Morgunblaðið - 13.09.1987, Blaðsíða 16
16 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. SEPTEMBER 1987
Landmælingar íslands hafa starfað sem sjálfstæð stofnun í 30 ár.
Samt voru þeim ekki sett lög til að starfa eftir fyrr en 1985 og var
þar um að ræða rammalöggjöf, en um skipulag og starfshætti
stofnunarinnar skyldi kveðið nánar á um í reglugerð. Þar á meðal
skyldu vera ákvæði um að þeir aðilar sem stunda landmælingar og
kortagerð hafi samráð sín á milli í vinnubrögðum og skipulagi
mælinga og kortagerðar. Þetta síðasttalda reglugerðarákvæði og
frumkvæði að slíku samráði vegur þungt á metum varðandi starfsemi
Landmælinga íslands og er eitt þeirra atriða sem markar tímamót
í sögu landmælinga á Islandi, að sögn Agústar Guðmundssonar
forstjóra Landmælinga Islands.
„Hagkvæmni er
okkur aðalatriði“
— segir Ágúst Guðmundsson, forstjóri Landmælinga íslands
ÍT il i 11
nf ■ ■ 2j ■ 2
ii [ i|
Ágíist Guðmundsson, forstjóri.
Ljósmynd/KGA
Blaðamaður Morgun-
blaðsins fór á fund
Ágústar á dögunum til
að leita upplýsinga um
þessa merku stofnun.
Eftir slíka kynnisferð blandast varla
nokkrum hugur um að þarna eru
viðhöfð hin vönduðustu vinnubrögð
og stuðlað að aukinni samþættingu
verkefna og samvinnu allra aðila
sem á þessum vettvangi starfa.
III. kafla laganna um Landmæl-
ingar Islands segir m.a.: Verkefnin
eru: 1. setning staðla fyrir landmæl-
ingar og kortagerð og gerð land-
fræðilegra og staðfræðilegra
grundvallarmælinga til kortlagn-
ingar á íslandi... 2. taka loft-
mynda vegna landmælinga,
kortagerðar eða annarrar tækni og
vísindalegra nota... 3. útgáfa al-
mennra korta af Islandi... 4.
endurskoðun útgefinna korta Land-
mælinga Islands í þeim tilgangi að
kortin sýni sem réttasta mynd af
landinu. 5. söfnun, varðveisla og
skráning fjarkönnunargagna. 6.
söfnun upplýsinga um ömefni og
staðsetningu þeirra í samráði við
ömefnastofnun.
Samkvæmt skipuriti heyra Land-
mælingar Islands undir samgöngu-
ráðuneytið og skiptist stofnunin í 4
deildir: Pjarkönnunardeild, korta-
deild, mælingadeild og skrifstofu.
Pjarkönnunardeild annast loft-
myndatöku fyrir kortagerð stofnun-
arinnar og aðra aðila og sér m.a.
um framleiðslu loftmynda fyrir not-
endur.
Kortadeild ber ábyrgð á undir-
búningi, endurskoðun, prentun og
útgáfu korta sem stofnunin hefur
tekið inn á kortagerðaráætlun.
Mælingadeild annast landfræði-
legar og staðfræðilegar mælingar
til kortalagningar á Íslandi og skrif-
stofan annast almenn skrifstofu-
störf.
Stöðugildi stofnunarinnar em
tuttugu og tvö.
Helstu kort af íslandi standa enn
að hluta á þeim gmnni sem lagður
var með kortagerð Dana er hófst
um síðustu aldamót. Danska herfor-
ingjaráðinu var falin framkvæmdin
og þar af leiðandi kom nafngiftin
„ herforingj aráðskort".
Þama sýndu Danir stórhug
gagnvart íslendingum, vinnubrögð
þeirra einkenndust af nákvæmni og
vandvirkni eftir þeirra tíma mæli-
kvarða og haustið 1920 var lokið
mælingum á */8 hluta landsins.
Árið 1928 var Geodætisk Institut
sett á stofn í Danmörku og leysti
sú stofnun herforingjaráðið af
hólmi. Mælingum á vegum þeirra
aðila lauk að mestu haustið 1939
og komu síðustu kortin út árið
1944.
