Morgunblaðið - 20.09.1987, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 20.09.1987, Blaðsíða 26
26 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1987 Fáfræði, fordómar o g heiðni Viðtal við Kjartan Jónsson, kristniboða í Kenya I % I * „Jú, Kjartan þekki ég mikið vel.“ Loksins hafði ég fundið einhvern sem gat vísað mér til vegar. Eg var búinn að ramba um bæinn Kapenguria allan morguninn í leit að einhverjum sem kannaðist við Kjartan Jónsson, íslenskan prest sem starfar við kristniboð í Kenya. Ég hafði því miður ekkert ná- kvæmara heimilisfang en númer á pósthólfi. Ég hafði spurst fyrir hjá lögreglunni, á pósthúsinu og víðar. Það var ekki fyrir en ég kom í biblíuskóla lúthersku kirkjunnar að einn vinnumaðurinn kannaðist við Kjartan. „Hann starfar í Chap- areria, um 25 km héðan.“ Stuttu seinna var ég á leið með „mat- atu“, litlum sendiferðabíl, notaður til fólksflutninga. Á íslandi hefði hann þótt hæfa fyrir átta manns en í Afríku þykja 15 til 20 manns hæfilegt. Næst mér sat gömul kona í skinnklæðum, skreytt með arm- böndum og hálsmenum og brosti til mín tannlausu brosi. Þarna gafst mér fyrst almennilega kostur á að virða fyrir mér þetta land Pókotþjóðarinnar. Há, grösug fjöll, sums staðar skógi vaxin og breið- ur, djúpur dalur þar sem sléttan lá. Þar er landið þurrt, grófur gróð- ur, kaktusar og þyrnitré. Chapareria er lítið þorp, miðstöð verslunar, rétt við þjóðveginn. Þeg- ar ég kom stóð einmitt yfir markaður og fólk neðan af slétt- unni var komið til að selja ávexti og búfénað og kaupa aðfluttar vörur. Sumir klæddir skinnklæðum og skreyttir þjóðlegu skarti, aðrir klæddir vestrænum fötum. Lög- regluþjónn sem kannaðist við Kjartan útvegaði mann til að vísa mér leiðina til hans og bað um að ég sendi honum myndavél að laun- um. Kjartan bjó uppi í fjallshlíð, dá- góðan spöl frá þorpinu. Til að komast þangað fylgdum við stíg í gegnum lágvaxinn skóg. Landið þama er mjög þurrt og grýtt, vax- ið kaktusum og þymigróðri. Alls staðar var hávært skordýrasuð, ekki milt og þægilegt, heldur hvellt og truflandi. Milli tjánna grillti í moldarkofa með stráþökum og ein- staka geit eða asna hálfsofandi í sólinni. Lítið sást til mannaferða, enda heitasti tími dags. Fljótt flýgur fiskisagan, ekki síður í Pókot en á Islandi. Kjartan hafði frétt að ókunnugur maður væri á leið til hans. Tók hann á móti mér í hlaðvarpanum og geng- um við upp að húsinu þar sem ég hitti eiginkonu Kjartans, Valdísi, og þrjú böm þeirra, Heiðrúnu, 01- öfu Inger og Jón Magnús. Kristniboðsstöðin er byggð uppi í hlíð. Efst eru kofar fyrir hænsni, endur og mjólkurkúna, fyrir neðan em svo íbúðarhúsin tvö, og þar rétt við smá akur, þar sem þau rækta sitthvað til heimilishaldsins. Neðst er svo skýli fyrir bílinn og mótorhjólið, sem er nauðsynlegt „Sá sem ekki hefur eignast lífið íKristi, þekkir ekki Jesúm Krist persónulega, það er eins og hann sé blindur maður. “ vegna erfiðra og torfærra vega. Þar við eru geymslur, skrifstofa og tvö svefnherbergi. Fyrir neðan vegtroðning, sem liggur meðfram stöðinni, em kirkj- an og skólinn. Allt í kringum stöðina búa svo Pókotbændur með Jitla landskika og í misburðugum moldarkofum. Útsýni frá stöðinni er