Morgunblaðið - 11.12.1987, Síða 16
16 B
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1987
Sjónvarpið:
JÓLADAGSKRÁIN
Sjónvarpið býður áhorfendum sínum upp á innlent efni af ýmsu
tagi um jól og áramót, heimildarmyndir, bíómyndir og barnaefni.
Einnig verða sýndar myndir sem tengjast jólunum, tónlistarþættir
og kvikmyndir.
Fýrsta jólamyndin verður sýnd í
Sjónvarpinu laugardaginn 19. des-
ember. Hún heitir „Bemskujól í
Wales", (A Child’s Christmas in
Wales) og er byggð á samnefndri
sögu eftir Dylan Thomas. Flutning-
ur á Jólaóratóríu Bachs í Klaustur-
kirkjunni í Waldhausen, einni
fegurstu barokkirkju í Evrópu,
verður á dagskrá sunnudaginn 20.
desember. Þá verður einnig sýndur
fyrsti hluti sjónvarpsuppfærslu á
leikriti Tony Harrison, „The Myst-
eries". Leikritið er byggt á Gamla
testamentinu og er í þrem hlutum.
Jólaþáttur með „Gömlu brýnunum"
verður sýndur á Þorláksmessu, en
um kvöldið verður tónlistin allsráð-
andi. Sýnd verður söngskemmtun
sem haldin var í íslensku óperunni
með kór Vestur íslendinga, djass-
tónleikar Leo Smith og félaga frá
í sumar og endursýndur tónlistar-
þáttur með hljómsveitinni Brimkló
frá 1980.
Innlent efni
Kvikmynd Andrésar Indriðasonar,
„Veiðiferðin" verður sýnd á að-
fangadag. Hún gerist á einum
sumardegi á Þingvöllum og segir
frá fjölskyldu sem þangað kemur
til að veiða og njóta veðurblíðunn-
ar. Meðal leikenda eru Sigurður
Karlsson, Sigríður Þorvaldsdóttir,
Yrsa Björt Löve, Kristín Björgvins-
dóttir og Guðmundur Klemenzson.
„Leyndardómar Vatnajökuls" er
kvikmynd um leiðangra kvik-
myndatökumanna bæði yfir og
undir Vatnajökul sem sýnd verður
á jóladag. Höfundar myndarinnar
eru Jón Björgvinsson og Gérald
Favre. Kvikmyndin „Punktur,
punktur, komma, strik", gerð eftir
sögu Péturs Gunnarssonar og sam-
sett jóladagskrá í umsjón Sigrúnar
Stefánsdóttur verða einnig á dag-
skrá á á jóladag. Þáttur Sigrúnar
nefnist „Ljós í lofti glæðast" og
verður m.a. fjallað um þátt ljóssins
í jólahátíðinni og þau tímamót sem
jólin marka í skammdeginu.
„Saga úr stríðinu" nefnist íslensk
sjónvarpsmynd sem sýnd verður á
annan dag jóla. Hún fjallar um 11
ára dreng á íslandi árið 1944 og
áhrif stríðsins á líf hans. Höfundur
er Stefán Júlíusson, en leikstjóri
Ágúst Guðmundsson. Myndin var
áður sýnd í Sjónvarpinu árið 1976.
Kvikmyndin „Atómstöðin" gerð eft-
ir skáldsögu Halldórs Laxness
verður á dagskrá 26. desember, en
leikstjóri hennar er Þorsteinn Jóns-
son.
Sænsk/íslensk kvikmynd um Sölku
Völku frá árinu 1954 verður sýnd
sunnudaginn 27. desember og þá
verður einnig á dagskrá framlag
íslands til norræns bamamynda-
flokks, „Lóa litla Rauðhetta".
