Morgunblaðið - 10.09.1987, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1987
B 11
Tæknihornið
Er evrópsk tónlistar-
rás borin von?
Tónlistarrásin MTV sem
hvað vinsælust hefur orðið í
Bandaríkjunum, hefur haldið
innreið sína í Evrópu. í stór-
blöðunum á meginlandinu og á
Bretlandseyjum hefur þessi
nýja sjónvarpsrás hlotið meiri
umfjöllun en nokkur önnur af
öllum þeim arágrúna nýrra
sjónvarps- og gervihnattarása
sem hafa verið að hellast yfir
álfuna síðustu misseri. Og iðu-
lega hefur sú umfjöllun verið
óvægnari en dæmi eru til áður.
Spumingin sem allir velta fyrir
sér um þessar mundir er hvort
MTV í Evrópu geti vænst sömu
viðtaka og hún hefur notið í
Bandaríkjunum. Gervihnattasjón-
varp er annars eðlis en hamborg-
arar eða gallabuxur, segja menn
og benda á að aðstæður í Evrópu
séu talsvert öðru vísi heldur en í
Bandaríkjunum. MTV er líkt og
í Bandaríkjunum fyrst og fremst
ætluð kapalstöðvum, sem eiga
síðan að dreifa tónlistarefninu
áfram til hins almenna neytenda.
Kapalheimurinn í Evrópu telur
hins vegar ekki nema í hæsta lagi
um 12 milljónir heimila. Sú tala
fer að vísu hækkandi þótt hæg-
fara sé. Sky Channel er útbreidd-
asta sjónvarpsrásinn á þessum
sam-evrópska markaði, og er
dreift til 3/4 þeirra heimila í Evr-
ópu sem hafa einhvers konar
kapaltengingu. Engu að síður er
hún enn rekin með bullandi tapi.
Aður hefur verið gerð tilraun til
að halda úti tónlistarrás á þessum
markaði, þar sem var Music Box
sem átti afar misjöfnu gengi að
fagna og var loks yfirtekin af
Super Channel. Það er sjónvarps-
rás í eigu allra óháðu sjónvarps-
stöðvanna bresku — nema einnar
— auk Virgin samsteypunnar og
er orðin helsti keppinautur Sky
Channel, þrátt fyrir ómælda byij-
unarörðugleika. En að öllu þessu
athuguðu er varla að undra þótt
menn hafi efasemdir um viðgang
MTV í Evrópu.
Bölsýnismennimir eru ekki síst
úr röðum þeirra sjónvarpsmanna
sem sjálfir hafa reynslu af því að
halda úti tónlistarrás í álfunni.
Þannig segir Jochen Krone, dag-
skrárstjóri þýsku KMP tónlistar-
rásarinnar, að ekki sé markaður
fyrir sjónvarpsrás í Evrópu sem
fyrst og fremst byggi dagskrá
sína á tónlistarmyndböndum. Þess
vegna hefur KMP tónlistarrásin
verið að breikka dagskrárframboð
sitt að undanförnu og bætt inn í
dagskrána fréttainnskotum auk
stuttra þátta um kvikmyndir, tölv-
ur, heilsurækt og íþróttir.
„Tónlistarmyndbönd geta skil-
að árangri sem uppistöðuefni
sjónvarpsrásar og gegna mikil-
væguhlutverki meðan verið er að
byggja upp áhorfendahópinn,"
segir Krone. „En að því búnu er
nauðsynlegt að breikka dagskrá-
efnið, ef ætlunin er að ná í
einhverjar auglýsingatekjur. Tón-
listarmyndböndin eru einfaldlega
ekki lengur sú nýlunda sem þau
voru í eina tíð.“
Ef til vill er þama komið að
kjama málsins. MTV hóf útsend-
ingar árið 1981 og innan fimm
ára hafði það náð til um 30 millj-
ón kapalvæddra heimila um
gervöll Bandaríkin. Horfi menn í
blindni á þessa bandaríksu for-
skrift, líta menn jafnframt fram
hjá þeirri sögulegu stöðu sem tón-
listarmyndböndin hafa í dagskrá
þessarar stöðvar. Staðreyndin er
nefnilega sú að þegar MTV var
hleypt af stokkunum, þá var hún
eina sjónvarpsrásin sinnar teg-
undar sem eingöngu sýndi tónlist-
armyndbönd. Hún mddi brautina
og byggir því á traustum gmnni.
