Morgunblaðið - 20.09.1987, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.09.1987, Blaðsíða 14
14 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1987 Textílar fundnir íjörðu Af málþingi við háskólann í York í riti Hemslöjden, riti Heimilisiðnaðarstofnunarinnar sænsku, birtist nýlega erindi, sem Elsa E. Guðjónsson, deildarsljóri í Þjóðminjasafni íslands, flutti á norrænu þingi um skinnklæði í Marienhavn á Alandi. Er greinin prýdd gömlum myndum í lit af íslensku fólki í skinnklæðum og kúskinnskóm og vitnar hún i lýsingar erlendra ferðamanna á Islandi á umliðnum öldum. Þá flutti Elsa í sumar erindi um vefstaðinn íslenska á þingi í York á Englandi, er nefndist Jorvik Textilsymposium 1987 og var þriðja norður-evrópska málþingið um jarðfundna textíla sem efnt er til. Málþing þetta sóttu alls 36 sérfræðingar - einkum fomleifafræðingar og textilfræðingar - frá Norður Evrópu. En veg og vanda af undirbúningi þingsins, sem var haldið við háskól- ann í York, hafði dr. John Peter Wild, prófessor í fomleifafræði við háskólann í Manchester og Penelope Walton, textilfræðingur við York Archaeological Trast Á undan sjálfu málþinginu gafst þingfulltrúum tækifæri til að kynna sér mikið safn af textílum sem grafnir hafa verið úr jörðu í London og varðveittir eru í Lon- don Museum. Var efnt til sérs- takrar og yfírgripsmikillar kynningar á þeim í safninu 6. maí, áður en haldið var til York. Hafði stór hluti þessara muna verið lagður fram til skoðunar og voru þeir útskýrðir af Frances A. Pritchard textílsérfræðingi safnsins. Einnig var gestum greint frá frágangi þeirra til geymslu. Auk þess ræddu gestir sín í milli um hina ýmsu sýningar- gripi og gafst þama einstakt tækifæri til þess að hlíða á skoð- anaskipti færra sérfræðinga frá mörgum þjóðlöndum bæði um rannsóknaraðferðir á jarðfundn- um textílum og um ýmis tækniat- riði varðandi meðferð og varðveislu, að því er Elsa sagði er leitað var upplýsinga hjá henni um þingið. Þingið sóttu sérfræðingar frá Danmörku, Englandi, Hollandi, Irlandi, íslandi.Noregi, Póllandi, Svíþjóð og Þýskalandi, auks eins frá Spáni. 22 erindi voru flutt um hin ólíkustu svið rannsókna ájarð- fundnum textflum og búningum og er ætlunin að allflest þeirra verði gefín út í sérstöku ráð- stefnuriti, væntanlega á næsta ári. Voru umræður um hvert er- indi, og kom þar margt fram til frekari skýringar á viðfangsefn- New York. um fyrirlesaranna. Auk erindanna sem flutt voru komu nokkrir þátt- takendur fyrir minni háttar sýningum á fundarstað. Fræðirit útgefín af York Archaeological Trust lágu frammi sem og ýmis önnur rit er þáttakendur höfðu með sér. Um vefstaðinn íslenska Erindið sem Elsa E. Guðjónsson flutti á fundinum fjallaði að hluta til um nokkur veigamikil atriði varðandi vefstaðinn íslenska. Þótti ástæða til, úr þvi að tæki- færi gafst , að koma þeim á framfæri einmitt á þessum hópi vegna ýmis konar misskilnings sem gætt hefur meðal erlendra fræðimanna um gerð hans og vefnað í honum, að því er Elsa tjáði okkur. í síðari hluta erindis- ins var gefíð stutt yfírlit yfír jarðfundna textfla á Islandi frá upphafí og fram á 18. öld, ofna, vattarsaumaða ( saumaða með nálbragði), pijónaða og úr flóka. Umræður að erindinu loknu leiddu berlega í ljós, að sitt hvað var í því sem erlendum þótti for- vitnilegt, en höfðu ekki áður haft spumir af, enda liggur hvorugt efnið fyrir í heild á prenti, og um margt hefur enn sem komið er