Myndin er gerð eftir sögu Iðunnar
Steinsdóttur, en leikstjóri ér Þór-
hallur Sigurðsson. Linda OKeefe
leikur Lóu, fimm ára stelpu sem
fínnst leiðinlegt að vera bara Lóa
og vera bara fímm ára. Hún vildi
heita eitthvað annað og vera eitt-
hvað annað . Til dæmis einhver
persóna úr ævintýri. í öðrum hlut-
verkum eru leikaramir Vilborg
Halldórsdóttir, Sigurður Skúlason,
Herdís Þorvaldsdóttir og Þórdís
Amljótsdóttir, en sögumaður er
Edda Heiðrún Backman. Mynda-
taka var í höndum Ara Kristinsson-
ar og tónlistina samdi Hróðmar
Sigurbjömsson.
Sjónvarpið hefur nýlega gert mynd-
ina „Tilbury“ og verður hún sýnd
mánudaginn 28. desember. Leik-
stjóri og handritshöfundur er Viðar
Víkingsson, en hugmyndin er sótt
í samnefnda smásögu eftir Þórarin
Eldjám. „Tilbury" gerist árið 1940,
þegar breski herinn var sem aðsóps-
mestur á fslandi. Hún lýsir tíðar-
anda hemámsins á dálítið
kyndugan hátt, og í hana er fléttað
annarlegu og hrollverkjandi stefí
úr íslensku þjóðsögunum. Myndin
er ekki talin við hæfi bama. Aðal-
leikarar eru Kristján Franklín
Magnús, Helga Bemhard og Karl
Ágúst Ulfsson.
Þá verður einnig sýnd myndin „Ást
og stríð“ gerð af Önnu Bjömsdóttur
um samband íslenskra kvenna og
erlendra hermanna á tímum síðari
heimsstyrjaldarinnar. Rætt er við
nokkrar íslenskar konur sem urðu
ástfangnar af erlendum hermönn-
um er dvöldust á íslandi á stríðsár-
unum. Kvikmyndum í lit, sem
teknar vom á íslandi af Samuel
Kadorian, bandarískum herljós-
myndara er fléttað inn í myndina.
„Ást og stríð" er byggð á rannsókn-
um Ingu Dóru Bjömsdóttur
mannfræðings.
„Biðin langa“, nefnist þáttur
byggður á kvikmynd Eðvarðs Sig-
urgeirssonar um Geysisslysið á
Vatnajökli árið 1950. Sýnd verður
mynd tekin frá björgun Doglas-
vélarinnar ofan af jöklinum og rætt
við þrjá af þeim sem vom um borð
í Geysi þegar hún fórst. Umsjónar-
maður og stjómandi er Sigrún
Stefánsdóttir.
Mynd frá tónleikaferð Stuðmanna
til Kína, „Stuðmenn í Kína“, verður
sýnd á gamlárskvöld og að því lo-
knu er „Áramótaskaup" á dagskrá.
Umsjónarmaður skaupsins er
Sveinn Einarsson. „Huldir heimar",
mynd um skynjun og yfirskilvitleg
efni með heimspekilegu ívafí, verð-
ur sýnd á nýársdag. Umsjónarmað-
ur er Ásthildur Kjartansdóttir.
Jólamyndir
Bamaefni verður á dagskrá í eftir-
miðdaginn á aðfangadag og verður
þá sýndur jólaþáttur um „Litla
prinsinn". Tvær teiknimyndir
„Mirthworms" og „The Glo Fri-
ends“ em einnig á dagskrá og fjalla
þær um undirbúning jólanna.
„Gæfuskórnir" er ný þýsk ævin-
týramynd eftir sögu H.C. Andersen.
Gæfuskómir em gæddir þeim eigin-
leikum að hver sá sem setur þá á
sig fær allar óskir sínar uppfylltar.
Myndin verður sýnd á jóladag.
Á annan dag jóla verður sýnd ævin-
týramyndin „Three Golden Hairs
of the Sun King“ byggð á sam-
nefndu ævintýri Grimms bræðra.
Brúðuleikritið „The Christmas Toy“
eftir Jim Henson, höfund „Prúðu
leikaranna“ verður á dagskrá
sunnudaginn 27. desember. Breska
sjónvarpsmyndin „Season’s Greet-
ings“ verður sýnd 30. desember.