Reyndar má segja að MTV hafi
verið megin hvati þeirrar grósku
sem síðar hljóp í iðnaðinn í kring-
um tónlistarmyndböndin og brátt
var svo komið að einstök lög, sem
þóttu líkleg til vinsælda, urðu að
fást sýnd í formi tónlistarmynd-
banda á MTV, ef nokkur von átti
að vera til þess að þau slægju í
gegn á vinsældarlistunum vestan
hafs.
Síðan hefur vemleg breyting
orðið hér á. Nú þegar MTV er
að reyna festa rætur í Evrópu,
kemur þessi sjónvarpsrás inn á
markað, þar sem fyrir em tvær
gervihnattarásir, Sky og Super
Channel, sem báðar sýna mikið
af tónlistarmyndfcöndum og enn
önnur, KMP tónlistarrásin þýska,
þjónar þeim mikilvæga markaði
að miklu leyti með dagskrá sem
byggist á tónlistarmyndböndum.
Að auki er á Ítalíu rekin sjón-
varpsstöð sem sjónvarpar tónlist-
armyndböndum allan sólarhring-
inn og í Frakklandi hafa menn
farið áþekkar leiðir með TV6.
Þar fyrir utan em flestar sjón-
varpsstöðvar í álfunni með einn
eða fleiri þætti byggða á tónlistar-
myndböndum, líkt og við þekkjum
hér heima. Svo má ekki gleyma
hvemig fór fyrir Músík Boxinu,
ensku gervihnattarásinn sem
sendi út tónlistarmyndbönd allan
sólarhringinn með nákvæmlega
sama hætti og MTV gerir í Banda-
ríkjunum. Hún má nú muna sinn
fífil fegurri og þola það að stöð-
ugt er verið að rýra hlut hennar
í þeim heildar dagskrárjiakka sem
sendur er út í nafni Super Chann-
el.
„MTV stendur frammi fyrir
nákvæmlega sömu erfiðleikunum
og Músík Boxið," segir Richard
' Hooper, framkvæmdastjóri Super
Channel. „Þeir em í því fólgnir
að hið evrópska heimilaumhverfi
er ekki nógu stórt til að standa
undir þemadagskrám af þessu
tagi.“
Mark Booth, framkvæmda-
Elton John ræsir MTV í Evrópu með hvelli — sem sumir ætla
að verði púðurreykurinn einn.
stjóri MTV í Evrópu vísar þessu
hins vegar á bug. Hann heldur
því fram að erfíðleikár Músík
Boxsins hafí falist í slakri stjórnun
og lélegri markaðsfærslu. „Það
hafa verið gerðar þúsundir til-
rauna til að setja á laggimar
tónlistarrásir um allan heim. En
MTV virkar."
Booth bendir á MTV eigi gífur-
legt safn af teiknimyndum með
tónlistarefni og tónleikaupptökum
ásamt annars konar popp-tengdu
dagskráefni, þar sem evrópska
rásin geti leitað fanga. Þess vegna
verði dagskrárkostnaður hennar
ekki nema brot af því sem Músík
Boxið þurfti að bera.
En fleiri efasemdir um framtíð
MTV í Evrópu koma fram í tímrit-
inu Cable & Satellite Europe sem
þessi pistill er aðallega byggður
á. Þar er m.a. vikið að eigenda-
hlutfóllum í MTV í Evrópu.