Samhliða úrvinnslu mælinganna
var unnið að endurteikningu kort-
anna, prentun og útgáfu og það
verk unnið allt í Danmörku enda
Loftmynd í lit af Járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga. Myndin
byRKÍnKarstigi-
tekin árið 1979. Verksmiðjan á
Loftmyndafilma frá árinu 1949
sem hefur eyðilagst vegna ófull-
kominna geymsluaðstæðna.
Innrauð litmynd af Járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga einnig
tekin 1979. Gróður kemur fram sem rauður litur á myndinni. Inn-
rauðar myndir eru aðallega notaðar við gróðurrannsóknir.
ekki vélakostur eða fagmenn til
þess háttar hér.
Þrátt fyrir sambandsslitin 1944
var haldið áfram útgáfu íslands-
korta í Danmörku til ársins 1959
íslendingum að kostnaðarlausu.
Auk Landmælinga íslands hafa
Orkustofnun og Landsvirkjun
stundað mælingar og kortagerð hér
á landi m.a. í tengslum við virkjan-
ir á hálendinu og sama er að segja
um sveitarfélög og einkaaðila.
Góð og nákvæm kortagerð er ein
undirstaðan fyrir framförum í
nútímaþjóðfélagi. Grundvöllur hag-
sældar og velferðar þjóðfélags er
að eiga góð og nákvæm kort til að
byggja á áætlanir og framkvæmdir.
Kortagerð Dana hér verður að telj-
ast eitt merkasta framlag þeirra til
íslendinga. Almenningur hefur ef
til vill ekki gert sér grein fyrir mikil-
vægi þessarar vinnu en vonandi á
hún vaxandi skilningi að fagna.
Þetta kom m.a. fram í samtali
við Ágúst Guðmundsson forstjóra.
Hann sagði ennfremur að öll
vinnubrögð hjá Landmælingum ís-
lands væru samkvæmt ýtrustu
kröfum nútímans og unnið með
tækjum sem gæfu miklu meiri ná-
kvæmni en gilt hefði þegar Danir
unnu sitt merka verk. Sem dæmi
mætti nefna að þá var álitið að einn
aukastafur nægði í mælitölur — nú
væru gerðar kröfur um þijá til fjóra.
Mælingar og kortagerð hér á
landi fara að nokkru leyti fram hjá
öðrum stofnunum
Ágúst lagði líka áherslu á að
ekki væri tilhneiging til þess innan
stofnunarinnar að gera Landmæl-
ingar íslands að stóru ríkisbákni.
Miklu frekar væri lögð áhersla á
að kaupa þjónustu frá öðrum opin-
berum stofnunum eða einkaaðilum.
Sem dæmi um þessi viðskipti er
t.d. að Verkfræðistofan Hnit hf.
vinnur nú að mælingum og útreikn-
un grunnkorta af SV-landi. Samn-
ingur er um flugvélaleigu við
Flugstöðina hf. vegna loftmynda-
flugs. Þyrluflug hefur Landhelgis-
gæslan og Flugþjónusta Albínu
Þórðarson framkvæmt. Samstarf
er nú við Ömefnastofnun um ör-
nefnasetningu korta. Nokkrir aðilar
að grunnkortagerðinni koma þar
inn með sitt vinnuframlag t.d.
Orkustofnun með allar mælinga-
og útreikningavinnu af Fljótsdals-
héraði, Rannsóknarstofnun land-
búnaðarins með hluta af landgrein-
ingavinnu af þeim svæðum sem nú
eru gerð grunnkort af. Að síðustu
má nefna að öll kortaprentun er
boðin út.
Landmælingar íslands leggja
höfuðáherslu á að standa að sam-
nýtingu og samræmingu slíkrar
vinnu þannig að hún komi heildinni
til góða.
— „Við fáum til liðs ýmsa aðila
í þessu skyni," sagði Ágúst, „og
þá er gerður samstarfssamningur
um framkvæmdir og kostnað. Nú
eru t.d. í gangi þijú verkefni sem
flokkast undir slflca samvinnu. Þar
er unnið að grunnkortum í mæli-
kvarðanum 1:25.000.