stórkostlegt, sést langt yfir sléttuna og til fjallanna í kring og allt til Uganda. Kjartan tók vel í það að veita viðtal, og þá fimm daga sem ég dvaldist með þeim vom þau öll óþreytandi við að kynna mér starf- ið. Það var í raun ekki fyrr en í lok heimsóknar minnar sem hið eiginlega viðtal fór fram, því varla var hægt að koma því við. Hann var á sífelldum þeytingi um sveit- ina eða við einhvem starfa heima á stöðinni. En eitt kvöldið fundum við okk- ur tóm til að setjast niður og rabba markvisst um starfið. „Þetta hófst í ársbyijun 1979,“ svarar Kjartan þegar ég byija á að spyija um upphaf starfsins. „Skúli Svavars- son kom þá hingað og byijaði á að kanna héraðið og leist honum best á þennan stað, þetta var eigin- lega frátekinn staður af yfirvöldum fyrir kristniboðsstöð. Fyrir jólin 1979 fluttist Skúli svo hingað. Fyrsta árið fór að mestu í það að byggja upp stöðina, leiða vatn o.fl. Við komum svo hingað til Kenya í janúar 1981 og byijuðum á að fara í málaskóla í Nairobi til að læra swahili. Fyrsta maí komum við svo hingað til Pókot og hefjum starf okkar. Skúli fer svo héðan 1982. Störfum við hér í eitt ár ásamt norskri fjölskyldu, en þá kemur Ragnar Gunnarsson og starfar til 1986. Við förum heim til íslands 1984 til árs dvalar. Það er yfírleitt þannig að fólk er hér í fjögur ár, kemur í ágúst og fer í júní fjórum árum seinna. Forsendumar fyrir starfí okkar héma eru auðvitað þær að við erum Útsýnið frá stöðinni, í fjarska sést til Uganda. fyrst og fremst kristniboðar. Við erum hér til að breiða út kristin- dóminn. Það hefur náttúrulega á sér margar hliðar, það að veita fólki menntun, sjúkraþjónustu og annað því um líkt eru bara aðrar hliðar á sama máli. Við komum hingað til að byggja upp söfnuð, það er númer eitt. Við höldum einn- ig alls konar námskeið og svo höfum við sett á stofn biblíuskóla í Kapenguria." Kjartan er með 7 kirkjur starf- andi, ein er við stöðina og hinar dreifðar um sveitina, sumar all- langt frá. Það eru starfandi predikarar í sumum söfnuðunum. Kjartan fer svo mánaðarlega eða oftar til hvers staðar til að hjálpa til. „Við eigum okkur markmið," segir Kjartan. „Það markmið er að byggja upp sjálfstæða kirkju og gera sjálf okkur óþörf, og við verðum sífellt að hafa það í huga. Við reynum að þjálfa upp gott fólk sem seinna getur tekið við,“ hann staldrar við hugsi, „fólk sem tekur kristindóminn alvarlega og sem við getum hugsað okkur að veita ábyrgð, er því miður oft vand- fundið. En það má auðvitað búast við að það gangi svolítið brösug- lega í byijun, maður byggir ekki upp söfnuð í einum grænum. Það er auðvitað fullt af vel gefnu og efnilegu fólki hér í sveitinni, en það er bara þannig að sá sem ekki hefur eignast lífíð í Kristi, þekkir ekki Jesúm Krist persónu- lega, það er eins og hann sé blindur maður. Hann vantar neistann — innstu glóðina. Sá maður getur aldrei unnið af krafti að safnaðar- starfí." — Starfar þú við eitthvað annað Pókotstelpa á markaði, léttklædd og vel skreytt. Dæmigerður kofi Pókotfólks, fyrir framan kofann stendur einn predikari Kjartans. Föngulegar Pókotstelpur á markaði, mættar til að sýna sig og sjá aðra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.