Morgunblaðið - 13.09.1987, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.09.1987, Blaðsíða 20
t 20 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. SEPTEMBER 1987 Að mála teikna eða vefa mynd SÍDEGIS- OG KVÖLDNÁMSKEIÐ FYRIR BYRJENDUR OG LENGRA KOMNA. Málun: Meðferð vatns- og olíulita. Myndbygging. Teiknun: Undirstöðuatriði, blýantsteikning. Myndvefnaður: Undirstöðuatriði, ofið á ramma. Upplýsingar og innritun í dag og næstu daga. Kennari: Rúna Gísladóttir, SÍmÍ 611525. & Bladburóarfólk ! óskast! I SELTJNES VESTURBÆR Selbraut Tjamargata Tjarnarstígur Grenimelur Hjarðarhagi AUSTURBÆR ÚTHVERFI Ingólfsstræti Básendi Lindargata frá 39-63 Austurgerði Laugavegurfrá 32-80 Gnoðarvogur 14-42 Þingholtsstræti Austurbrún KÓPAVOGUR Laugarásvegur 32- Víðihvammur Kleifarvegur Hrauntunga 1-48 Neðstaleiti Hrauntunga 31-117 Þinghólsbraut Miðleiti pinrgiiiUiMabib Pejling — norræn tón- listarhátíð í Stokkhólmi DAGANA 8.—12. september er haldin tónlistarhátíð í Stokk- hólmi sem genjfur undir nafninu PEJLING. Tónlistarhátíð þessi er skipulögð af samtökum sem nefnast FYLKINGEN. Fylkingen hefur verið starfrækt í Stokk- hólmi síðustu fimmtán árin og helgar sig kynningu á nýrri tón- list. Á PEJLING verða flutt þrjátíu ný verk frá Norðurlönd- unum fimm og er ekkert verk- anna eldra en sjö ára. Markmið hátíðarinnar er að gefa mynd af því sem verið hefur að gerast á sviði tónsköpunar á Norðurlönd- unum síðan árið 1980. Fimm íslensk tónskáld eiga verk á þeirri tónlistarhátíð sem nú stend- ur yfir á vegum Fylkingen í Stokkhólmi. Eftir Áskel Másson verður flutt verkið Teikn fyrir ein- leiksfiðlu en Áskell skrifaði þetta verk upphaflega fyrir Guðnýju Guð- mundsdóttur konsertmeistara. Eftir Atla Ingólfsson verður flutt verkið Berging fyrir einleiksflautu. Á opn- unartónleikum hátíðarinnar mátti heyra tríó Hjálmars H. Ragnarsson- ar fyrir klarinet, selló og píanó, en tríó þetta kom út á hljómplötu frá íslenskri tónverkamiðstöð síðastlið- inn vetur. Verk Karólínu Eiríks- dóttur á hátíðinni er In Vultu Solis fyrir einleiksfiðlu. In Vultu Solis samdi Karólína árið 1980 fyrir Guðnýju Guðmundsdóttur. Fimmta íslenska verkið á hátíðinni í Stokk- hólmi er eftir Þorstein Hauksson og heitir Are We? Verkið samdi Þorsteinn fyrir beiðni IRCAM, í Centre G. Pompidou í París árið 1980. Verkið er samið fyrir tvo trompeta, tvær básúnur, slagverk og segulband. Tveir íslenskir flytjendur taka þátt í flutningi þeirra verka sem flutt eru á PEJLING í ár, þær Auð- ur Hafsteinsdóttir fíðluleikari og Ásthildur Haraldsdóttir flautuleik- ari. (Fréttatilkynning) Flóðin í Venezuela: Talið að 200manns hafi farist Maracay, Reuter. BJÖRGUNARSTÖRF eru enn í fullum gangi eftir flóðin í Venezuela um síðustu helgi. Tala látinna hækkar stöðugt og er talið að hún muni ná 200. Þegar hafa 74 lík fundist. Forseti Venezuela, Jaime Lus- inchi, tjáði blaðamönnum að ekki myndi verða sótt um fjárhagsaðstoð vegna tjónsins í flóðunum. Sagðist forsetinn telja að fjárhagsaðstoð væri ekki nauðsynleg. Flóðin eru hin verstu sem komið hafa í Venezuela í áratugi. Flóðin hófust sl. sunnudag eftir að rignt hafði klukkustundum saman. Tjón varð mest í fjallahéruðum landsins þar sem skriður féllu og fólk lokaðist inni í bílum sínum á fjallvegum. Ég sendi öllum mínar innilegustu kveðjur sem glöddu mig með heimsóknum, skeytum og höföinglegum gjöfum á áttrceöisafmœli mínu 2. september sl. GuÖ blessi ykkur öll. Sigríöur Jónsdóttirfrá ísafiröi, Fannborgl, Kópavogi. Tannlæknastofa Hef opnað tannlæknastofu á Garðatorgi 3, Garðabæ. Engilbert Ó. H. Snorrason, tannlæknir. Sími656844. erabiklcstúdíó JÓNÍNU OG ÁGÚSTU VIÐ ÁRIN! Eróbikkstúdíó Jónínu og Ágústu hefur tekið upp þá nýbreytni að hafa æfingatíma á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum fyrir karlmenn 40 ára og eldri. Pessa tíma höfum við kallað „F" tíma (Forvarnir gegn kransæðasjúk- dómum). Halldóra Björnsdóttir, íþróttafræðingur frá University of Alberta, leiðbeinir í þessum forvarnartímum með fræðslu, hreyfingu og ströngu eftirliti. Henni til aðstoðar verða læknir, sjúkraþjálfari og næringa- fræðingur. Við vonumst til þess að sem flestir karlmenn 40 ára og eldri sjái sér fært að koma og stunda skemmtilega leikfimi, og bæta þar með lífi við árin. Hringdu til okkar strax og láttu skrá þig. EF ÞÚ REYKIR, ERT 0P FEITUR, STRESSAÐUR EÐA í KYRRSETUSTARFI, K0MDU 0G BÆTTU LIFI Borgartúni 31, sími 29191 I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.