Bandaríska fyrirtækið Viacom,
aðaleigandi MTV í Bandaríkjun-
um, á þannig ekki nema 25% í
evrópsku tónlistarrásinni. Breska
póst- og símamálaþjónustan á
önnur 24% en meirihlutinn eða
51% er í eigu breska Qölmiðla-
kóngsins Robert Maxwell. Með
því að hafa þetta form á eignarað-
ildinni er ætlunin að koma í veg
fyrir að útsendingar MTV komist
í kast við gildandi fjarskipta- og
útvarpslög bæði innan Evrópu-
bandalagsins og innan einstakra
Evrópubandalagslanda. Cable &
Satellite bendir hins vegar á að
þátttaka Maxwells í þessu fyrir-
tæki geti þó reynst tvíbent.
Síðasta stórframtaki Maxwells á
vettvangi prentmiðla, London
Daily News, var hætt eftir aðeins
5 mánaða útgáfutíma, þrátt fyrir
að hann hafi verið búinn að heita
þvi að veita blaðinu þriggja ára
aðlögunartíma til að ná þeirri
markaðsfótfestu sem þyrfti til að
það stæði undir rekstrinum. Þetta
þykir tímaritinu benda til þess að
Maxwell sé ekki þeirrar gerðar
að nenna að halda úti fyölmiðli sem
ekki skilar honum fljótlega ein-
hveijum afrakstri.
Sú reynsla sem þegar er fengin
af kapal- og gervihnattastjóm-
varpi í Evrópu sýnir að sá afrakst-
ur er einatt lengra undan en
bjartsýnismennimir hafa talið.
Björn Vignir Sigurpálsson
t
Þórs Salvarssonar og Guðrúnar Gunn-
arsdóttur. Meðal efnis: Listamaðurinn
bak við breiöskifu vikunnar — Óskalög
yngstu hlustendanna — Matarhornið
— Tónlistargetraun.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 Á milli mála. Umsjón: Gunnar
Svanbergsson og Hrafnhildur Hall-
dórsdóttir.
Fréttir sagðar kl. 15.00 og 16.00.
16.05 Hringiöan. Umsjón: Broddi
Broddason og Erla B. Skúladóttir.
Fréttir sagðar kl. 17.00 og 18.00.
17.45 Lýst leik ÍA og sænska liösins
Kalmar í Evrópukeppni bikarhafa á
Akranesi.
19.30 Strokkurinn. Umsjón: Kristján Sig-
urjónsson. (Frá Akureyri.)
Fréttir sagðar kl. 22.00.
22.07 Háttalag. Umsjón: Gunnar Salv-
arsson. Fréttir sagðar á miðnætti.
00.10 Næturvakt útvarpsins. Gunnlaug-
ur Sigfússon stendur vaktina til
morguns.
BYLGJAN
7.00 Stefán Jökulsson og morgunbylgj-
an. Fréttir kl. 7.00, 8.00 og 9.00.
9.00 Valdis Gunnarsdóttir á léttum
nótum. Afmæliskveöjur og spjall.
Fréttir kl. 10.00 og 11.00.
12.00 Fréttir.
12.10 Páll Þorsteinsson á hádegi. Létt
tónlist. Fréttir kl. 13.00.
14.00 Ásgeir Tómasson og síðdegis-
poppið. Fréttir kl. 14.00, 15.00 og
16.00.
17.00 Hallgrímur Thorsteinsson i
Reykjavík síðdegis. Fréttir kl. 17.00.
18.00 Fréttir.
19.00 Anna Björk Birgisdóttir með tón-
list og spjall. Fréttir kl. 19.00
21.00 Sumarkvöld á Bylgjunni með Þor-
steini Ásgeirssyni.
24.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. Um-
sjón: Bjarni Ólafur Guðmundsson.
Tónlist og upplýsingar um veöur og
flugsamgöngur.
/ FM102.2
STJARNAN
7.00 Þorgeir Ástvaldsson.
