Morgunblaðið - 08.01.1988, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1988
B 7
HVAÐ
ER AÐO
GERAST (
verk eftirýmsa listamenn. Grafík, vatnsiit-
ir, olía og handgert blásið gler. Opið frá
kl. 10.00-18.00 og 10.00-12.00 laug-
ardaga.
Gallerí Nes
Myndlistaklúbbur Seltjarnarness sýnir i
Gallerí Nesi, Nýja bae við Eiðistorg. Sýn-
ing eropinfrá kl. 13.00—18.00.
Gallerí
SVART Á HVÍTU
Gallerí Svart á hvitu
Sýning á vatnslitamyndum eftir Guðmund
Thoroddsen opnar í Galleríi Svart á hvítu
við Óöinstorg föstudaginn 8. janúar kl.
20.00. Guðmundur er faeddur í Reykjavík
árið 1952. Hann stundaði nám við Mynd-
listarskólann í Reykjavík 1974-76 og í
París 1976-78. Frá 1981 til 1985 var
hann við nám í Ríkislistaakademíuna í
Amsterdam. Guðmundur er nú búsettur
í París þar sem hann starfar sem mynd-
listarmaður. Guðmundur hefurtekið þátt
í nokkrum samsýningum og haldið 6
einkasýningar.
Gullni haninn
Áveitingahúsinu Gullna hananum eru
myndir Sólveigar Eggerz til sýnis. Mynd-
irnareru landslag og fantasíurfrá Siglu-
firði, unnar með vatnslitum og olíulitum.
Ferstikla
Unnur Svavars er með Hátiðarsýningu í
Söluskálanum Ferstiklu í Hvalfirði. Unnur
sýnir 37 pastel- og olíumálverk. Þetta er
fimmtánda einkasýning hennar. Sýningin
stendur fram í janúar og er opin daglega
frákl. 8.00-23.30.
Myndlistasýning hjá
Kristjáni Siggeirssyni
Guðmundur W. Vilhjálmsson sýnir mál-
verk hjá Kristjáni Siggeirssyni hf.,
húsgagnadeild, Laugavegi 13. Þettaer
fjórða einkasýning Guömundar. Á sýn-
ingunni eru um 30 myndir, aðallega
vatnslitamyndir, flestargerða á þessu
og siðasta ári. Sýningin er opin á opnun-
artíma verslunarinnar.
Nýlistasafnið
Gerhard Amman, opnar sýningu í Nýlista-
safninu við Vatnsstig 8. janúar. Sýningin
er opin virka daga frá kl. 16;00—20.00
og frá kl. 14.00—20.00 um helgar. Sýn-
ingin stendur til 24. janúar.
Norræna húsið
Þrjár danskar textíllistakonur, Annette
Graae, Anette 0rom og Merete Zacho
sýna textílverk í sýningarsölum Norræna
hússin. Listakonurnarvinna meöýmis
efni, hör, sísal, silki, ull og bómuH. Mynd-
efnið er sótt til náttúrunnar og í heim
drauma og fantasíu. Listakonurnarsýndu
fyrst saman í Nikolaj kirkjunni i Kaup-
mannahöfn í haust og fóru siðan með
sýninguna til Norðurlandahússins í Fær-
eyjum. Annette Graae kom með sýning-
una hingaö til lands og setti hana upp.
Sýningin veröur opin daglega frá kl. 14.
00-19.00 til 25. janúar.
Tnlist
Norræna húsið
Svanhildur Sveinbjörnsdóttir, mezzo-
sópran, heldursína fyrstu opinberu
einsöngstónleika laugardaginn 9t janúar
kl. 16.00 í Norræna húsinu. Undirleikari
er Ólafur Vignir Albertsson, píanóleikari.
Á söngskrá eru íslensk og erlendi Ijóð
og aríur, þar á meðál Ijóðaflokkurinn
„Vier ernste GesÁnge" eftir Johannes
Brahms. Svanhildur lauk 8. stigs prófi frá
Söngskólanum i Reykjavík árið 1984 og
var síöan í eitt ár við söngnám í Vínar-
borg.
Ferðalög
Upplýsingamiðstöð
Upplýsingamiðstöð ferðamála er með
aðsetursitt að Ingólfsstræti 5. Þareru
veittar allar almennar upplýsingar um
ferðaþjónustu á Islandi. Mánudaga til
föstudaga er opið frá klukkan 10.00-16,
00, laugardaga kl. 10-14. Lokaö á
sunnudögum. Síminn er 623045.
