Morgunblaðið - 27.08.1987, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.08.1987, Blaðsíða 8
8 C MORGUNBLAÐIÐ, VlDSKIPn/AIVINNULÍF FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1987 Frumkvöðlar II „Rás 2“ stjómað af tölvu og einum starfsmanni Darrel H. Clark útvarpsmaður ársins 1986 í New Hampshire segir frá stöð sinni eftir Stefán Halldórsson FRÆGUSTU frumkvöðlarnir eru yfirleitt þeir sem hafa komið fram með eitthvað alveg nýtt, hafa verið á undan sinni samtíð og séð fyrir hvað yrði vinsælt og eftirsótt meðal neytenda. En frumkvöðlar hafa oft og ekki síður náð árangri með því að vinna úr hugmyndum annarra, veita þjón- ustu á annan og betri hátt en áður hafði tíðkast. Frumkvöðullinn, sem þessi grein fjallar um, rekur litla útvarpsstöð í New Hampshire. Hann fann ekki upp hljóðvarps- tæknina, né heldur kom henni á framfæri í heimaríki sínu. En hann lagði sig fram um að veita hlustend- um sínum betri þjónustu en þeir höfðu áður notið, reyndi að reka útvarpsstöðvar betur en tíðkast hafði á þessum slóðum. Á_ síðasta ári var hann útnefndur „Útvarps- maður ársins 1986 í New Hamps- hire“ í viðurkenningarskyni fyrir framlag sitt til útvarpsrekstrar í ríkinu. Darrel H. Clark rekur úrvarps- söðina W-TSL í West Lebanon í New Hampshire. Svæðið sem út- sendingamar ná til er jafnan nefnt Upper Valley-svæðið. Þar eru fjórir smábæir, nánast í hnapp, með 5—12 þúsund íbúa hver, og síðan nokkur þorp og sveitahéruð í ná- grenninu. Ibúafjöldinn er um 55 þúsund manns eða minna en helm- ingur af íbúaflölda Stór-Reykjavík- ursvæðisins. Tvær stórar stofnanir setja mjög mark sitt á svæðið og eru langstærstu vinnuveitendumir: Dartmouth-háskólinn og Mary Hitchcock-sjúkrahúsið. Þama er einnig mikill fjöldi smáfyrirtækja og mikil atvinna, raunar skortur á vinnuafli, og því er velmegun á svæðinu og uppgangur hefur verið mikill á undanförum árum. Og fjöl- miðlar njóta góðs af, mikið er auglýst og margt er að gerast í bæjariífínu. Sex útvarpsstöðvar á minna svæði en Reykjavík En stöð Clarks, W-TSL, situr ekki ein að auglýsingakrásunum. Á þessu svæði voru til skamms tíma fímm útvarpsstöðvar, og auk þess sjónvarpsstöð, tvö dagblöð, viku- blað og eitt tímarit, auk þess sem gefnir eru út reglulega sérstakir auglýsingabæklingar um veitinga- staði og ýmiss konar bæklingar handa ferðamönnum, auðvitað með auglýsingum. í janúarmánuði sl. bættist sjötta útvarpsstöðin í hóp- inn, er Clark færði út kvíarnar og hóf útsendingar á annarri rás, sem nær yfír talsvert stærra svæði með um 100 þúsund íbúum. Nýja stöðin er forvitnileg um margt fyrir Islend- inga, því að hún er dæmi um tæknivæðinguna í útvarpsrekstri í Bandaríkjunum: tölvustýrðar út- varpsstöðvar. En rekjum fyrst feril Clarks og forsöguna að nýju stöðinni. Darrel H. Clark hefur átt allan sinn feril sem útvarpsmaður í New Hampshire, einu af fámennustu ríkjum Bandaríkjanna. Hann byrj- aði sem plötusnúður og þulur, gerðist síðan auglýsingasölumaður og vann sig upp þar til hann var orðinn útvarpsstjóri í bænum Keene. Fyrir níu árum færði hann sig um set og tók við stjóm stöðvar- innar í West Lebanaon. Þetta er dæmigerð smábæjarstöð, sendir út á AM-rás (miðbylgju), sem í eina tíð var aðalhljóðvarpsbylgjan í Bandaríkjunum, en hefur í seinni tíð mjög farið halloka í samkeppn- inni við stöðvar á FM-bylgju. „AM-stöðvamar duttu í gildru er FM-stöðvamar komu til sögunn- ar. FM-stöðvar urðu mjög vinsælar á sjöunda áratugnum, fluttu nýja popptónlist og útsendingin var hreinni og hljómgæði meiri en menn höfðu áður kynnst," segir Clark. „Útvarpsstöðvamar fóru að byggja upp þennan nýja miðil, létu AM- stöðvamar reka á reiðanum og sögðu: „AM er búið að vera, fólk er hætt að hlusta.