Morgunblaðið - 10.09.1987, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1987
B 9
VEITINGAHUS
VEITINGAHUS
Efmenn ætla að gera sér
dagamun og setjast að snæð-
ingiíeinhverju veitingahúsi á
höfuðborgarsvæðinu er
vissulega afnógu að taka.
Hér er birtur listi yfir veitinga-
hús með vínveitingaleyfi og
erí mörgum tilvikum ráðlegt
að panta borð fyrirfram.
VEITINGAHUS MEO
VÍNVEITINGALEYFI
ALEX
Laugavegur126
ALEX er opiö alla daga nema sunnudaga
frá kl. 11.30—23.30 og er eldhúsinu lok-
að kl. 23.00. Borðapantanir í síma
24631. Matreiðslumeistari hússins er
Sigurþór Kristjánsson. Meðalverð á fisk-
rétti er kr. 640 og kjötrétti kr. 1000.
ARNARHÓLL
Hverfisgata 8-10
Á Arnahóli er opið yfir sumartlmann frá
kl. 17.30—23.30, eneldhúsiö lokarkl.
22.30. Matseðill er a la carte, auk sér-
réttaseðla með allt frá þremur til sjö
réttum. Borðapantanirísíma 18833.
Matreiðslumeistari hússins erSkúli
Hansen. Meðalverð á fiskrétti er kr. 900
og á kjötrétti kr. 1200.
BAKKI
Lækjargata 8
Á Bakka er opiö daglega frá kl. 11.30—
14.30 og frá 18.00—10.30, en kaffiveit-
ingar eru í boði á milli matmálstíma.
Borðapantanireru ísíma 10340. Meöal-
verð á fiskrétti er kr. 800 og á kjötrétti
kr. 1000.
VERIÐ VELKOMIN
HÓTEL LOFTLEIÐIR
FLUGLFIDA JSlLÓFFL
BLÓMASALUR
Hótel Loftleiðlr
Blómasalurinn er opinn daglega frá kl.
12.00-14.30ogfrákl. 19.00-10.30,
en þá lokar eldhúsið. Auk a la carte
matseðils er þar alltaf hlaðborð með
séríslenskum réttum í hádeginu. Borða-
pantanir eru i síma 22322. Matreiðslu-
meistari hússins er Bjarni Þór Ólafsson.
Meðalverð á fiskrétti er kr. 500 og á kjöt-
rétti kr. 900.
ELDVAGNINN
Laugavegur73
Eldvagninn er opinn daglega frá kl. 11.
30—23.30, en eldhúsiö lokarkl. 23.00.
í hádeginu er svokallað Kabarett hlað-
borð og stendur þaö fram eftir degi, auk
þess sem kaffiveitingar eru í boði, en
eldhúsiö opnar fyrir kvöldverð kl. 18.00.
Borðapantanireru i síma 622631. Mat-
reiöslumeistari hússins er Karl Ómar
Jónsson. Meðalverð á fiskrétti er kr. 600
og á kjötrétti kr. 800.
FJARAN
Strandgata 55, Hafnarfjörður
Veitingahúsið Fjaran er opið alla daga
frákl. 11.30-14.30 ogfrákl. 18.00-22.
30, Matseðilinneralhliða.en
áhersla lögð á fiskrétti. Borðapantanir
eru ísíma 661213. Matreiðslumeistari
hússins er Leifur Kolbeinsson. Meðal-
verð á fiskrétti er kr. 750 og á kjötrétti
kr. 1000.
GRILLIÐ
Hótel Saga
(Grillinu er opiö daglega frá kl. 12.00—
14.30 ogfrákl. 19.00-11.30, en
eldhúsiö lokar kl. 10.30. Á milli mat-
málstíma eru kaffiveitingar í boði.