Útivera
Ferðafélag Islands
Dagsferð verður farin á Reykjanes sunnu-
daginn 10. janúar. Ekið veröur að Svarts-
engi og gengiö á Svartsengisfell og
þaðan á Sundhnjúk. Gengiö verður til
baka um Selháls að Bláa lóninu.
Fyrsta myndakvöld ársins verður mið-
vikudaginn 13. janúar í Risinu, Hverfis-
götu105.
Hana nú
Vikuleg laugardagsganga Frístunda-
hópsins Hana Nú í Kópavogi verður
laugardaginn 9. janúar. Lagt verður af
staðfrá Digranesvegi 12 kl. 10.00.
Markmið göngunnar er samvera, súrefni
hreyfing. Nýlagað molakaffi.
' Útivist
Feröafélagið Útivist efnir til árlegrar ný-
árs- og kirkjuferðar sunnudaginn 10.
janúar. Farið verður austur að Geysi og
Gullfossi og fossinn skoðaður. Síðan er
haldiö um Brúarhlöð í Hreppa og farið \
að kirkjustaðnum Stóra-Núpi í Gnúpverja-
hreppi þar sem sóknarpresturinn séra
Flóki Kristinsson tekur á móti hópnum.
i kirkjunni er m.a. altarismynd máluð af
ÁsgrímiJónssyni, listmálara. Brottförer
frá BSÍ, bensínsölu kl. 10.30.
Fyrsta myndakvöld ársins verður í Fóst-
bræðraheimilinu, fimmtudagskvöldið 14.
janúarkl. 20.30. Sýndarveröa myndirfrá
Lónsöræfum og nágrenni. Fyrsta helgar-
ferðin verður þorrablót í Þjórsárdal
22.-24. janúar. Gist verður i félags-
heimilinu Arnesi. Ferðaáætlun Útivistar
1988 erkomin út.
Viðeyjarferðir
Hafsteinn Sveinsson er með daglegar
ferðir út í Viðey og um helgar eru ferðir
allan daginn frá kl. eitt. Kirkjan í Viðey
er opin og veitingar fást í Viðeyjarnausti.
Bátsferðin kostar 200 krónur.
Félagslíf
MÍR
Fyrsta kvikmyndasýning MÍR, Menning-
artengsla íslandsog Ráðstjórnarríkjanna
á nýbyurjuðu ári verðu í bíósal félagsins,
Vatnsstig 10, sunnudginn 10.janúrkl.
16.00. Þann dag fyrir 90 árum fæddist
einn af brautryðjendum kvikmyndalistar-
innar, Sergei Eisenstein. Af því tilefni
verður sýnd ein af frægustu myndum
hans, „Óktóber" sem gerð var árið 1927
til að minnast 10 ára afmælis Október-
byltingainnar i Rússlandi. Myndin var
þögul, en hefur nú verið hljóðsett með
tónlist eftir D. Shostakovits. Skýringar
eru á dönsku.
Sýning á myndspjöldum verður opnuð i
salarkynnum Ml’Rsunnudaginn 10. jan-
úar þar sem kynntar eru rúmlega 40
sovéskar kvikmyndir sem gerðar hafa
verið síðustu sjö áratugina. Sýning er
sett upp í tilefni 70 ára afmælis Október-
byltingarinnar.
Þær kvikmyndir sem sýndar verða næstu
sunnudaga ijanúareru „Tundurskeyta-
flugsveitin" í leikstjórn Semjons Arano-
vits, „Tími óska og löngunar" í leikstjórn
Júlí Raizman og „ Einn með ókunnugum,
ókunnugurokkará meðal" íleikstjórn
Nikita MHthailovs. Allar kvikmyndasýni-
garnar hefjast kl. 16.00. Aðgangur er
ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm
leyfir.
Hreyfing
Keila
í Keilusalnum í Öskjuhlíö eru 18 brautir
undir keilu. Á sama stað er hægt að
spila billjarð og pinu-golf. Einnig er hægt
að spila golf í svokölluðum golfhermi.
Sund
I Reykjavík eru útisundlaugar í Laugar-
dal, við Hofsvallagötu og við Fjölbrauta-
skólann í Breiðholti. Einnig eru útisund-
laugar á Seltjarnarnesi, á Varmá og við
Borgarholtsbraut í Kópavogi. Innisund-
laugar á höfuðborgarsvæðinu eru við
Barónsstíg og við Herjólfsgötu í Hafnar-
firði. Opnunartima þeirra má sjá í
dagbókinni.