8.00 Fréttir.
9.00 Gunnlaugur Helgason. Tónlist
o.fl. Fréttir kl. 10.00 og 12.00.
12.00 Rósa Guöbjartsdóttir. Hádegisút-
varp.
13.00 Helgi Rúnar Óskarsson. Tónlistar-
þáttur. Fréttir kl. 14.00 og 16.00.
16.00 „Mannlegi þátturinn". Jón Axel
Ólafsson. Spjall og tónlist. Fréttir kl.
18.00.
18.00 íslenskirtónar. íslenskdægurlög.
19.00 Stjörnutíminn. Ókynnt rokktónlist.
20.00 Helgi Rúnar Óskarsson kynnir lög
af breska vinsældarlistanum.
21.00 Islenskir tónlistarmenn leika sin
uppáhaldslög. I kvöld: Friörik Karlsson
gitarleikari.
22.00 Árni Magnússon. Tónlistarþáttur.
Fréttir kl. 23.00.
00.00 Stjörnuvaktin.
ÚTVARP ALFA
8.00 Morgunstund, Guðs orð, bæn.
8.15 Tónlist.
12.00 Hlé.
13.00 Tónlistarþáttur.
19.00 Hlé.
22.00 Prédikun. Flytjandi Louis Kaplan.
22.15 Tónlist.
24.00 Næturdagskrá. Dagskrárlok.
HUÓÐBYLGJAN
AKUREYRI
8.00 í bótinni. Friðný Björg Sigurðar-
dóttir og Benedikt Barðason verða
með fréttir af veðri og samgöngum.
Auk þess lesa þau sögukorn og fá til
sín fólk í stutt spjall. Fréttir kl.08.30.
10.00 Á tvennum tátiljum. Ómar Péturs-
son og Þráinn Brjánsson sjá um
þáttinn. Þriöjudagsgetraun, uppskrift-
ir, óskalög. Fréttir kl. 12.00 og 15.00.
17.00 Gamalt og gott. Pálmi Guð-
mundsson spilar lög sem voru vinsæl
á árunum 1955-77. Fréttir kl 18.00.
19.00 Dagskrárlok. Þættinum Gamalt
og gott framhaldið. Dagskrárlok.
SVÆÐISÚTVARP
AKUREYRI
18.03—19.00 Umsjónarmenn svæðis-
útvarps eru Kristján Sigurjónsson og
Margrét Blöndal.
Sjónvarpið;
A
ystu nöf
M Nýr breskur spennu-
25 mjmdaflokkur hefur
““ göngu sína í Sjón-
varpinu í kvöld. Hann nefnist A
ystu nöf (Eidge og Darkness)
og fjallar um lögreglumann sem
missir dóttur sína. Hann kemst
að því að margir af hennar fé-
lögum hafa horfið s[iorlaust. Þó
ólíklega kunni að hljóma verður
það til þess að hann fer að kanna
afdrif úrgangs frá Iqamorkuver-
um.
Leikarar í þáttunum sem eru
sex talsins, eru Bob Peck og Jon
Don Baker, en leikstjóri þeirra
er Martin Cambell, sem gerði
þættina eftir sögu Troy Kennedy
Martin. Þýðandi er Kristmann
Eiðsson.
VEITINGAHÚS
inn og stendurtil að bæta kínversku
kökubakkelsi á matseðilinn. Síminn er
16513 og matreiðslumeistari hússins er
Gilbert Yok Peck Khoo. Hægt er að kaupa
mat til að fara með út af staðnum.
SÆLKERINN
Austurstraati 22
(talskur matur er framreiddur i Sælkeran-
um og er opið þar alla virka daga og
sömuleiðisum helgarfrákl. 11.30—23.
30. Síminn er 11633 og matreiöslumeist-
ari hússins sá sami og ræður rikjum í
Kvosinni, Francois Fons. Hægt erað
kaupa pizzur og fara með út af staönum.