Matseðill er a la carte, auk dagseðla,
bæði fyrirhádegi og kvöld. Borðapantan-
ir i sima 25033. Matreiðslumeistari
hússinserSveinbjörn Friðjónsson. Meö-
alverð á fiskrétti er kr. 620 og á kjötrétti
kr. 1100
GULLNI HANINN
Laugavegur178
Á Gullna Hananum er opið frá mánudegi
tilfimmtudagsfrákl. 11.30—14.30 og
frá kl. 18.00—24.00, og lokar þá eld-
húsið kl. 22.30, en um helgar er þar
opið frá kl. 18.00—01.00 og eldhúsið til
kl. 23.30. Matseðill er a la carte, auk
dagseðla. Borðapantanir í síma 34780.
Matreiðslumeistari hússins er Brynjar
Eymundsson. Meðalverð á fiskrétti er kr.
700 og á kjötrétti kr. 1000. Á Gullna
Hananum verða i sumar sýnd verk Sól-
veigar Eggerz.
HARDROCKCAFÉ
Kringlan
[ Hard Rock Café er opið alla daga frá
kl. 12.00, til kl. 24.00 virka daga og kl.
01.00 á föstudags- og laugardagskvöld-
um. í boði eru hamborgarar og aörir
léttir réttir að hætti Hard Rock, auk sér-
rétta hússins og er meöalverð á sérrétt-
unum um 680 krónur. Matreiðslumeistari
erJónarMárRagnarsson. Siminner
689888
BRASSERIE BORG
Hótel Borg
Veitingasalurinn Brasserie Borg á Hótel
Borg er opin daglega frá kl. 12.00—14.00
og frá 18.00—22.30, nema föstudaga
og laugardaga þegar eldhúsinu er lokað
kl. 23.30, en opið er fyrir kaffiveitingar á
morgnana og kaffihlaðborð um miðjan
dag. í hádeginu er hlaðborð með heitum
og köldum réttum alla virka daga. Borða-
pantanir eru i síma 11440. Matreiðslu-
meistari hússins er Heiðar Ragnarsson.
Meöalverö á fiskrétti er kr. 670 og á kjöt-
rétti kr. 950.
GREIFINN AF MONTE CHRISTO
Laugavegur11
Veitingahúsið Greifinn af Monte Christo
er opiö alla daga vikunnar frá kl. 11.00—
23.30, en eldhúsinu lokar kl. 23.00.
Hlaðborð er i hádeginu. Borðapantanir
eru í síma 24630. Matreiðslumeistari
hússins er Friða Einarsdóttir. Meðalverð
á fiskrétti er kr. 660 og á kjötrétti kr. 900.
ÍBUHllrllÍ
ýSteaalt
ESJUBERG
Hótel Esja
Veitingastaðurinn Esjuberg er opinn dag-
lega fyrir mat, frá kl. 11.00 til kl. 22.00,
en en kaffiveitingar eru allan daginn frá
kl. 08.00. Þjónustuhornið Kiðaberg er
öll kvöld til kl. 22.00 og á fimmtudags-og
laugardagskvöldum leikur Hinrik Bjarna-
son leikurá gítarfyrir gesti. Borðapantan-
ireru í síma 82200. Matreiðslumeistari
er Jón Einarsson og meðalverö á fisk-
rétti erkr. 615 og á kjötrétti kr. 900.
HÓTELHOLT
Bergstaðastræti 37
Veitingasalurinn á Hótel Holti er opinn
daglegafrá kl. 12.00—14.30 og frá 19.
00—22.30, þegar eldhúsinu er lokað, en
á föstudags- og laugardagskvöldum er
opnað kl. 18.00. Borðapantanir eru í sima
25700. Matreiðslumeistari hússinser
Eiríkur Ingi Friðgeirsson. Meðalverð á
fiskrétti er kr. 650 og á kjötrétti kr. 1100.
