Morgunblaðið - 27.08.1987, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.08.1987, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, VIÐSKIPnJflVlNNULÍF FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1987 G 3 V öruskiptaj öf nuður Hagstæður um 1,44 milljarða íár Sjávarafurðir 77% alls útflutnings CASE — Richard M. Christman, Evrópuforstjóri dráttar- og þungavinnuvéla- framleiðandans Case Intern- ational var hér á ferð til að taka þátt í Reykjavíkurmara- þoninu. Hann notaði tækifæ- rið til að kynna sér markaðsaðstæður hér á landi og heimsótti umboðsfyrir- tæki Case hér á landi, Vélar og þjónustu. Hér sést Christ- man (t.v.) ásamt Pétri Óla Péturssyni, framkvæmda- stjóra Véla og þjónustu. !y-'yr— ’■ . •,:v ■ JSfe-. .'UwBŒi&í Markaðurinn hér mjög mikilvægur - segir Richard M. Christman, aðalframkvæmastjóri Case- verksmiðjanna í Evrópu. „íslenzki markaðurinn er mjög mikilvægur fyrir okkur, enda þótt hann sé kannski ekki stór og við erum mjög ánægðir með, hvemig staðið hefur verið að sölustarfsemi hér á vélum og tækjum frá okkur,“ sagði Richard M. Christman, aðalframkvæmda- stjóri Case-fyrirtækisins í Evr- ópu, í viðtali við Morgunblaðið í fyrradag. Christman kom til Íslands vegna sýningarinnar Bú 87 og til þess að kynna sér markaðsaðstæður hér á landi. Síðast en ekki sízt kom hann til að keppa í Reykjavíkurmaraþon- inu. Hann er Bandaríkjamaður, en hefur aðsetur í Bretlandi og er nú yfirmaður allrar sölustarfsemi Case-fyrirtækisins í Vestur- Evrópu. Þar starfa rúml. 13.000 manns á vegum fyrirtæksins í hinum ýmsu löndum, svo sem Vestur-Þýzkalandi, Frakklandi, Spáni og Bretlandi. Auk dráttarvélanna, sem heita nú Case Intemational, en hétu áður annars vegar Case og hins vegar Intematio- nal Harvester, þá framleiðir Case einnig margs konar vinnuvélar. Umboðsaðili Case á íslandi er nú Vélar og þjónusta hf. Vélar og þjónusta hf. hóf að selja vinnuvélar frá Case 1977 og þá aðal- lega traktorsgröfur. Til þessa hefur fyrirtækið selt á þriðja hundrað slík tæki. Einnig hefur fyrirtækið selt jarðýtur, hjólaskóflur og jarðvegs- þjöppur frá Case. Christman, sem er 37 ára, tók þátt í hálfmaraþoni karla á sunnu- dag, þar sem hann lenti vel fyrir ofan miðju.„Ég tel Reykjavíkurm- araþonið eitt það bezt skipulagða, sem ég hef tekið þátt í,“ sagði hann. „Ég hef nokkrum sinnum tekið þátt í sams konar hlaupum annars stað- ar, en hvergi séð þau fara jafn vel fram og hér.“ Viðskiptajöfnuðurinn í júní síðastliðnum var hagstæður um 280 milljónir króna og var hag- stæður um 1.441 milljónir króna fyrstu sex mánuði þessa árs. A sama tíma á síðasta ári var vöru- skiptajöfnuðurinn hagstæður um 2.958 milljónir á sama gengi. Samkvæmt upplýsingum frá Hag- stofu íslands voru fluttar út vörur fyrir 5.477 milljónir króna en inn fyrir 5.197 milljónir króna (fob) í júní á þessu ári. í júní í fyrra var vöruskiptajöfnuðurinn hagstæður um 212 milljónir króna á sama gengi. Fyrstu sex mánuði ársins voru fluttar út vörur fyrir 25.792 milljónir en inn fyrir 24.351 millj- ónir (fob). Fyrstu sex mánuði ársins var verðmæti vöruútflutningsins 16% meira á föstu gengi en á sama tíma í fyrra, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar. Sjávarafurðir voru um 77% alls útflutnings og voru 16% meiri að verðmæti en á sama tíma í fyrra. Útflutningur á áli var 21% meiri og útflutningur kísiljáms var 17% meiri en á sama tima i fyrra. Útflutningsverðmæti annarar vöru var 11% meira fyrstu sex mánuði þessa árs en á sama tíma í fýrra reiknað á föstu gengi. Verðmæti vöruinnflutnings fyrstu sex mánuði ársins var 26% meira en á sama tíma í fyrra. Innflutning- ur til álverksmiðjunnar var 47% meiri en ffyrra en hinsvegar var olíuinnflutningur flmmtungi minni. Skipakaup hafa