aðeins verið skrifað í íslenskum ritum, sem eru lítt kunn erlendum fræðimönnum í þessum greinum. Svo dæmi sé tekið hefur vefnaður Bóndi og kona hans á málverki á kirkjubekk frá því um 1700. Þessa mynd notaði Elsa til að sýna fótabúnaðinn, skinnskóna, með grein sinni. úr íslenkum kumlum úr heiðnum sið fram að þessu aðeins lítilllega verið borinn saman við jarðfundna textfla í nágrannalöndum okkar, en sumt kynni þar að veita áhuga- verðar upplýsingar. Þannig spurði írski þátttakandinn Elízabeth Heckett Elsu út í hörgul um leifar af smágerðri ullareinskeftu úr kumli frá Granagiljum sem brugð- ið hafði verið upp mynd af, og taldi hún að um væri að ræða mjög líkt ef ekki eins efni og væri í höfuðfötum sem fundist hefðu við 10. og 11. aldar uppgröft í Dublin, en hvergi annars staðar að hún vissi. Einnig má nefna að notkun hrælsins virðist mjög óljós ýmum þeim sem fengist hafa við rannsóknir á vefnaði í vefstað, og var sérstaklega óskað eftir ná- kvæmri útlistingu á því hvemig henni er lýst í gömlum íslenskum heimildum. í víkingabænum Meðan dvalist var í York skoð- uðu þingfulltrúar Víkingaupp- gröftinn við Coppergate í boði íslenskir skór úr roði með prjónaleppum. Frá Þjóminja- safninu. Meðfylgjandi myndir fylgdu grein Elsu Guðjónsson um skinnklæði Fiskimaður f skinnklæðum. Frá leiðangri Pauls Gaimards, París 1842 Skinnverkun með horni. Mynd- in úr ferðabók Eggerts Ólafs- sonar 1772. York Archaeological Trust. Þar hefur djúpt undir nýrri verslunar- miðstöð verið sviðsett eftirlíking af daglegu umhverfi og lífí manna við Kopargötu í víkingaaldarbæn- um Jórvík. Ennig er þar varðveitt- ur hluti af sjálfum uppgrefínum frá árunum 1976-1981 sem eft- irlíkingin byggir á og komið hefur verið fyrir með hefðbundnum hætti fastasýningu á um fímm hundruð markverðustu mununum sem þar fundust. Er gestum ekið um fyrstu tvö safnsvæðin, á því fyrra eins og eftir götum forn- bæjarins og hlýða á meðan á tal bæjarbúa á íslensku og hljóð dýra og fugla, auk þess sem þef leggur fyrir vit manna meðal annars úr svínastíu sem ekið er fram hjá. Gripir á fastasýningunni - sem gestir ganga um og skoða - eru flestir tengdir daglegu lífí fólks- ins. Eru þar sýnd meðal annars búsáhöld, smíðatól, tóskapar- og vefnaðaráhöld, leifar af klæðum og skóm, skartgripir og vopn. I verslun safnsins mátti sjá flöl- breytta söluvöru. Af heldur óvenjulegum vamingi má nefna smábúta af jarðfundnum viði frá vkingaöld og eftirlíkingar af víkingaaldarmynt. Einnig var þar mikið og að því er virtist gott úrval bóka um efni tengt safninu: fræðirit varðandi fomleifar York- borgar, Islendingasögur á ensku og bækur um víkingaöld og mið- aldir, ýmist ætlaðar fullorðnum eða bömum. Þá hafði tölvuöld greinilega haldið innreið sína þar eins og svo víða annars staðar, því að á boðstólum voru flögur tölvuverkefni varðandi menning- arsögu vikingaldar í Englandi, ætluð skólabömum til úrlausnar. FRYSTIKISTUR SPÁÐU í VERÐIÐ SPÁÐU í VERÐIÐ SPÁÐU í VERÐIÐ SPÁÐU í VERÐIÐ 191 lítrakr. 26.891 230 lítra kr. 27.990 300 lítra kr. 29.890 350 lítra kr. 30.960 410 lítra kr. 33.960 510 lítra kr. 37.890 FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 SÍMI 91-84670 # Innrabyrði úr hömruðu áli # Lok með ljósi, læsingu, jafn- vægisgormum og plastklætt # Djúpfrystihólf # Viðvörunarljós # Kælistilling # Körfur # Botninn er auðvitað frysti- flötur ásamt veggjum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.