Morgunblaðið - 20.09.1987, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1987
B 25
við bryggjuna. Þegar veðrið skellur
- á ræsa þeir, en ekkert var hægt
að gera, veðrið var það vont að
| ekki var_ hægt að komast fram í
5 bátana. Ég býst nú við því að hægt
hefði verið að komast út, en þetta
kom svo snöggt og öllum að óvörum
að ekkert var hægt að gera. Það
var og er sandfjara fyrir botni fjarð-
arins. Fimm bátar fóru upp á
sandinn. Einn þeirra eyðilagðist af
því að annar bátur fór yfir hann. “
Hvað um síldarárin ?
„Það var mikil vinna á þessum
árum, oft unnið sleituslaust allan
sólarhringinn. Það var alvegsér-
stakur andi sem ríkti á þessum
tíma.
Síldin ha&faði sér öðru
vísi
Það er merkilegt, að síldin var
farin að haga sér öðru vísi en hún
hafði gert, rétt áður en hún hvarf.
Fyrst á síldarárunum voru torfum-
ar vaðandi í rauðátu og sáust langt
til ofan á sjónum. Þegar síldin fór
að minnka og hvarf loks alveg,-
þessi Noregssfld eða sumarsfld eins
og hún var kölluð,- færðist hún allt-
af neðar, svo það var alltaf verið
að dýpka nætumar til að ná henni.
Svo komu mælamir í bátana er
gerðu mönnum mögulegt að sjá
sfldina. Ifyrst á þessum árum stóð
maður upp skýli sem kallað var til
að horfa á eftir sfldinni þar sem
hún óð. Svo fór hún að færa sig
lengra og lengra niður og kom frek-
ar upp þegar dimma tók. Þá var
hægt að kasta á hana, en um há-
bjartan dag var það ekki hægt, því
hún dreifði of mikið úr sér.“
Þegar þú lítur til baka, hvenær
fannst þér erfiðast að búa hér í
plássinu?
„Ætli það hafi ekki verið á kreppu-
ámnum. Lítið veiddist og lítið
fékkst fyrir aflann. Á þessum tíma
var ég á Skúla fógeta og ekki byij-
aður í útgerð sjálfur. Þá var nú
Sfldareinkasala ríkisins starfrækt.
úr því að ég færi aftur. Þetta var
svo erfitt fyrir mann að gera þetta,
)ví á þessum tíma hafði maður
engar tekjur, búinn að gifta sig og
eignast böm og þvíumlíkt. - Svo
hafði ég nú ekki að gera með meiri
menntun. Það var ekkert kennt hér
fyrir norðan í sjómannafræðum,
maður varð að fara suður til að fá
próf.“
Hvemig líst þér á stöðu sjávarút-
vegsmála nú um stundir ?
„Það er náttúrulega gríðarlega mik-
il ásókn í fiskistofnana í dag. Mér
líst verst á að það er orðið svo
mikið um smáfisk í aflanum. Ég
er hræddur um að meiri aðgæslu
sé þörf. Ef þorskurinn minnkar
svona förum við illa út úr því. Hér
áður fyrr var ekki nærri eins mikið
um smáfisk í aflanum, það er alveg
ömggt. - Enda hefiir fiskurinn
hvergi nokkurs staðar fríð núna.
Þeir taka hann á hraununum og
upp í sjó og alls staðar. Það þekkt-
ist ekki áður fyrr. Þá var náttúru-
lega fiskað mikið af Bretunum og
þeir tóku upp töluvert af smáfiski,
ég segi það ekki. En þetta er orðið
svo mikið af magn sem tekið er nú
orðið að það er ekkert í líkingu við
það sem var.
Þetta eru eins og
ryksugur
Fiskurinn á miklu minni möguleika
á því að sleppa fram hjá nokkrum
veiðarfærum nú orðið. Þetta eru
orðin svo mikil tæki í skipunum
núna. Það er eins og farið sé með
ryksugu á þetta núna. Tækin eru
svo nákvæm að menn geta séð,
þótt ekki séu nema örfáir fiskar í
grennd."
Var bijóstvitið meira notað við
veiðamar áður fyrr ?
„Það var bara prufað. Í seinni tíð
hafði maður nú dýptarmæla. En á
þorskveiðum voru ekki nein tæki
sem hjálpuðu manni neitt við leitina
að heitið gæti. Menn vöndust því
að ef þeir fengu fisk á ákveðnum
tíma á ákveðnum stað, að reyna
aftur á sama tíma. Þegar við vorum
að byija að róa - og náttúrulega
fyrir minn tíma Iíka - var til dæmis
róið vestur og fram af Siglufirði á
tangamiðin eða tengumar eins og
þær vom kallaðar. Þegar komið var
fram í maí var það einn og einn
bátur sem prufaði. Menn vissu að
fiskurinn kom nokkum veginn á
vissum maánaðardegi þama. Bara
ef nokkrir fiskar fengust í róðri
mku allir á miðin og byijuðu að
fiska. Þær komu göngumar að vest-
an og norður og austur með landinu.
- Nú er alltaf verið að finna upp
betri og betri tæki, en fiskunum í
sjónum fjölgar ekki við það.“
Þarf aö bæta hafnar-
mannvirki
Hvað er brýnast núna í útvegs-
málum Ólafsfirðinga?
