Morgunblaðið - 08.11.1987, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1987
C 9
Eleuthéria var skrifuð um sama leyti og Beðið eftir Godot en þó
nokkru fyrr. Leikritin eru hins vegar gerólík. Þessi mynd er úr
sýningu á Godot í París 1961.
halds og trausts; þá ungfrú Skunk
sem reynir að uppfylla síðustu ósk
herra Kraps; síðan koma hin nýgiftu
Piok-hjón og loks frú Krap í sorgar-
klæðum. Á meðan gerist fátt á hinum
hluta sviðsins nema hvað þjónninn
Jacques er á rölti fram og til baka
og verður starsýnt á hægindastól
hins burtsofnaða húsbónda síns. Rétt
eins og sá látni hafði í fýrsta þættin-
um reynt að fá ungfrú Skunk til liðs
við sig þá grípur dr. Piouk til sama
ráðs í öðrum þætti, nema hvað hann
stingur upp á öllu hressilegj-a bragði
til að „lækna" Victor. Hann fer fram
á að ungfrú Skunk bjóði honum eit-
ur. Þiggi hann eitrið sannar hann
lífsleiða sinn í eitt skipti fýrir öll en
hafni hann því sé hann nauðbeygður
að slást aftur í hóp með því fólki sem
lætur sem það sé á lífí. Spumingin
snýst þvi ekki lengur um það hvort
Victor vilji koma aftur heim til
mömmu sinnar heldur um hitt hvort
hann vilji yfír höfuð snúa aftur til
venjulegs lífs. Meðan á þessu gengur
smeygir Victor sér út og birtist síðan
í stofu foreldra sinna þar sem hann
fær sér sæti í húsbóndastólnum.
Þannig lýkur öðrum þætti.
í upphafí þriðja þáttar er Victor
sofandi í hótelherbergi sínu sem nú
tekur allt sviðið eins og áður var
getið um. Glerskerinn vekur hann
og tilkynnir komu Jacques sem aftur
á móti tilkynnir að frú Krap sé orðin
veik. Ekki nóg með það: Dr. Piouk
er líka lasinn svo fresta verður útför
herra Krap. Ennfremur þakkar
Jacques Victor fyrir að hafa útskýrt
sitt mál heima hjá sér en það hefur
gerst meðan (væntanlegir) áhorfend-
ur vom að fá sér hressingu í hléinu.
Allt virðist stefna í hefðbundið upp-
gjör og lokalausn en þá stekkur einn
áhorfenda allt í einu upp á svið.
Hann krefst þess að Victor standi
fyrir máli sinu og glerskerinn tekur
undir kröfur hans. Þegar Victor ans-
ar engu kalla þeir kínverskan pynt-
ingameistara inn á sviðið og er hann
býst til þess að rífa af Victor neglum-
ar verður ungi maðurinn svo ótta-
sleginn að hann reynir að skýra sín
sjónarmið. Hann heldur langa og
ruglingslega ræðu en kemst loksins
að einhvers konar niðurstöðu um það
hvemig hann hyggist ná langþráðu
frelsinu: „Með því að vera eins lítið
og hægt er. Með því að hreyfa mig
ekki, hugsa ekki, dreyma ekki, tala
ekki, hlusta ekki, skynja ekki, vita
ekki, þrá ekki, geta ekki og svo fram-
vegis. Ég hélt að þetta væru mínir
fangelsismúrar."
Með því að nefna þessa fangelsis-
múra fellst Victoro í raun á að undan
þeim verði ekki komist og hann fellst
á að gefa upp á bátinn tilraunir sínar
til þess að „vera eins lítið og hægt
er“. Áhorfandinn áréttar þá valkost-
ina sem Dr. Piouk setti fyrst fram:
Victor verður ánnaðhvort að svipta
sig lífí eða snúa aftur til daglegs lífs.
