Morgunblaðið - 10.09.1987, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.09.1987, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1987 B 3 SKEMMTISTAÐIR ABRACADABRA Laugavegur116 Skemmtistaðurinn Abracadabra erdag- lega opinnfrá hádegi til kl. 01.00. Austurlenskur matur er framreiddur á jarðhæðinni til kl. 22.30, en I kjallaranum er opiö frá kl. 18.00 og til kl. 03.00 um helgar. Kl. 22.00 erþardiskótek. Enginn aðgangseyrir er á fimmtudögum og sunnudögum.Siminner 10312. y^sSssí. Artún Vagnhöfðl 11 I Ártúni er leikur hljómsveitin Danssporið, ásamt söngkonunni Kristbjörgu Löve, gömlu dansana á föstudagskvöldum til frá 21.00—03.00, en á laugardagskvöld- um mætir sama hljómsveit og söngkona til leiks frá kl. 22.00—03.00 og eru þá bæði nýju og gömlu dansarnir. Síminn er 685090. HÓTELBORG Pósthúastræti 10 Tónleikar eru á Hótel Borg á fimmtudags- kvöldum, frá kl. 21.00. Áföstudag- og laugardag er diskótek frá kl. 21.00— 03.00, en gömlu dansarnir á sínum stað á sunnudagskvöld, frá kl. 23.00—01.00 HÓTELESJA Suðurlandsbraut 2 Á skemmtistaönum Skálafelli á Hótel Esju leikur Guðmundur Haukur á orgel fyrir gesti. Skálafell er opiö fimmtudaga til sunnudaga frá 19.00—00.30. Aðra daga er opiö frá kl. 19.00—23.30. Síminn er 82200. BROADWAY Álfabakki 8 Hljómsveit Siggu Beinteins leikur [ Broad- way á föstudagkvöld, en á laugardags- kvöld re sýningin Allt vitlaust og tekur svo hljómsveit Siggu Beinteins við að henni lokinni. Aldurstakmark í Brodway erísumar 18 ára. Síminner 77500. CASABLANCA Skúlagata 30 Diskótek er i Casablanca á föstudags- og laugardagskvöldum frá kl. 22.00— 03.00. ITR9PA EVRÓPA Borgartún 32 Diskótek er á föstudags- og laugardags- kvöldum frá kl. 22.00-03.00. GLÆSIBÆR Álfheimar 74 Hljómsveit hússins leikur í Glæsibæ á föstudags og laugardagskvöldum frá kl. 23.00-03.00. Síminn er 686220. HOLLYWOOD Ármúla 6 Leitin að týndu kynslóðinni heldur áfram með í Hollywood um helgina. Hljómsveit leikur fyrir dansi, auk þess sem diskótek týndu kynslóðarinnarveröurí gangi með tónlist frá 7. áratugnum, bæði á föstu- dags-og laugardagskvöld. Borðapantan- ireru ísíma 641441. MÍMIS BAR HÓTELSAGA Hagatorg Dansleikir eru i Súlnasal Hótels Sögu á föstudags- og laugardagskvöld frá kl. 22.00—03.00 og er það hljómsveit Grét- ars örvarssonar sem leikur fyrir dansi. Á Mímisbar er svo leikin létt tónlist fyrir gesti frá kl. 22.00—03.00. Síminn er 20221. LENNON Auaturvöllur Diskótek er i Lennon á föstudags- og laugardagskvöldum frá kl. 20.00—03.00 og er þá aögangseyrir enginn til kl. 23.00 Á öðrum dögum er diskótek frá kl. 20.00 -01.00. Síminn er 11322. SIGTÚN Suðurlandsbraut 26 Diskótekið er opið í Sigtúni á föstudags- og laugardagskvöldum frá kl. 22.00— 03.00, en á laugardagseftirmiödögum er þar skemmtidagskrá fyrir eldri borgara frá kl. 14.00, m.a. dans, matur, félags- vist, skemmtiatriöi. Síminn er 681330. CAFÉ . ií \ BRAUTARHOLTI20. ÞÓRSCAFÉ Brautarholt 20 Hljómsveit Stefáns P. leikur í sumar á efri hæðinni á föstudags- og laugardags- kvöld, auk þess sem gestahljómsveitir leika stundum um helgar. Á neðri hæð- inni er svo í gangi diskótek frá kl. 22.00 - 03.00 sömu kvöld. Síminn er 23333. Sjónvarpið; Garland og Amos ■■■■ Aðdáendur leikkon- OA40 unnar og söngkonunn- ar bandarísku, Judy Garland fá tækifæri á að beija stjömunna augum á skjánum í kvöld, en þá sýnir Sjónvarpið bresk/bandaríska heimildarmynd, sem nefnist Judy Garland í leift- ursýn (Impressions of Judy Garland). Þess má geta að ein