Morgunblaðið - 27.08.1987, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.08.1987, Blaðsíða 10
10 € MORGUNBLAÐIÐ, VIÐSKIPn/AIVINNUlÍF FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1987 Erlent Sænsk stórfyrirtæki búa sér sína eigin framtíð eftir Áke Sparring FYRIR skemmstu var frá skýrt, að sænska stórfyrirtækið Asea og svissneska fyrirtækið Brown Boveri hefðu sameinast og þar með er ljóst, að stærsta raforku- fyrirtæki í heimi er í höndum Evrópumanna. Með 100.000 starfsmenn og ársveltu upp á 100 milljarða sænskra króna er fyrirtækið í fararbroddi jafnt í raforkuvinnslu sem raforku- flutningi. Eru helstu keppinaut- ar þes vestur-þýska fyrirtækið Simens, japanska fyrirtækið Hitachi og bandaríska fyrirtæk- ið General Electric. Viðræður um sameiningu fyrir- tækjanna stóðu aðeins í sex vikur og þykir það ekki langur tími þeg- ar um er að ræða jafn viðamikið og flókið mál. Enn á þó eftir að ganga frá ýmsum lausum endum áður en af sameiningunni verður að fullu en að því er stefnt fyrir árslok. Eignaraðild að nýja fyrirtækinu, Asea-Brown Boveri, skiptist til helminga milli stofnendanna og yfirmaður þess og aðalforstjóri verður Percy Barnevik frá Asea, sá maður úr sænskri stjómenda- stétt, sem mestrar virðingar nýtur um þessar mundir. Talsmenn fyrir- tækisins verða tveir, hvor úr sinni áttinni, og höfuðstöðvamar í Sviss, Hollandi eða Englandi. Umsvifin munu koma til með að aukast í öllum löndum Vestur-Evrópu og Asea-Brown Boveri ætlar að leggja sérstaka rækt við sín sérevrópsku einkenni. Fjölþjóðasvipurinn á að einskorðast við Evrópu sjálfa og samkeppnin við önnur iðnfyrirtæki að fara fram á jafnréttisgrundvelli. Norðurlöndin hafa löngum verið heimamarkaður Asea og eftir sam- eininguna styrkti það enn stöðu sína með því að kaupa upp Elekt- risk bureau í Noregi, stærsta fyrirtækið, sem þar var í einka- Noregur: Batnandi afkoma hjá Statoil HAGNAÐUR af rekstri STATO- IL, norska ríkisolíufélagsins, nam 4,3 miUjörðum n.kr. (nær 25 milljörðum ísl. kr.) á fyrri helmingi þesssa árs og er það 40% aukning miðað við sama tímabil í fyrra. Skýrði Willy Ols- en, talsmaður fyrirtækisins frá þessu í síðustu viku. Þessi aukni hagnaður er fyrst og fremst að þakka hærra olíuverði og meiri olíuframleiðslu. Jafnframt jókst enn markaðshlutdeild fyrir- tækisins í Noregi, Svíþjóð og Danmörku og er hún nú um 18%. Statoil rekur um 1.600 bensín- stöðvar í þessum þremur löndum. Á síðasta ári jókst markaðshlutdeild fyrirtækisins verulega í Danmörku, er það keypti þar 400 bensínstöðvar og eina olíuhreinsunarstöð af Esso. Er markaðshlutdeild Statoil nú um 20% þar í landi. Haft var eftir Willy Olsen, að gert væri ráð fyrir auknum hagnaði Statoil í heild fyrir þetta ár, enda þótt óvissa varðandi olíuverð í framtíðinni gerði það erfítt um vik að segja nákvæmlega fyrir um þró- unina á þessu sviði. 663 Asea/ BB Svíþjóð, Sviss ASEA/BB: SAMEINAST í FYRSTA SÆTI Tíu stærstu framleiðendur raforkubúnaðar í heimi; Ársvelt- an 1986 í milljörðum króna Veltan í sölu raforkubúnaðar ] 449 449 449 Siem- Hitachi General ens Japan Electric V- Banda- Þýska- rikjun- land um | Helldarvelta 1 663 1006 1348 1626 363 West- ing- house Banda- rikjun- um 492 321 CGE Frakk- landi 278 Mitsu- bishi Japan 150 AEG 235 Toshiba Japan V- Þýska- landi 7 535 j í 578 920 1235) eigu. Af sameiningunni má skilja, að eigendur Asea hafí talið norr- æna markaðinn of lítinn fyrir framtíðarumsvifín. Staða Brown Boveri hefur verið sterkust í Mið- og Suður-Evrópu en auk þess hef- ur það náð nokkurri fótfestu á mörkuðum utan Evrópu þar sem Asea hefur aftur á móti átt erfítt uppdráttar. Góður aðgangur að nýjum mörkuðum er ein af ástæðunum fyrir sameiningunni en reyndin er sú, að í flestum löndum