*
■\^ofcj(XCUJ
RiYKJAVIK
HOLIDAY INN
Tveir veitingasalir, Lundur og Teigur eru
á Holiday Inn hótelinu. Veitingasalurinn
Teigurer kvöldverðarsalur, opinn dag-
lega og maturframreiddurfrá kl. 19.00—
23.30. Veitingasalurinn Lundur er opinn
frá 07.30 en eldhúsinu er lokað lokar
klukkan 21.00. Þar er framreiddur hádeg-
is- og kvöldveröur, auk kaffiveitinga á
milli mála. Matreiðslumeistari hússins
er Jóhann Jakobsson. Jónas Þórir leikur
fyrir matargesti. Á barnum skemmta þeir
Helgi Hermannsson og Hermann Ingi
Hermannsson. Síminn á hótelinu er
689000.
HALLARGARÐURINN
Krlnglan 9
í Hallargaröinum eropið daglegafrá kl.
12.00-15.00 ogfrá 18.00-23.30.
Borðapantanireru ísíma 30400. Mat-
reiðslumeistarar eru þeir Bragi Agnars-
son og Guðmundur Viðarsson.
Meðalverð á fiskrétti er kr. 750 og á kjöt-
rétti kr. 1000.
HRESSINGARSKÁLINN
Austurstræti 18
í Hressingarskálanum er opið alla virka
daga og laugardaga frá kl. 08.00 til kl.
23.30, en á sunnudögum er opiö frá kl.
09.00 til 23.30. Síminn er 14353.
KAFFIVAGNINN
Grandagarður
Kaffivagninn við Grandagarð er opinn
alla daga frá kl. 07.00—23.00 og er þar
i boði hádegismatur kvöldmatur og kaffi
á milli mála. Síminn er 15932.
í KVOSINNI
Austurstræti 22, Innstræti
í Kvosinni er lokað mánudaga og þriðju-
daga, en aðra daga opnar veitingahúsið
kl. 18.C3 og eropiðframyfir kl. 23.00,
en þá ereldhúsinu lokað. Borðapantanir
eru i sima 11340. Matreiðslumeistari
hússins er Francois Fons. Meöalverð á
fiskrétti er kr. 700 og á kjötrétti kr. 1000.
LAMB OG FISKUR
Nýbýlavegur 26
Daglega er opið í veitingahúsinu frá kl.
08.00—22.00, en eldhúsið lokar á milli
kl. 14.00— 18.00. Á laugardögum er opiö
frá kl. 09.00—22.00 og á sunnudögum
frá kl. 10.00—22.00. Kristján Fredrikssen
er matreiðslumeistari hússins. Meöal-
verð á fiskrétti er kr. 500 og á kjötrétti
kr. 700, en eins og nafn staðarins gefur
til kynna er einungis matreitt úr lamba-
kjöti og fiski. Síminn er 46080.
LÆKJARBREKKA
Bankastræti 2
I Lækjarbrekku er opið daglega frá kl.
11.30-14.30 og kl. 18.00-23.30, en
eldhúsinu er lokað kl. 23.15. Kaffiveiting-
ar eru á milli matmálstíma. Þá er sá
háttur hafður á í sumar, að á sólskyns-
dögum grilla matreiðslumeistararhúss-
ins í hádeginu i portinu á bakvið.
Borðapantanir eru í sima 14430. Mat-
reiðslumeistari hússins er örn Garðars-
son. Meðalverö á fiskrétti er kr. 680 og
á kjötrétti kr. 980.
SKÍÐASKÁLINN
Hveradalir
í Skiðaskálanum eropið alla virka daga
frá kl. 18.00—23.30, en eldhúsinu lokar
kl. 23.00. Á laugardögum og sunnudög-
umerenfremuropiðfrákl. 12.00—14.
30 fyrir mat, en kaffihlaðborð og smárétt-
ir eru síöan í boði til kl. 17.00, en þá
opnar eldhúsið á nýjan leik. A sunnu-
dagskvöldum er kvöldverðarhlaðborð og
á fimmtudagskvöldum eru svokallaðar
Víkingaveislur. Guöni Guðmundsson leik-
urfyrir matargesti á laugardags- og
sunnudagskvöldum. 8orðapantanireru í
síma 99-4414. Matreiöslumeistari húss-
ins er Karl Jónas Johansen. Meðalverð á
fiskrétti er kr. 700 og á kjötrétti kr, 1000.