“ — En þetta er ekki rétt. Við höfum sannað það hér og við munum ekki falla í sömu gildruna." Fagmennska og góð fréttaþj ónusta „AM-stöðinni hefur gengið mjög vel,“ segir Clark. „Mín stefna, sem hefur alltaf skilað okkur stórum hluta hlustendahópsins, hefur verið að leggja áherslu á fagmennsku og góða fréttaþjónustu. Stöðin sem ég vann hjá áður var ein af þeim fyrstu í New Hampshire sem höfðu frétta- mann í fullu starfí og þegar ég tók við stjórn hennar bætti ég öðmm fréttamanni við, sem var einsdæmi. Hér var einn fréttamaður, er ég kom 1978, og ég bætti strax öðmm við. Nú emm við með þijá frétta- menn í fullu starfi og einn íþrótta- fréttamann. Þetta er eina stöðin á svæðinu sem er með fastráðinn veðurfræðing í hlutastarfí og sú þjónusta hefur aukið mjög hróður okkar. Við leggjum mikla áherslu á fréttir af svæðinu, emm eina stöð- in sem útvarpar reglulega frá íþróttakappleikjum bæjanna íjög- urra, við emm með bestu lands- mála- og erlendar fréttir sem völ er á (frá CBS-útvarpskeðjunni) og við flytjum daglega pistla og frétta- þætti Paul Harvey, sem er vinsæl- asti útvarpsmaður Bandaríkjanna. Allt þetta hefur gert þessa stöð mjög vinsæla." En Clark var ljóst frá upphafi, að AM-stöðin ein var ekki nóg, og eitt af fystu verkum hans var að sækja um leyfi fyrir FM-stöð. Leyf- ið fékkst þó ekki fyrr en eftir átta ára baráttu, og m.a. samdi Clark við tvo aðra umsækjendur um að draga sig í hlé gegn greiðslu. FM- stöðin tók til starfa 12. janúar sl. og státar af mestu hljómgæðum allra stöðva á Upper Valley-svæð- inu. „Búnaðurinn var allur sá besti sem við höfðum efni á að kaupa," segir Clark. Tölva stjórnar átta segulbandstækjum Hjarta nýju stöðvarinnar — eða öllu heldur heili — er tölvubúnaður sem sér um alla útsendingu og kem- ur mannshöndin þar ekki nærri nema til að skipta um segulbands- spólur og að mata tölvuna á dagskrárforritum. Þessi búnaður kostaði um 1,6 milljónir ísl. króna. Tölvan stýrir átta segulbandstækj- um. Fjögur þeirra leika tónlist af klukkustundarlöngum spólum og §ögur tæki leika auglýsingar, frétt- ir, veðurfregnir og önnur innskot af snældum. 011 tónlistin kemur á spólum frá Drake Chenault-fyrirtækinu, sem veitir slíka þjónustu nokkur hundr- uð útvarpsstöðvum í Bandaríkjun- um. Lögin eru valin við hæfi hlustenda á aldrinum frá tvítugu til fertugs og stendur Drake Che- nault-fyrirtækið fyrir stöðugum könnunum á tónlistarsmekk þessa aldurshóps til að tryggja sem best lagaval. Clark lýsti efninu á spólun- um: „Á einu tækinu er alltaf spóla með nýju efni og er spiluð samfellt í hálfan mánuð. Á öðru tækinu eru spólur með nýlegu efni, þar höfum við nokkrar til skiptanna og er ein og ein endurnýjuð í einu á nokk- urra mánaða fresti. Þriðja og fjórða spólan eru með eldra efni, frá rokk- árunum fram til síðustu ára. Við eigum nokkra tugi af slíkum spólum og þær eru leiknar til skiptis og lítil endurnýjun fer þar farm.“ Tölvan leikur svo lög af spólunum til skiptis — og þeir sem hlusta ein- ungis á þessa stöð, dag eftir dag, geta vissulega tekið eftir mynstri: Nýjustu lögin eru alltaf leikin í sömu röð í hálfan mánuð, en eldri lögum skotið inn á milli þeirra af meiri ijölbreytni. Þegar tölvan hef- ur leikið spóluna með nýju lögunum út á enda spólar hún hana til baka °g byijar svo aftur á nýjan leik, en starfsmenn stöðvarinnar skipta um hinar spólurnar á vissum tímum dagsins, auðvitað samkvæmt út- skrift tölvunnar. Beinar útsendingar um gervihnött Af og til fær tölvan þó frí. Þá er tónlistarefni útvarpað beint frá öðrum útvarpsstöðvum í Banda- ríkjunum, m.a. í New York og Los Angeles, og berst það efni um gervi- hnött. Hljómgæðin eru þó nánast alveg þau sömu og endranær, fjar- skiptabúnaðurinn er svo háþróaður. Báðar stöðvarnar senda út í 18 tíma á sólarhring, frá klukkan 6 á morgnana til miðnættis. Við AM- stöðina störfuðu áður 17 manns, en þegar FM-rásin bættist við var fjölgað um einn starfsmann. Hann les fréttir, byggðar á fréttaefni