eru innlend raforkufyrirtæki tekin fram yfír útlend. Samkeppnin milli raforku- fyrirtækja í iðnríkjunum hefur því átt sér stað í litlu iðnríkjunum og í þriðja heiminum. Önnur ástæða fyrir sameining- unni er ávinningurinn af aukinni hagræðingu en bæði fyrirtækin, sem að henni standa, hafa verið að framleiða sömu vöruna. Þriðja ástæðan og kannski sú veigamesta snýst um rannsóknir og þróun. í Qárhagsáætlun Asea- Brown Boveri er gert ráð fyrir sex milljörðum sænskra króna og á rannsóknastofum þess vinna sam- tals 12.000 manns. Ekki mun heldur af veita því í þessum iðnaði snýst nú allt um ofúrleiðarana og í þeim efnum á það ekki við, að þeir síðustu verði fyrstir. Viðbrögðin I Svíþjóð Asea er þriðja stærsta fyrirtæki í Svíþjóð, aðeins Volvo og Elektroi- ux eru stærri, og hefur stundum staðið fremst í ýmissi rannsókna- starfsemi. Það má því búast við, að menn bregðist við með ýmsum hætti þegar það hættir að vera ilsænskt. Raunar getur ekki af því arðið nema með samþykki ríkis- stjórnarinnar, sem í fyrstu var dálítið á báðum áttum. Vafalaust mun hún setja sín skilyrði fyrir sameiningunni en ekki er líklegt, að hún komi í veg fyrir hana. Stéttarfélögin, sem við sögu koma í starfsemi Asea í Svíþjóð, eru ekki alls kostar ánægð með þróun mála en ætla þó ekki að beita sér gegn sameiningunni. í Svíþjóð fá starfsmennimir fulltrúa í stjóm fyrirtækjanna en með sam- einingunni hverfur þessi réttur og um hann verður ekki samið. íhlut- unarréttur sænska ríkisins mun einnig minnka. Þótt Asea verði áfram með alls kyns starfsemi í landinu mun yfírstjómin sjálf verða utan seilingar og getur flutt fram- leiðsluna úr einu landinu í annað eftir geðþótta. Það vandamál hefur komið upp í þessu sambandi, að Brown Boveri hefur 2.000 starfs- menn í Suður-Afríku en sam- kvæmt sænskum lögum er fyrirtækjum bannað að íjárfesta þar. P.O. Edin, áhrifamikill hagfræð- ingur hjá sænska alþýðusamband- inu, er einn af þeim, sem eru andvígir sameiningu fyrirtækj- anna. Sagt er, að hann hafi viljað, að Asea keypti Brown Boveri og það er jafnvel eftir honum haft, að betra hefði verið, að Brown Boveri keypti Asea en að fyrirtæk- in sameinuðust. Segir hann, að með sameiningunni hverfi fyrir- tækin út í alþjóðlegt tómarúm án fastra tengsla við eitt ákveðið land og verði þróunin þessi með önnur fyrirtæki endi það með því, að ríkisstjómir geti ekki haldið fram sjálfstæðri atvinnustefnu. Asea- Brown Boveri muni geta stundað framleiðsluna þar sem það er hag- kvæmast með tilliti til skatta og áhrifa verkalýðsfélaganna. Óttinn við einangrun Augljóst er, að nokkur togstreita er á milli ríkisins, sem vill geta haft áhrif á fyrirtækin, og þeirrar samkeppnisaðstöðu, sem stórfyrir- tækjunum er nú búin. Sænsku stórfyrirtækin óttast að einangrast þegar Evrópubandalagið verður að einum inannlandsmarkaði og þau hafa líka áhyggjur af Bandaríkja- markaði þar sem vemdarstefnunni vex stöðugt fiskur um hrygg. Þess vegna ríður þeim svo á að komast inn fyrir múrana og þurrka af sér sveitamannssvipinn. Asea er" að reyna að aðlagast breyttum að- stæðum, þannig að á það verði litið sem innlent fyrirtæki á hveijum stað. Svíar gera sér grein fyrir þess- um vanda og stórfyrirtækin sænsku, sem hafa raunar verið nokkuð svo fjölþjóðleg um hríð, hafa rúma 30 milljarða sænskra króna handbæra til að kaupa upp fyrirtæki. Og það hafa þau gert. Elektrolux er með nokkrum stórum kaupum' orðið heimsins stærsti framleiðandi ýmissa heimilistækja og Volvo hefur keypt vörubílaverk- smiðju í Bandaríkjunum og er auk þess stærsti meðeigandi General Motors í verksmiðju, sem framleið- ir stóra flutningabíla. Ericsson, sem er kunnast fyrir símtækja- framleiðslu, hefur keypt sig inn í frönsku MATRA-samsteypuna, sem