Morgunblaðið - 10.09.1987, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1987
B 15
Fréttamenn og yfirmenn Ríkisútvarpsins, ásamt Magnúsi Guð-
mundssyni, fréttaritara Ritzau á íslandi, fylgjast með þegar
Margrét E. Jónsdóttir, fréttamaður skoðar yfirlit yfir norrænu
fréttimar.
Ríkisútvarpið:
Norræn frétta-
mennska aukin
Fjórar norrænar fréttastofur tölvunets og aukinnar tölvutækni,
hófu 28. ágúst sl. að senda frétt- að möguleikar opnuðust á að fá
ir til fréttastofu Ríkisútvarpsins hingað efni þessara aðiia á viðráð-
og Sjónvarpsins, en fréttastofum- anlegu verði. Fréttastofumar
ar eru NTB í Noregi, TT í Svíþjíð, munu senda hingað fyrst og
FNB í Finnlandi og Ritzau í Dan- fremst efni tengt innlendum við-
mörku. burðum í viðkomandi landi, en i
Frá árinu 1978 hafa ekki verið öðru lagi fá fréttastofur Ríkisút-
neinar reglulegar fréttasendingar varpsins og Sjónvarpsins einnig
frá norrænum fréttastofum til ís- efni frá fréttariturum sem búsett-
lands, en þá hættu Norðmenn ir em víða um heim og í þriðja
starfrækslu fréttasendis sem ís- lagi efni sem fréttamenn þessara
lendingar höfðu notið góðs af. fréttastofa afla á ferðum sínum
Eftir að þessar fréttasendingar erlendis.
féllu niður hófu forráðamenn Tölvutækni er notuð við sendin
Ríkisútvarpsins viðræður við full- garnar og berast skeytin með
trúa norrænu fréttastofanna, en miklum hraða á milli landa.
það var ekki fyrr en með tilkomu
HVAÐ
ER AÐ
GERAST?
Söfn
Arbæjarsafn
í Árbæjarsafni er sýning á sögu vega-
gerðar í Reykjavík og sögu slökkviliðsins.
Til sýnis eru bæði gamall gufuvaltari,
lest og gamlir slökkviliðsbílar. i safninu
eru gamli bærinn Árbær og kirkjan. Einn-
ig má sjá uppgröft frá Viðey og miðbæ
Reykjavíkurog líkön af Reykjavík. Safniö
eropið um helgarfrá 12.20- 18.00.
Veitingar eru í Dillonshúsi.
Ámagarður
í dag er síðasti sýningardagur á handrit-
um í Árnagarði. Þar má meðal annars
sjá Eddukvæði, Flateyjarbók og eitt af
elstu handritum Njálu. Opið er frá klukk-
an 14—16.
í vetur geta hópar fengið að skoða
sýninguna ef þeir láta vita með fyrirvara.
Ásgrímssafn
Sumarsýning Ásgrímssafns stendur nú
yfir. Sýnd eru olíumálverk, vatnslitamynd-
ir og teikningar. Þetta er úrval af verkum
Ásgrims, mest landslagsmyndir. Ágrims-
safn ervið Bergstaðastræíi og þarer
opið þri. fim. og sun. frá klukkan 13.30-
16.00.
Ásmundarsafn
Um þessar mundir stendur yfir í Ásmund-
arsafni sýningin Abstraktlist Ásmundar
Sveinssonar. Þargefuraö líta 26 högg-
myndir og 10 vatnslitamyndir og teikning-
ar. Sýningin spannar 30 ára tímabil af
ferli Ásmundar, þann tíma sem listamaö-
urinn vann að óhlutlægri myndgerð. f
Ásmundarsafni er ennfremur til sýnis
myndband sem fjallar um konuna i list
Ásmundar Sveinssonar. Þá eru til sölu
bækur, kort, litskyggnur, myndbönd or
afsteypur af verkum listamannsins. Safn-
ið er opið daglega frá kl. 10 til 16 í
sumar. Skólafólk og aörir hópar geta
fengið að skoða safnið eftir umtali.
