Morgunblaðið - 10.09.1987, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 10.09.1987, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1987 B 7 Stöð 2: Olympíuleikar þroskaheftra ■■ Stöð 2 sýnir í kvöld 00 dagskrá frá opnunar- “ hátð Ólympíuleika þroskaheftra 1987, en þeir eru árlega haldnir í Bandaríkjunum og taka um 5.000 böm frá 73 löndum þátt í leikunum. Á hátíð- inni kemur fram fjöldi frægra leikara og skemmtikrafta og má m.a. nefna Clint Eastwood, Jane fonda, John Ritter, Amold Swarz- seneger, Whitney Houston og John Denver. Allur ágóði leikanna rennm til líknarstarfsemi. ■■ Kvikmynd kvöldsins 55 nefnist Ég Natalie og bandarísk. Hún fjallar um átján ára gamla stúlku sem hefur ekki háar hugmyndir um sjálfa sig, finnst hún ófríð og klaufaleg. Hún flytur frá fjöl- skyldunni í listamannahverfí í New York. Með aðalhlutverk fara Patty Duke, James Farentino og A1 Pacino, en leikstjóri er Fred Coe. Sjónvarpið: Dauðar sálir ar sálir, gerður eftir samnefndu ljóði Nikolaj Gogol. Sagan segir frá ungum athafnamanni, Chic- hikov, sem hyggst auðgast á því að versla með líf fátækra leigu- liða, leiguliða sem eru lifandi en þó dauðir. í þessu skyni ferðast Chichikov um landið og reynir að ná samningum við óðalseigendur. Með aðalhlutverk fara A. Tro- fimov, A. Kalygin og Yu Boga- tyryov, en þýðandi þáttanna er Ámi Bergman. ■■■■ Þáttur um íslenska OA55 skákmeistara og "D” skáklíf er á dagskrá Sjónvarpsins í kvöld og neftiist hann Manntafl. í þættinum er fylgst með meisturunum við skák- rannsóknir, á ferðalögum og í keppni og reynt að ráða í drauma þeirra og tilfinningar við skák- borðið. ■■i^H Þvi næst hefur göngu 91 25 sína nýr sovéskur myndaflokkur, Dauð- íþróttaþáttum fjölgað íþróttaumfjöllun efld í vetur hjá Stöð 2 og Sjónvarpinu Línur í vetrardagskrám sjón- varpsstöðvanna em nú óðum að skýrast, eins og reyndar hefur þegar komið fram í umfjöllun hér í blaðinu, bæði hvað varðar fram- haldsþætti til áramóta og innlenda dagskrárgerð. Einn hluti inn- lendrar dagskrárgerðar, sem þó er ekki að öllu leyti innlendur em íþróttaþættimir, sem þeir Bjami Felixsson hjá Sjónvarpinu og Heimir Karlsson hjá Stöð 2 stýra. Það ætti að gleðja íþróttaunnend- ur að báðir umsjónármannanna kveða eflinu íþróttaþátta og lengri útsendingartíma á íþróttaefni vera á vetrardagskránni. „í stómm dráttum má lýsa íþróttaumfjölluninni svo, að við ráðgemm að fjölga íþróttaþáttum úr fjómm í fímm í vetur,“ segir Heimir Karlsson. „Fyrirkomulagið verður þannig að á sunnudögum verður bandaríska knattspyman á dagskrá í klukkustundar löngum þætti frá NFL-deildinni. Á mánu- dögum og fímmtudögum ætlum við að gera íslenska handknatt- leiknum skil í íþróttaþáttum og á þriðjudögum verður blandaður þáttur, byggður á erlendum íþróttaviðburðum. Körfubolti í bandarísku NBA-deildinni verður svo í þáttum á laugardögum, en keppnin hefst um miðjan nóvem- ber, um svipað leyti og við ljúkum sýningu golfþáttanna. Þetta er aukning um einn þátt, en þar að auki verður talsvert meiri aukning á íþróttaefni og íþróttafréttum á Stöð 2, þar sem við verðum með íþróttafréttir daglega, í tengslum við fréttatíma." Hjá Sjónvarpinu er ráðgert að auka íþróttaumfjöllun, en með nokkuð öðru sniði en hjá Stöð 2. „Við komum ekki til með að vera með afmarkaða íþróttaþætti, heldur langa og blandaða, eins og verið hefur," segir Bjami Felix- son. „Hins vegar verður reynt eftir mætti að auka beinar útsend- ingar frá íþróttaviðburðum og þær koma þá inn í dagskránna á mismunandi stöðum, en ekki í föstum þáttum. Það eina sem verður alltaf á sínum stað er knattspyman, annars vegar sú enska og hins vegar sú ítalska," segir Bjami, en Sjónvarpið fær erlent íþróttaefni til sýningar í gegnum aðild sína að Eurovision. GARÐABÆR BREIÐH0LT • HAFNARFJÖRÐUR STÍGDU SKREFID TILFULLS! 14 september byrjum við haustnámskeið í jassballett, moderndansi, steppi og barnadönsum 4-6 ára. Kennarar verða Hafdís Jónsdóttir og gestakennari frá NewYork. LJÓSABEKKIR GUFA ® NUDDP0TTUR DANSSTÚOÍÓ DÍSU DANSNEISTINN Smiösbúó 9, Garðabæ rétt við nýju Reykjanesbrautina. Fétagi i F.Í.D.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.