Morgunblaðið - 20.09.1987, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 20.09.1987, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1987 B 47 frá dreifbýlinu í Suðurríkjunum, eru með erfitt, hrokkið hár. Þegar ég gekk í skóla höfðum við þetta allt fyrir augunum." Hann glottir stríðnislega. „Ég man eftir því að hafa sagt: „Eitthvað af þessu verður að komast í kvikmynd." Að námi loknu í Morehouse inn- ritaðist Lee í kvikmyndadeild New York University Tisch School of Art, þar sem hann var einn sára- fárra þeldökkra nemenda. Eftir endurgerð á The Birth of a Nati- on, sem vakti litla hrifningu kennaranna gerði hann síðan mynd um rakara- og veðmangara- stofu í Bedford-Stuyvesant hverf- inu í Brooklyn. Fyrir þessa 45 mín. löngu mynd vann Lee nem- endaverðlaun Bandarísku kvik- myndaakademíunnar. En verðlaunin færðu honum ekki at- vinnu. She’s gotta have It varð nánast til af hendingu. Sumarið 1984 var Lee að undirbúa fjölskyldudrama um svartan sendil sem var að verða fullveðja. En skömmu áður en myndatakan átti að hefjast brást fjármögnunin að nokkru leyti svo Lee skrifaði nýtt handrit að minna verkefni, notaði nokkra úr leikhópnum og hóaði saman vinum sínum sér til aðstoðar við kvikmyndagerðina. Hann byrjaði með 18 þús. dala styrk frá borgar- ráði New York en stærstan hluta kostnaðarins fjármagnaði hann sjálfur. í samanburði við Hollywood var þetta framtak ógnarsmátt. Leikar- ar og kvikmyndagerðarmenn sátu sveittir við í 12 sumardaga við tökur uppi á lofti yfir veitingahúsi og loftræstingin var afleit. Mynd- in, sem tekin var í svart/hvítu, var síðan klippt í einstaklingsíbúð Lee við engu skárri aðstæður. Að lok- um var Lee orðinn svo illa stæður að framköllunarstofan hótaði að selja myndina á uppboði. En Lee gat borgið myndinni og náð sam- komulagi við Island Pictures um dreifingu hennar í Bandaríkjun- um. Allir þénuðu vel og Island bauð Lee samning. Lee hófst handa við að breyta þriggja ára gömlu handriti, School Daze, í söngleik og í nóvember sl. var búið að ráða í öll störf beggja vegna tökuvélanna. En eftir ára- mótin var ráðamönnum Island hætt að lítast á blikuna. Fjár- hagsáætlunin hljóðaði upp á 4 millj. dala en augljóst var að allt stefndi í mun hærri upphæðir en hið smávaxna fyrirtæki taldi sig ráða við. „Myndin færði okkur nokkurt fé,“ segir Laura Parker, varaforseti kvikmyndaarms fyrir- tækisins. „Við höfðum sannarlega áhuga á að gera myndina en vild- um ekki virka sem hömlur á stíl Lees." Og án bakhjarls lá Ijóst fyrir að myndin yrði ekki að veru- leika. Lee tók þessu með ró. Morgun- inn eftir fór hann að hringja í kvikmyndaverin og þarnæsta dag var samningurinn við Columbia Pictures undirritaður. Ósjaldan hefur Lee verið líkt við Woody Allen, enda gjarnan kallað- ur „svarti Allen" þar vestra. Það er líka að finna sameiginleg ein- kenni. Báðir eru leikstjórarnir New York-búar. Báðir skrifa þeir og leikstýra myndum sem fjalla um þjóðernislega minnihlutahópa. En fyrst og fremst koma þeir báð- ir fram í myndum sína og leika viðkvæma, málglaða elskhuga, sem eiga kynþokkan að mestöllu leyti gáfunum að þakka. Þessi margtuggði samanburður fer fyrir bijóstið á Lee. Hann seg- ir fyrirmyndir sínar í kvikmynda- heiminum Kurosawa, Scorsese og Gordon Parks. „Woody Allen, hann getur gert mynd um Man- hattan — þar sem helmingur íbúanna er svartur eða latínskur — án þess að hafa svo mikið sem eina þeldökka persónu innanborðs. Svo er ég spurður hversvegna ég noti ekki hvíta í mínum myndum. Enginn spyr Kurosawa hvenær hann ætli að nota aðra en jap- anska leikara. En um svartan kvikmyndagerðarmann segja þeir að hann sé kynþáttahatari og að- skilnaðarseggur því hann notar ekki hvítt fólk.“ Framleiðslufyrirtæki Lees, sem heitir því frumlega nafni Forty Acres and a Mule, er nú með bæki- stöðvar sínar í nýtískulega uppgerðri slökkvistöð, þar sem hann er önnum kafinn þessa dag- ana við að fínpússa School Daze í sitt éndanlega form. Að lang- flestu leyti hefur frægðin ekki stigið honum til höfuðs. Þegar hann er í New York ferðast hann með neðanjarðarlestum, eins og fyrri daginn, á ekki einu sinni bíl. Hann er þegar farinn að búa sig undir þá tíma þegar nýja brumið er farið af honum. Hann segir: „Eftir fyrstu myndina umvefur fólkið þig, eftir þá næstu áttu von á að áhorfendur og gagnrýnendur liggi í leyni fyrir þér. Þeir eru þess reiðubúnir að stilla