„Það þarf að bæta hafnarmann-
virki. Þetta er farið að grotna svo
mikið niður, til dæmis garðurinn
héma vestur frá. Þetta er bara
eyðilegging. Nú em skipin alltaf
að verða stærri og stærri. Ég er
hræddur um að það verði vont yfir
veturinn að hafa alla togarana inni
í aftakaveðrum. Við þurfum að
reyna að rækta nytjafiskistofnana
upp. Hvað kvótanum viðkemur, þá
álít ég að vart sé hægt að stjóma
þessu öðm vísi en að hafa ein-
hveijar takmarkanir á því sem má
fiska. Ef allir veiddu eins mikið og
þeir gætu fæmm við öll illa út úr
því, fyrr eða síðar.
Hefðir þú getað hugsað þér að
búa annars staðar en á Ólafsfirði?
„Ja, ég veit það ekki. Maður var
búinn að koma sér svoleiðis fyrir
hér að maður gat ekki hugsað sér
að fara neitt annað. Ég veit ekki
hvort það hefði verið neitt farsælla
fyrir okkur."
Ef þú værir ungur maður í dag,
færir þú þá á sjóinn?
„Já, ég væri vafalaust kominn á
togarana ef ég væri ungur maður
í dag.
Ég þakka forsjóninni fyrir að
hafa átt því láni að fagna að hafa
ávallt komist með mannskapinn
heilan í höfn.“
Fengnm ekki eina
krónu fyrir tunnuna
Við fengum ekki eina einustu krónu
fyrir hveija tunnu af reknetasfld.
Utkoman var svoleiðis. Þetta var
erfíður tími fyrir alla. Ég man líka
eftir því er ég var á vertíð í
Njarðvíkum, á Thor frá Ólafsfirði.
Þorsteinn og Þorvaldur áttu þann
bát. Ásgrímur Sigurðsson var skip-
stjóri hjá þeim lengi. Þetta mun
hafa verið í lok febrúar 1940. Eftir
þá vertíð kom ég heim með 300
krónur og þótti mikill peningur. Á
þessum tíma var ekkert um pen-
inga. Enda var það þannig að
útgerðarmennimir söltuðu fiskinn
og og seldu hann að haustinu. Það
var enginn peningur fram að því.
Allt tekið að láni í verslunum. Er
vertíð var lokið að hausti og fiskur-
inn farinn var farið að gera þetta
upp og allur peningurinn fór í að
greiða upp skuldir. Það veltist bara
þannig áfram. Það var ekki mikið
hægt að kaupa. Útgerðarmennimir
vom ábyrgðarmenn fyrir þá sem
vom á bátunum og menn rétt
skrimtu á laununum. Þetta breyttist
á stríðsámnum er ferskfisksala
jókst. Þá var mikið siglt með fiskinn
tii Englands og velmegunin færðist
í vöxt hérlendis eins og alkunnar
er. Þetta vom áhættusamar sigling-
ar, því að sumum skipanna var
sökkt.Ég fór aldrei slíka ferð, það
vom stærri skip sem sigldu með
fiskinn.
Gríðarlegar breytingar
Ég efast um að fólk geri sér al-
mennt grein fyrir því hversu mikið
hefur breyst hér í bænum á þessari
öld. Enda er það erfitt. Það var
ekkert á þessu svæði nema skúrar
og malarkambamir. Það hafði hver
salthús fyrir sig eins og reyndar
er enn. Seiglan í mönnum var
gríðarmikil, lífsbaráttan var svo
hörð.“
Ég hef heyrt að Jón hafi verið í
Stýrimannaskólanum og spyr hann
að því.
Jú, ég fór í Stýrimannaskólann í
Reykjavík 1939 og var þar við nám
einn vetur. Það varð aldrei neitt
HITAMÆLAR
Vesturgötu 16,
sími13280.
Meir en 12 gerðir af
háfumálagereða
tilafgreiðslumeð
stuttum fyrirvara.
Háfarnir fást í
svörtu, hvrtu,
kopar, messing
og ryðfríu stáli
500 eða 1000
m3viftur.
Gódan daginn!
///-'
Einar Farestveit &Co.hf.
Borgartúni 28, símar 91-16995,91-622900.
LANDSFUNDUR
BORGARAFLOKKSINS
1987
Verður haldinn á Hótel Sögu helgina 24.-26. september
næstkomandi.
LANDSFUNDURINN HEFST MEÐ OPNUM BORGARAFUNDI í
SÚLNASAL fimmtudaginn 24. september kl. 20.00
• ÁVARP: Albert Guðmundsson
formaður Borgaraflokksins.
• HUGVEKJA: sr. Gunnar Björnsson.
• Þingflokkur Borgaraflokksins situr fyrir svörum.
• Frjálsar umræður.
• Lúðrasveit leikur létt lög frá kl. 19.40.
ALLIR VELKOMNIR - BORGARAFUNDURINN ER ÖLLUM OPINN!
Landsfundarstörf hefjast föstudaginn 25. september kl. 13.30 og standa
fram eftir degi á laugardaginn 26. september.
Helstu málefni:
• Staða Borgaraflokksins í dag.
• Stefnumótun til framtíðar.
• Skipulag flokksins.
• Kosning formanns og annarra trúnaðarmanna.
Allir þeir sem eru skráðir flokksfélagar eiga seturétt á fundinum.
Athugið: Aðeins þeir flokksmenn sem tilkynna þátttöku sína fyrir kl. 13.00
föstudaginn 25. september, hafa atkvæðisrétt á fundinum.
VINSAMLEGA TILKYNNIÐ ÞÁTTTÖKU TIL SKRIFSTOFU BORGARA-
FLOKKSINS, Hverfisgötu 82, Reykjavík, 3. hæð, sími: (91) - 623526.