Þar með hefur áhorfandinn komið
söguþræðinum aftur í samt lag og
hverfur á brott. Dr. Piouk birtist í
hans stað og með honum ungfrú
Skunk; doktorinn er enn við sama
heygarðshomið og heimtar að Victor
drekki eitrið ellegar fari á fund móð-
ur sinnar. Victor réttlætir þá nafn
sitt (sigurvegari) því að sigrast á
öllum ákvörðunum; hann ætlar að
halda uppteknum hætti. „Ég skal
segja ykkur hvemig ég ætla að eyða
lífi mínu: ég ætla að núa hlekkjum
mínum saman. Frá morgni til kvölds
og frá kvöldi til morguns. Það óljósa
gagnslausa hljóð verður líf mitt.“
Victor hafnar þannig leikreglum
borgaralegu leikritanna: hann ætlar
hvorki að fremja sjálfsmorð né ger-
ast aftur trúr og dyggur sonur móður
sinnar. Eftir að hafa komið öllum
gestum sínum út, þar á meðal hótel-
stýrunni, leggst hann niður á bedda
sinn og snýr bakinu í mannkynið.
Trúðleikur
Lengst að fyigir Beckett í öllum
grundvallaratriðum hefðum „vel
gerða leikritsins"; það er ekki fyrr
en í þriðja þætti sem hann breytir
að ráði út frá þeim. Jafnvel allur sá
atgangur er heldur máttleysislegur,
að sögn Ruby Cohn. Hún bendir líka
á að upphafsatriðið, þegar þrjár mið-
aldra konur sitja saman og rekja
raunir sínar, minni mjög sterklega á
Óskir mannanna og vísi ennfremur
fram á við, til örþáttungsins Come
and Go. Eins og í síðari verkum
Becketts eru líkamlegir kvillar áber-
andi; allar persónumar sem komnar
eru á fullorðinsár eru meira eða
minna sjúkar og herra og frú Krap
eiga meira að segja mjög erfítt með
að rísa úr sæti þegar þau eru sest á
annað borð. Ekkjufrú Meck er sífellt
að tönnlast á því að nú sé hún að
fara en fer svo ekki: hún er Estrag-
on í mýflugumynd. Endurtekning-
amar sem Beckett er frægur fyrir
eru annars ekki mjög áberandi í Ele-
uthéria, þó má nefna að þjónninn
Jacques ber að dyrum í hvert sinn
sem hann birtist — og það er oft —
og flestum spumingum svarar Victor
á sama hátt: „Je ne sais pas“ — „ég
veit það ekki“. Þegar hann leggst
svo til (hinstu?) hvflu í lok leikritsins
lítur hann óttasleginn í kringum sig
og reynir að ýta beddanum sínum
eins langt burt frá áhorfendum og
kostur er — það minnir helst á per-
sónu Buster Keatons í Film og Jóa
í Eh Joe.
Beðið eftir Godot er stundum sett
upp sem trúðleikur og Beckett hefur
sjálfur lýst ánægju sinni með ýmsar
sýningar af því tagi en hann kann-
aði fyrst ýmsa möguleika trúðleiks-
ins í Eluethéria. Nöfn persónanna
eru flest fáránleg: Krap er vitaskuld
enska orðið „crap“ sem þýðir bull,
della; Skunk er bara það illa þe-
fjandi dýr skunkur: Meck mun vera
franskt slangur fyrir melludólg og
svo framvegis. Alls konar ruddalega
orðaleiki er að fínna í verkinu kring-
um þessi nöfn og bæði herra Krap
en einkum og sér í lagi dr. Piouk
hegða sér oft og tíðum eins og neðan-
þindartrúðar. Það er líka í anda
trúðleiksins að persónumar eru síknt
og heilagt að vitna til þess að þær
séu í leikriti en á því örlaði líka í
Óskum mannanna. Beckett gerir ós-
part grín að persónunum og þar með
leikritinu sjálfu á þennan hátt. Herra
Krap er atkvæðamestur á þessu
sviði: „Frá dramatísku sjónarmiði er
fjarvera konu minnar merkingar-
laus,“ segir hann á einum stað, og
um hina stórvöxnu frú Meck lætur
hann svo um mælt að hún „yfír-
gnæfí svo sannarlega þessa senu,
þó hún komi málinu ekkert við“. Við
dr. Piouk segir hann: „Ég átta mig
ekki alveg á því hvaða gagn verður
að þér í þessu leikriti." Dr. Piouk er
hins vegar sannfærður um eigið
ágæti sem persóna og svarar snúð-
ugt: „Með því að leggja þig fram
gætirðu jafnvel skemmt vegfarend-
um svolítið."