Kjarvalsstaðir
Laugardaginn 5. septemberkl. 14.00
opnaði á Kjarvalsstöðum sýning á oliu-
málverkum Helga Þorgils Friðjónssonar.
Sýningunni lýkur 20. september.
Listasafn ASÍ
Listasafn ASÍ og verkamannafélagið
Dagsbrún standa að samsýningu fjög-
urra fristundalistamanna i Dagsbrún,
sem haldin er i salarkynnum Listasafns
ASÍ. Sýningin er opin virka daga kl.
16—20 en um helgar kl. 14—22. Sýning-
unni lýkur 13. september nk.
Listasafn Einars
Jónssonar
í listasafni Einars Jónssonareru sýndar
gifsmyndirog olíumálverk. Þarfást lika
bæklingar og kort með myndum af verk-
um Einars. Safnið er opiö alla daga nema
mánudagafrá 13.30—16. Höggmynda-
garðurinneropinndaglegafrá 11—17.
Þar er að finna 25 eirsteypur af verkum
listamannsins.
Þjóðminjasafnið
Þjóðminjasafnið er við Hringbraut. Þar
eru meðal annars sýndir munir frá fyrstu
árum íslandsbyggðarog islensk alþýðu-
list frá miööldum. Einnig er sérstök
sjóminjadeild og landbúnaöardeild til
dæmis er þar uppsett baðstofa. Einnig
er i safninu sýningin „Hvað er á seyöi?"
þar sem rakin er saga eldhúss og elda-
mennsku frá landnámi til okkar daga.
Safnið er opið alla daga frá 13.30—16.
Náttúrugripasafnið
Náttúrugripasafnið er til húsa að Hverfis-
götu 116,3. hæð. Þar má sjá uppstopp-
uð dýr til dæmis alla íslenska fugla,
þ.á.m. geirfuglinn, en llka tófur og sæ-
skjaldböku.
Safnið er opið laugardaga, sunnudaga,
þriðjudaga og fimmtudaga frá kl.
13.30-16.
Póst-og
símaminjasafnið
I gömlu símstöðinni í Hafnarfirði er núna
póst—og símaminjasafn. Þar má sjá fjöl-
breytilega muni úrgömlum póst—og
símstöðvum og gömul simtæki úr einka-
eign. Aðgangur er ókeypis en safnið er
opið á sunnudögum og þriðjudögum
milli klukkan 15 og 18. Hægt er að skoða
safniö á öðrum tímum en þá þarf að
hafa samband við safnvörð í sima 54321
Sjóminjasafnið
I sjóminjasafninu stenduryfirsýning um
árabátaöldina. Hún byggirá bókum
Lúðvíks Kristjánssonar „Islenskum sjáv-
arháttum". Sýnd eru kort og myndir úr
bókinni, veiðarfæri, líkön og fleira. Sjó-
minjasafniðerað Vesturgötu 6 í Hafnar-
firöi. Það er opið alla daga nema
mánudaga frá klukkan 14—18.
Landsbókasafnið
Handritadeild Landsbókasafns er í Safna-
húsinu við Hverfisgötu. I andyri þess
hefur verið sett upp sýning um Gísla
Konráðsson í tilefni þess að 200 ár eru
liðin frá fæðingu hans. Sýningin er opin
á virkum dögum en henni fer senn að
Ijúka.
Myntsafnið
Myntsafn Seðlabanka/Þjóðminjasafns er
i Einholti 4. Þar er kynnt saga islenskrar
peningaútgáfu. Vöruseðlar og brauö-
peningar frá síðustu öld eru sýndir þar
svo og orður og heiðurspeningar. Lika
er þar ýmis forn mynt, bæði grísk og
rómversk. Safniö er opið á sunnudögum
millikl. 14 og 16.
Útivera
Hana nú
Vikuleg laugardagsganga frístundahóps-
ins Hana nú, í Kópavogi, hefst við
Digranesveg 12, kl. 10.00 á laugardags-
morguninn. Haustlitirigörðum. Skemmti-
legurfélagsskapur. Nýlagað molakaffi.
Allireru velkomnir.