þér upp frammi fyrir aftökusveitinni." Lee hefur nú í hendi sér tæki- færi til að vinna stærri sigur — eða verða fyrir fyrsta áfallinu. En framtíðin skelfir hann ekki. „Mér finnst ég vera góður kvikmynda- gerðarmaður og þessi mynd á eftir að gera það gott, hvað sem öðru líður," segir hann. „Ég held ég eigi eftir að gera myndir það sem ég á eftir ólifað. Og þær eiga að fara batnandi." Heimild: The NY Times Maga- zine, 9. ágúst 1987. Píanó — flyglar STEINWAY 6 SONS Á GROTRIAN-STEINWEG Einkaumboð á Islandi Pálmar ísólfsson & Pálsson sf. Pósthólf 136, Reykjavík. Símar: 30392 — 13214 — 11980 JÓRUNN KARLSDÓTTIR ELDHU SKROKURINN Hollusta kartaflna Okkur er ljóst að kartöflur á matskeið og látið eitt egg renna hafa mikið næringargildi, en hvers vegna? Ekki er mjög mikið af eggjahvítuefni (pró- teíni) í kartöflum, en þar sem við borðum kartöflur svo til daglega, kemur hvitan okkur að góðu gagni. Kartöflur eru ríkar af mjölva (sterkju), sem er helzta forða- sykra plantna. Margir telja kartöflur of fitandi, en sú er ekki raunin. Við borðum að meðaltali varla meira en 200 grömm af kartöflum á dag, og þetta magn gefur okkur 150-160 kaloríur. Til saman- burðar má benda á að sama magn af vinarbrauði gæfi okk- ur nærri sexfalt fleiri hitaein- ingar. Það bezta við kartöflumar er að úr þeim fáum við C- vítamín, ekki sízt þar sem við borðum kartöflur reglulega allt árið. Kartöfiur era að visu mis- munandi C-vítamínríkar eftir árstiðum, en jafnvel þegar minnst er - á vorin - fáum við 10 mg. af C-vítamini úr hverj- um 100 gr. af kartöflum. Svo fáum við B-vítamín og málm- sölt (járn og kalk) úr kartöflun- um, sem er einnig þýðingarmik- ið vegna þess að við borðum þær að staðaldri. Nú þegar við getum fengið nýuppteknar og gómsætar kart- öflur, fínnst ef til vill sumum óþarfí að gera eitthvað annað og meira en að sjóða þær. En það hafa ekki allir sama smekk, sem betur fer. Þessvegna ætla ég að þessu sinni að gefa ykkur nokkrar uppskriftir þar sem kartöflur eru þungamiðjan. (mynd nr. 1) Kartöflufat með eggj- um, f .4: 2 smátt saxaðir laukar, 1 rif saxaður hvítlaukur, 75 gr. skinka, 8-10 soðnar kartöflur (miðlungs), salt+pipar, 4 egg, 2 dl. ijómi, IV2 dl. rifinn ostur, 2 matsk. sax- aður graslaukur. Látið laukinn og hvítlaukinn krauma við vægan hita í smjöri eða olíu. Skerið skinkuna í smá feminga. Afhýðið kartöflumar, skerið þær í sneiðar og látið í smurt eldfast fat til skiptis með skinkunni og lauknum. Kryddið með salti og pipar. Gerið 4 „dældir" með botninum í hveija dæld. Þeytið ijómann létt og blandið saman við hann ostinum og gras- lauknum, og hellið þessu yfír kartöflufatið. Sett í miðjuna á 200 gráðu heitum ofni og gegnbakað í um 20 mínútur. Mjög gott að bera hrásalat með. Kartöflugratin með skinku og eplum. 1 kg. kartöflur, 3 dl. mjólk, 1 matsk. smjör, salt og pipar, 4 sneiðar skinka, 1 súrt epli (niður- sneitt). Afhýðið og sjóðið kartöflumar. Meijið kartöflumar með kartöflu- stappara eða pressu. Þynnið með mjólkinni. Setjið smjörið saman við, og salt og pipar eftir smekk. Setjið 3/4 af kartöflumaukinu í smurt eldfast fat, og þar ofan á skinku- og eplasneiðamar. Sprau- tið því sem eftir er af kartöflum- aukinu yfír. Bakað í 225 gráðu heitum ofni þar til maukið er orð- ið fallega brúnt og eplin mjúk. KartöflulummuiY Afhýðið 10 meðalstórar kart- öflur og rífíð þær á rifjámi. Þeytið 1 dl. af mjólk lauslega með 1 eggi, 2 matsk. hveiti, salti og pip- ar. Hrærið rifnu kartöflunum saman við. Bræðið smjörlíki á pönnu, setjið kartöfluhræmna með skeið á pönnuna og steikið lummumar ljósbrúnar báðum megin. Úr þessu fást um 10 lummur, og em þær bomar fram t.d. með steiktu bei- koni. Gratineraöar kartöfl- ur. 1 kg. frekar litlar soðnar kart- öflur, 2 dl. kaffíijómi, 3 eggja- rauður, 150 gr. rifinn ostur (Óðals), múskat, salt og pipar eft- ir smekk. Afhýðið kartöflumar (má nota þær með hýðinu á) og látið í botn- inn á smurðu eldföstu fati. Hrærið saman eggjarauðumar, ijómann og rifna ostinn, og hellið yfir kart- öflumar. Látið i um 225-250 gráðu heitan ofn (í miðju) í um 15 mínútur. Borið fram ijúkandi heitt með grófu brauði og smjöri, eða með kjötbollum eða kjötbúðingi. POTT- ÞETTAR AGOÐU Aliar RING bílaperur bera merkið © sem þýðir að þær uppfylla ýtrustu gæðakröfur E.B.E. RING bílaperurnar fást á bensínstöðvum Sketfungs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.