Þá eru hlutVerk eins og áhorfand-
inn, glerskerinn og fleiri sprottin af
margumræddum meiði trúðleiksins
— að sönnu með viðkomu hjá Luigi
Pirandello og Sex persónum í höf-
undarleit. Áhorfandinn er ekki par
hrifínn af leikritinu sem hann er allt
í einu farinn að taka þátt í: „Ekki
trufla mig nema þú sért viss um að
geta sagt eitthvað fyndið. Það hefur
verið ansi mikill skortur á slíku hing-
að til,“ segir hann á einum stað, og
bætir um betun „Ég segi viljandi að
þetta sé farsi til þess að vemda ykk-
ur. Það gera bestu höfundar okkar,
stimpla alvarlegustu verk sín þessu
orði ef vera kynni að enginn tæki
þá háttðlega.“ Hann nefnir meira að
segja einn af þessum „bestu höfund-
um“ á nafn og það er Beckett sjálfur
— „(il dit Béquet)“. Þessi leikur Beck-
etts hefur gengið svo langt að teygja
sig inn í leiðbeiningamar í handritinu
sem enginn hefur væntanlega átt að
sjá nema leikhúsfólkið: „Þessi kafli,"
skrifar hann í lok einnar senu, „end-
ar snögglega eins og hann sé yfír-
kominn af heimsku. Þögn. Merki um
getuleysi, kæruleysi, axlaypptingar.
Meira að segja Jacques, sem var um
það bil að segja: „Ef frúin vildi kalla
á lögregluna?" lyftir höndum og læt-
ur þær falla niður með síðunum. Frú
Piouk miður sín. Hún fer fram að
dyrunum, hikar, snýr sér við, vill
segja eitthvað, skiptir um skoðun,
fer. Hugboð um að leikritið fari á
sömu leið.“
Grundvallarmistök
Þannig má segja að Eleuthéria sé
undarleg blanda af „vel gerðu leik-
riti“ og trúðleik og þessi blanda
gengur ekki upp á mati höfundarins
eða þeirra fáu gagnrýnenda sem
hafa fengið að skoða verkið, en það
em eingöngu stórkanónur í Beck-
ett-fræðum eins og Hugh Kenner,
John Fletcher og svo Ruby Cohn.
Kenner segir í bók sinni um Beck-
ett: „... þessi hefð (formlegrar
dramatískrar uppbyggingar) lokast
umhverfís Victor eins og vatn um-
hverfís stein, og getur ekki með
nokkru móti melt hann.“ Fletcher:
„Beckett gerði aldrei framar þau
grundvallarmistök að nota aðalper-
sónu sem þráir það eitt að sleppa frá
sjálfri sér, án þess að búa hana sjálfí
til þess að sleppa frá.“ Og Ruby
Cohn: „Gagnrýnendumir eru jafri
óánægðir með Victor og leikritið
sjálft og þeir gefa í skyn að hann
falli inn í það. Þeir minnast hins
vegar á þær gerólíku tóntegundir
sem notaðar eru um Victor annars
vegar og umhverfí hans hins vegar.
Fjölskylda hans og vinir dæma sig
dramatískt séð úr leik með því að
hafa enga samúð með þessari ein-
lægu ungu hetju. Við eigum ekki að
taka þau hátíðlega, eins og er degin-
um ljósara af þeim nöfnum sem
sjálfkrafa fordæma gildismat þeirra.
