Morgunblaðið - 13.09.1987, Blaðsíða 24
SS 8 T8G1 HaaM3T<ia8 .81 HUOAaUMHUS .aiaAJHMUOflOM
24 B ‘ ’ ......‘ mORGUNBLAÐIÐ,' sUNNUDAGUR13‘ SEPTEMBER 1987
Það er hátíð í bæ. Hátíð bók-
menntaunnenda, tónlistarfólks
og í kjölfarið kvikmyndagesta.
Þekktir rithöfundar sækja okkur
á þessum haustdögum heim,
flytja okkur fyrirlestra um verk
sín og stefnur og ræða við okk-
ur í fjölmiðlum um bækur og
skriftir. Jean Auel, höfundur
skáldsagnanna frá síðustu ísöld
þjófstartaði með áhugaverðum
fyrirlestri um hvemig farið er
að þvi að skrifa og afla heimilda
um sögusvið fyrir 40 þúsund
árum. Verður varla gert á kvöld-
in og um helgar.
Og nú er hin eiginlega bók-
menntahátíð að hefjast um
helgina með alls konar góðgæti,
sem vel er tíundað á öðrum og
rúmbetri stöðum í blaðinu. Það
verður mikið veisluborð, til að
hlakka til. Og helmingurinn af
öllum upplifunum er að geta
hlakkað til þeirra, ekki satt?
Plato lætur Sókrates segja í
vamarræðu sinni, er hann leitaði
til skáldanna til að fræðast af
þeim:„ Það mátti heita að allir
viðstaddir töluðu skynsamlegar
en skáldin sjálf um það sem þau
höfðu skrifað." Skýring hans að
skáldin yrki ekki af visku heldur
andagift, eins og spámenn og
völvur, sem segja margt gott en
skilja það ekki sjálf. Löngum
höfum við þurft að láta okkur
nægja að fræðast af þeim „sem
tala skynsamlegar en skáldin
sjálf um verk þeirra", en nú eig-
um við kost á þeim sjálfum,
höfundunum úti í heimi sem við
höfum heyrt um og lesið eftir.
Sagt er að klassísk rit séu þau
sem allir tala um en enginn les.
Talið til klassískarar menntunar
að vita um miklu fleiri bækur
en menn hafa tíma eða nennu
til að lesa. Gildir líka um nútíma-
bókmenntir og bækur sem hátt
ber hverju sinni þótt þær lifi ef
til vill ekki að verða sígildar.
Menn verða gjaman að láta sér
lynda að vita hvaða bækur ber
hæst á sölulistum, hljóta virt
verðlaun og lesa um þær í bók-
menntadálkum tímaritanna. Er
það ekki ein þjóðsagan að bækur
séu svo aðgengilegar hér? Ekki
hefur t.d. verið til ein einasta
bóka Alains Robbes-Grillets,
brautryðjanda „nýju skáldsög-
Kurt Vonnegut
unnar" í evrópskri skáldsagna-
gerð fyrir 20 árum, sem nú
kemur.
Eða er kannski nóg að „bóka-
þjóðin“ viti eitthvað um verkin
og höfundinn, þurfi ekki að lesa
þau? Hvað skal halda? Erlendar
bækur í bókasöfnum til afnota
fyrir iesendur þykja víst mesti
lúxus. Meðan stjórnvöld eru
góðu heilli að gera átak í að
styðja ýmsa menningarviðleitni
með því að fella niður tolla af
efni til listmálunar, hljómplöt-
um, auka framlög til kvikmynda
o.s.frv. er kippt fótunum undan
bókakaupum safnanna á erlend-
um_ bókum.
Ýmis almenningsbókasöfn,
svo sem Borgarbókasafn
Reykjavíkur sem ég þekki best,
hafa á undanfömum áratugum
leitast við að hafa eitthvað af
erlendum bókum heimsbók-
menntanna til útláns. Svo fann
fjármálaráðherra einn upp á því
fyrir fáum árum að með sölu-
gjaldi á erlendum bókum mætti
stoppa í eitt gatið á ríkiskassan-
um. Undanþegin skyldu vera,
ef ég man rétt, Landsbókasafn,
Háskólabókasafn og bókasafn
Alþingis, sem ég efast ekki um
að kaupi mikið af erlendum bók-
um. En almenningsbókasöfnin í
landinu greiða 26,4 % sölugjald
af hverrri erlendri bók sem þau
fá. Þar sem færri bækur fást
nú fyrir þann hluta fjárveitingar
sem fer til erlendra bókakaupa,
eru vitanlega færri nýjar bækur
til útlána og lántakendum þeirra
fækkar. Hlýtur þó að hafa verið
títupijónsgat á ríkiskassanum
sem bókasöfnin stinga upp í.
