Morgunblaðið - 08.11.1987, Page 4

Morgunblaðið - 08.11.1987, Page 4
4 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1987 LISTGAGNRYNI 'VSAsL V Fátt getur víst talizt einkenna fremur nútíma hugsun heldur en það álit, að það að gera hlut- ina flókna, sé hið sama og að bæta þá. Nú eru til dæmis margir komnir með sjálfvirkar rúður í bflunum sínum, og sá búnaður telst til aukinna þæginda. En ef sólfar er mikið og hitna tekur í veðri eða ef slys ber skyndilega að höndum, þá geta þeir sem í slíkum bflum sitja ekki opnað gluggana, nema bflvélin sé í gangi. Mörg fleiri dæmi mætti nefna, þar sem þversögnin varðandi óþægileg þægindi koma orðið berlega í ljós á öllum mögulegum sem og ómögulegum sviðum mannlífsins. Horfið í eitt orðakóf Svo dæmi um þetta sé tekið á bókmenntasviðinu, má nefna stórlega bætta listgagnrýni, sem flóir yfir alla bakka og er nú komin á það stig, að hún býður orðið öllum almennum skilningi gjörsamlega birginn. Það er vel þess virði að líta á nokk- ur sýnishom af þessu tagi: „Hið formlega, gagnkvæma sam- spil lita og lögunar skapar áhrifaöfl bæði í samræmi og spennu ... en hönnun og útfærsla línanna, sem myndaðar eru af öllum jaðarlit- brigðum og af litamassanum, vefur á hinn bóginn þéttriðið, háttbundið ogsamfellt net íöllu málverkinu. “ „I lokaatriðinu nær svo söguþráð- urinn loks fram til mestu áhrifa- stöðu sinnar eins og kóróna á margslunginni, flókinni rás fram- þróunar, sem sprottin er upp af skáldlegum sköpunarmætti. “ „Gott vaJd á efninu, ásamt nokk- urri kaldhæðni, gefur í senn forgrunni og bakgrunni tilfmning- alífsins hljóðbæra eiginleika. “ „Sjálfsvitund (söguhetjunnar) þenst út fyrir endimörk lífsins eða þá dauðans til þess að sýna fram á, að lífíð sjálft er víðfeðmt og ekki unnt að búta það niður í ein- angrað sjálf, rammað inn í óbrígð- ulleika þeirrar myndar, sem ekki lengur samsamar lífmu, heldur er hengd upp inni í afmarkaðri, lok- aðri vitund.“ Dæmin hér að framan eru tekin úr ósköp venjulegum heimildum — úr dagblaði, bókmenntatímariti, al- fræðiorðabók og úr háskóla-handbók einni. En hvað mundi óvilhallur dóm- ari svo kalla það málfar, sem þesssir gagnrýnendur nota? í fyrsta lagi nokkuð óljóst og þvoglulegt mál og í öðru lagi hástemmt og verulega uppskrúfað að auki. Hvort atriðið fýrir sig á rætur sínar að rekja til einnar og sömu ástæðu: Til taum- lausrar notkunar orða og orðasam- banda í yfírfærðri merkingu. Þegar menn leggja út í að lesa um eitt- hvert svið lista nú á dögum, verða þeir að bijótast í gegnum setningar, sem beinlínis úa og grúa af orðum eins og spennu, hrynjandi, yfírsýn, uppbyggingu, gerð, áferð, ívaf, myndrænni formgerð, opinberun, víðfeðmi, ögun, kaldhæðni, ljóðræn- um blæ, firringu, líkingu — jé., framar öllu líkingum — og vart eitt einasta af þessu orðskrúði er notað í bókstaf- legri merkingu. Torleiði hugsunarinnar Þetta leiðir til þess að málfarið á listgagnrýni tekur orðið oftar en skyldi á sig blæ og stfl af því taginu, sem annars er helst notast við í aug- lýsingum á dýrum tízkuvamingi: Óljósar, þokukenndar lýsingar á ágæti vörunnar eiga að skapa með mönnum þá tilfinningu, að þeir séu nánast á ferli innan um dýrindis munaðarvaming. Orðið lfking eittút af fyrir sig er ljóst dæmi um glataða merkingu. Örlög þessa orðs hafa orð- ið þau að verða með tímanum svo innantómt, að jafnvel er tekið að nota það til þess að útskýra það, sem ekki er til. í nýlegri gagnrýni á frammistöðu einnar annars ágætrar