Én við eigum á hinn bóginn að taka
Victor hátíðlega og það verður erfítt
úr því hann gerir það svo greinilega
sjálfur. Hvorki fyrr né síðar hefur
Beckett litið á persónu sína með jafn
lítilli íróníu ...“
En: „Hér og hvar gefur Beckett í
skyn ýmislegt af því sem raunveru-
lega vekur áhuga hans. Þama er
maður í rúmi í svo til tómu her-
bergi, leit að sjálfí sem þróast í leit
að ó-verunni, þama em feðgar sem
em rithöfundar (herra Krap og Vict-
or). Enn mikilvægari er hins vegar
sú dramatíska áhersla sem Beckett
leggur á hlutskipti mannsins, eins
og í öllum síðari leikritum sínum.
Astæðan fyrir allsleysi Victors er
ekki þetta nauðsynlega leyndarmál
borgaralega leikhússins; óánægja
hans með lífið virðist næstum því
arfgeng því faðir hans, höfuð fjöl-
skyldunnar, segir á einum stað í
fyrsta þætti:
„Ef manni þykir þess vegna
óhugsandi að lifa en er tregur til að
beita lausninni endanlegu, af hóg-
værð eða hugleysi, eða einmitt af
því að maður er ekki lifandi, hvað
getur þá gert til þess að forðast vit-
Rrringuna (ó svo varkára og vel
falda) sem honum hefur verið kennt
að óttast? Hann getur látist vera lif-
andi og að aðrir séu lifandi.““
Þetta er eins og talað út úr óstöðv-
andi munni Molloys. Og lætur að
líkum: Beckett var að skrifa trflógí-
una um svipað leyti og Eleuthéria.
Illugi Jökulsson tók saman
að leikstjórinn skipti ekki ýkja miklu máli. Það er í tízku
að leikarar beiti sérgegn leikstjöranum en Glenda Jackson
segir að leikstjórinn sé gagnslaus þar sem það séu áhorfend-
ur sem leikarinn standi andspænis þegar á hólminn er
komið. Að mati hennar skiptir stórkostleg lokaæfíng engu
máli, enda sé leikstjórinn á bak og burt þegar leikarinn stend-
ur einn frammi fyrir áhorfandanum. „Það er sama hversu
mikið og vel leikrit er æft, sama hvað maður leggur mikla
hugsun í vinnu sína, verkið er aldrei fullunnið fyrr en áhorf-
endur mæta til leiks. Sá er líka tilgangurinn, það er
markmiðið með allri þessari vinnu. Maður kemur því á fram-
færi sem höfundurinn vill segja áhorfendum og það kann
vel að vera að þeim líki ekki það sem hann segir. Það getur
verið að þeir hafni því algjörlega, en maður verður að sjá
til þess að þeir sitji þama nógu lengi til að hægt sé að ljúka
við setninguna. Síðan erþað auðvitað þettajafnvægi sem
þarf að skapast þannig að athyglin haldist vakandi og að
þeir fáist til að hlusta á það sem sagt er. Að vissu leyti er
auðveldara að halda athygli áhorfandans og skemmta hon-
um, en ef manni tekst að skemmta honum er hætt við þvi
að maður bregðist höfundinum, og ég hef ekki trú á slíku.
Það er skelfílegt þegar áhorfendur ákvaða hvað þeir vilja
fá,“ segir hún. Þögul barátta við áhorfendur er ekki sjald-
gæft fyrirbæri. „Eg vil fremur betjast við áhorfendur en
þurfa að vekja þá. Sinnuleysi er verst.“ Hvert kvöld er ögr-
un. „Tímann fram að hádegi hef ég fyrir sjálfa mig en frá
hádegi fer allur tíminn í leikritið, og ég get ekki sóað þeirri
orku sem égtel mig hafa þörf fyrir um kvöldið. Eftir há-
degi leitast ég við að gera ekkert nema það sem ég verð
ekki vör við að ég geri, af því að klukkan hálfátta eða átta
lyftist tjaldið og þá verður maður að vera reiðubúinn. Fóik
heldur að þetta starf sé bara fólgið í því að koma í leik-
húsið tveimur tímum fyrir sýningu, en það er nú fjarri lagi
að svo sé.“
Hún telur það henta sér bezt að hella sér út í æfíngar
án þess að hafa undirbúið sig fyrir hlutverkið að öðru leyti.
