Morgunblaðið - 10.09.1987, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.09.1987, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1987 B 13 mmmmmmmm matthew broderick mmmmmmmmm FERRIS BUELLER’S DAYOFF ® Dásamleg- ur skróp- dagur Gamanmynd Ferris Bueller’s Day Off ★ - ★ ★ Leikstjóri, framleiðandi og handritshöfundur: John Hug- hes Tónlist: Ira Newburn Klipping: Paul Hirsch Aðalleikendur: Matthew Brod- erick, Mia Sara, Alan Ruck, Jeffrey Jones, Charlie Shee, Cindy Pickett Bandarisk. Paramount 1986. Háskólabíó 1987. 109 mín. Öll- um leyfð. Eftir að hafa snúið á flensu- skrattann í hartnær tvo tíma eitt pestarkvöld yfir Ferris Bueller’s Day Off, var ég ákaflega þakklát- ur að hafa ekki náð henni í bíó. Því hún er sem sagt fyrsta flokks afþreying, hvernig svo sem heilsu- farið er! Broderic er hrókur alls fagnað- ar í skólanum, systur sinni og skólastjóranum til mikillar skap- raunar. Bæði blóðöfunda þau strák vegna vinsældanna svo þeg- ar hann skrópar næst hugsa þau sér gott til glóðarinnar... En Broderic hefur sínar áætlan- ir fastmótaðar. Platar vinkonu sína útúr skólanum og rekur besta vin sinn fram úr bælinu og á Ferrari pabba hans mála þau Chicago-borg í þeirra eigin litum daginn þann. Sem fyrr segir, hreint bráðskemmtileg mynd og Broderic fer á kostum í aðalhlut- verkinu og Alan Ruck gefur honum lítið eftir í hlutveri vins- ins. En Jeffreuy Jones stelur senunni sem hinn grjótfúli, illa innrætti og seinheppni skólastjóri. Myndin er vissulega svoldið brokkgeng, t.d. hefði mátt með öllu sleppa hálfvandræðalegu hlutverki Ferrari, sem fellur eng- an veginn inní létta heildarmynd- ina. Og „Twist and Shout“-atriðið minnir ansi mikið á annað betra úr Back To The Future, þegar Fox stældi Chuck Berry með mikl- um tilþrifum. En heildin er góð og kennarastofuatriðin eru sprenghlægileg, og fjári sönn, ef ég man rétt. Myndbönd Sæbjörn Valdimarsson Hænu- blundur í hádeginu Vestri From Noon Till ThereA ★ Leikstjóri, handrit: Frank D. Gilroy, byggt á eigin skáldsögu. Framleiðendur: M. J. Frankovich og Williamm Self. Tónlist: Elmer Bernstein Aðalleikendur: Charles Bron- son, Jill Ireland, Douglas Fowley, Stan Haze. Bandarísk. UA 1975. WHV/ Tefli 1987. 95 mín. Bönnuð innan 12 ára. Gamla steinfésið hefur oftar en einu sinni og oftar en tvisvar ætlað sér að fegra velkunna of- beldismynd sína, en hvorki rekið né gengið. Hér er hann reyndar í aðeins hægara tempói en endra- nær en virkar ekki sannfærandi. Myndin er gerð 1975, en á þeim árum hélt Bronsonfjölskyldan ut- an um hlutina og fniin, Jill Ireland, var þá gjaman á launa- skránni líka og var dubbuð upp í aðalkvenhlutverkið. Það hefur aldrei verið sagt um Bronson gamia að hæfíleikamir flæktust fyrir honum, hann hefur hinsveg- ar komist ótrúlega langt á eitil- hörðum karaktemum. En Ireland hefur hvorugt, enda löngu hætt að fá blómakvenhlutverkin í myndum bónda síns. Skrifaði hinsvegar ágæta bók í fyrra um harðvítuga baráttu konu — henn- ar sjálfrar — við ógnvaldinn mikla, krabbameinið. Þar hafði hún bet- ur. From Noon Till Three er gam- anvestri og vel viðunandi sem slíkur. Bronson leikur bankaræn- ingja sem milli verkefna forfærir siðprúða hefðarfrú (Ireland) milli matar og kaffí. Þegar karl hverf- ur svo af sjónarsviðinu og álitinn dauður gerir Ireland þessa eftir- miðdaga ódauðlega með því að birta greinaflokk um ástalíf þeirra. Græskulaust gaman. WMBaíMralt CABLEtHOGUE Við þjóð- veginn Vestri The Ballad of Cable Hogue ★ ★ ★ Leikstjóri: Sam Peckinpah Tónlist: Jerry Goldsmith Handrit: John Crawford og Ed- mund Penney Aðalleikendur: Jason Robards, Stella Stevens, David Warner, Strother Martin, L.Q. Jones, Slim Pickens, Peter Whitney Bandarísk. Warner Bros 1970. WHV/Tefli 1987. 