söngkonu, sem þó hefur ekki lengur fullt vald á efra raddsviði sínu, er komizt svo að orði: „Hún færði sérþetta snilldar- lega í nyt, og notaði þennan vissa skort á raddstyrk sem líkingarmál fyrir hinn lítt aðgengilega ástríðu- þunga, sem gætir í sönglögum Mahlers. “ í öðru samhengi — eins og sjá má í nýútkominni bók — gefur þetta orð, líking, í skyn, að það sem maður sé að hugsa um og sjái ljóslega fyrir hugskotssjónum sínum, kunni ef til vill ekki að vera veruleiki: „Það sem veiðimaðurinn leggur að velli, er ekki hreindýríð heldur táknræn líking hreindýrs. “ Það ætti þá ekki að fara illa á því að spinna þennan þráð örlí- tið lengri og álykta sem svo í beinu framhaldi af framansögðu, að það að sitja til borðs og tyggja hreindýra- steikina sé í rauninni ekkert annað en líking notalegs kvöldverðar. í reynd er það svo, að skáldleg umritun eins og í skáldskaparkenn- ingu eða líkingu felur í sér samanburð á milli minnst fjögurra orða. Ef svo er komizt að orði, að „skipið plægi öldumar,“ þá er merkingin sú, að alveg eins og plógurinn ristir rákir í jarðveginn, þegar hann hreyfist fram eftir skákinni, skríður skipið áfram og skilur eftir sig rákir í sjónum. Það er því engin heil brú í því að prísa hástöfum einhvem myndhöggvara fyrir „lagni hans við að ná fram þrívíddar-líkingum" eða að segja, að í bókmenntum „séu í því fólgnar margar líkingar" að nefna mat. Glöggir og ritfærir gagnrýnendur velja úr öðmm orðum til að láta hugs- anir sínar í ljós: tákn, einkenni, merki, svipur, líking, samanburður, skyldleiki; allt em þetta tiltæk orð, hafa greinilega merkingu og em ekki samheiti. \ Innantómt tafs og ambögur ... Með framangreind dæmi í huga gætu menn vel freistast til að spyija, hvemig á því standi, að gagnrýnend- ur, sem vissulega em menn vel menntaðir og oft gæddir þæfileikum umfram meðallag, skuli þó margir hveijir hafa tekið upp þvflíkan ritstfl, þetta öfugsnúna orðfæri, sem í senn eyðileggur allt traust manna og tiltrú á heilindum tungunnar og fegurð málsins um leið. Ekki ber þó að líta svo á, að þeir geri þetta einfaldlega sökum andlegrar úrkynjunar heldur öllu fremur, að þeir hafi í málfari sínu ánetjast vissum útbreiddum fé- lagslegum viðhorfum til málnotkun- ar. Sé svo, þá tekur gagnrýni, sem orðfærð er með þeirra ritaða tafsi, stefnuna í tvær áttir samtímis — annars vegar í þá átt sem nú á dög- um virðist beinast almennt að því að misþyrma móðurmáli sínu í ræðu og riti; hins vegar koma þeir til móts við þær hugmyndir, sem menn ala orðið almennt með sér um það, hvað gagnrýni raunverulega sé. En hver eru svo þessi félagslegu viðhorf? Þau eru í fyrsta lagi áköf dýrkun á nýsköpun: Þú verður endilega að gera eitthvað alveg nýtt, eitthvað frumlegt, óróavekjandi; og framar öilu skaltu bara vera ,þú sjálfur og því hunza gjörsamlega allar almenn- ar, viðteknar reglur og vera frjáls að þvi að bijóta gegn hinu viðtekna hvar og hvenær sem færi gefst; láttu umfram allt sem mest bera á frá- bæru ímyndunarafli þínu og á sér- stöðu þinni yfirleitt. Út úr þessu kenningarhnoði nútímans spretta svo fram nýju, vængbrotnu orðin og nýst- árlegt orðalagið, sem smátt og smátt tekur að ná fótfestu í viðskiptamáli, innan stjómsýslu og í hinum ýmsu starfsgreinum: Óhefðbundin Iínumeð- ferð hans skapar viss frávik í huglægri fjarvíddarskipan myndflat- aríns; að vinna að markvissri þáttun og sem mestri alhliða samhæfíngu félagslegrar, menntunarbundinnar og meðvitaðrar heildarstefnu í sam- virku