Þetta er gamanmynd um fjölskyldu
sem kemur saman um jólin, en nið-
urstaðan er sundurþykkja og
ósamkomulag. Bíómyndin „Woman
in Red“ með Gene Hackman verður
sýnd eftir miðnætti á gamlárskvöld,
en á nýársdag verður sýnd sjón-
varpsuppfærsla á Rómeó og Júlíu
eftir Shakespeare.
Tónlist
Drengjakór Hamborgar syngur
verk eftir Hans Leo Hassler,
Heinrich Shuts, J.S. Bach og F.
Mendelssohn-Bartoldi á aðfanga-
dag. Stjómandi er Ekkehard
Richter. Upptakan var gerð í Eyrar-
bakkakirkju sl. sumar. Tónlist
verður einnig á dagskrá á aðfanga-
dagskvöld. Jólasöngvar frá íslandi
og ýmsum löndum verða fluttir
ásamt aftansöng jóla frá Dómkirkj-
unni í Reykjavík. Síðan er þáttur
um íslensk jólaljóð, „Ég heyrði þau
MYNDBÖND
Sæbjörn Valdimarsson
John Houseman, Douglas Fair-
banks, Jr. og Craig Wasson.
Bandarísk. 1981. 110 mín.
The Little Girl Who
Lives Down The Lane
★ ★ ★
Leikstjóri: Nicolas Gessner. Jodie
Foster fer á kostum í hlutverki telpu
sem hefur mikinn ýmigust á kjallar-
anum heima hjá sér. Sheen leikur
foður hennar, ódám sem misþyrmdi
bömum. Vel heppnaður taugat-
rekkjari í alla staði og það er
sannkallaður óhugnaður í kjallaran-
um! Jodie Foster, Alexis Smith,
Martin Sheen, Scott Jacoby
Kanadísk, 1983. 100 mín. (Sýnd í
sjónvarpi í Bandaríkjunum, en kvik-
myndahúsum annars staðar.)
The Nesting ★ ★ '/2
Leikstjóri: Armand Weston. Ung-
ur rithöfíindur leigir sveitasetur til
að yrkja í næði. Það er þó ekki
fyrir hendi þar sem allt morar í
afturgöngum! Skrykkjótt, á afskap-
lega laka kafla en rýkur upp í
sannkallaðan djöfulmóð þess á milli.
Robin Groves, John Carradine,
Gloria Grahame. Bandarísk 1981.
104 mín.
Too Scared to Scream
★ */2
Leikstjóri: Tony Lo Bianco. Enn
ein hrollvekjan sem er áhugaverð
fyrir það eitt að státa af skemmti-
legum leikhópi og þá mun hún vera
eina leikstjómarverkefni hins
kunna leikara Bianco, (The French
Connection, Body Heat). Leynlög-
regla í New York í leit að snargeggj-
uðum morðingja. Mike Connors,
Anne Archer, Leon Isaac Kennedy,
Ian McShane, John Heard, Maureen
O’Sullivan, Murray Hamilton.
Bandarísk, 1985. 100 mín.
Madhouse ★ ★V2
Leikstjóri: Jim Clark. Gamli, góði
Prince fer hér með hlutverk hroll-
vekjuleikara sem er að reyna að
ná fyrri frægð í kvikmyndaheimin-
um eftir dvöl á geðsjúkrahúsi. Líkin
hrannast í kringum hann og heils-
unni hrakar . . . Prince og Cushing
í essinu sínu og myndin skemmtileg
blanda af léttum hryllingi og skopi.
Vincent Prince, Peter Cushing,
Adrienne Corri. Bresk, 1974. 90
mín.
Fright Night ★ ★ ★
Leikstjóri: Tom Holland. Hressi-
legasta mynd, hvorttveggja í senn
fyndin og ógnvekjandi. Friðurinn
er úti í rósömu úthverfí er sjálfur
Drakúla sest þar að. Unglingar í
nágrenninu leita hjálpar hjá af-
dönkuðum hrollvelquleikara í neyð
sinni! Með þeim bestu í sínum flokki
um langt skeið. Meistari Richard
Edlund hannaði gerfí og brellur af
kunnri snilld. Chris Sarandon,
Roddy McDowell, William Ragns-
dale, Stephen Geoffreys. Bandarísk.