KRÁR OQ VEITINOAHÚS MEO
LENGRIOPNUNARTÍMA:
A. HANSEN
Vesturgata 4, Hafnarfjörður
Áveitingahúsinu A. Hansen er opið alla
daga frá kl. 11.30 -12.30 á virkum dög-
um. en til kl. 03.00 á föstudags- og
laugardagskvöldum. Eldhúsinu er lokað
kl. 22.30. Lifandi tónlist er á staönum
um helgar. Borðapantanir eru í síma
651693. Matreiðslumeistari hússins er
Steinar Daviðsson. Meðalverð á fiskrétti
er kr. 550 og á kjötrétti kr. 850.
DUUS-HÚS
Fischerssund
Á Duus-húsi er opið alla daga nema
sunnudaga, frá kl. 11.30 - 14.30 og frá
kl. 18.00 - 01.00 á virkum dögum, en
til kl. 03.00 á föstudags- og laugardags-
kvöldum. Eldhúsinu lokar kl. 21.00 á
virkum dögum og kl. 22.00 á föstudags-
og laugardagskvöldum, en fram til kl.
23.30 eru framreiddar pizzur öll kvöld.
Um helgar er diskótek á neðri hæð húss-
ins, en á sunnudagskvöldum er svokall-
aður „Heiti pottur" á Duus-húsi, lifandi
jasstónlist. Síminn er 14446.
FÓGETINN
Aðalstræti 10
Á Fógetanum er opiö alla virka daga frá
kl. 18.00-01.00 ogá föstudags- og
laugardagskvöldum til kl. 03.00 en eld-
húsið er opið til kl. 23.00. Síminn er
16323.
GAUKURÁSTÖNG
Tryggvagata 22
Á Gauki á Stöng er opið alla virka daga
frákl. 11.30-14.30 ogfrákl. 18.00-
01.00 og til kl. 03.00 áföstudags-og
laugardagskvöldum. Eldhúsið er opiö til
kl. 23.00, en eftir það er i boði næturmat-
seðill. Lifandi tónlist er oftast á Gauki á
Stöng á sunnudögum, mánudögum,
þriðjudögum og miövikudögum frá kl.
22.00. Siminn er 11556.
HAUKURí HORNI
Hagamelur 67
Haukur í Horni er opinn alla virka daga
frá kl. 18.00 - 23.30 og á föstudags-og
laugardagskvöldum til kl. 01.00. Eldhúsiö
er opiö öll kvöld til kl. 22.00, en smárétt-
ir eru í boði eftir það. (hádeginu á
laugardögum og sunnudögum eropið
frá kl. 11.30 -14.30. Lokaö i hádeginu
aðra daga. Síminn er 26070.
HRAFNINN
Skipholt 37
Veitingahúsið Hrafninn er opið alla virka
dagafrákl. 18.00-01.00ogáföstu-
dags-og laugardagskvöldum til kl. 03.00,
en þau kvöld er einnig i gangi diskótek.
Eldhúsinu er lokað um kl. 22.00. Síminn
er 685670.
ÖLKELDAN
Laugavegur 22
í ölkeldunni er opið alla virka daga frá
kl. 18.00 - 01.00 og á föstudags- og
laugardagskvöldum til kl. 03.00. Eld-
húsinu er lokað kl. 22.00, en smáréttir
í boði þar á eftir. Gestum hússins er
boðið upp á að spreyta sig við talfborðið,
í pilukasti, Backgammon eða þá að taka
í Bridge-sagnaspil. Þá eru enfremur
myndlistarsýningar i Ölkeldunni og sýnir
Alexanderverk sín þarnú. Síminn er
621034.
ÖLVER
Glæsibær
í Ölveri er opið daglega frá kl. 11.30 -
14.30ogfrákl. 17.30-01.00ávirkum
dögum og til kl. 03.00 á föstudags- og
laugatdagskvöldum. Eldhúsinu lokar um
kl. 22.00. Lifandi tónlist er um helgar.
Síminner 685660.