nútímalegu skólastarfí; mörkun stefhu í markaðssetningu; nýju verðin fyrir aflana; forða slysi; vandamál í skoðun hjá viðkomandi; beijast á banaspjótum; að lumma á ýmsu; ef- nið alfarið tekið nýjum tökum ... Það er einkennandi, að alvarlegar málvillur og innantómur vaðall — eða svokölluð ritræpa — eru oftast helztu nýjungamar, sem núna drífur fram á sjónar- og heymarsviðið, ný merki- feödfutbn yl bssevru, sóbtbv ev, ^kv^vvtí ■'"v1„ivréý'wy"- „ýxtoaU 1&Un „ "'Tu rTi vmini «*»*? íSiV,^ ****». “Skv I Hvatning hóleda hjóm? flögg á gamlar tuggur í þeirri von, að þær veki þó nýjan og ferskan áhuga. ... og svo skrúðmælgin Orðfæri úr nútíma viðskiptalífi og listgagnrýni er mjög farið að ryðja sér til rúms. Bæði þessi svið em knú- in áfram í ákafri leit að myndrænu máli, ómótstæðilegri tilhneigingu til að skrýða fagurlega þann hvers- dagslega raunvemleika, sem mönn- um finnst svo allt of grámyglulegur og leiðinlegur. í stuttu máli sagt, vilja nú allir vera skáld, án þess að vita að raunvemleg skáld fást ekki við að punta upp á raunvemleikann held- ur nísta þeir hann. Þegar því blaða- maðurinn, skáldsagnahöflindurinn, gagnrýnandinn, vísindamaðurinn og verðbréfasalinn hafna hinu almennt viðtekna óbundna máli í skrifum sínum og tali, þá era þeir um leið að snúa baki við vitrænni notkun tungunnar. Þegar allt er svo orðið uppfullt að innantómri skrúðmælgi og myndrænum líkingum, hvert sem litið er, þá eiga þeir lesendur, sem meta mikils venjulegt jarðbundið málfar og samhengi í hugsun, einsk- is annars úrkosta en að grípa til lestrarefnis á borð við fyrstu síðumar í símaskránni. Það gefur augaleið, að þessi sterka tilhneiging til að setja óbundið mál fram á sem skáldlegastan hátt, kem- ur vel heim og saman við þá stað- reynd, að nú á dögum njóta einungis tveir hópar innan þjóðfélagsins, tvö eftirlætis áhugaefni manna, nokkurr- ar athygli almennings: Listir og vísindi, skáldið og eðlisfræðingurinn eða andstæður þeirra. Þær hetjur, sem fyrr á tímum drógu að sér at- hygli alls almennings, em horfnar og gleymdar — hermaður, stjóm- málaforingi, klerkur, lögfræðingur, iðnrekandi, gildur bóndi eða mikil aflakló — em ekki lengur hátt skrif- aðir, enda þykja þetta ekki beinlínis þau starfssvið, sem líkleg séu til að leiða fram á sjónarsviðið einhveija andans jöfra eða umtalsverða snill- inga, en það era aftur á móti einustu persónuleikamir, sem við nútíma- menn álítum almennt þess virði að beina aðdáun okkar að og fínnst að eigi ef til vill vissa dýrkun skilið. Gagnvirk tækniorð Við þessar aðstæður hefur gagn- rýnandinn því séð sér leik á borði að slá tvær flugur í einu höggi. Hann skipar sér vitanlega strax undir merki listamannsins og tekur líka brátt að líta á sig sem einn úr þeirra hópi; og þar sem viðfangsefni hans krefj- ast rökgreiningar, finnst honum liggja beinast við, að hann fari líka að tala og skrifa eins og raunvísinda- maður. Víða má sjá, að eftirlætis orðatiltæki gagnrýnandans hafi feng- ið á sig blæ tæknifræðinnar. Vísinda- hyggján skín líka í gegn í notkun hans á litla, yfirlætislausa orðinu sem : Leikhúsið sem goðsögn; náttúran sem tjáningarvottur; klæðnaður sem skúlptúr á hreyfingu. Þessi leikur með gagnvirk orð minnir um margt á líkingar-vanann, en ber líka keim af uppsetningu á jöfnum í raunvísind- um — hiti sem hreyfing, massi sem orka — sem eiga þar rétt á sér og koma að gagni í líkindareikningi. Sé tungan beitt blygðunarlausum fantatökum að geðþótta, þá kann sú