Morgunblaðið - 27.08.1987, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.08.1987, Blaðsíða 12
fdlKgPiU#lðfrÍfr 12 C VIÐSKIFTIAIVINNUIIF PIMMTUDAGUR 27. AGUST 1987 Fyrirtæki JRafís leggur til hljóðkerfin RAFÍS hljómar væntanlega ekki mjög kunnuglega í eyrum margra. En það sem hljómað hefur úr hljóðkerfum þeim sem fyrirtækið hefur sett upp í þeim tveim stórbyggingingum sem reistar hafa verið á árinu, Flug- stöð Leifs Eiríkssonar og Kringl- unni, hefur væntanlega náð eyrum fleiri. Forsvarsmenn og eigendur Rafís eru þeir Stefán Guðjohnsen, stjóm- arformaður fyrirtækisins, og Geir Svavarsson framkvæmdastjóri. „Auglýst var eftir tilboðum í hljóð- kerfí flugstöðvarinnar og bárust alls sex tilboð í verkið," sagði Stef- án. „Tvö þeirra þóttu koma sterk- lega til greina. Annars vegar var það tilboð frá stóru bandarísku fyr- irtæki sem gert hefur slík kerfí víða, meðal annars í flugstöð þá í Los Angeles sem reist var vegna ólympíuleikanna, og hins vegar okkar. Það varð svo úr að við hrepptum verkefnið." „Hér var um geysilega stórt verkefni að ræða,“ bætir Geir við. „Því auk þess að vera notendakerfi fyrir flugfélögin er hér um að ræða neyðarkerfí ti) aðvörunar ef eitt- hvað alvarlegt gerist." Alls eru 1.100 hátalarar í hljóð- kerfí þessu sem tengdir eru 40 mögnurum og er heildarafl kerfísins átta kflóvött. Slíkur fjöldi magnara er notaður af öryggisástæðum með- al annars, því ef einn þeirra bilar er kerfíð samt sem áður vel starf- hæft. Auk þess er hægt að jafna hljóðstyrkinn betur um flugstöðina með því að greina kerfíð í sundur því ekki þarf sama styrk alls staðar í byggingunni. Til að stilla kerfið þannig að mælt mál kæmi sem best til skila var notað sérstakt mælitæki, Rasti, sem ekki hefur verið notað áður hérlendis, og gerir það að verkum að hljóðið berst eins skýrt og skilmerkilega í hvert hom byggingarinnar og mögulegt er. „Hljóðkerfíð er algjörlega tölvu- stýrt og sjá um það bil tíu tölvur um að stýra kerfínu," sagði Stefán. „Það sem talað er inn í hljóðnem- ana ómar ekki strax um flugstöðina heldur breytist í stafræn boð sem geymd eru inni í tölvuminni. Ef við- komandi til dæmis mismælir sig er auðvelt að hreinsa minnið og hefja lesturinn á ný. Einnig geta fleiri en einn talað í kerfíð í einu og send- ir tölvan þá tilkynningamar út í réttri röð svo enginn þarf að bíða eftir að komast að. Kerfíð er svæð- isbundið þannig að hægt er að lesa tilkynningar sérstaklega á þau svæði í byggingunni sem hún á erindi til." Eins og áður sagði gegnir hljóð- kerfíð jafnframt öryggishlutverki. Um húsið eru nemar sem greina ef eitthvað óelilegt er á seiði og gera um leið viðvart til tölvanna. Þær raða saman boðunum sem þær fá, til dæmis hvað sé að og hvar í byggingunni, og vinna úr þeim. Stuttu síðar ómar svo í flugstöðinni rödd Gunnars Eyjólfssonar leikara, sem lesið hefur inn aðvaranir í tölvuminnið, og leiðbeinir fólki hvað sé að hvar í byggingunni og hvem- ig bregðast skuli við. „Tölvukerfíð nemur einnig um- hverfíshávaðann í flugstöðvarbygg- ingunni og lagar hljóðstyrkinn eftir því,“ bætir Stefán við. „Til dæmis ef þota flýgur yfír húsið á meðan tilkynning er lesin, þá nemur hljóð- kerfíð hávaðaaukninguna og hækkar styrkinn á útsendingunni í samræmi við það. Þetta gerir það án þess að nema eigin hljóð, þannig að keðjuverkun verður ekki. Slíkt hefur ekki tekist nema á fáum stöð- um í heiminum enn sem komið er.“ Eins og vænta má er það mikið öryggisatriði að hljóðkerfíð sé í gangi þó rafmagnið slái út. Ef raf- magnið fer af flugstöðinni fer af stað díselvél sem sér húsinu fyrir raforku og ef hún bregst er á hljóð- kerfínu sérstakur UPS-spennugjafí sem getur drifíð það í eina til tvær klukkustundir. „Við áttum afar gott samstarf um hönnun hljóðkerfís flugstövar- innar við ráðgjafafyrirtæki í Bandaríkjunum, Coffeen Anderson Fricke & Associates, sem hefur yfír að ráð mikilli þekkingu á þessu sviði. Við bárum reglulega saman bækur okkar og fengum hjá þeim leiðbeiningar og ráðleggingar,“ sagði Stefán. Rafís hefur sett upp hljóðkerfi Morgunblaðið/Einar Falur HUOÐKERFI — Geir Svavarsson og Stefán Guðjohnsen í Kringlunni en Rafís hannaði hljóðkerfíð í þá byggingu FRAMLEIÐSLA — Rafís smíðaður er ýmiss búnaður. rekur einnig verkstæði þar sem víðar heldur en í flugstöðinni og mætti þar nefna ýmsar kirkjur, stofnanir, skóla, verslanir og banka. Eitt af þeim verkefnum sem Rafís hefur unnið á þessu sviði nýlega er sameign hinnar nýju