Morgunblaðið - 27.08.1987, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 27.08.1987, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, VIDSKIFTI/AIVINNUIÍF FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1987 C 7 hlutfall af útflutningi sjávarafurða var hlutdeild Sambandsins liðlega 20%. Iðnaðardeild flutti út vörur fyrir 735 milljónir. 1986 fluttu ís- lendingar út iðnaðarvörur fyrir 8.873 milljónir króna og var hlut- deild SÍS 8,3%. Ef ál er undanskilið var hlutur þess 15,5%. Dótturfyrirtæki Sambandsins í Bandaríkjunum, Iceland Seafood Corporation, sækir stöðugt á. Sem hlutfall af samanlagði veltu þess og Coldwater, dótturfyriitækis Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, var hlutur Iceland Seafood um 40% á síðasta ári og hefur aukist úr 26% frá árinu 1978. Bein hlutdeild Sambandsins í iðn- aði er að líkindum um 7% og er þá miðað við greitt iðnaðargjald. Ekki eru tekin með samstarfsfyriitæki eða önnur tengd fyrirtæki. Ætla má að hlutdeild samvinnu- hreyfingarinnar í vinnslu og heild- sölu búvara sé 60-65%. í sauðfjár- slátrun eru sambandskaupfélögin með 72%, Sláturfélag Suðurlands með um 17% og aðrir 11%. Miðað við innvegna mjólk verðlagsárið 1984/85 var hlutdeild sambands- kaupfélaganna 55,2%, Mjólkurbús Flóamanna 36% og annarra 8,8%. Osta og sjörsalan sér um nær alla sölu á ostum og smjöri. Gera má ráð fyrir að kaupfélögin og Sambandið séu með 25-30% af smásöluverslun. Yfirmaður verslun- arfyrirtækis í Reykjavík telur að á höfuðborðarsvæðinu sé hlutdeild þeirra í matvöru um 20% og Hag- kaups um 11%. Kaupfélagsmaður sem rætt var við telur tölurnar fyr- ir samvinnuhreyfinguna of háar. Eins og fram kemur á mynd yfir samstarfsfyrirtæki Sambandsins er Olíufélagið hf. í meirihlutaeigu þess. Samkvæmt ársskýrslu var markaðshlutdeild Olíufélagsins um 45%. Staða fyrirtækisins er óvenju- sterk. Hagnaður þess og dótturfyr- irtækja nam 129 milljónum króna á liðnu ári. Velta nam 3.539 milljón- um króna. Eigið fé í árslok var 1.430 milljónir króna eða 52% af eigin fé. Samvinnutryggingar gt. er stærsta tryggingarfélag landsins. Það var stofnað árið 1946 og tíu árum síðar var það orðið stærsta tryggingarfélagið. Efnaverksmiðjan Sjöfn sf. hefur sterka stöðu á markaðinum. Hlut- deild fyrirtækisins í sölu á innlendri framleiðslu er um 26% af málninga- vörum og um 49% af hreinlætisvör- um. Með innflutningi er hlutdeildin 14% af málningavörum og 28% af hreinlætisvörum. Kaffibrennsla Akureyrar flytur inn um 60% af öllu kaffi sem brennt er og pakkað hér á landi. í heildar- kaffisölu er markaðshlutdeild fyrir- tækisins um 44%. Af þessari stuttu upptalningu má sjá að umsvif Sambandsins, kaupfélaganna og fyrirtækja á þeirra vegum eru mikil. Eins og áður hefur verið tekið fram er þetta ekki tæmandi. En ljóst er umsvifin hafa aukist á síðustu árum og Sam- bandið sækir bæði inn í hefðbundn- ar atvinnugreinar og nýjar. Þess verður ef til vill ekki langt að bíða að Sambandið hasli sér völl í ijöl- miðlum með beinum hætti eins og eftirfarandi samþykkt aðalfundar þess árið 1985 ber með sér: „Aðal- fundurinn Sambandsins 1985 varar við þcirri hættu fyrir samvinnu- hreyfingunna og samvinnustarfið í landinu, að einkafjármagnið nái sömu yfirburðastöðu f útvarps- rekstri sem nú er orðin í útgáfu dagblaða. Aðalfundurinn skorar því á stjórn Sambandsins að leita leiða í samvinnu við kaupfélögin til þess að styrkja stöðu samvinnuhreyfing- arinnar í fjölmiðlun og þá með sérstakri hliðsjón af þeim möguleik- um sem felast í hinum nýju útvarps- lögum og í þeim tilgangi að meira jafnvægi megi skapast í fjölmiðlun í landinu. 83. aðalfundur Sam- bandsins felur stjórn Sambandsins að hafa forgöngu um viðræður milli fulltrúa samvinnuhreyfingarinnar, verkalýðshreyfingarinnar, samtaka bænda og annarra almannasam- taka um stofnun alhliða fjölmiðlun- arfyrirtækis _þessara aðila.