málnotkun líka að stuðla að því, að viss vísinda-ljómi taki að leika um skriffínninn. Þegar gagnrýnandi tek- ur að vitna í neikvætt svið í skrifum sínum um myndlist eða þegar hann skýtur inn keimlíkt (af því að eftirlfk- ing mundi hljóma of mddalega) í umfjöllun um bókmenntir, þá finnur hann orðið vel fyrir því, að hann njóti virkilegs álits í heiminum. Eða þegar hann fær innblástur til að ganga enn lengra fram fyrir skjöldu og snýr sér að því að koma á framfæri kenningu. sinni um af- brigði í listsköpun eða um listastefnu með því að grípa til nýrra grískra heita, þá er hann sannarlega farinn að standa nokkuð jafnfætis hinum mestu snillingum mannsandans: Hljómar til dæmis ekki Ekphrasis nægilega torrætt til að tákna eitthvað alveg splúnkunýtt á sviði listsköpun- ar? Gagnrýni í raun og veru Satt bezt að segja er ekkert það að fínna í raunvemlegri gagnrýni, sem réttlætt gæti loddarabrögð af þessu tagi. Gagnrýni er ekki list- grein, heldur ekki nein vísindi; hún hefur ekki til að bera neina fasta kenningu né heldur eina ákveðna aðferð, sem telst algild. Gagnrýni er öllu fremur iðja, unnin samkvæmt mismunandi mælikvörðum og út frá mismunandi sjónarmiðum; þetta er vissulega erfið iðja en alltaf undirgef- in listinni. Af þessum sökum verður listgagnrýni líka að taka breytingum alveg eins og hinar ýmsu listgreinar em breytingum undirorpnar í tímans rás. Gagnrýnandinn er einfaldlega þjónn, hann þjónar jafnt áhugasöm- um almenningi og listamanninum. Hann ryður burt þeim tálmum, sem vama mönnum skilnings á listaverk- um og gleði af þeim. Þetta er verkefni sem unnt er að vinna á ýmislegan hátt — eða ef til vill mætti komast þannig að orði um gagnrýni, að af henni séu til allmörg afbrigði en henni sé samt einungis einn háttur eiginleg- ur — hinn ábendandi, leiðbeinandi. Gagnrýnandinn bendir alltaf með fingrinum á lykilatriðin. Góð gagnrýni er sjaldgæf og hún tekur á sig margs konar mynd, allt frá athugagreinum til samræðna og frá ljóði til háðkviðlinga og þá má vitanlega ekk’ gleyma gagnrýni í formi sprenglærðrar bókmenntarit- gerðar eða skrýtlu. Góð gagnrýni er vel þegin og gjaman lesin, alveg sama ( í hvaða mynd hún birtist. Meginatriðið er, að gagnrýnandinn ætti að koma áliti sínu á framfæri á ábendandi hátt og ætti alltaf að beina máli sínu til hins almenna lesanda eða hlustanda. Hinir mjög himingnæfu kenninga- smiðir, sem gera sig svo breiða á okkar tímum — strúktúralistamir, semiótikistamir, dekonstrúktsjónist- amir, dadaistamir og aðrir fleiri — hljóta þá að reiknast til einhverrar annarrar starfsgreinar, því að jafnt þeirra á milli innbyrðis og á milli þeirra og alls almennings em raun- veraleg tjáskipti afar sjaldgæf. Hver og einn þessara sérfræðinga eða öllu heldur „sérleyfishafa" beitir fyrir sig orðaforða úr eigin framleiðslu, og hefur tröllatrú á því, að einungis hans sérstæða orðalag geti leitt fram á sjónarsviðið stórkostlegar uppgöt- vanir í nýjum altækum skilningi á listum. Gagnorðar og ósköp blátt áfram skýringar em forkastanlegar í þeirra augum og miskunnarlaust tættar sundur. Hvað er þá list? Einn mesti áhrifamaður á sviði list- gagnrýni í Frakklandi á síðari áratugum, Roland Barthes, hafnaði mjög eindregið einfaldleika og tær- leika í listum, þ.e. öllu sem talizt getur ljóst, einfalt og auðskilið í nútíma listsköpun. Hann hélt því jafn- vel blákalt fram, að eftir að þeir Marx og Freud höfðu sett fram kenn-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.