NAUST
Vesturgata 6-8
Opnunartimi í Naustinu er alla daga frá
kl. 11.30-14. 30 og frá kl. 18.00-23.30
á virkum dögum og til 01.00 um helgar,
en eldhúsinu er lokað kl. 23.30. Naustiö
er með matseðil a la carte, en sérhæfir
sig isjávarréttum. Borðapantanir eru í
síma 17759. Matreiöslumeistari hússins
er Jóhann Bragason. Á föstudags- og
laugardagskvöldum leikur Erik Mogen-
sen, gítartónlist fyrir gesti hússins.
Meðalverö á fiskrétti er kr. 620 og á kjöt-
rétti kr. 1100.
QESTAUQANT
LAKJARGÚTU 1, II HM
Virðulegur veitingastaður.
ÓPERA
Lækjargata 6
Veitingahúsiö Ópera er opið frá alla daga
frákl. 11.30-14.30 ogfrákl. 18.00-11.
30, en þá er lokað fyrir matarpantanir.
Borðapantanireru ísíma 29499. Meðal-
verð á fiskrétti er kr. 750 og á kjötrétti
kr. 900. Matreiðslumeistari hússins er
Magnús Ingi Magnússon.
#hótel »
OÐINSVE^"
BRAUÐBÆRv,
-------------------------
HÓTEL ÓÐINSVÉ
Óðinstorg
I veitingasalnum er opið daglega frá kl.
11.30—23.00 og er eldhúsið opiö allan
timann. Fiskihlaðborð er i hádeginu alla
föstudaga. Borðapantanir eru í síma
25090. Matreiðslumeistarareru Gísli
Thoroddsen og Stefán Sigurðsson. Með-
alverð á fiskrétti er kr. 570 og á kjötrétti
kr. 830.
RESTAURANT
TORFAN
Amtmannsstig 1
T orfan er opin daglega frá kl. 11.00—23.
30, en á milli matmálstíma eru kaffiveit-
ingar í boöi. í hádeginu er boðið upp á
sjávarréttahlaöborð alla daga nema
sunnudaga. Borðapantanireru i sima
13303. Matreiöslumeistarareru þeiróli
Harðarsonog FriðrikSigurðsson. Meðal-
verð á fiskrétti er kr. 700 og á kjötrétti
kr. 900.
\htillftllnisiii
Viö Sjáuansíðuna
VIÐ SJÁVARSÍÐUNA
Tryggvagata 4-6
[ veitingahúsinu Við Sjávarsíðuna er opið
ávirkum dögumfrákl. 11.30—14.30 og
frá 18.00—23.30, en á laugardögum og
sunnudögum er eingöngu opið að kvöldi.
Á matseölinum er sérstök áhersla lögð
á sjávarrétti, eins og nafn hússins gefur
til kynna. Borðapantanireru (síma
15520. Matreiðslumeistarar eru þeir
Garðar Halldórsson og Egill Kristjánsson.
Meðalverð á fiskrétti er kr. 740 og á kjöt-
rétti kr. 1000
VIÐTJÖRNINA
Klrkjuhvoll
Veitingahúsið Við Tjörnina sérhæfir sig
í sjávarréttum og grænmetisréttum. Opn-
unartímierfrá kl. 12.00—15.00 og frá
kl. 17.00—23.00, en á milli matmálstíma
eru kaffiveitingar. Borðapantanireru i
síma 18666. Matreiðslumeistari hússins
er Rúnar Marvinsson. Meöalverð á fisk-
réttum erkr. 700.
ÞRÍR FRAKKAR
Baldursgata 14
Hjá Þremur Frökkum eropið alla daga.
