Morgunblaðið - 13.09.1987, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 13.09.1987, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. SEPTEMBER 1987 B 33 Frábær þjónusta Velvakandi góður. Bændur eiga í vök að verjast þessa dagana og augljóst að þeir verða að finna nýjar leiðir sér til framfærslu. Ein er sú leið, sem þeir hafa fetað sig eftir nú um skeið, en það er gestamóttaka og virðist vegna vel. Nú fyrir skömmu var ég á ferð með fjölskyldu minni til okkar heima austanlands og ákváðum við að fara þá leið í tveimur áföngum. Varð það úr að við pöntuðum gist- ingu í gegnum Ferðaþjónustu bænda að Hunkubökkum á Síðu. Þangað komum við að kvöldi dags og var vel tekið á móti okkur. Þar rétt neðan við bæinn, sem er allur með hinum mesta myndarbrag, stóðu tvö nýbyggð gestahús í snyrtilegu túni. Þangað var okkur vísað og ekki var aðkoman amaleg. Allt var nýtt og hreint og hagan- lega fyrir komið. Áttum við þar góða nótt og væran svefn. Að morgni fórum við heim á bæinn til morgunverðar. Var hann eins og best verður á kosið, brauð og álegg, kleinur og kökur, kaffi, te og næg mjólk. Þessu til viðbótar var hlýlegt og glatt viðmót húsráðenda. Verði var mjög stillt í hóf fýrir svo góðar móttökur. Ég vil með þessum línum þakka fyrir okkur og jafnframt benda ferðafólki á þá frábæru þjónustu sem þarna er veitt með hugarfari hinnar gömlu góðu íslensku gest- risni af svo sannri einlægni og kurteisi að manni hlýnar um hjarta- rætur. Þessi þjónusta verður til reiðu allt árið a.m.k. á þessum bæ og er ekki að efa að notalegt verð- ur að koma að'vetrarlagi kaldur og kannski hrakinn á hlý gistihúsin á Hunkubökkum. Ef bændur standa allir jafn vel að ferðaþjónustunni og þessi fyrir- myndarhjón þarf ekki að efast um framhaldið. Nýlega hitti ég kunn- ingja mína að máli, sem höfðu verið á ferð á Vestfjörðum og höfðu sömu sögu að segja um alla fyrirgreiðslu Ferðaþjónustu bænda á þeim slóð- um. Það er óhætt að mæla með öllum viðurgerningi á Hunkubökkum á Síðu — áfangastað á Austurvegi! H.T. Um aukinn innflutning starfs- fólks og hættur í því sambandi Til Velvakanda. „Því margbrotnari og ólíkari sem einstaklingarnir verda, því erfiðara verður um magnan. “ H.P. Þensla hefur verið í atvinnulífi íslendinga undanfarið og talað er um að til starfa vanti eitt til tvö þúsund manns a.m.k., og muni þessi þörf aukast innan skamms, þegar fjöldi ungmenna hættir störfum og sest niður á skólabekk með haust- inu. Ráðagerðir eru uppi um að flytja inn erlent starfsfólk, jafnvel í þús- unda tali til þess að bæta úr þessari þörf. Norður-Evrópuþjóðir hafa iðu- lega reynt að bæta úr hliðstæðri þörf með því að flytja inn suðrænt fólk til starfa og hafa orðið að súpa seyðið að þeim ráðstöfunum sínum, því ýmsar óæskilegar aukaverkanir hafa siglt í kjölfarið. Þetta fólk hefur oftast orðið eins konar þriðja flokks þegnar í þessum nýju heim- kynnum sínum, því miður, ekki getað fellt sig að nýjum siðum og háttum, og í flestum tilvikum lítt eða ekki reynt til þess, ekki getað lært að gagni tungumál viðkomandi þjóðar, og neyðst til að halda sér sem mest utan við dagleg sambönd eða samskipti við landsmenn. Komið hefur og fyrir að með þessu aðflutta fólki hefur slæðst misindisfólk, sem betra hefði verið að fá ekki í löndin. Allt þetta hefur valdið því, að heimamenn hafa farið að líta niður á aðkomufólkið, og amast við því. Með því að flytja inn til landsins í miklum mæli fólk annarra og að ýmsu leyti ólíkrar fólkættar, er vissulega verið að bjóða hættunni heim, því hætt er við að aðkomna fólkið og heimafólkið samlagist seint og illa. Sambúð og samstilling íslend- inga sjálfra innbyrðis er ekki með þeim hætti sem æskilegt má kall- ast. Hér er hver höndin upp á móti annarri á ýmsum sviðum, eins og t.d. verkföll bera vitni um. Hætt er því við, að innflutningur mikils fjölda útlendra manna yrði síst til að auka samstillingu þjóðarinnar, heldur einmitt hið gagnstæða. Vita skyldum við að engin þjóð getur dafnað án utanaðkomandi magnanar. Og því samstilltari sem ein þjóð er, því meiri magnanar fær hún notið. Ekki á þetta síst við um fámenna þjóð sem íslendinga. Ekk- ert má gera til að auka hér sundr- ungu. Hinir lengra komnu, sem aðrar stjömur byggja, leitast við að magna okkur til sannra fram- fara. En því ósamstilltari, sem ein þjóð er, því erfiðara verður um sam- bönd upp á við. Við megum því ekki stuðla að óeiningu, sem stafar af innflutningi of ólíkra og sundurleitra einstakl- inga frá öðrum og Ijarskyldum fólkættum. Slíkt veldur ekki sam- einingu, heldur sundrungu og afmagnan og þar með afturför, og því megum við síst við. Hið sameiginlega aflsvæði okkar má síst af öllu veikjast, heldur er einmitt þörf aukinnar aðsendrar magnanar til eflingar þess, og slíkt mætti vel gerast ef vilji væri fyrir hendi. Víst er að þá myndu öll verk- efni sem fyrir liggja vinnast, og það með prýði, án þess að til kæmi stór- felldur innflutningur erlends fólks. Ingvar Agnarsson Yísa vikunnar >ingLandsamnau^ >knarkveiinm ^ Lmtíð rramsokn- lokksins veltur 4tttoku kvemia Ti' vara ^rsturiudóttir og 1 Skag»firðl m Eiríksdóttir.Sigru [ugnheiður ZZLa œm sam- Hdgud^r. J Sveinbjorn^^ f k09l & sér t,\ úudóttir gito aa\8ta Ragnhe.ður endurlgore- Þ* " t Helgadótt- stjórnina- t Skag“*"”' t ilyktun «m « að eV6 MÍ\n Einnig i framtid r r»Juu~ l i«lenk»um , Fjöidi V^;rS^ðíS'u- óV'ng'™' umhverfwmM. ars um stjórnm . framboðs- Félagslyndið Framsóknar finnst mér ekki beisið. Alltaf grúfir yfir þar árans kvenmansleysið. Hákur Skeifan 3h - Sími 82670 ORYGGIS- BLAKKIR - BELTI, LÍNUR 0G KRÓKAR til notkunar í á húsþök o.s.frv. Fyrirbyggið slys. upplýsingar. syngur :es w sept. . 1230 0g 2030, Á dagskrá eru léttir og skemmmegir Vínarsöngvar lög úr söngleikium „ og þekkt Mensk lög % Undirleik annast-Jónas Dórir Sigtúni 38,-105 Revkpvík, Tel: 689000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.