“ SAMSTARFSFYRIRTÆKI Dráttarvélar 100% Reginn hf. 100% Eignarhalds-. og fjárfestingarf. Jötunn hf. 100% VELTA: 77,7 m.kr. Bílvangur sf. 100% VELTA: 271,8 m.kr. Prentsmiðjan Edda hf. 81% VELTA: 66,7 m.kr. Hlaðsvík hf. 76% Búlandstindur hf. 70% Hraðfrystihús Grundarfjarðar hf. 67% Iceland Seafood Corporation 66% Framleiðni hf. 65% VELTA: 7,1 m.kr. Marel hf.* 64% lceland Seafood /Limited ' 63% Samvinnubanki isl. hf. 62% INNLÁN: 3.628 m.kr. Kirkjusandur hf. 61% Freyja hf. 60% Meitillinn hf. 56% Oliufélagið hf. 54% VELTA: 3.539 Samvinnusjóður ísl. hf. 54% VELTA: 32,6 m.kr. Samvinnuferðir- Landsýn hf. 53% VELTA: 435 m.kr. Dyngja hf.* 52% VELTA: 21. m.kr. íslandslax hf. 51% Efnaverksmiðjan Sjöfn sf. 50% VELTA: 265 m.kr. Kaffibrennsla Akureyrar hf. 50% VELTA: 250 m.kr. Plasteinangrun hf. 50% VELTA: 145,3 m.kr. Hraðfrystihús Keflavíkur hf. 45% Hraðfrystihús Patreksfjarðar hf. 35% Önnur hlutabréf greinast þannig i þúsundum N-verð B-verð Almenna tollv.geymslan hf. 123 123 Árlax hf. 2.500 . 2.500 Eimskipafélag íslands 1.817 1.817 Fiskeldi hf. 28 28 Fiskræktarstöð Vesturl. hf. 800 800 Fljót hf. 735 735 Hraðfrystihús Stöðvarfj. hf. 136 136 Hvalurhf. 2.765 2.765 International Co-op Bank. 1.367 1.367 isfilm hf. 1.000 1.000 jslenskur húsbúnaður hf. 175 175 íslenskur markaður hf. 5.160 5.160 Kornhlaðan hf. 14.468 14.468 Landflutningarhf. 1.672 1.672 Myndver hf. 1.000 1.000 Nordchokolad 481 481 Nordtend N-verð B-verð 119 119 Óslax hf. 1.000 1.000 Reiðhöllin hf. 100 100 Samverhf. 4.640 4.540 Sjóvátrygg.félag íslands hf. 1.361 1.361 Steinullarverksmiöjan hf. 15.410 15.882 Tollvörugeymslan hf. 5.443 5.443 Vélaverkstæðið Klöpp hf. 300 300 Fiskvinnslan á Bíldudal hf. 114 4.000 Þróunarfélag íslands hf. 6.250 6.250 Norræni iðnþr.sjóðurinn 545 545 Nýja Teiknistofan hf. 500 500 Þjónustumiðstöð fataiðn. hf. 600 600 Ari hf. 465 465 Önnurhlutafélög 74 74 71.048 75.406 Það skal tekið fram að auk eignarhluta Sambandsins er reiknað með hlut- deild þess í gegnum innbyrðis eignaraðild milli einstakra samstarfsfyrirtækja. Eignarhluti meðeigenda Sambandsins og samstarfsfyrirtækja er að verulegu leyti i eigu kaupfélaga. Eins og sést á þessu yfiriiti eru Dráttarvélar og Jötunn hf. alfarið i eigu Sambandsins og Samvinnusjóður íslands hf. er 54%. Þessi fyrirtæki, ásamt SlS standa að tilboðinu í Útvegsbankann. Jötunn hf.. Samvinnusjóðurinn og SÍS kaupa 20% hvert og Dráttarvélar 7% ef af kaupunum verður. Átta fiskvinnslufyrirtæki eru í eigu Sambandsins og eru nokkur þeirra með útgerð. Heildarvelta þessara fyrirtækja á liðnu ári var 1.974 milljónir króna. * Allar upplýsingar hér að ofan eru fengnar úr ársskýrslu Sambandsins 1986. Eignarhluti þess miðast þvi við árslok þessa árs. Frá þeim tíma hafa orðið breytingar: Prjónastofan Dyngjan hefur lokað og Þróunarfélag islands hefur gerst hluthafi í Marel. Hlutur þess er 43% af hlutafé og SÍS og Samvinnusjóö- ur eiga 52%. TOLVUSKOLI m NAMSKEŒ) HAUSTÖIMIM 1987 Grunnnámskeið...........2. sept., 23. sept. 21.okt.,4.nóv. 25. nóv., 16.des. Stýríkerfi 1 (DOS)......3.4. sept., 24.-25. sept., 22.-23. okt., 5.-6 nóv., 26. -27. nóv., 17.-18. des., Stýrikerfi 2 (DOS)......20. nóv., WordPerfect.............17.-18 sept., 8.-9. okt., (Orðsnilld) 29.30. okt., 23.-24. nóv., 10.-1 l.des. WordPerfectfrh..........28.-29. sept., 2.-3. nóv. PlanPerfect.............5.-6. okt., 7.-8. des. (MathPlan) LOTUS123 14.-16. okt. LOTUS123frh MULTIPLAN 26.-27. okt. dBASE IIIPLUS 11.-13. nóv. dBASEIII PLUSfrh.... ........3.-4. des. TurboPascal 9.-10. nóv. ÓPUS fjárhagsbókh.. 7.sept, 12. okt, 16.nóv., 14.des. ÓPUS vskm.bókhald. 8.sept,13.okt, 17.nóv., 15.des. ÓPUS birgðir/sala ÓPUS innflutningsk... Námskeiðin eru haldin í húsnæði okkar að Nýbýlavegi 16, Kópavogi. Kennt er 6 klst á dag, frá 9 til 12 og 13 til 16. Þátttakendum er boðinn hádegisverður í mötuneyti okkar. Allar nánari upplýsingar eru veittar ísíma ■« hh GÍSLI J. JOHNSEN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.