1985. 105 mín.
Morgunblaðið/Þorkell
Iðunn Steinsdóttir höfundur myndarinnar „Lóa litla Rauðhetta" og
Linda OKeefe sem leikur aðalhlutverkið.
Ljósmynd/ Skafti Gufljónsson
Brúðkaup í Kristskirkju. Úr myndinni „Ást og Stríð“.
nálgst", í umsjón Helga Skúlason-
ar. „Jessye Norman’s Christmas
Symphony" er þáttur með banda-
rísku söngkonunni Jessy Norman á
tónleikum í Ely dómkirkjunni. Með
henni koma fram bandarískur
drengjakór og Bournemouth sin-
fóníuhljómsveitin auk kirkjukóra.
Dagskránni á aðfangadagskvöld
lýkur með því að Sigríður Ella
Magnúsdóttir syngur ásamt kór
Öldutúnsskóla, jólalagið „Nóttin var
sú ágæt eih“.
Drengjakór Hamborgar verðu aftur
á dagskrá á jóladag og að þessu
sinni syngur kórinn „Missa brevis“
eftir W.A. Mozart. Jólaþáttur með
Julie Andrews, „Sound of Christm-
as“ verður sýndur 25. desember,
en hann var tekinn upp í Salzburg
í Vestur-Þýskalandi. Julie syngur
yfír tuttugu lög og þar á meðal
dúetta með Placido Domingo og
John Denver. Svissneski tónlistar-
þátturinn „Jólarokk í Montreux" er
síðasti dagskrárliðurinn 29. desem-
ber. „Stuðpúðinn" er tónlistarþáttur
sem sýndur verður á gamlárskvöld
að loknum „Annáli 1987“. Sýnt
verður úrval íslenskra tónlistar-
myndbanda sem gerð voru á árinu.
Auk þess verður frumsýnt mynd-
band við lag eftir óþekktan höfund
í útsetningu Gunnars Þórðarsonar.
Lagið heitir „Ég er ltill svartur
maður", en flyjandi er Bubbi Mort-
hens. Upptaka Sjónvarpsins á
fluttningi óperunnar „Aidu“ í ís-
lensku óperunni verður sýnd á
nýársdag.
FRAMHALDSÞÆTTIR
Hvar/Hvenær
Sjónvarpið:
Fyrlrmyndarfaðir kl. 20.45
Áframabraut
Á grmnni grein kl. 20.45
Vinur vor, Maupassant
George og Mlldred kl. 19.30
Súrt og saett kl. 18.25
Arfur Guldenburgs þriðjudagur kl. 22.15
Gömlu brýnln kl. 19.30
Llstmunasallnn kl.21.30
Þrífœtllngarnir kl. 18.30
Austurbælngamlr fimmtudagur kl. 19.25
Matlock kl. 21.20
Mannaveiðar kl.21.40
Stöð 2:
Mánudagur á mlðnættl laugardagur kl. 11.30
Ættarveldið kl. 16.30
Sældarlff kl. 18.45
Spenser kl.21.40
Heimllið kl. 11.40
Gelmálfurlnn Alf kl. 14.35
Sherlock Holmes kl. 20.30
Vísitölutölufjölskyldan sunnudagur kl.22.35
Þoir vammlausu kl.24.00
FJölskyldubönd kl. 20.30
Vogun vlnnur kl.21.05
Óvænt endalok kl. 21.55
Dallas kl. 22.20
Húsið okkar kl. 20.30
Hunter kl. 22.30
Smygl kl. 18.15
Morðgáta kl. 20.30
Lögreglustjórarnlr kl. 21.55
Bjargvætturlnn kl.20.30
Dansdraumar kl. 18.15
HarveyMoon föstudagur kl. 20.30
Hasarlelkur kl 22.00