Viðeyjarferðir
Hafsteinn Sveinsson er með daglegar
ferðir út í Viðey og um helgar eru feröir
allan daginn frá kl. eitt. Kirkjan í Viðey
er opin og veitingar fást i Viöeyjarnausti.
Bátsferðin kostar 200 krónur.
Grasagarðurinn
I grasagarði Reykjavíkur í Laugardal má
sjá sýnishorn af íslenskri flóru. Sumum
jurtunum hefur verið komið skemmtilega
fyrir á tilbúnum klettum með læk og foss.
Þarna ereinnig reynd ræktun á erlendum
jurtum, trjám og runnum. Garðurinn er
opinn virka daga frá 8—22 og um helgar
frá 10-22.
8.00. Fréttasími 689910.
9.00 Gunnlaugur Helgason. Tónlist og
fleira. Fréttir kl. 10 og 12.
12.00 Hádegisútvarp. Rósa Guðbjarts-
dóttir.
13.00 Helgi RúnarÓskarsson. Tónlistar-
þáttur. Fréttir kl. 14 og 16.
16.00 „Mannlegi þátturinn." Jón Axel
Ólafsson með blöndu af tónlist, spjalli,
fréttum og fréttatengdum viðburðum.
Fréttir kl. 18.
18.00 islenskir tónar.
19.00 Stjörnutiminn. Ókynnt tónlist.
20.00 Einar Magnús Magnússon. Popp-
þáttur.
21.00 Örn Petersen. Umræðuþáttur um
málefni liðandi stundar.
22.30 Einar Magnús Magnússon. Popp-
þáttur. Fréttir kl. 23.00.
00.00 Stjörnuvaktin.
(Ath: Einnig fréttir kl. 2 og 4 eftir mið-
nætti.)
ÚTVARP ALFA
8.00 Morgunstund. Guðs orð. Bæn.
8.1B Tónlist.
12.00 Hlé.
13.00 Tónlistarþáttur.
19.00 Hlé.
20.00 Bibliulestur í umsjón Gunnars
Þorsteinssonar.
21.00 Logos. Umsjónarmaður Þröstur
Steinþórsson.
22.00 Prédikun. Louis Kaplan.
22.16 Fagnaðarerindið i tali og tónum.
Flytjandi Aril Edvardsen.
22.30 Síðustu tímar. Flytjandi Jimmy
Swaggart.
24.00 Næturdagskrá. Dagskrárlok.
HUÓÐBYLQJAN AKUREYRI
8.00 í bótinni. Umsjónarmenn Friðný
Björg Siguröardóttir og Benedikt
Barðason. Lesið úr blöðum, sagt veð-
ur og færð, sögukorn, tónlist. Fréttir
kl. 08.30.
10.00 Á tvennum tátiljum. Þáttur ( um-
sjón Ómars Péturssonar og Þráins
Brjánssonar. Getraun. Fréttirkl. 12.00
og 15.00.
17.00 Marinó V. Marinósson fer yfir
iþróttaviðburði komandi helgar. Fréttir
kl. 18.00.
19.00 Benedikt Baröason og Friðný
Björg Sigurðardóttir reifa málin.
22.00 Gestir i stofu. Gestur E. Jónasson
fær til sin gott fólk í viötal. Þar er
rætt saman í gamni og alvöru.
23:30 Dagskrárlok.
SVÆDISÚTVARP
AKUREYRI
18.03
Svæðisútvarp í umsjón Margrétar Blön-
dal og Kristjáns Sigurjónssonar.
dd i i iui rvirMyNDANNA
Leitin að Madonnu kvikmyndanna
Þegar Vincent Canby, kvik-
myndagagnrýnandi The New
York Times, fór í bíó um daginn
að sjá nýjustu myndina hennar
Madonnu, Who’s That Girl, kom
það honum talsvert á óvart að
ekki nema um 60 manns voru í
hinu 1151 sæta bíói sem myndin
var sýnd í. Það kom honum á
óvart vegna þess að að sjötta
ágúst sl., eða daginn áður en
Canby fór á myndina, söfnuðust
10.000 manns saman á Times
Square og biðu eftir að Madonna
mætti á frumsýningu myndarinn-
ar.
