Morgunblaðið - 27.08.1987, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.08.1987, Blaðsíða 6
6 C MORGUNBLAÐIÐ, VDDSKIFTI/AIVINNUIÍF FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1987 SIS Sambandið og kaupfélögin með hærri tekjur 1986 en ríkissjóður - eftir Óla Björn Kárason Á SÍÐASTA ári námu tekjur Samband íslenskra samvinnufé- laga 15.516 milljónum króna. Kaupfélag Eyfirðinga, KEA, velti 6.221 milljón króna og eru þá talin með samstarfsfyrirtæki þess. Önnur kaupfélög veltu alls um 15.200 milljónum króna. Olíu- félagið hf. sem er að meirihluta í eigu Sambandsins velti 3.539 milljónum króna. Heildarvelta Sambandsins, kaupfélaganna, Olíufélagsins og nokkurra sam- starfsfyrirtækja SIS var um 43.400 milljónir króna eða um rúmlega 180 þúsund krónur á hvem Islending. Til samanburð- ar má geta að heildartekjur ríkissjóðs á síðasta ári námu rúmlega 38.200 milljónum króna. Það kemur víst fáum á óvart að umsvif Sambandsins og kaupfélag- anna séu mikil. Tölurnar hér að ofan eru þó alls ekki tæmandi, þar sem mörg fyrirtæki í eigu sam- vinnuhreyfingarinnar eru ekki talin með, en þær gefa ákveðna vísbend- ingu. Annar mælikvarði á stærð Sambandsins eru heildareignir þess. í árslok 1986 námu þær 7.762 millj- ónum króna. Útlán Samvinnubank- ans, Iðnaðarbankans og Verziunar- bankans í lok síðasta árs námu alls 7.658 milljónum króna. Þessir bankar hefðu því ekki getað fjár- magnað eignir Sambandsins í sameiningu. Og þess má geta að aðeins veltufjármunir SÍS námu 46% af heildarútlánum þessara þriggja einkabanka. I heild var niðurstöðutala efna- hagsreiknings kaupfélaganna 14.112 milljónir í lok 1986. Heildar- eignir Olíufélagsins 1986 voru 2.610 milljónir króna. Heildareignir Sambandsins, kaupfélaganna og Olíufélagsins voru samkvæmt þessu um 24.484 milljónir króna. Og enn ber að taka fram að þessar tölur eru ekki tæmandi. Eigriir í fyrirtækjum Samkvæmt ársreikningi Sam- bandsins 1986 var verðmæti hluta- bréf í samstarfsfélögum 1.496 milljónir króna. Þá á SÍS 75 milljón- ir króna í öðrum fyrirtækjum og um 121 milljón króna í sameignar- félögum og stofnsjóðum samvinnu- félaga. Alls 1.692 milljónir króna eða tæplega 22% af heildareign. Stærsta kaupfélagið, KEA, er lítill eftirbátur Sambandsins. Það á 7,6 milljónir í stofnsjóðum, 527 milljónir í hlutabréfum og eignar- hlutir í öðrum fyrirtækjum eru bókfærðir á 108 milljónir króna. Alls um 643 milljónir króna eða 17,6% af niðurstöðutölu efnahags- reiknings. KEA á m.a. hlutafé í Olíufélaginu hf., bókfært á 121 milljón, Samvinnubankanum, bók- fært á 17,7 milljónir, Samvinnusjóði Islands, bókfært á 10,6 milljónir króna, Landflutningum, bókfært á 2,9 milljónir króna og Samvinnu- ferðum bókfært á 120 þúsund. Olíufélagið hf. á hlutabréf í dótt- urfyrirtækjum fyrir 182 milljónir króna og í öðrum fyrirtækjum fyrir 18 milljónir króna. Samvinnutrygg- ingar gt., stærsta tryggingarfélag landsins, á um 82 milljónir króna í öðrum félögum, þar á meðal í Olíu- félaginu, Samvinnubankanum, Samvinnuferðum, Samvinnusjóði íslands, Meitlinum og Búlandstindi. Samvinnubankinn á 14,5 milljónir í hlutabréfum og stofnsjóðum. Þar af á bankinn 30% í fjármögnunar- leigufyrirtækinu Lind ásamt Samvinnusjóði (30%) og Banque Indosuez (40%). SÍS meö 18,8% útflutnings Á liðnu ári flutti Sambandið út vörur fyrir 8.449 milljónir króna. í heild nam útflutningur okkar ís- lendinga 44.968 milljónum króna, þannig að hlutur Sambandsins var 18,8%. Þyngst í útflutningi SÍS vegur 6.972 milljóna króna útflutn- ingur Sjávarafurðadeildar. Sem Tíu þúsund króna tékkaábyrgð Við höfum hækkað tékkaábyrgð okkar verulega. Nú ábyrgjumst við aila tékka, sem útgefnir eru af eigendum Alreikninga og almennra tékkareikninga að upphæð kr. 10.000,- án þess að bankakort sé sýnt. ® iðnaðarbankitin -riúPim k>anK\ I I . I'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.