Morgunblaðið - 10.09.1987, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 10.09.1987, Qupperneq 1
 VIKUNA 11. TIL 17. SEPTEMBER PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1987 BLAÐ Nýir þættir þessa vikuna Það er ekki einn heldur allmargir nýir framhaldsþættir sem sjónvarpsáhorfendur eiga kost á að sjá þessa vikuna, hvort heldur er í Sjónvarpinu eða á Stöð 2. Fyrst skal nefna nýjan íslenskan framhaldsmyndaflokk, Heilsubælið í Gervahverfi sem Stöð 2 hefur framleitt og frumsýnir fimmtudaginn 17. september. Þættirnir, sem eru sjö tals- ins, eru „léttgeggjuð þáttaröð um ástir og örlög í heilbrigðisgeiranum", en höfundar þeirra eru Gísli Rúnar Jónsson og Laddi, Þórhallur Sigurðsson, sem báðir leika í þeim, auk annarra þekktra gamanleikara. Sovéskir framhaldsþættir eru ekki algengir í íslensku sjónvarpi en úr því rætist þessa vikuna því að á sunnudag hefur göngu sína í Sjónvarpinu framhaldsþáttur sem nefn- ist Dauðar sálir og er gerður eftir samnefndri skáldsögu Nikolajs Gogol, en ekki „Ijóði" eins og sagt er í dagskrá sem barst frá Sjónvarpinu og er þá villu því miður að finna á innsíðum þessa blaðs. Á miðvikudag hefja svo tveir nýir þættir göngu sína þar, en það eru annars vegar gamanþættirnir Fresno um rúsínubændurna í Bandaríkjunum og hins vegar þættir sem bera yfirskriftina Systragjöld og fjalla um annan og alvar- legri hlut, galdrafár. í aðalhlutverki þar er Vanessa Redgrave, en það er leikkonan Carol Burnett sem er í aðalhlutverki í Fresno. Á þriðjudag frumsýnir Sjónvarpið svo enn einn framhaldsþáttinn, en hann er breskur spennumyndaflokkur sem heitir Á ystu nöf. Stöð 2 byrjar sýningar á nýjum þýskum framhaldsmyndaflokki á mánudag og nefn- ist hann Heima. Staðurinn er Þýskaland, og tímabilið frá síðustu aldamótum og fram á okkar daga. Á miðvikudag hefjast, einnig á Stöð 2, fræðsluþættirnir bresku um Mannslíkamann, en þeir þykja um margt nýstárlegir, sérstaklega hvað varðar kvik- myndatöku innan líkamans. A la Carte er yfirskrift matreiðsluþátta sem hefjast á Stöð 2 á nýjan leik á þriðjudag og eru nú í umsjón Skúla Hansens, matreiðslumeistara. Og þó varla sé hægt að tala um framhaldsþætti í þeim skilningi sem flestir leggja í orðið, ber að geta þess að á fimmtudag gerbreytist fréttaútsending Stöðvar 2 þegar frétta- og umfjöllunarþátturinn 19.19 hefur göngu sína, með þau Helga Pétursson, Pál Magn- ússon og Valgerði Matthíasdóttur í fararbroddi. Af þessu má sjá að það er mikið að gerast í dagskrármálum stöðvanna þessa vik- una, svo ekki sé minnst á það að tuttugu kvikmyndirverða sýndará næstu sjö dögum. Sjónvarpsdagskrá bls. 2-14 Útvarspdagskrá bls. 2-14 Bíóin í borginni bls. 3 Guðað á skjáinn bls. 5 Kvikmyndaumfjöllun bls. 13/15 Myndbönd bls.13 Skemmtistaðir bls. 3 Veitingahús bls. 9/11 Tæknihomið bls. 11 Hvað er að gerast bls. 15/16

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.