Mánudaga og þriðjudaga frá kl. 18.00
til 24.00, en aðra daga frá kl. 18.00—01.
00, en eldhúsinu er lokaö kl. 23.30 og
eru smáréttir í boði eftir það. Borðapant-
anireru ísíma 23939. Matreiðslumeistari
hússins er Matthías Jóhannsson. Meðal-
verð á fiskrétti er kr. 750 og á kjötrétti
kr. 900.
VEITINGAHUS MEO
MATREIÐSLUÁ ERLENDA
VÍSUs
BANKOK
Síðumúli 3-5
Thailenskur matur er í boði á veitingahús-
inu Bankok, en þar er opiö á þriðjudögum
og miðvikudögum frá kl. 12.00—14.00
og frá kl. 18.00—21.00, en á fimmtudög-
um eropið til kl. 22.00 á kvöldin. Á
laugardögum og sunnudögum er svo
eingöngu opið frá kl. 18.00—22.00, en
Bakok er lokaö á laugardögum. Síminn
er 35708. Matreiðslumaður hússins er
Manit Saifa.
ELSOMBRERO
Laugavegur 73
Sérréttir frá Spáni og Chile eru í boði á
El Sombrero, en þar er opiö alla daga
frá kl. 11.30—23.30. Eldhúsinu lokar kl.
23.00, en pizzureruframreiddartil kl.
23.30. Síminner 23433. Matreiöslu-
meistari hússins er Rúnar Guðmunds-
son.
HORNIÐ
Hafnarstræti 15
italskur matur og pizzur eru á boðstólum
á Horninu, en þar er eldhúsið opið frá
kl. 11.00—21.00 nema á fimmtudögum,
föstudögum og laugardögum, en þá er
það opið til kl. 22.00. Pizzur eru fram-
reiddar til kl. 23.30. Síminn er 13340.
KRÁKAN
Laugavegur 22
Mexikanskir réttir eru framreiddir á Krá-
kunni, auk þess sem dagseðlar eru i
boöi. Eldhúsið er opið frá kl. 10.00—22.
00 alla daga nema sunnudaga, en þá
er opiðfrá kl. 18.00—22.00. Síminn er
13628 og matreiðslumeistari hússins er
Sigfríö Þórisdóttir.
MANDARÍNINN
Tryggvagata 26
Austurlenskur matur er á matseðli Mand-
arínsins, en þar er opið alia daga frá kl.
11.30-14.30 og frá 17.30-22.30 ávirk-
um dögum, en til kl. 23.30 á föstudags-
og laugardagskvöldum. Siminn er 23950
og matreiðslumeistari hússins er Ning
de Jesus.
SJANGHÆ
Laugavegur28
Kínverskur matur er i boði á Sjanghæ,
en þar er opið á virkum dögum frá kl.
11.00—22.00, en á föstudags- og laugar-
dagskvöldum lokar eldhúsiö kl. 23.00.
Kaffiveitingar eru einnig um miðjan dag-
Listi yfir veitingahús með vínveitingaleyfi og skemmti-
staði á landsbyggðinni er birtur í blaðinu A dagskrá í
fyrstu viku hvers mánaðar.
Láttu okkur í Nýjabæ sjá um
matseldrna á meðanþú verslar
Nú getur þú fengiö heitan og Ijúffengan heimilislegan mat handa allri fjöl-
skyldunni þegar þú verslar í Nýjabæ við Eiöistorg. Þannig sparar þú tíma og
fyrirhöfn, sem fyLgir því aö elda í hádeginu eða aö loknum löngum og ströng-
um vinnudegi.
Betriþjónusta með lengri opnunartlma
Við erum alltaf að auka þjónustuna og nú er opiö hjá okkur frá kl. 9 til 19
mánudaga til fimmtudaga, til kl. 20 á föstudögum og frá kl. 10 til 16 á
laugardögum.
G0TT FÓLK / SÍA
VÖRUHÚS/Ð EIÐISTORGI
mmEEEk