Morgunblaðið - 11.12.1987, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1987
B 13
IVIYIMDBÖIMD
Sæbjörn Valdimarsson
Viðsjál
húshjálp
A Judgement in Stone ★ ★
Leikstjóri: Ousama Rawi. Hand-
rit: Elaine Waisglass, byggt á
skáldsögu e. Ruth Rendell. Tón-
list: Paul Zaza. Klipping: Stan
Cole. Kvikmyndataka: David
Herrington. Aðalleikendur: Rita
Tushingliam, Ross Petty, Tom
Kneebone, Shelley Peterson,
Jessica Stern, Jackie Burroughs.
Kanadisk. 1986., Virgin Video/
Steinar 1987. 93 mín.
Mér var nokkur léttir að sjá hana
Ritu Tushingham á nýjan leik. Þessi
fínlega en löngum dáldið óttaslegna
leikkona hvarf nefnilega svo gott
sem af sjónarsviðinu upp úr 1970.
Eftir góðan orðstír í myndum eins
og A Taste of Honey, The Knack,
The Trap og Dr. Zhivago. Hér sting-
ur hún sem sé sprelllifandi aftur
upp kollinum, sem aldrei hefur víst
talist par fríður og er nú hún Rita
litla með aldrinum orðin ein sú
magnaðasta hryllingsleikkona, allar
götur síðan Bette Davis skelfdi
heimsbyggðina í What Happened
To Baby Jane. Hún heldur uppi
hefðbundinni hryllingssögu um
léttlúnaða vinnukonu, sem brestur
undir auknu álagi, og ekki má held-
ur gleyma Jackie Burroughs, sem
fer með hlutverk vinkonunnar sem
er jafnvel enn verri í kollinum.
Það er ánægjulegt til þess að
vita að Tushingham er aftur komin
á ról, frammistaða hennar í A
Judgement in Stone sýnir hvað
góður leikur getur gert fyrir útjask-
að efni.
Leið eru
láglaunin
Half Moon Street ★ ★
Leikstjóri: Bob Swaim. Handrit:
Swaim og Edward Behr, byggt
á skáldsögunni Doctor Slaught-
er, e. Paul Theroux. Tónlist:
Richard Harvey. Aðalleikendur:
Sigourney Weaver, Michael
Caine, Patrick Kavanagh, Nadim
Sawalah, Keith Buckley, Angus
Mclnnes. Bandarísk. 20th Cent-
ury Fox/Skífan 1987. 86 mín.
Weaver leikur hámenntaða
glæsikonu sem er í illa launaðri
vinnu í London. Hún heldur þá út
í elstu atvinnugreinina með hag-
stæðum árangri. Einn af viðskipta-
vinum hennar er stjórnmálamaður
(Caine) með sér þekkingu á málefn-
um Mið-Austurlanda. Þau tengjast
smám saman sterkum böndum. En
hún á einnig „vini“ meðal araba,
sem eru fljótir að sjá sér leik á
borði og nota Weaver sem tálbeitu
— án hennar vitundar.
Uppbyggingin gengur ágætlega
og lengi fram eftir er Half Moon
Street nosturslegur, skynsamlega
skrifaður þriller. En myndin fer úr
böndunum og þegar líða' tekur á
gerist söguþráðurinn raunalega
veigalítill. Þegar kemur til kasta
leikaranna stendur Weaver sig ekki
nógu vel í stykkinu, aldrei þessu
vant. Hún er ein ósennilegasta
gleðikona sem sést hefur á tjaldinu.
Sú rulla hentar henni einfaldlega
ekki þó stormi af henni glæsileik-
inn. Það er ekki nóg að bera brjóstin
og lygna augunum, annað má ekki
vera botnfreðið. Caine er hins vegar
pottþéttur — að vanda.
IMAUTALEÐUR
Verðið er
68.650
— þetta er ekki prentvilla
5000.- á mánuði
18.650. -útborgun
(með Visa eða Euro)
á slitflötum
húsgagnaAöHin
Bergen 6 sæta hornsofi.
í púðum er polyester og dacr-
onló. Klætt með krómsútuðu
anilíngegnum lituðu nauta-
leðri á öllum slitflötum og með
leðurlíki á grind utanverðu.
Stærðir B-210 x L 265.
2ja ára ábyrgð.
REYKJAVlK
DANMARKII tónvalssíminn liefur
9 númera minni, sjálfvirkt endurval og skjá,
sem birtir númer, sem verið er að hringja í.
Innbyggður hátalari gerir kleift að hlusta
eftir sóni, velja númer og bíða eftir svari
áður en heyrnartólinu er lyft af. Hljóðnemi
geflir möguleika á handfrjálsri notkun.
DAN MARK CLASSIC er
venjulegur borðsími með tónvali fyrir þá,
sem vilja einfalda og fallega síma.
Símar sem
pú vilt
örugglega
eiga
DAN MARK símamir em gott
dœmi um hvemig samrœma máfallegt
útlit og notagildi.
PÓSTUR OG SÍMI
DAN MARK símana fcerðu í söludeild-
úm Pósts og síma íKringlunni, Kirkjustrceti
og á póst- og símstöðvum um land allt.