Þetta fékk Canby til að álykta
sem svo að vinsældir Madonnu
væru í litlum tengslum við bíó-
myndir hennar; frægð hennar
næði ekki yfir í kvikmyndimar.
Önnur skýring á lítilli aðsókn
gæti verið sú að hægt er að sjá
svo mikið af Madonnu ókeypis á
tónlistarmyndböndunum í sjón-
varpinu að fólk lætur sér það
nægja í stað þess að borga allt
upp í sex dollara fyrir að sjá hana
í bíó.
Allt frá því hún kom fyrst fram
á tónlistarsviðið fýrir þremur
árum hafa menn verið að blása
út ólíkindalega hraðferð Madonnu
(Madonna Louise Veronica Cicc-
one raunar) á topp metsölulist-
anna. Röddin var lítil, tónlistar-
gæðin ekkert súper og persónan
n.k. rafmögnuð tilbrigði við aðra
karaktera, segir Canby.
En það var þá og þetta er núna.
Hún hefur síðan skapað sinn eigin
persónulega stíl að stórum hluta
Madonna á tónleikum.
með hjálp tónlistarmyndbanda
sem Mary Lambert hefur leikstýrt
og myndinni Örvæntingarfull leit
að Susan eftir Susan Seidelman.
Hún er veraldarvön, séð, raunsæ
ung kona, sérlega líflegur
skemmtikraftur sem ennþá er
ákaflega lík Marilyn Monroe en á
miklu meira sameiginlegt með
hinni áköfu, óskammfeiinu og
kómísku Jean Harlow.
Canby segir Who’s That Girl
betri en dreifíngaraðilar hennar
héldu að hún væri þegar þeir
lögðu ekki í að hafa sérstakar
blaðamannasýningar á henni fyrir
frumsýninguna. En honum fínnst
myndin ekki gefa Madonnu tæki-
færi til að vera hún sjálf fyrr en
langt er liðið á myndina. Hún
segir frá Manhattan-uppa og lög-
fræðingi sem Griffin Dunne
(After Hours) leikur. Hann á að
ná í Madonnu í fangelsi, en hún
hefur verið látin laus eftir að hafa
lent í morðmáli, og á einfaldlega
Madonna í bíómyndinni.
að setja hana uppí rútu til Fíla-
delfíu. 45 mínútna skreppitúrinn
verður að 24 tíma geggjun sem
óþarfi er að tíunda hér.
Undir leikstjóm James Foley
(leikstýrði Sean Penn í At Close
Range) leikur Madonna í fyrri
helmingi myndarinnar persónu
sem hefur ekkert að gera með þá
Madonnu sem aðdáendumir
þekkja best. Þar hefur hún óvið-
eigandi kjánalegan hreim, „smá-
stelpulegt” göngulag, fær
skapofsaköst og grettir sig og
fettir. Ekkert af þessu hefur neitt
að gera með þá Madonnu sem er
á tónlistarmyndböndunum og á
tónleikum, segir Canby. En í
seinni hlutanum, þegar henni er
leyft að leika á sinn hátt, brýst
loksins Madonna fram og er ynd-
isleg.
Canby leggur því til að áður
en Hollywoodframleiðendumir
gera næstu mynd með Madonnu
kanni þeir vel bestu tónlistar-
Stjarnan í nýjustu myndinni
sinni, Who’ That Girl.
myndböndin hennar og nefnir
sérstaklega bandið með laginu
Open Your Heart. Madonna hefur
nefnilega aldrei sungið eða dansað
í bíómynd. Hollywood hefur verið
að gefa Madonnu nýja ímynd áður
en upprunalega ímyndin hefur náð
að verða til a.m.k. hvað bíómynd-
imar snertir. Eða eins og Canby
segir: Madonna er sprengja í.
Hollywood en hingað til hefur hún
aðeins tikkað.
Who’s That Girl verður bráð-
lega sýnd í Bíóhöllinni eða
Bíóborginni.
- ai.