mynda hennar er einnig á dag- skrá Sjónvarpsins 19. september nk. ■I Að loknum þættinum 40 um Garland kemur Derrik á skjáinn og leysir eina sakamálagátuna enn, en að honum loknum hefst kvik- mynd kvöldsins. Hún er bandarísk frá árinu 1985 og nefnist Amos, með Kirk Douglas, Elisabeth Montgomery og Dorothy McGuire í aðalhlutverkum. Amos er fyrrum hornabolta- stjama, sem fer á elliheimili eftir lát konu sinnar í slysi, sem gerði Amos örkumla þannig að hann á erfítt um gang. Á elliheimilinu finnur Amos vináttu og dálítla rómantík, en hann kemst einnig að raun um að forstöðukonan er ekki öll þar sem hún er séð og gmnar hana um að myrða vist- menn. Erfíðlega gengur þó að sanna þann grun. Leikstjóri myndarinnar er Michael Tuchner. Þýðandi er Birgir Sigurðsson. Sjónvarpsvísir Stöðvar 2 Dagskrárblað Stöðvar 2, eða Sjónvarpsvísir eins og menn þar á bæ hafa kosið að kalla það, hefur göngu sína í dag. Um er að ræða veglegt 72 síðna tímarit, sem fyrst og fremst er sniðið utan um dagskrá Stöðvar 2, og á eftir að stækka enn, að sögn ritstjóra þess, Ásthildar Bemharðsdóttur. „Sjónvarpsvísirinn er dagskrár- kynning númer eitt, tvö og þrjú, þ.e. dagskrá Stöðvar 2 mánuð í senn og kynning á hápunktum efnisins þann tíma,“ segir Ásthild- ur. „Auk þess era i blaðinu heilmargar greinar sem tengjast Stöð 2 og dagskránni. Síðan ætl- um við að vera einnig með greinar sem era Stöð 2 óviðkomandi, þannig að sjónvarpsvísirinn verð- ur einnig eins konar tímarit almenns eðlis þegar fram í sækir. í fyrsta tölublaðinu, sem nær yfír dagskránna frá 14. september til II. október, er þó alfarið efnis- umfjöllun tengd Stöð 2. Þar má nefna ávarp sjónvarpsstóra, Jóns Óttars Ragnarssonar, grein Páls Baldvins Baldvinssonar um haust- dagskránna, grein Bjöms Bjöms- sonar um innlenda dagskrárgerð, grein um þýska myndaflokkinn Heimat og aðra um breska heim- ildarmyndaflokkinn Mannslíka- mann. Þá skrifar Sighvatur Blöndal um áskriftarkerfí Stöðvar 2 og Goði Sveinsson um það hvemig áskriftarsjónvarp virkar og ýmislegt annað er að fínna. Inn á milli er svo léttara efni og í framtíðinni eins og stjömuspá og umfjöllun um erlendar sjón- varpsstjömur sem áhorfendur Stöðvar 2 kannast við og í framtí- ðinni ráðgeri ég að vera með raddir lesenda á síðum sjón- varpsvísins," segir Ásthildur. Sjónvarpsvísirinn er prentaður á plastpappír og kemur út í 35.000 eintökum. Þeim verður dreyft til áskrifenda Stöðvar 2 ókeypis, auk þess sem blaðinu verður dreyft í lausasölu. „Það er auðvitað mikið mál að gefa út svona blað og ákveða dagskránna mánuð fram í tímann. Talsverð breyting frá því að vera með vikudagskrá allt- af og þetta þýðir ýmiskonar breytingar hér innanhúss varð- andi niðurröðun dagskrár. Með slíkum breytingum er hægt að festa svo langa dagskrá fram í Ásthildur Bernharðsdóttir, rit- stjóri sjónvarpsvísis Stöðvar 2 með fyrsta tölublaðið, sem kemur út i dag. tímann, þannig að fyrsta vikan sé jafn áræðanlega og sú síðasta sem blaðið nær yfír og fólk þarf ekki að óttast breytingar á dag- skránni," segir Ásthildur Bem- harðsdóttir, ritstjóri sjónvarpsví- sis Stöðvar 2. S3SSBSS 20.800 «'9r'_ 16.880«W^_ meö''Ys^ 85x50x64W- 14.165 »<9r- KÆLISKAPAR A KJARAVERÐI frá Blomberg Við fengum sóra send- ingu á hagstæðu verði. Við bjóðum þér að njóta þess með okkur. Verðið er kjarabót. Útborgun frá 5000. Verið velkomin — Bílastæði við dyrnar. ///' Einar Farestveit &Co.hf. Borgartún 28, sími 91-622900.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.