verslunar- miðstöðvar Kringlunnar. Þar hefur verið komið upp samskonar búnaði og í flugstöðinni. Fólst í því verk- efni einnig hönnun lagna, auk kerfíshönnunar og uppsetningar eins og í flugstöðinni. Þá setti Rafís jt^pd? GENGISBREF ÖRUGG ÁVÖXTUN Skipholti 50 C, sími 688123. Verðbréfasjóður Hagskipta hf. hóf nýlega útgáfu sk. Gengisbréfa Helstu kostir Gengisbréfa eru: # Há ávöxtun — Ársávöxtun er nú 14,5% umfram verðbólgu # Enginn binditfmi # Ekkert innlausnargjald tekið við innlausn bréfanna Skráð er daglegt gengi bréfanna — Gengi 26.08.’87 er 1.0223 Verð á Gengisbréfi að nafnverði kr.5.000,oo er kr. 5.112,oo Verð á Gengisbréfi að nafnverði kr. 50.000.oo er kr. 51.120,oo upp hljóðkerfi í fjölda verslana, veit- ingastaða og banka í Kringlunni, til að mynda í Hagkaupsverslanim- ar, Sævar Karl og syni, skyndibita- staðina, kaffíhús Myllunnar og í Búnaðarbankann. „Það er hefur orðið breyting á því upp á síðkastið að menn eru famir að gera ráð fyrir hljóðkerfum ' byggingar í tíma, í stað þess að rífa upp allar innréttingar til þess að koma þeim fyrir eftir á,“ sagði Geir. „Við emm einnig afar þakkl- átir fyrir það að við gerð hljóðkerfís flugstövarinnar nutum við skilnings bygginganefndar á því að gera þær ráðstafanir sem þurfti til að gera það eins vel úr garði og hægt var. Enda hefur það reynst afar vel og alls staðar í húsinu heyrist skírt og greinilega það sem sagt er.“ Rafís hefur nýlega hafíð innflutn- ing á bandarískum tónböndum sem kallast Muzak og eru ætluð verslun- um og vinnustöðum. Á þessum tónböndum er hugljúf tónlist, svo- kölluð nytjatónlist, sem er sérstak- lega tekin upp í hljóðveri framleið- andanna, leikin af þeirra eigin hljómsveit. Tónlistin rennur átaka- laust áfram og eru öll lögin á sama hraða og alltaf jöfn að styrkleika. Henni er ekki ætlað að vera til skemmtunar heldur á hún að valda slökun og auknum vinnuafköstum hjá starfsmönnum án þess að þeir taki eftir henni. í þeim tilgangi er meðal annar hátölurum komið fyrir í lofti þannig að þeir sjáist ekki og reynt að dreifa hljóðinu þannig að alls staðar á vinnustaðnum sé sami styrkur á tónlistinni. Hins vegar eykst styrkur tónlistarinnar smám saman eftir því sem líður á morgun- inn og takthraði hennar að sama skapi. Á milli tíu og ellefu, þegar að þreyta gerir helst vart við sig hjá vinnandi fóki, er styrkur og takthraði í hámarki, en fer svo smám saman lækkandi aftur þegar líða tekur að hádegi. Sama gerist svo aftur eftir hádegi og nær styrk- ur og hraði tónlistarinnar hámarki á ný á milli þtjú og fjögur. „Alls starfa um 80 milljónir manna undir þessari tónlist daglega í 100.000 fyrirtækjum víða um heim,“ sagði Stefán. „Við sjáum um að fjölfalda tónlistina á langspil- andi segulbönd fyrir íslensk fyrir- tæki og geta böndin tekið frá 8 klukkustundum og upp í 18 tíma í flutningi. Búnaðarbankanum í Kringlunni hefur nú þegar farnir að leika þessa tónlist og fleiri bank- ar eru að íhuga að fylgja fordæmi þeirra á næstunni." Rafís fæst við ýmis fleiri verk- efni en þau sem við koma hljóm- flutningi. Fyrirtækið hefur um árabil flutt inn ýmis konar gjör- gæslutæki og rekstrarvörur fyrir sérhæfðar deildir sjúkrahúsa. Þar á meðal má nefna búnað tengdan hjartaskurðlækningum, tölvustýrð lungnarannsóknartæki og súrefn- issíur. Öll þessi tæki eru flutt inn og meðhöndluð í nánu samstarfi við lækna. Þá má nefna það að í byrjun næsta árs kemur til landsins línu- hraðall til krabbameinslækninga sem Rafís mun sjá um innflutning á. „Við erum einnig með allt sem tengist svæfíngalækningum auk æðanála og fleira," sagði Stefán. Fyrirtækið býður einnig upp á ýmiskonar mælitæki og stýritölvur auk þess að fást við samsetningu á rafeindabúnaði. „Við höfum m.a. framleitt og selt um 2000 stykki af litlum neyðarsendum fyrir gúmmíbáta," sagði Geir. „Við erum nú með í þróun sérstakan búnað sem einnig tengist öryggi sjómanna en við viljum ekki láta uppi hvað það er að svo stöddu.“ Einnig hefur Rafís hf. framleitt flölmargar ein- ingar af yfirstraumsvemdarbúnaði fyrir háspennustöðvar í landinu. Flutningar eru í vændum hjá þeim Rafísmönnum en þeir munu nú eftir áramót flytja úr núverandi húsnæði við Ármúla 7 yfír í nýtt hús sem verið er að byggja beint fyrir framan þá að Suðurlandsbraut 4. „Þegar þeir ætluðu að byrgja fyrir okkur útsýnið þá ákváðum við bara að flytja okkur um set,“ sögðu þeir Stefán Guðjohnsen og Geir Svavarsson að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.