AM-rásarinnar, tekur til spólur með tónlist hvers dags, skiptir um aug- lýsingasnældur þegar þarf og sér um dagskrárskráningu og mötun tölvunnar. FM-rásin flytur fréttaágrip tvisv- ar á klukkustund snemma á morgnana, í hádeginu og síðdegis — er flestir ökumenn eru á ferðinni milli heimilis og vinnustaðar. Auk þess eru tíðar veðurfregnir allan daginn. Að öðru leyti er tónlist þar allsráðandi, einungis leikin þekkt lög og svo til engar kynningar. Auglýsingafjöldi er takmarkaður á FM-rásinni, að hámarki 12 mínút- ur eða 16 auglýsingar á hverri klukkpstund. „Við höfum nú náð því marki, að nánast allir auglýs- ingatímar eru fullbókaðir, en við munum halda fast.við þessa stefnu, ekki fjölga auglýsingum, en hækk- um verðið þess í stað,“ segir Clark. Auglýsingar í 20 mínútur á klukkustund Auglýsingamagn á AM-rásinni er svipað því sem gerist hjá flestum útvarpsstöðvum í Bandaríkjunum, allt upp í 18—20 mínútur á hverri klukkustund og engin takmörk á einingafjölda. Tónlist er vissulega aðalefni þeirrar rásar líka, en á viss- um tímum dags er engin tónlist leikin: Á bestu hlustunartímunum, frá klukkan 6 til 9 á morgnana, í eina klukkustund í hádeginu og aðra klukkustund síðdegis er ein- ungis flutt fréttaefni. Þá eru á hverri klukkustund tveir staðar- fréttatímar, aðrir tveir með lands- mála- og erlendum fréttum, tveir íþróttafréttatímar, veðurfregnir 3—4 sinnum, og einnig fréttaskýr- ingaefni og pistlar frá Paul Harvey og CBS-keðjunni og efni unnið af fréttamönnum stöðvarinnar. — Á öðrum tímum dags eru fréttir og veðurfregnir fluttar tvisvar á klukkustund, þó sjaldnar á kvöldin, þegar útsendingar frá íþróttaleikj- um eru yfirleitt á dagskrá. Oll tónlist AM-stöðvarinnar er af segulböndum frá Drake Che- nault-fyrirtækinu eða kemur um gervihnött frá öðrum stöðvum. Út- varpsstöðin hætti að nota hljóm- plötur fyrir tveimur árum. Þulir stjórna öllum útsendinum AM- stöðvarinnar og kynna tónlistina og annað efni. Engir tæknimenn starfa við upptökur eða útsendingar og á kvöldin og um heglar er einungis einn starfsmaður í útvarpshúsinu: Þulur sem stjórnar tveimur rásum (með aðstoð tölvu). Veltan 40 milljónir króna Clark segir að velta rásanna tveggja fari yfir 40 milljónir króna á þessu ári og hafi meira en þrefald- ast frá árinu 1978, er hann tók við stjórn útvarpsstöðvarinnar. Auglýs- ingaverð er mishátt efir árstíma og eftirspurn, hæst fyrir jólin. Allar auglýsingar eru leiknar af snæld- um, hálf eða ein mínúta að lengd, og bera auglýsendur allan kostnað af gerð þeirra. Að lágmarki eru þær leiknar fjórtán sinnum og í sumar er meðalverð um 500 krónur fyrir hálfa mínútu, en magnafsláttur er veittur fyrir fleiri birtingar. Að sögn Clarks gengur auglýsingasala vel, því að kannanir hafa sýnt að báðar stöðvarnar eru með stærsta hlust- endahópinn, hvor á sinni bylgju. Alþjóða hug'mynda- banki útvarpsmanna Darrell Clark ætlar ekki að láta staðar numið í endurbótum og markaðssókn: „Ég er félagi í samtökum 100 útvarpsstöðva um allan heim — The International Broadcasters Idea Bank (Alþjóða hugmyndabanka út- varpsmanna). Sérhver stöð sendir hinum 99 stöðvunum fréttabréf mánaðarlega og segir þeim hvað hún er að fást við, hveijar eru nýj- ungarnar o.þ.h. Þetta er mjög gagnlegt, enda eru 65 stöðvar á biðlista til inngöngu. Mér finnst stundum að stjórnend- ur útvarpsstöðva sem þjóna fámennum svæðum leggi sig ekki nóg fram. Þeir hugsa: „Ég þjóna litlum markaði, þess vegna getur dagskráin verið fábrotin", og þeir reyna ekki að sýna fagmennsku. En hvers vegna ætti ég að láta smæð markaðarins hindra mig? Mín stöð getur verið eins góð og hvaða stöð sem er á stærri markaði — og kannski betri. Ef unnt er að fá starfsmennina til að hugsa líka á þennan hátt, þá er hálfur sigurinn unnin. Þetta er mín stefna og hún virkar."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.