117 mín. Bönnuð yngri en 12 ára. Þegar Peckinpah var ekki önnum kafínn við að salla niður mannskap- inn í myndum sínum — gjarnan í hægri hreyfíngu — og sá vart út úr augum fyrir tómatsósu, gat hann verið innilega rómantískur. Merki- legt nokk. Vott um það bera myndimar Junior Bonner og svo The Ballad of Cable Houge. Myndin hefst á því að Robards er svikinn af félögum sínum úti í eyðimörkinni og skilinn þar eftir vatns- og matarlaus. En karlinn er tómar sinar og eftir nokkra daga fínnur hann vatnsból sem á eftir að reynast honum væn féþúfa þar sem það er rétt við þjóðveginn og ekki annan deigan dropa að fá tugi mílna í báðar áttir. Þama hugnast karli vel og græðir á báða bóga á vatns- og greiðasölu. Og nóttunum eyðir hann í félagsskap fagurrar gjálífískonu. En þó svo að lífíð leiki við hann er það löngum efst í huga hans að heftia sín á skrattakollun- um sem ætluðu að láta eyðimörkina drepa hann. The Ballad of Cable Hogue er fyrst og fremst kátbrosleg ástar- saga af gleðikonunni með gullhjart- að og hins eitilharða framkvæmda- manns. Og um leið ljóðræn og fyndin lýsing á því hvemig vestrið var að tækniþróast í kringum síðustu aldamót. Gamli póstvagninn að hverfa fyrir fjórhjóluðum farar- tækjum, „sem komust áfram af sjálfu sér“, og einstaklingar eins og Cable Hogue. Myndinni er vel leikstýrt af Peck- inpah og ekki síður vel tekin af þeim vel þekkta vestra-kvikmynda- tökustjóra Lucien Ballard (Junior Bonner, The Wild Bunch, Hour of the Gun, Trae Grit, o.fl.). Þá er leikaravalið óaðfínnanlegt. Robards er Hogue, Stella Stevens hefur aldr- ei verið betri en hér, og sannar að syo virðist vera sem framleiðendur telji ljóshærðar, föngulegar leikkon- ur ekki til annars fallnar en að leika heimskingja. Og þeir vestrar sem státa af þeim ágætismönnum Slim Pickens, L.Q. Jones og Strother Martin í aukahlutverkum eru vel mannaðir! STJARNAN 7.00 Þorgeir Ástvaldsson. Morgun- þáttur. Fréttir kl. 8.00. 9.00 Gunnlaugur Helgason. Tónlistar- þáttur, stjörnufraeði, gamanmál. Fréttir kl. 10.00, og 12.00. 12.00 Hádegisútvarp. Rósa Guöbjarts- dóttir. 13.00 Helgi RúnarÓskarsson. Tónlistar- þáttur. Fréttir kl. 14.00 og 16.00. 16.10 Mannlegi þátturinn. Umsjón Jón Axel Ólafsson Tónlistarþáttur. Fréttir kl. 18.00. 18.10 íslenskir tónar. 19.00 Stjörnutíminn á FM 102,2 og 104. Gullaldartónlist. 20.00 Einar Magnús Magnússon. Popp- þáttur. 22.00 Inger Anna Aikman. Fréttir kl 23.00. 00.00 Stjörnuvaktin. ÚTVARP ALFA 8.00 Morgunstund. Guðs orð og bæn. 8.15 Tónlist. 12.00 Hlé. 13.00 Tónlistarþáttur. 19.00 Hlé. 22.00 Prédikun. Flytjandi Louis Kaplan. 22.14 Tónlist. 24.00Dagskrárlok. Næturdagskrá. Dagskrárlok. HUÓÐBYLGJAN AKUREYRI 8.00 í þótinni. Friðný Björg Sigurðar- dóttir og Benedikt Barðason komin fram í miðja viku. Þau segja frá veðri, samgöngum og líta I norölensk blöð. Fréttir kl. 08.30. 10.00 Ómar og Þráinn á tvennum tátilj- um.Óskalög, getraun og opin lina. Fréttir kl. 12.00 og kl. 15.00. 17.00 Merkileg mál. Friðný Björg Sigurö- ardóttir og Benedikt Barðason taka á málefnum líöandi stundar. Viðtals og umræðuþáttur í betri kantinum. Fréttir kl. 18.00. 