Morgunblaðið - 13.09.1987, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.09.1987, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. SEPTEMBER 1987 B 17 þá eru teknar litloftmyndir af svæð- inu en þær gefa meiri upplýsingar en þær svart/hvítu. Loftmyndimar eru settar í þrívíddartæki til að teikna inn hæð- arlínur og yfirborð landsins. Á sama tímá fer flokkur manna um landið og merkir inn á loftmynd- imar öll mannvirki á svæðinu, þ.á.m. byggingar, vegi, hverskonar lagnir og yfirborð landsins til end- anlegrar gerðar grunnkorta. Þá má geta þess að þegar hefur hafíst allvíðtækt samstarf við RALA. Sú stofnun fær gmnnkortin og vinnur gróðurkort út frá þeim. Jafnhliða fer fram athugun á ömefnum á svæðinu og tiltekin nöfn sem eiga að fara inn á kortið. Þó er þetta ekki ítarlegt ömefna- kort. En þessi grunnkort em eins og áður sagði sá gmndvöllur sem allar aðrar gerðir korta af viðkom- andi svæði byggjast á. Meðalvinna við hvert kort fyrir landgreiningu sem nær yfír 160 ferkílómetra svæði tekur tvo menn um það bil hálfan mánuð. Þegar mælingu og merkingu er lokið hefst teiknivinna og undirbún- ingur fyrir prentun kortanna. Þá em teiknaðar inn allar upplýsingar í samræmi við kortatáknakerfi en Unnið með skráningarkerfi loftmynda. Sýnishorn af kortum sem fást í kortabúð Landmælinga íslands. Kortateiknarar við störf. í kortabúðinni. í fyrsta lagi er um að ræða korta- gerð hér á höfuðborgarsvæðinu yfir svæði sem nær austur fyrir Þing- vallavatn, markast í norðri af Esju og að sunnan af línu sem dregin er sunnar Hafnafjarðar. í því tilviki em samstarfsaðilar: Landmælingar íslands, embætti borgarverkfræð- ingsins í Reykjavík, Hitaveita Reykjavíkur, Skipulag ríkisins, Rannsóknarstofnun landbúnaðar- ins, Póstur og sími og sveitarfélögin á svæðinu. Þetta verkefni er búið að vera í vinnslu í tvö ár, en því mun senn ljúka og kortin verða gefin út í vetur. Þessi verkefni stofnunarinnar hafa þó tafíst vegna þess að henni er gert að afla það mikilla sér- tekna. Stofnunin fær 35% af rekstrarkostnaði úr ríkissjóði (sam- bærilegar tölur hjá nágrannaþjóð- um okkar em 90—95% til slíkra stofnana). Annað samstarfsverkefni er á Reykjanessvæðinu. Þar er um sam- vinnu sömu aðila frá ríkinu að ræða, en auk þess Hitaveitu Suðumesja og sveitarfélaganna á Suðurnesjum. Þau kort verða gefin út í vetur. Þriðjá verkefnið sem hér um ræðir er á Fljótsdalshéraði. Að því standa Landmælingar íslands, Orkustofnun, Rannsóknarstofnun landbúnaðarins, Póstur og sími, Vegagerð ríkisins, Skógrækt ríkis- ins, skipulagsstjóri, Rafmagnsveit- ur ríkisins og hreppar og búnaðarfélög á svæðinu. Það verk- efni er styst á veg komið og áætlað er að fyrsta áfanga ljúki ekki fyrr en í lok næsta árs. — En hvernig eru þessi kort unnin?“ „Fyrst er athugað hvað til er af mæligögnum um viðkomandi svæði. Þá em allar mælinganiðurstöður endurreiknaðar og allt gmnnmæl- inganetið endurmælt með fullkomn- ustu mælingatækjum. Um leið em þessir mælipunktar frágengnir í landinu og m.a. steyptir stöplar. Þetta er gert til þess að hver og einn sem þarf að fara í framkvæmd- ir á svæðinu geti mælt sig inn í mælinetið og fái þann mæligrunn sem er í landskerfinu. Hér er um að ræða mælingar og útreikninga með millimetranákvæmni á hvern kílómetra. Mælipunktarnir em síðan merkt- ir í landið með merkjum sem sjást á loftmynd. Þegar þessu er lokið þessi tákn em rúmlega 400 talsins. Þess utan hefur verið unnið að sam- ræmdri breytingu á leturstærð þannig að stærð leturs geti sagt til um stærð/lengd landsvæðis á kort- um. Eiginlega má segja að með tilliti til þeirra krafna sem gerðar era á okkar tímum, stöndum við á svipuð- um stað og Danir stóðu þegar þeir hófust handa um landmælingar hér um aldamótin," segir Ágúst. „Þá vom ekki til önnur kort hér en þau sem Bjöm Gunnlaugsson hafði unn- ið fyrir miðja 19. öld og ýmis landshluta- og strandlínukort. Samt má ekki gleyma því að viss upp- bygging í landinu byggðist einmitt á þessum gömlu kortum. Ágúst Böðvarsson fyrrverandi forstjóri Landmælinga Islands er tvímælalaust fmmkvöðull af ís- lands hálfu í kortagerð og töku loftmynda. Hann starfaði að mæl- ingum og kortagerð af landinu í hálfa öld allt frá því er hann vann með Dönum hér frá 1930.