Morgunblaðið - 08.11.1987, Page 10
io e
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1987
I
Robert Longo: Hádrif Stefan Wewerka: Biðstóll.
samúræjans.
Leon Golub: Yfirheyrsla IV.
EIWAR GUÐMUNPSSOIM SKRIFAR FRÁ KASSEL;
DOCUMEHTÁ
Bertrand Lavier: Græn og hvít samsetning.
Fyrri grein
A fimm ára fresti er haldin
viðamikil sýning í Kassel, Þýzkal-
andi, á myndlist samtimans, þar
sem tilgangurinn er að gefa yfir-
lit yfir helztu strauma og stefnur
myndlistarinnar. Documenta heit-
ir fyrirtækið — því er ætlað að
koma fram sem heimild um tíðar-
andann — af mörgum talin vera
mikilvægasta alþjóðlega sýning
samtímalistarinnar og einstöku
sinnum líkt við ólympíuleika.
Að þessu sinni er á ferðinni
Documenta, sú áttunda í röðinni.
Hin fýrsta var haldin 1955, þegar
Þjóðveijar voru að ná sér upp úr
kaldakolum stríðsins ogþýzk list
var að færast aftur inn í evrópskt
menningarsamhengi eftir niður-
lægingu nazistatímans.
Hverju sinni er Documenta
fenginn sérstakur listrænn stjóm-
andi, sem nú var safnstjóri frá
Köln: Manfred Schneckenburger.
Honum til aðstoðar var alþjóðleg
ráðgjafanefnd, til að móta fyrir-
komulag sýningarinar og velja
þátttakendur; 3—4 ár voru til
stefnu og jafnvirði rúmra 150
milljóna ísl. kr. að moða úr. Stend-
ur sýningin í 100 daga, frá 12.
júní til 20. sept. Reiknað er með
að ekki minna en 300 þúsund
gestir hvaðanæva að úr heiminum
sæki hana.
Aðstandendur gerðu í löngu
máli grein fyrir þeirri stefnu er
þeir mörkuðu sér, og er hér reynt
að gera grein fyrir henni í sem
allra stytztu máli. Úr orðum
Schneckenburgers er því þetta:
„D8 fylgir engum fræðilegum
eða predikunarkenndum mark-
miðum, og hún forðast að grípa
til ákveðins eins slagorðs um nú-
verandi ástand. Hún gefur ekki
heildaryfirlit yfir myndlist samtí-
mans. Sýninger aðeins birtist á
fimm ára fresti verður að leggja
þungamiéijuna áþennan hálfa ára-
tug í millitíðinni. Við höfum rætt
um, hver þessi þungamiðja gæti
verið; nýir stílar virðast aðeins
vera endurvakning og ný formerki
eru ekki í sjónmáli. Við tókum þó
eftir hræringu í listinni, er virtist
Kawamata: Verkefni í þágu eyðilagðrar kirkju.
Joseph Beuys: Eik númer 7.000 — hún hélt uppi
snúru með óútfylltum þýzkum manntalsskýrsl -
Zvi Goldstein: Afbrigðilegt módel.
jafn sterk fyrir hræringum; tími
listfræðilegra merkimiða virðist
tilheyra fortíðinni. Tillaga okkar
er sú, að gengið sé út frá sögu-
ogfélagslegu umfangi listarinn-
ar.“
Er nú staulazt í gegnum text-
ann með hjálp endursagnar og
styttinga. — M. Sch. heldur áfram
fyrir hönd nefndar sinnar og seg-
ir, að ekki sé þama um neinn
nýjan sjónarhól að ræða, en sjón-
armið þeirra falli í brennidepli
þegar gerður er samanburður við
fyrri Documenta-sýningar. Á D6
hefði borið hæst sjálfsskoðun —
listin fjallaði um listina. D7 ein-
kenndist af „sjálfsævisögulegri
látbragðsmálun" — listin fjallaði
um listamennina sjálfa. Að þessu
Bill Woodrow: Skrín.
sinni væri því umfjöllunin: listin
um þjóðfélagið
Þátttakendur eru sem sagt
valdir, ogþykir heiðurinn ekki
lítill. Um 150 myndlistarmenn
mynda kjamann í núverandi
Documenta. Þar af er um þriðj-
ungur Þjóðveijar. Af öðrum