„Um leið og ég segi já er næsta hugsunin sú að ég geti
ekki gert þetta og ég spyr sjálfa mig hvers vegna ég hafí
Glenda Jackson
tekið þetta að mér. Þess vegna reyni ég að horfast ekki í
augu við raunveruleikann fyrr en ég stend frammi fyrir
honum. Með því móti hef ég ekki tíma til að velta mér upp
úr þessu." Sjálf fer hún sjaldan í leikhús og hún segist vera
slæmur áhorfandi. „Ég get ekki bælt andúðina, en það get
ég hins vegar hæglega gert í bíó. Ég á ekkert bágt með
að sitja og horfa á lélega kvikmynd til enda, en ég á erfítt
með að sitja í leikhúsi og horfa á lélega sýningu þangað til
henni er lokið.“ Hún þjáist af sviðshræðslu, — hræðsla við
kvikmyndavélar er öðruvísi og léttbærari. „Það er þó að
sumu leyti meira þvingandi þar sem maður þekkir ekki hitt
fólkið og eftir fyrsta daginn kem ég venjulega heim með verk
í kjálkunum eftir að hafa brosað í allar áttir til þeirra sem
ég held að séu að vinna að myndinni. Maður bíður eftir
kvikmyndavélinni og vélar eru algjörlega háðar því sem
maður er að gera. Það þarf ekki að hafa fyrir því að ná
athygli þeirra. Þetta er ekki samskonar ótti og gagntekur
mann í leikhúsinu, þar sem maður er háður því að búa til
áhorfendur. Þeir eru ekki annað en hópur af fólki þar til
maður er búinn að gera þá að áhorfendum."
Það er höfundurinn sem byggir brúna. Sem dæmi má
nefna Garcia Lorca en eftir hann er „Hús Bemörðu Alba“
sem Glenda Jackson leikur í um þessar mundir. David Mac-
donald hefur þýtt leikritið og einnig Fedru sem hún lék í
nýlega. Hún segist dá þennan þýðanda af því þýðingar hans
séu dramatískar fremur en fræðilegar.
„Það var stórkostlegt að vera með i Fedru því að verkið
krefst þess að maður leggi sig allan fram um leið og það
hefur á manni sterkt taumhald textans. Það er heillandi að
reyna að kafa í mannlegt eðli um leið og nauðsynlegt er
að koma til skila hverju einasta atkvæði í textanum af því
að hann er í bundnu máli. Þessi taktur, þessi miskunnar-
lausi taktur, — að sjálfsögðu er það eins og í öllum stórverkum
sem eru í bundnu máli. Ef maður treystir á vérkið þá held-
ur það manni uppi. Shakespeare — þegar ég lék Kleópötru
hélt ég að mér væri ómögulegt að leika hlutverkið til enda,
hélt að orkan yrði á þrotum áður en kvöldið var á enda. En
ég studdist við Shakespeare og það tókst."
Hún leikur oft á sviði í New York en það er skoðun henn-
ar að Broadway sé búið að vera. „Það er Broadway sjálft
sem hefur komið sér í þessar ógöngur. Þar er ekkert leik-
hús sem ég tek gilt. Öll þessi leikhús sækjast eftir því að slá
í gegn, hvað sem það nú er. Ég býst við að misheppnuð
sýning mundi laða að betri áhorfendahóp."
Hún telur að leikhús sé eða eigi að vera mikilvægara en
nokkru sinni á tækniöld. „Stundum er mér nær að halda
að enginn eigi eftir að tala við nokkum mann framar. Ég
er sannfærð um að við eigum að helga okkur viðfangsefnum
þar sem fólk kemst í snertingu við hvert annað því að þjóð-
félagið stjómast sífellt meir af vélum. Leikhús þar sem lifandi
fólk stendur á sviðinu fyrir framan lifandi áhorfendur er
leið til að spoma við þessari þróun."
(Úr Herald Tribune)