eins og Ericsson framleiðir skiptiborð og símstöðvar. Þannig náði Ericsson fótfestu í Frakklandi og Evrópubandalaginu. Swedish Match ... osfrv. Listinn er langur, mjög langur. Sænskur stóriðnaður, sem hefur jafnan verið fljótur að nýta sér nýjustu tækni, er öflugur á evr- ópska vísu en frammi fyrir nýjum efnahagsheildum er Svíþjóð eins og hvert annað kotbýli. Framtíð fyrirtækjanna, vöxtur þeirra og þróun, er undir því komin, að þau verði æ minna sænsk og meiri heimgangar í Evrópubandalaginu og í Bandaríkjunum. Svíþjóð gengur hugsanlega aldr- ei í Evrópubandalagið en sænsku stórfyrirtækin eru hins vegar að verða sér úti um sína eigin aðild. Höfundur er fyrrum for- stöðumaður Sænsku utanríkis- málastofnunarinnar. Viðskiptajöfnuður Noregs hag- stæður vegna hærra olíuverðs HÆRRA olíuverð og aukin framleiðsla á olíu og jarðgasi í Noregi höfðu í för með sér, að viðskiptajöfnuður landsins varð hagstæður í júlí, en hann hafði verið óhagstæður í langan tima. Jákvæðar hagtölur í manuðin- um leiddu jafnframt í ljós, hve háðir Norðmenn eru orðnir olí- unni. Aukning varð þó einnig í útflutningi í hefðbundnum at- innugreinum. Vöruskiptajöfnuður Noregs varð hagstæður um 338 millj. n. kr. (um 1.970 ísl. kr.) í mánuðin- um, en hann var neikvæður um 2,5 milljarða n. kr. í júlí í fyrra. I lok júlímánaðar nú var greiðslu- jöfnuður landsins orðinn óhag- stæður um 4,5 milljarða n. kr. fyrir þetta ár en á sama tíma í fyrra var hann óhagstæður um 6,3 milljarða n. kr. Jákvæðari þróun nú er að nokkru rakin til minni eftirspumar innanlands, sem kemur m. a. fram í því, að 37% færri nýir bílar höfðu verið skráðir á þessu ári miðað við sama tíma í fyrra. Haft var eftir hagfræðingi Christianiubankans, eins stærsta banka Noregs, að þessar tölur bentu til 4-5% samdráttar í innan- landsneyzlu í heild. Talið er, að hærri vextir eigi verulegan þátt í þessari þróun, þar sem þeir hafi Lækkandi olíuverð vegna offramboðs OPEC OFFRAMLEIÐSLA á olíu í að- ildarríkjum OPEC hefur vaxið á ný og verið meiri að undanf- örnu en allt frá því í fyrrasum- ar. Talið er, að nú í ágúst hafi framleiðsia þeirra numið 19,7 millj. tunnum á dag, sem er meira en 3 millj. meira en opin- bert framleiðsluhámark þeirra, en það er nú 16,6 millj. tunnur á dag. Þetta hefur haft þau áhrif, að olíuverð er tekið að lækka á ný eða allt að því um 2,50 dollara frá því sem það komst hæst fyrir skömmu og það þrátt fyrir spennu þá, sem ríkt hefur á Persaflóa. Nú er talið mjög ólíklegt, að OPEC-ríkin eigi eftir að hækka olíuverðið hjá sér um 2 doliara upp í 20 dollara á tunnu á fyrirhuguð- um fundi sínum í desember, eins og áformað hafði verið. Lækkun olíuverðs að undanf- örnu er þegar farin að hafa áhrif sums staðar. Þannig lækkuðu hlutbréf í olíufyrirtækjum í síðustu viku bæði í Kanada og Noregi. leitt til minni eftirspurnar eftir lánsfé. Líklegt er þó, að enn muni langur tími líða, unz varanlegur hagstæður viðskiptajöfnuður í Noregi náizt á ný og að viðskipta- jöfnuðurinn verði enn um sinn háður sveiflum í olíuverðinu. Góð afkoma hjá Tandy HAGNAÐUR hjá bandaríska fyrirtækinu Tandy jókst um 23% á fyrstu fimm mánuðum þessa árs, en þá jókst sala fyrirtækisins um 14%. Tandy er eitt stærsta fyrirtæki Bandaríkjanna í raftækja- framleiðslu. Eins og er þá á fyrirtækið gott gengi þó ekki sízt að þakka framleiðslu á einkatölvum og hefur nú um 25% af tekjum sínum af sölu þeirra. Tandy er stærsti framleiðandi Bandaríkjanna í svokölluðum IB- M-samhæfðum tölvum. I síðasta mánuði hóf fyrirtækið framleiðslu á ýmsum nýjum tegundum einka- tölva, þar á meðal á 32 bita einkatölvu, sem á að vera það ódýr, að hún geti veitt nýjustu IBM-tölvunum harða samkeppni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.