Landsbókasafn og Háskóla-
bókasafn eru undanþegið skatt-
inum. Líklega hafa stjómvöld
talið að gott væri að þangað
yrðu keyptar einhveijar erlendar
bækur. Þar er nú svo fátæklegt
á því sviði vegna viðvarandi
auraleysis um langan aldur að
hlýtur að koma niður á háskóla-
menntun í landinu og vísinda-
störfum. Öðru hveiju rekst
maður á dolfallið fólk, eins og
krabbameinslæknirinn sem ætl-
aði að vinna hér að verkefni sínu
og uppgötvaði að algengasta
handbók á hans sviði var ekki
til í Iandinu nema í gamalli úr-
eltri útgáfu, en hann hrósaði
mjög góðri aðbúð fyrir lækna
og sjúklinga á spítulunum, sem
hann skoðaði. Eða bókmennta-
manninn sem hér hugðist dvelja
og vinna en hvarf af landi brott
vegna handbókarleysis. Hafði
ekki dottið í hug að flytja slíkt
með sér til menningarþjóðar.
Hann varð dulítið langur í
andlitinu þegar honum var sýnd
Þjóðarbókhlaðan og útskýrt að
hún hefði í 30 ár verið í farvatn-
inu, en nú hefði röskur mennta-
málaráðherra komið á tekju-
skattsauka til að drífa þar inn
Háskólasafnið og Landsbókasaf-
nið. Og að 60 milljónimar sem
þá urðu til ráðstöfunar í ár hafi
fyrst farið í þennan fallega gijót-
garð. Á því lá mest meðan
kynslóð háskólanema og
vísindamanna bíða eftir að geta
flett upp í faginu. Fannst
kannski að hefði mátt snúa
þessu við, byija á bókunum og
enda á gijótgarðinum.
Skýtur upp í hugann sögunni
hennar Svövu Jakobsdóttur
„Veisla undir gijótvegg", sem
hitti vel í mark er „hlaðinn gijót-
veggur þótti fínn í nýjum
stofum, var mælikvarði á smekk
og peninga." Þegar svo húsráð-
endur vom búin að reita sig inn
að skyrtunni, tæma öll lán og
fyrirframgreiðslur, harðviðar-
loftið, parkettið, flísamar og
gijótveggurinn komið og loks
komið að punktinum yfír i-inu,
veislunni til að sýna sauma-
klúbbnum dýrðina, var ekki einu
sinni eftir eyrir til að kaupa sjer-
ríið fyrir matinn í veislunni. „Það
var gijótvíxillinn í gær“, fyrir
aðflutta gijótinu austan úr Bú-
landstindi. Vonandi verður
einhvem tíma á næstu öld til
aurinn fyrir bókahillum og bók-
um, svo að bamabömin geti
farið að fletta upp.
ÍÞRÓTTASALUR
Höfum nokkra lausa tíma virka daga frá
kl. 8.00-15.00. Einnig nokkra lausa tíma
í litlum sal sem er upplagður fyrir frúarleik-
fimi, jassballett og fleira.
Upplýsingar í síma 28551.
-VILT ÞÚ NÁ LANGT ??
amatörar ná daglesa
námskeið 1 morsi og skemmtileg aðferð.
5ta allir lært moseJ k eriendra stöðva?
HELGARMATSEÐILL FYRIR
FJÖLSKYLDUNA
Fiskisúpa hússins
Rjómalöguð blómkálssúpa
og
Nautahryggssneið „Choron“
m/bökufium kartöflum, gljáöum sykur baunum
og choronsósu
Hreindýrahnetusteikur
m/léttsoönu spergilkáli, smjörsteiktum kartöflum
og villibráöasósu
°g
Vanilluís m/kiwi og rjóma
Gljáðir bananar m/ristuðum kókos og koníaki
og þetta á aðeins kr. 1.250 pr. mann.
VERIÐ VELKOMIN
Borðpantanir í síma 46080.
HAMBORGARIOG GOS FYRIR BÖRNIN
Visa, Eurocard.