundsson fóru i siðustu viku i leiðangur til Surtsey og gerðu þar fimm daga athugun á uppbyggingu lífríkis. „Við huguðum einkum að gróðri og fundum sautján tegundir af æðri plöntum, þar af tvær nýjar í Surtsey," sagði dr. Sturla Friðriks- son í samtali við Morgunblaðið. „í 24 ára sögu eyjarinnar hafa alls fundist 25 tegundir æðri plantna og virðist sem sumar komi og fari þar sem einungis fundust sautján að þessu sinni. Við athuguðum einn- ig útbreiðslu plantnanna og hvemig þeim er smám saman að takast að þekja alla eyjunna. Það eru einkum Úöruarfi, melgresi og blálilja sem eru útbreidd í gróðurríki Surtseyjar. Af fuglum er það að segja að mikil fjölgun hefur orðið á varpi svartbaks og silfurmás á síðustu . ' árum, en auk þeirra verpa þarna að staðaldri fýll, teista og rita“, sagði Sturla að lokum. < (ó '_I 2 Þ Fj ármögnunarleigan Lind færir sig um set 0! I 33 laanoa LIND Nú um helgina rekum við hjá Fjármögnunarleig- unni Lind smiðshöggið á flutninga í nýja húsnæðið okkar í Ingólfsstræti 3. Par með kveðjum við sambýlis- fólkið í Bankastræti 5 þar sem starfsemi okkar var í þann veginn að sprengja af sér allar takmarkanir rúms. Við hlökkum til að taka á móti þér í nýjum og glæsileg- um húsakynnum strax á mánudagsmorgun. Ingólfsstræti 3, 101 Reykjavík. Sími 62 19 99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.