19.00 Dagskrárlok. SVÆÐISÚTVARP AKUREYRI 18.03—19.00 Svæðisútvarp i umsjón Kristjáns Sigurjónssonar og Margrétar Blöndal. LC HEIMI IWirMyNDANNA Verður sýnd á næstunni í Háskólabíói: Axel Foley snýr aftur Foley og félagar hans (Judge Reinhold og John Ashton) gramsa í ólöglegfri vopnasendingu. Axel Foley snýr bráðum aftur því Háskólabíó mun sýna innan skamms sumarsmellinn Beverly Hiils Cop II (Löggan í Beverly Hills II), sem segir frá enn fleiri ævintýram Axel Foleys, svörtu löggunnar með stólpakjaftinn, sem Eiddie Murphy hefur gert að mesta söluvamingi síðan E.T. náði heim. Það er sama fólkið sem stendur að baki nýju löggumyndarinnar og gerði hina fyrri nema í þetta skipti leikstýrir Bretinn Tony Scott en ekki Martin Brest. Fram- leiðendumir era sem fyrr þeir Don Simpson og Jerry Bruckheimer og auk Murphys leika þeir Judge Reinhold, John Ashton og Ronny Cox aftur lögreglumenn og kunn- ingja Foleys. Nýir leikarar era m.a. Brigitte Nielsen, sem nýlega kvaddi Sylvester Stallone fyrir fullt og allt, og Dean Stockwell, sem leikið hefur hvert aukahlut- verkið á fætur öðra eftir að hann sneri ser aftur að kvikmyndaleik eftir langt hlé í mynd Wim Wend- ers, Paris-Texas. I sinni fyrstu ferð til Kalífomíu leitaði Foley að morðingjum vinar síns og gerði meiri hávaða og læti en hin rólega lögregludeild í Beverly Hills hafði nokkra sinni orðið vitni að. í „Cop 11“ er Foley kominn aftur til Detroit en heldur sambandi við góðvini sína úr Be- verly-löggunni, Bogomil (Cox), Rosewood (Reinhold) og Taggart (Ashton). Þegar hann fréttir að félagar hans séu í alvarlegum málum og að kapteinninn þeirra hafí verið lífshættulega særður, snýr Axel Foley aftur til Beverly Hills, áður en nokkur getur sagt „Svei þér“, að hjálpa vinum sínum. „Foley er persóna sem ég gæti leikið endalaust," segir Eddie Murphy og það efast enginn um það. Allra síst framleiðendumir Simpson og Brackheimer, sem gert hafa nokkrar af söluhæstu myndum veraldarinnar (Flash- dance, Beverly Hills Cop, Top Gun). „Ástæðan fyrir þvi að við gerðum framhaldsmyndina er sú að fyrsta myndin skemmti svo mörgu fólki og hafði svo stórkost- legt skemmtigildi að okkur fannst við skulda áhorfendum aðra," seg- ir Brackheimer. Sem leikstjóri metsölumyndarinn- ar Top Gun frá síðasta sumri hafði leikstjórinn Tony Scott getið sér gott orð í Hollywood og notið vel samstarfsins við þá Simpson og Brackheimer. Hann hafði áhuga á að vinna með Eddie Murphy og þegar hann frétti að verið væri að íhuga aðra löggu- mynd bað hann um að fá að hitta hann. „Simpson, Brackheimer og ég heimsóttum Eddie í risastórt hús hans í New Jersey," segir Scott og brosir þegar hann segir frá Eddie Murphy sem Alex Foley; kjaftfor og dúndurskemmtileg- ur. heimsókninni til hans hátignar. „Eddie var í ballskák og ég fór að segja honum frá hugmyndun- um sem ég hafði um Beverly Hills Cop II og reyndi að yfirgnæfa Prince sem var á fóninum. Eddie spilaði og fylgdist með mér og eftir nokkra leiki hafði hann sam- þykkt mig.“ Eddie ræður. Hann er gull- drengurinn sem fólkið fer að sjá og ætlar aldrei að fá nóg af. Það er aldrei að vita hvað löggumynd- imar úr Beverly Hills eiga eftir að verða margar en eins og þeir sem gera framhaldsmyndimar í Hollywood era vanir að segja: Það er ástæðulaust að hætta á meðan vel gengur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.