“ — Hvað um samanburð við ná- grannalöndin? „Hann er ekki raunhæfur. Þar hafa verið stundaðar landmælingar í hundmð ára með hefðbundinni nákvæmni í kortagerð. Starfs- mannafjöldi í kortagerð á Norður- löndum er hlutfallslega meiri en hér á landi. Sem dæmi má nefna að í Danmörku er að meðaltali 140 ferkílómetrar á starfsmann á móti 4.680 ferkílómetram hér. Sumar nágrannaþjóðanna em hins vegar að endurgera kort sín vegna breyttrar tækni og vegna tölvuvinnslu. Danir eru t.d. með 15 ára áætlun um slíka endurvinnslu upp á 680 milljónir danskra króna. Það hefur nefnilega sýnt sig að þegar slík nákvæmni, eins og hér um ræðir, er við höfð, þá er líka hægt að gera nákvæmari fram- kvæmdaáætlanir og sýna um leið möguleika á ódýrari framkvæmd- um.“ Á skrifstofu forstjórans hangir stór og mikil loftmynd af Reykjavík. Hann vekur athygli á myndinni sem er afar skýr. Á henni má greina jafnvel smæstu hús og sést þar hve margskonar upplýsingar má hafa af loftmyndum. „Myndin er á við hundrað blað- síðna bók,“ segir hann, „og þama er rétt farið með staðreyndir. Það má sjá með eigin augum.“ Og Ágúst heldur áfram: „Upplýsingar á slíkum myndum segja: Svona leit landið út þegar ljósmyndun fór fram. Ef ekki hefðu verið teknar loftmyndir á undan- fömum áratugum væri erfítt að sjá hvemig landið hefur breyst. Þessari landmælingavinnu og kortagerð má líkja við bókhald og allir vilja hafa slíkt í lagi.“ Á öðmm vegg og annars staðar hanga loftmyndir sem Þjóðveijar tóku hér á stríðsámnum af Reykjavíkurflugvelli og nágrenni hans. „Þessar myndir hafa komið að góðum notum," segir Ágúst, „vegna þess að þær gefa upplýsingar um ástand lands, m.a. girðingar og landamerki sem hurfu á stríðsámn- um. Með þessum myndum hefur verið hægt að útkljá deilumál. Þær em nú orðnar 45 ára en þær úreld- ast ekki. Þær hafa bara breytt um notagildi." Við göngum um húsakynnin — mælingadeild, kortadeild, fjarkönn- unardeild og yfírfullar geymslur. Ágúst hefur áhyggjur af gömlum filmurúllum frá „danska tímabil- inu“. Þær liggja undir skemmdum og þyrfti að endumýja en það er dýrt. Þeim má líkja við skinnhand- ritin sem hættir til að morkna. „Þess má geta að í Danmörku þurftu menn að stunda Ijögurra ára nám til að þykja færir til að skrifa inn á kort,“ segir Ágúst. „Og þess má einnig geta að það verk sem Danir unnu hér við landmælingar telst 1.000 manhár!! Eftir þeirra starf liggja fyrir sögulegar upplýs- ingar sem em afar mikilvægar fyrir framtíðina. Fólk vitnar oft í fortíð- ina og hvemig land hefur verið. En margir þættir spila þar inn í sem gera það að verkum að ekki er nægilega tryggt að rétt sé með farið. Málin geta því orðið erfíð ef ekki em til gögn eins og loftmynd- ir og gömul kort eða menn hafa ekki aðgang að þeim gögnum sem til em.“ Á göngu okkar um húsakynnin kemur í ljós að húsnæðisskortur er mikill og „hefur valdið því að hlut- irnir em ekki eins aðgengilegir og æskilegt væri,“ segir Ágúst. „Við fluttum hingað 1965 og höfum get- að aukið við okkur húsnæði í þessu húsi en það er alltaf til bráða- birgða." Við endum yfírferðina í korta- versluninni á jarðhæð þar sem allskonar gerðir korta fylla hillur og borð og sérstakar möppur fyrir þá sem vilja hafa allt í röð og reglu. „Við gefum út ýmsar tegundir korta,“ segir Ágúst. „Ferðakort — aðalkort í mælikvarðanum 1:250.000 og sérkort, hlutakort í mælikvarðanum 1:100.000. Nú er búið að endurprenta 80 kort af 87 atlaskortum svonefndum en á síðustu tveimur ámm höfum við gefið út og endurprentað 108 kortatitla og kortasalan hefur auk- ist um 50% að magni til.“ Áður en spjalli okkar lauk sagði Ágúst: „Við gemm okkur far um að starfa í samvinnu við alla þá aðila hvort heldur er í opinbera- eða einkageiranum sem um þessi mál íjalla til að nýta þá þekkingu og tæki sem til em í landinu. Hag- kvæmni er okkur aðalatriði. Við stefnum að því að hér verði upplýsingabanki um öll mælinga- og kortagögn. Við hugsum okkur þetta opinbera stofnun þar sem al- menningur getur fengið allar upplýsingar sem til em og viðkom- andi óskar eftir og að þær séu aðgengilegar fyrir alla en ekki lok- aðar inni. Við viljum að Landmælingar Is- lands séu fyrst og fremst þjónustu- stofnun á því sviði sem henni er ætlað samkvæmt lögum. Það er líka menningaratriði að fólk þekki landið sitt og eigi af því góð kort.“ - H.V.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.