einnig verið minni og engin meiri háttar kaup á flugvél- um eða flugvélarhlutum. Ef þessir liðir eru frátaldir reynist annar inn- flutningur háfa orðið 34% meiri en í fyrra reiknað á föstu gengi. Markaðsmál Ráðstefna um útvarps- auglýsingar ÚTVARPSSTÖÐIN Stjaman efnir til kynningarráðstefnu um útvarp sem auglýsingamiðil á Hótel Sögu miðvikudaginn 2. september. Fyr- irlesarar á fundinum verða tveir kunnir auglýsingamenn frá Bret- landi, Keith Crosier og Douglas McArthur. Keith Crosier er einn af aðalkenn- urum við markaðsdeild Strathclyde háskólann í Skotlandi en markaðs- deild þessa skóla er hin stærsta í Evrópu, en Douglas McArthur er áætlanastjóri auglýsingastofunnar Baillie Marshall í Bretlandi og hefur m.a. starfað hjá Proctor and Gamble og síðar sem markaðsstjóri Champ- ell. Hann var éinnig markaðsstjóri hjá Radio Clyde, stærstu útvarpsstöð Skotlands. Stjaman bður til þessarar ráð- stefnu öllu auglýsingafólki, markaðs- stjórum, ráðgjöfum og forráðamönn- um annarra útvarps- og sjónvarpsstöðva. Hún hefst kl. 15.15 og stendur til 18.30. Fólk í atvinnulífinu Nýr ráðgjafi hjá Ráðgarði NÝLEGA var Gunnar Haralds- son, hagfræðing- ur, ráðinn til starfa hjá Ráð- garði. Gunnar lauk hagfræði- prófi frá Heriot- Watt University í Edinborg, stund- aði framhalds- Gunnar nám í stokk- Haraldsson hólmi 1978 og hefur auk þess kynnt sér fyrirtækjarekstur og stjórnun hér heima og erlendis. Gunnar hefur starfað að hag- kvæmnirannsóknum, áætlanagerð og íjárhagslegri skipulagningu bæði á vegum opinberra aðila og sem sjálfstæður ráðgjafandi hag- fræðingur. Meginverkefni Gunnars hjá Ráð- garði verða við ráðgjöf í stefnumót- un og stjómun, miðlun viðskipta- tengsla og nýjungastjómun auk arðsemisrannsókna. Gunnar er 38 ára að aldri, kvænt- ur Ástu B. Hjaltadóttur og eiga þau tvær dætur. Sölusijóri hjá Tölvu- miðstöðinni Ásgeir Ásgeirs- son hefur verið ráðinn sölustjóri hjá Tölvumið- stöðinni hf. Hann var áður sölu- stjóri hjá David Pitt og Co. Tölvumiðstöðin hf. hefur einkaum- boð fyrir BOS Ásgeir (buisness operat- Ásgeirsson ing software) og er það eitt af stærstu fyrirtækjunum hérlendis sem sérhæfír sig í nýsmíði og sölu hugbúnaðar fyrir viðskiptalífið. Ás- geir mun annast sölu og markaðs- setningu fyrir Tölvumiðstöðina. Fjármálasljóri Stöðvar2 SIGURÐUR K. Kolbeinsson, við- skiptaf ræðingur hefur verið ráð- inn fjármála- stjóri Stöðvar 2. Sigurður hefur starfað sem deild- arstjóri Áskriftar- deildar frá því í ágúst á sl. ári. Sig- urður tekur við nýja starfinu af Olafí H. Jónssyni sem gegna mun starfi fjárhags- stjóra Stöðvar 2. SlgurAur K. Kolbelnsson Nýr framkvæmda sijóri Góðs fólks FINNUR Árna- son, viðskipta- fræðingur, hefur verið ráðinn framkvæmda- stjóri auglýs- ingastofunnar Gott fólk. Hann tekur við _ af Kristjáni JÓns- Syni. Flnnur Áma- Finnur er stúd- *°n ent frá Verzlunarskóla íslands 1981 og lauk viðskiptafræðiprófí frá Háskóla íslands árið 1985. Finnur lauk MBA-prófi á þessu ári frá University of Hartford í Banda- ríkjunum með fjármál og markaðs- mál sem sérgreinar. Hann hefur starfað hjá hagvirki hf. og sem skrfistofustjóri hjá Hvaleyri hf. HLUTABRÉF Kaupum og seljum hlutabréf Hlutafélag Kaupgengi* Sölugengi* Breyting frá 13/8 ’87 Eimskipafélag íslands hf 2,65 2,78 +0,7% Flugleiðir hf 1,83 1,94 +2,0% Iðnaðarbankinn hf 1,34 1,42 +0,7% Verslunarbankinn hf 1,20 1,25 +0,8% Hlutabrefasjoðurinn hf 1,18 +0,9% Fjölþjóðasjóðurinn hf 1,06 +2,9% Höfum í umboðssölu hlutabréf í eftírtöldum ÍYrirtækjum: Hlutabréfasjóðnum hf, Samvínnubankanum hf. * Réttur er áskilinn til að takmarka þá fjárhæð sem keypt er fyrir. <n> SWESTINGARFÉLAGÐ verobrEfamarkaðurinn Hafnarstræti 7 101 Reykjavík (91)28566

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.